Tíminn - 09.11.1973, Qupperneq 23
Föstudagur 9. nóvember 1973.
TÍMINN
23
0 Bókmenntir
hva6 fleira i þessum kafla er
hnossgæti. Þar má telja Fall
Senakeribs eftir Byron, sem
Steingrimur þýðir á fornyrðis-
lag: af þvi ljóði eru einnig til
þýðingar með öðrum hætti,
þeirra Grims Thomsens og
Matthiasar Jochumssonar. Og i
heilu lagi færa þýðingar Stein-
grims lesandanum heim sann-
inn um að sá þáttur i kveðskap
hans verðskuldi meiri athygli.
Þýðingar ljóða eru ekki eina
verk Steingrims Thorsteinsson-
ar til að veita tslendingum hlut-
deild i bókmenntaarfi heimsins.
1 iausu máli liggja eftir hann
bókmenntaafrek, sizt ómerkari.
— Hér er raunar einnig að telja
bundna þýöingu á Lear konungi,
eina leikriti Shakespeares sem
Steingrimur islenzkaði. Hún er
gerð af ærinni iþrótt og fróðlegt
að bera saman við nýja þýðingu
Helga Hálfdánarsonar á sama
leikriti. Þess er nú góður
kostur: bókaútgfan Rökkur
sendi frá sér fyrir þrem árum
einkar fallega Ijósprentun út-
gáfunnar frá 1878. Slikt út-
gáfuform er skemmtilegt og
mætti leggja meiri rækt við það.
Þá er þess að geta að
þýðingar Steingrims á ævintýr-
um H. C. Andersens eru nýlega
komnar i f jórðu útgáfu á vegum
Æskunnar: þær eru þvi á nýjan
leik tiltækar ungum og gömlum
lesendum sem vera ber. Og nú
hefur Heimskringla hafið
endurprentun hinnar rómuðu
þýðingar Þúsund og einnar næt-
ury sem vonandi veröur fram
haldið. Gott er til þess að vita að
menn skuli þannig eiga að nýju
aögang að þessum öndvegis-
verkum. Hlutur Steingrims með
þessu starfi aö „lifgun listræns
lausamáls á 19. öld”, sem
Hannes Pétursson drepur á i
inngangi, var vafalaust mikill.
En á þessu sviði blasir við
ókannað land eins og viðar i
islenzkum bókmennta-
rannsóknum. —
t lok inngangsorða Ljóðmæl-
anna er vikið aö ljóðinu Eg
elska yður, þér tslands fjöll, og
þvi er hér skipað aftast frum-
kveðinna ljóða Steingrims. Hér
játar skáldið tryggð sina „við
land og fólk og feðra tungu”.
Þetta er annað og meira en
orðaglamur, enda stóð Stein-
grimur jafnan i fylkingarbrjósti
þjóðfrelsisbaráttunnar. Og
fölskvalaus tryggð hans viö
„land, þjóð og tungu”, svo sem
annað skáld miklu yngra kveður
að orði, — hollusfan við upprun-
ann, óþrotleg rækt við hina
heilu, jafnvægu lifsskynjun: allt
þetta gerir ljóð hans geðfelld
enn i dag. Og sá er kjarninn i list
Steingrims Thorsteinssonar, að
hún getur enn náð til þess sem
leggur eyru við, — yfir hafið
sem skilur skáldheim hans og
vettvang samtiðarinnar.
Gunnar Stefánsson.
O Dýrmæt efni
glandin úr fiskinnyflum má raun-
ar segja, að þar tæki eitt islenzkt
hráefni við af öðru, þvi að til
skamms tima voru þessi efni unn-
in úr sæðiskirtlum islenzkra
hrúta, þótt nýlega hafi fundizt
aðrar hagkvæmari aðferðir.
