Tíminn - 15.12.1973, Page 16

Tíminn - 15.12.1973, Page 16
16 Laugardagur 15. desember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 52 leysi, sem hafði hrifið Jean Pierre svo mjög endur fyrir löngu, það var einnig þessu meðfædda látleysi að þakka, að Ella var uppáhaldsbarn föður slns. Uppeldi Lenu átti einnig sinn þátt i,að hún var frábrugðin öllum öðrum stúlkum þarna I sam- kvæminu — þetta átti einnig við um móður hennar á sinum tima. Hinar stúlkurnar voru annað hvort tilgeröarlega ástleitnar og létu allt of mikið á þvi bera að þær voru að leita sér að eigin- manni, eða þá að þær voru þvingaðar og þorðu vart að opna munninn af hræðslu við að segja eitthvað óviðeigandi. Þar að auki áttu Ella og John eitt sameiginlegt: Lúttendal og Sct Jans Minde. Ella mundi ekki eftir þessu, en John mundi vel eftir þvi, þegar hann kom i heimsókn til móður sinnar og stjúpföður. Hann varð ellefu ára það sumar. — Ég man vel eftir foreldrum yðar, sagði hann. Eg man einnig eftir yður, en þá voruð þér bara tveggja ára eða tæplega það. Mér fannst meira að segja Edvard og Viktor vera smápollar, sem ég gat ekki lagzt svo lágt að leik., mér við. Ég man bezt eftir föður yðar. Faðir yðar og móðir min fóru oft i útreiðartúra saman. Ég fór einu sinni með þeim, og faðir yðar var ákaflega vingjarnlegur (<g elsku- legur, ég sá hann þó ekki oft eftir það — þvi miður. Mér þótti það ákaflega leiðinlegt, af þvi að mér likaði svo vel við hann. — öllum börnum likar vel við föður minn, sagði Ella og brosti stolt, hann á ákaflega auðvelt með að umgangast börn. Við höfum átt mjög skemmtilega bernsku öll systkinin. — Mér þætti gaman ef ég fengi að heimsækja yður, sagði hann. Mig langar mjög mikið til þess að kynnast fjölskyldu yðar. Mér finnst ég vera hálf -einmana hérna i Kaupmannahöfn. Þau eru einungis á Lilttendal yfir há- sumarið. Og nú, þegar Henning vinur minn er trúlofaður, þá sér maöur sjálfsagt ekki mikiö til hans á næstunni. — Já, komiö endilega, vinir okkar systkinanna hafa ávallt verið velkomnir heima hjá okkur. Hún hikaði andartak en hélt siðan áfram og brosti feimnis- lega: Þeir verða auðvitað aö taka hlutunum eins og þeir eru. Mamma er vön að segja þetta. Það sem hún á við, er, að vinir okkar eru alltaf velkomnir, en viö höldum ekki oft samkvæmi. — Vinir ykkar, má ég skilja þetta á þann veg, aöþér álitið mig vera vin yðar? — Nei, jú, það er að segja viö þekkjumst ekki sérlega vel — en — Ella var orðin blóðrjóð i framan — Þér hafið hitt foreldra mina og bræöur, svo ég sé ekkert, sem mælir gegn þvi aö þer heimsækið okkui; þegar yður langar til. — Mig íangar ekki eins mikið til neins eins og að fá að heimsækja yður, fröken Deleuran. Ella fékk ofbirtu i augun af ljós- inu frá gasljósakrónunum sem lýstu upp veizlusalinn. Hún hafði vanizt daufri Ijóstýrurinni frá oliulömpunum. Ella var frá sér numin, hún hafði aldrei tekiö þátt i neinu, sem var eins glæsilegt og þetta samkvæmi. Þegar kaffið var borið fram og salurinn ruddur, svo aðdansinn gæti hafizt, þá var Ella gagntekin gleði og hrifningu. John vék ekki frá hlið hennar og hann var dásamlegur... Hún hafði aldrei kynnzt neinum, sem var likur honum. Vinir bræðra hennar voru allt öðruvisi. — Hann var fullorðin maður — þritugur — og eitt var það,sem hún var viss um, og það vai; að hann hafði ekki áhuga á neinni