Tíminn - 09.11.1973, Síða 21
Föstudagur 9. nóvember 1973.
TÍMINN
21
„Skemmtilegt
að vera kominn
í íslandsmeist-
araslaginn"....
— segir Hörður Sigmarsson
,,Mér líkar mjög vel að
vera kominn í raðir
Hauka''... sagði Hörður
Sigmarsson, örfhenti
landsliðsmaðurinn úr
Haukum, sem gekk úr
FH yf ir í Hauka sl.'sum-
ar og er nú orðinn úrvals
handknattleiksmaður.
Hann var potturinn og
pannan í leik Hauka
gegn Fram, skoraði alls
átta mörk í leiknum og
átti mikinn þátt í öðrum
mörkum. Hörður skor-
aði þrjú siðustu mörk
Hauka gegn Fram.
Hann skoraði þrjú með
langskotum, tvö með
gegnumbrotum, tvö úr
vítaköstum og eitt eftir
hraðupphlaup.
Höröur tók Axel Axelsson úr
umferð i leiknum og heppnað-
ist það mjög vel hjá honum.
Eftir leikinn, sagði hann: „Við
hefðum átt skilið að vinna
leikinn”. bá sagði hann, að
það væri skemmtilegt að vera
kominn i Islandsmeistara-
slaginn, vera þar með og
reyna sig.
Það er enginn vafi á þvi, að
Hörður á eftir að fá að reyna
sig i vetur. Þessi skemmtilegi
handknattleiksmaður er nú
orðinn einn af okkar beztu
handknattleiksmönnum og
hann á örugglega eftir að vera
mikið i sviðsljósinu með
Haukum og landsliðinu i vet-
ur.
SOS
„ÞEGAR VÖRNIN ER GÓÐ,
ÞÁ KEMUR MARKVARZLAN
— sagði Gunnar Einarsson, landsliðsmarkvörður Hauka
,,Þegar vörnin er góð þá kemur markvarzlan"...sagði Gunnar Einarsson, hinn
snjalli landsliðsmarkvörður Hauka, sem varði snilldarlega gegn Fram í islands-
mótinu í handknattleik á miðvikudagskvöldið. Gunnar varði alls ellef u skot af línu
og úr hraðaupphlaupum. Sex sinnum varði hann frá landsliðsmanninum snjalla,
Björgvini Björgvinssyni, með því að loka markinu á réttu augnabliki, eða ganga út
á móti línumanni, sem var að snúa sér viðá línu.
Gunnar sagði. að hann væri mjög ánægður, að hafa varið frá Björgvini, þegar leikurinn var að ná há-
marki i siðari hálfleik, en þá varði hann fjórum sinnum i röð, skot frá Björgvin. Þá sagði hann, að
Haukaliðið væri miklu betra i dag, heldur en það var sl. keppnistimabil. Meiri leikgleði væri nú i liðinu
og það sæist bezt á þvi, að þeir náðu að vinna upp f jögurra marka forskot Reykjavikurmeistara Fram i
siðari hálfleik og komast eitt mark yfir um tima.
SOS
GUNNAR EINARSSON.. landsliösmarkvörður úr Haukum, sést hér verja skot af linu frá Sigurbergi Sigsteinssyni. (Timamynd Gunnar).
HAUKARNIR BYRJA VEL
Reykjavíkurmeistarar Fram réðu ekki við landsliðsmennina Hörð
Fram í jafnteflisleik, 19:19
Haukar úr Hafnarfirði
komu skemmtilega á óvart
í fyrsta leik sínum í 1.
deildar-keppninni i hand-
knattleik á miðvikudags-
kvöldið, þegar þeir gerðu
jafntefli, 19:19, við
nýbakaða Reykjavíkur-
meistara Fram. Haukalið-
ið, með landsliðsmennina
Hörð Sigmarsson og Gunn-
ar Einarsson í farar-
broddi, verða ekki auðunn-
ir í vetur. Liðið er mjög
skemmtilegt og miklu
betra heldur en sl. vetur,
og það leikur mjög skyn-
samlegan handknattleik.
Kristján Stefánsson,
þjálfari liðsins, lét taka
Axel Axelsson úr umferð,
og fékk Hörður Sigmars-
son það verkefni að elta
Axel um allan völl. Hörður
leysti verkefnið mjög vel
af hendi — Axel slapp að-
eins tvisvar frá honum. Þá
var ekki að sökum að
spyrja, knötturinn lá i net-
inu hjá Haukum.
Stærstan þátt i þvi, að Haukar
náðu jafntefli gegn Fram, átti
Gunnar Einarsson, hinn snjalli
landsliðsmarkvörður, sem varöi
hvað eftir annað frábærlega, sér-
staklega skot af linu. Þá varði
Gunnar vitakastfrá Axeli, á mjög
þýðingarmiklu augnabliki i siðari
hálfleik. Gunnar sannaði það enn,
að hann stendur svo sannarlega
undir heitinu „landsliðsmark-
vörður”.
Leikur Fram og Hauka var
mjög jafn til að byrja með, en
þegar staðan var 7:7, fóru
Framarar að sækja i sig veðrið,
og þeim tókst að ná þriggja
marka forskoti, 11:8, i hálfleik. t
byrjun siðari hálfleiksins bættu
Framarar við marki, og var stað-
an þá 12:8, svo að allt leit út fyrir
að Reykjavikurmeistararnir
mundu bera sigur úr býtum.
Haukar voru ekki á þeim buxun-
um að gefast upp. Þeim tókst að
jafna i 16:16á 18. minútu, og einni
min. siðar komust þeir yfir, 16:17.
Framarar jöfnuðu og komust yfir
19:18, en siðasta mark leiksins
og Gunnar. Þeir léku
skoraði Hörður Sigmarsson, og
lokatölurnar urðu 19:19.
Haukar léku mjög vel gegn
Fram og varþaðskynsamlegt hjá
Kristjáni þjálfari liðsins, að láta
taka Axel úr umferð. Þar með
varð Björgvin Björgvinsson ekki
eins hættulegur á linunni. Hörður,
Ólafur Ólafsson og Stefán Jóns-
son, leika mjög skemmtilega
saman i sókninni hjá Haukum.
Þarna eru á ferðinni þrir ólikir
leikmenn, sem allir eru hættuleg-
ir á sinn hátt. Mörk Hauka i leikn-
um skoruðu þeir: Hörður 8 (2
aðalhlutverkið gegn
viti), Stefán 5, Ólafur 3 (1 viti),
Guðmundur 2 og Sigurður eitt.
Fram liðið lék nokkuð undir
getu i leiknum. Vörn liðsins var
ekki eins góð og maður bjóst við.
Þá voru leikmenn liðsins ekki
nógu ákveðnir i markskotum.
Stefán Þórðarson lék nú aftur
með Fram-liðinu, eftir árs fjar-
veru. Þessi snöggi, örvhenti leik-
maður skoraði fimm mörk fyrir
k'ram. Aðrir sem skoruðu, voru:
Pálmi 5, Axel 4 (1 viti), Björgvin
3, Arnar og Sigurbergur eitt hvor.
— SOS.
Laxveiðiö til leigu
Veiðiréttindi i Fnjóská S-Þing. eru til leigu
veiðitimabilin árin 1974 og 1975.
Tilboð sendist undirrituðum fyrir 10.
janúar n.k.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er.
Vatnsleysu, S-Þing,
5. nóvember 1973.
Olgeir Lútersson.
Land Rover til sölu
lengri gerð, árgerð 1971. Kostakjör ef
samið er strax. Upplýsingar i sima 4-29-02.
Tíminn er peningar