Auk þeirra nota, sem getið er
um hér að ofan, eru allar likur á
þvi, aö nota megi prostaglandin-
efni við meðhöndlun hjarta- og
nýrnasjúkdóma og astma, svo að
nokkuð sé nefnt.
Dr. Þórður Þorbjarnarson hef-
ur um langt skeið fylgzt gaum-
gæfilega með framvindu mála á
sviöi efnaverkfræðinnar og dr.
Sigmundur Guðbjarnason
prófessor mjög sinnt rannsóknum
af þessu tagi.
Tækifæri, sem ekki má
okkur úr greipum ganga
Aðrar þjóðir hafa til þessa ekki
notað fiskinnyfli til vinnslu efna
af þvi tagi, sem hér er getið. Þess
vegna er hér um einstætt tækifæri
að ræða fyrir islenzka visinda-
menn, sem mun, ef vel tekst til,
renna stoðum undir nýja, arð-
vænlega útflutningsgrein. En til
þess að svo megi verða, þarf að
yeita fé til rannsókna á þessu
sviði og veita þeim visindamönn-
um, sem að þeim ynnu, viðunandi
starfsaösíööu, en ’þvi miður hefur
nokkuð á skoi t. «ð stjórnvöld hafi
sýnt þessu nauðsynlegan skiln-
ing, svo að vægt sé til orða tekið.
Má raunar segja. að islenzkum
visindamönnum beri yfirleitt
saman um, að til litils sé að fitja
upp á nýjungum, þvi að þeir sem
fjárveitingavaldið hafa. synja
undantekningalitið um fé til
þeirra.
— HHJ.
o Landhelgismál
ir, og menn gætu auðvitað haft á
þvi sina skoðun, hvort unnt hefði
verið að ná lengra en þar væri
raunin á, en ef gera ætti þetta
bráðabirgðasamkomulag, væri
mjög æskilegt, að sem viðtækust
samstaða yrði um það á Alþingi
og með þjóðinni. Menn skyldu
ekki halda, að með þessu bráða-
birgðasamkomulagi við Breta
væri endi bundinn á baráttu
þjóðarinnar fyrir fullum yfirráð-
um yfir auðlindum fiskimiðanna
við landið. Sú barátta myndi
halda áfram, og stórir áfangar
gætu veriö framundan i þeirri
baráttu. En full eining þings og
þjóðar i öllum skrefum, sem stig-
in eru, einnig þessu, myndi verða
okkar megin styrkur i baráttunni
framundan. Með þvi sýndum við
umheiminum, að islenzka þjóðin
á sér eitt mál, sem hafiö er yfir
dægurþras og rig og hún stendur
sameinuð um, þrátt fyrir allar
deilur og alla stjórnmálaflokka.
Það hefði verið einróma eining á
Alþingi i málinu frá þvi útfærslan
var ákveðin. Þeir, sem ryfu þá
einingu, ynnu ekki gott verk. Með
þessu bráðabirgðasamkomulagi
við Breta sýndum við einnig öðr-
um þjóðum, að þótt við séum
einbeittir og einarðir i landhelgis-
málinu, þá værum við einnig
menn til að taka stórar ákvarðan-
ir og sýna tillitssemi, þótt það
kostaði okkur nokkuð i bili.
t upphafi ræðu sinnar i gær
minnti Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra á, að Alþingi hefði
falið rikisstjórninni að leita
bráðabirgðasamkomulags, m.a.
við Breta. Þetta hefði verið gert,
og báðir aðilar sett fram sinar itr-
ustu kröfur. Þær tillögur, sem
fram hefðu verið bornar i þessum
samningaviðræðum lægju fyrir
bókaðar, og væri rétt aö
utanrikismálanefnd færi vel yfir
þær bókanir og gerði samanburö
á þvi, hvað vantaði af þvi, sem Is-
lendingar hefðu sett fram i kröf-
um sinum, 4. mai sl„ og hvað væri
i samkomulaginu, sem Bretar,
hefðu algerlega neitað að fallast á
þá. 4. mai hefðu samninganefndir
horfið frá samningaborði hvor
meö annarrar tillögur og þeirri
yfirlýsingu, að báðir aöilar
myndu athuga tillögurnar
gaumgæfilega og siðan halda
samningatilraunum áfram. t þvi
fólst að sjálfsögðu, að báðir aðilar
vildu athuga, hvort unnt væri að
slaka meira á á báða bóga og
mætast i samkomulagi um ein-
hverja málamiðlun.