annarri en henni. Þegar þau dönsuðu hvislaði hann blitt I eyra hennar. Hann lagði handlegginn þéttar um mitti hennar en nokkur annar dans- herra hafði áður gert. Hann faldi andlit sitt meira að segja einu sinni I hári hennar og tuldraði: — Hvilikur ilmur. Ella var frá sér numin , en sendi þó hárgreiðslukonunni sinni þakkarskeyti i huganum. Hún hafði burstað hár hennar upp úr einhverju sérstöku, frönsku hár- vatni. Móðir hennar gaf henni einnig dropa af ilmvatni á bak við eyrun og aftan á hálsinn. Ella vissi að það var ekki svona fin lykt af henni venjulega. En sannleikurinn var sá, að John kærði sig kollóttan um ilmvatnslykt og tók ekkert eftir henni, en fann einungis lyktina af hreinu og finu hörundi Ellu. Hann hreifst mjög En sannleikurinn var sá, að John kærði sig kollóttan um ilmvatnslykt og tók ekkert eftir henni, en fann einungis lyktina af hreinu og finu hörundi Ellu. Hann hreifst mjög af þessari stúlku og hún var svo yndisleg og óspillt. t fyrstu var hann mjög ástleitinn við hana, mest af gömlum vana, en siðan sökum einlægrar hrifningar. Að visu voru tilfinningar hans ekki eins ákafar og hennar, þar sem hann var þroskaðri en hún, sem var aðeins tæplega tvitug. En þegar gestirnir fóru að tinast heim úr samkvæminu, þá var honum ljóst, að hann var ástfanginn af henni, og að hann yrði að láta sem fyrst verða af þvi að heimasækja hana og fjölskyldu hennar. A leiðinni heim i bflnum, sagði Edvard: — Jæja, Ella min, þetta var fyrsti stóri dansleikurinn þinn, — svei mér þá ef þú virðist ekki hafa náð þér I myndarmann. — Æi Edvard — hættu þessu þvaðri. Ellk var einkennilega biðjandi i málrómnum. Hann sá ekki framan i hana i myrkrinu i biln- um, en hann heyrði á rödd hennar, að hann hafði hitt á veikan punkt. Hann hélt áfram. — Sjáum til, ég held að litla systir sé ástfanginn. - ó, Edvard,,Ella, var með grát- stafinn i kverkunum. — Er þetta svona alvarlegt, syst- ir? — Hættu nú að striða henni, sagði Viktor þurrlega. Edvard lét sem hann heyrði ekki aðvörun bróöur sins. — Ég get ekki séð neina ástæðu til þess að koma volandi heim úr svona skemmtilegu samkvæmi. — Hamingjan góða, hættu þessu, endurtók Viktor. — Ég er ekkert að striða henni. Þetta virtist myndarmaður, vel efnaður og duglegur. Það væri ekki amalegt fyrir Ellu að ná sér I hann... — Ég hef ekki látið mér detta þetta allt I hug, sagði Ella svo lágt að varla heyrðist til hennar. — Nú, nú, ást við fyrstu sýn og þess háttar rómantik, nú jæja, en gættu þin, systir min góð, þú hef- ur ekki sérlega mikla reynslu i ástarmálum. — Edvard getur þú ekki skilið, að ég kæri mig ekkert að tala um þetta, ég... nei auövitað skilur þú ekki neitt. Strákar skilja aldrei neitt. — Strákar! — Nú karlmenn þá. — Edvard láttu hana I friði, hún litla systir okkar er ástfangin, þessi maður hefur leyst kvenleg- ar tilfinningar hennar úr læðingi, en blygðunarkennd hennar — hamingjuunni sé lof fyrir hana, hindrar hana i þvi að ræða þessar tilfinningar við aðra, eða er þessu ekki þannig farið, systir min góð? Viktor þreifaði eftir hönd hennar i myrkrinu og þrýsti hana. — Jú, Viktor, þú skilur mig svo vel, en ef þið viljið vera vænir drengir.... — Nú, nú drengir... sagði Edvard örlitið háðulega. — Ég ætlaði að segja karl- menn.hvað sem þessu liður, þá ætlar hann að heimsækja okkur mjög bráölega, og ég hlakka mikið til, ég vil helzt ekki, að á það verði minnzt fyrr en þar aö kemur. — Já, já Ella min, viö skulum ekki spilla fyrir þér ánægjunni. Okkur lizt satt að segja ágætlega á þinn útvalda, og getum vel hugsað okkur hann sem mág okkar. Við skulum þegja yfir þessu og ekki skipta okkur af neinu.sem okkur kemur ekki við, eða hvað Viktor? — Jú, ég er þér alveg sammála, sagöi Viktor. Billinn staðnæmdist fyrir framan hliöið heima hjá Deleuran fjölskyldunni. Lena, hafði ekki getaö sofnað 1579 1579. Krossgáta. Lárétt 1) Land.- 6) Stafur,- 8) Fersk.- 10) Gruna,- 12) Eldivið.- 13) Fæddi.- 14) Fæðu - 16) Gól.- 17) Tunna,- 19) Klettur,- Lóörétt 2) Götu.- 3) Þófi.- 4) Barði - 5) Kaffibrauð,- 7) Hrópa.- 9) Mann.- 11) Rugga.- 15) Svik - 16) Gin,- 18) Baul,- Ráðning á gátu no. 1578 Lárétt 1) Atvik,- 6) Eið.- 8) Höm.- 10) Nál,- 12) 01- 13) No,- 14) Fim,- 16) Gat -17) Æpa.- 19) Frisk - Lóðrétt 2) Tem,- 3) VI,- 4) Iðn,- 5) Ahöfn.- 7) Bloti,- 9) Oli,- 11) Ana.- 15) Mær,- 16) Gas. 18) Pi,- fliinl jlll, I1 Laugardagur 15. desember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.35 Vinsæl tónlist i Kina- veldi Arnþór Helgason kynnir. 15.00 islenzkt mál. Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag. talar. 15.25 Hvað verður i barnatim- um útvarpsins? Nokkrar upplýsingar um barnaefni um jólaleytið. 15.25 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Riki betlarinn” eftir Indriða Úlfsson Fyrsti þáttur: Landsins forni fjandi. Félagar i Leikfélagi Akureyrar flytja. Leik- stjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. ~ 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Framburðarkennsla i þýzku 17.25 Tónleikar. Tilkynning- 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Framhaldsleikritið: „Snæbjörn galti” eftir Gunnar Benediktsson Sjö- undi og siöasti þáttur. Leik- stjóri:, Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Kjalvör/Helga Bachmann, Sænbjörn galti/Þorsteinn Gunnarsson, Tungu-Oddur- /Jón Sigurbjörnsson, Þór- oddur i Þingnesi/Róbert Arnfinnsson, Hallgerður- /Kristbjörg Kjeld, 19.45 Létt lög frá hollenzka út- varpinu 20.15 Frá Bretlandi Agúst Guðmundsson talar. 20.40 Á bókamarkaðinum 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 15. dese,ber 1973 17.00 iþróttir. 1 þættinum verða meðal annars sýndar myndir frá innlendum iþróttaviðburðum og um kl. 17.25 hefst enska knatt- spyrnan. Umsjónarmaður Omar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjón Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.30 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.55 Vaka. Sýnishorn úr jóla- myndum kvikmyndahús- anna og umsagnir um þær. Umsjón Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson. 21.45 Gangur lifsins. Banda- risk kvikmvnd án orða um áhrif nútimamenningar á á- sýnd jarðar og hinn gifur- lega mun ósnortinnar nátt- úru og stórborgar. 22.05 Waterloo-brúin. Banda- risk biómvnd frá árinu 1940. Leikstjóri Mervyn le Roy. Aðalhlutverk Vivien Leigh og Robert Taylor. Þýðandi Jón O. Edwald. Ballettdans- mær kvnnist ungum her- manni og þau ákveða að ganga i hjónaband. En brottför hans til vigstöðv- anna ber brátt að, og ekkert verður af giftingunni. N'okkru siðar missir hún at- vinnuna. og um svipað leyti les hún i blaði andlátsfregn unnustans. 23.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.