Munurinn á tillögum tslendinga
4. mai og tillögunni aö samkomu-
lagi nú væri sá, að tslendingar
hefðu viljað hafa tvö hólf lokuð i
stað eins i samkomulaginu. ts-
lendingar hefðu viljaö strika út 30
stærstu togara Breta. t sam-
komulaginu væru 15 þeir stærstu
strikaöir út og 15 af minni gerö-
inni. Ólafur benti á, að i viöræð-
unum hefði verið rætt um að
samningstiminn gæti orðið 2 ár.
Hefði þá ætið verið undirskilið, að '
hann tæki gildi við undirskrift
samnings.
En til viðbótar þvi, sem tslend-
ingar lögðu til sem sinar itrustu
kröfur, 4. mai, hefði bætzt eitt
friðunarsvæði, sem ákveðið hefði
verið siðan, en i tilboðinu 4. mai
hefði aðeins verið getið um 2, og
ekki gert ráð fyrir fleiri friðunar-
svæðum siðar.
— Enn sagöi forsætisráðherra,
hvað er þá mikilvægast af þvi,
sem náðst hefur fram frá tilboði
Breta 4. mai? Það eru bátasvæði
islenzka flotans fyrir Vesturlandi,
Norðurlandi og Austurlandi, sem
Bretar vildu ekki fallast á aö yrðu
lokuð fyrir þeirra togurum. Is-
lenzkir sérfræðingar telja þetta
jafngilda 20 þúsund tonna afla-
takmörkun á veiði Breta. Ef fallið
hefði verið frá kröfunni um friðun
bátasvæðanna fyrir brezkum tog-
urum, hefði verið auðvelt að fá
fram samþykki Breta á þvi, að 2
hólf yrðu lokuð i stað eins i sam-
komulaginu. En hvaða þingmað-
ur vill leggja þá breytingu til? Ég
vænti þess, að enginn muni
Hversdagsleikur
— fyrsta skóldsaga ungs höfundar
IIVERSDAGSLEIKUR heitir
fyrsta skáldsaga ungs höfundar,
Óinars Þ. llalldórssonar, en hann
hefur áður sent frá sér ljóða-
bókina llorfin ský.
Sól er sezt. Gamall Land-Rover
jeppinn skrönglast heim traðir-
nar með vagn i togi. Það er hey á
vagninum og uppi i heyinu liggja
tveir strákar og maula óbarinn
harðfisk. Bilstjórinn snarast út úr
jeppanum og opnar hliðið, siðan
er ekið i hlað. Það er sólskin á
jöklinum i suðrinu og sólskin i
lækjarsytrunum fram á aurnum.
leggja það til, og ég vil ekki sam-
þykkja slika breytingu. Auk þess
vildu Bretar aðeins fallast á tak-
mörkun á fjölda skipa þannig að
20 féllu brott, og þá skip upp og
ofan.
t ræðu sinni svaraði forsætis-
ráðherra ýmsum sleggjudómum,
sem fram höfðu komið i ræðu
Bjarna Guðnasonar, er hann lýsti
sig andvigan samkomulaginu.
Bjarni hafði sagt, að þessir
samningar væru nauðungar-
samningar, alveg á sama hátt og
samningarnir 1961.
Ólafur Jóhannesson minnti á,
að upp úr samningaviðræðum við
Breta hefði slitnað, er þeir komu
inn i landhelgina með herskip sin.
Þvi hefði þá verið lýst yfir af is-
lenzkum yfirvöldum, að við Breta
yrði ekki rætt frekar meðan þeir
beittu hér vopnuðu ofbeldi, en
jafnframt sagt, að unnt myndi að
taka upp þráðinn að nýju, ef þeir
hyrfu á brott með herskipin. A
siðustu stundu, eftir að Bretum
hefði verið hótað slitum á
stjórnmálasambandi, hefðu þeir
kallað herskipin út úr landhelg-
inni og óskað eftir tilraun til að
binda endi á deiluna. Tillaga til
samkomulags lægi nú fyrir, og
rikisstjórnin mælti með henni og
óskaði eftir heimild Alþingis til að
staðfesta samkomulagið. Það
væri ekki eins og hagstætt og við
hefðum frekast kosið, en
forsætisráðherra taldi, að reynt
hefði verið til þrautar, og lengra
yrði ekki komizt. Hendur
alþingismanna til þessa sam-
komulags væru hins vegar alger-
lega óbundnar i þessu máli. Enn
hefði enginn samningur verið
gerður. Rikisstjórnin kæmi nú til
Alþingis og spyrði hvort það vildi
samþykkja þennan kost. tslenzkir
alþingismenn væru algerlega
frjálsir aö þvi að hafna þessu
samkomulagi, teldu þeir aðra
kosti betri til að tryggja hags-
muni þjóðarinnar og til meiri
verndar fiskimiöum og fiskstofn-
um.
— Ég hef ekki bundiö hendur
alþingismanna með aðild minni
að þessari tillögu um lausn á deil-
unni við Breta. Það, sem ég hef
sagt, sagði forsætisráðherra, er
það eitt, að ég vildi ekki taka á
mig ábyrgðina af þvi að hafna
þessu samkomulagi sem i boði er.
Ólafur sagði, að tryggt yröi
meö sérstakri lagasetningu aö
framkvæmd samkomulagsins
yrði algerlega i höndum Islend-
inga og brotlegir togarar strikað-
ir út af skrá. Dómsmálaráðuneyt-
ið myndi taka slikar ákvarðanir
skv. skýrslum Landhelgisgæzl-
unnar, og myndi dómstólameð-
ferð meintra sökunauta ekki
fresta veiðileyfissviptingu.
Frumvarp þessa efnis veröur
lagt fyrir Alþ. á mánudag, en þá
mun verða haldið áfram umræðu
og afgreiðslu tillögunnar um
heimild til handa rikisstjórninni
til að staðfesta samkomulagið.
Frá öðrum ræðum verður sagt
siöar. Formenn þingflokka
Alþýðuflokks, Alþýöubandalags
og Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, lýstu yfir stuðn-
ingi við tillöguna. Geir
Hallgrimsson sagði, aö Sjálf-
stæöisflokkurinn væri ekki tilbú-
inn að greina frá afstöðu sinni, og
Bjarni Guðnason var á móti.
Svanahópur flýgur gargandi hátt
yfirheiðarbrúnina ofarbænum og
hverfur inn yfir heiðina. Lengra i
austri, handan fljótsins, sér á
annan jökul, önnur fjöll, en hvað
þau geyma, er önnur saga...
Þannig hefst Hversdagsleikur.
Ungur maður, Guðmundur, og
ung stúlka, Þorbjörg, eru aðal-
persónur sögunnar, og eiga þau
sinar vonir og þrár, en fá að
reyna að lifið er ekki allt hvers-
dagsleikur.
Bókin er 104 bls. tsafoldar-
prentsmiðja gefur út.
—SB
Gullhjartað
— saga um
peninga, óstir
og eiturlyf
(iULI.Il.1ARTAI) heitir bók um
peninga. ástir og riturlyf og er
eftir islen/.kan liöfund, sem nefnir
sig Tlior Siljan, en það er
(lulnefni. Þetta er fyrsta bók
hans, og auk þess sú fyrsta af
þreinur um sama efni. Sagan
liefst i Kaupmannahöfn, en leik-
iirinn berst siðan til islands, og
gerist sagan þar að mestu leyti.
önnur bókin i þrenningunni,
Bjargið, kemur út á næsta ári.
Persónur og söguþráður tengja
bækurnar saman i eina heild, en
nýjar persónur að hluta og breytt
sögusvið, ásamt miklu uppgjöri
og þáttaskilum i lok hverrar
bókar, valda þvi, að lita má á
hverja bók sem sjálfstæða sögu.
Gullhjartað er 183 blaðsiður.
Spákonufell geíur út, Prent-
smiðjan Viðey prentaði. Kápu-
teikningu gerði Lilja Sigrún Jóns-
dóttir. — SR.
Söngnám-
skeið á
Akranesi
SONGNAMSKEIÐ fyrir almenn-
ing verða haldin á vegum Tón-
listarfélagsins á Akranesi, ef næg
þátttaka fæst. Kennd verður
raddbeiting og tónheyrn. Inn-
tökuskilyrði eru engin fyrir byrj-
endur. Kennarar verða Guð-
munda Eliasdóttir og Agúst Ar-
mann Þorláksson. Hvert nám-
skeiö stendur yfir I sex vikur, og
verður kennt einn tima i hverri
viku. Þátttökugjald verður 1500
krónur.
0 Víðivangur
kostnaðarins er vegna borun-
ar borhola, en þær gælu nýt/.t
sem vinnsluholur fyrir virkj-
unina þegar í liana verður ráð-
i/t.
Aformuð er uýting beggja
háhitasvæðanna á Reykja-
nesi. þ.e. svæðin út við
Reykjanestá og Svarlsengi, á
þá lund að svæðið út við vitann
verði notað í samhandi við
væntanlega sjóefnavinnslu og
virðist það svæði vera mjög
vel til þess fallið. Ililt svæðið,
Svartsengi, hefur verið liugs-
að sem virkjun fyrir hita-
veitur um alla nærlæga byggð
og liefur Orkustofnun gcrt,
cins og fram kom, áætlun um
slika veitu. Það er þvi ekki
beinlínis áslæða lil að gera
sérslakan sérstakan saman-
hurð á hagkvæmui virkjana
frá þcssuin hitasvæðum vegna
þess að nýting þeirra er með
óliku móti.það er að segja,
Svartsengi aðallega til húsahit
unar, en Keykjancstáin aðal-
lega til iðnaðarframleiðslu.”
- TK
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Fundur verður aö Hallveigarstöðum fimmtudaginn 15. nóv. næst
komandi kl. 20:30. Handavinnukvöld. Fréttir frá aðalfundi
Bandalags kvenna i Reykjavik. Frjálsar samræður. Ætlazt er til
þess, aö fundarkonur vinni að lokaundirbúningi bazarsins, sem
verður 24. nóv. næst komandi. Fjölmenniö, nóg verður að
8era- Stjórnin.
Harpa, félag framsóknar-
kvenna í Hafnarfirði, Garða-
og Bessastaðahreppi
heldur fund mánudaginn 12. nóvember kl 20 að Strandgötu 33,
Hafnarfirði. Fundarefni: 1. Félagsmál 2. Frú Sigrún Þorleifs-
dóttir sýnir blómskreytingar og fleira. Kaffi. Félagskonur eru
hvattar til þess aö taka meö sér nýja félaga og gesti. Stjórnin.
Arkitekt
byggingafræðingur
stórri teiknistofu i
tæknifræðingur eða
óskast til starfa á
Reykjavik.
Þarf að vera vanur eftirlitsstörfum og al-
mennri teiknistofuvinnu.
Upplýsingar i sima 8-22-70 frá kl. 8 f .h. til 5
e.h.
Electrolux