Tíminn - 15.12.1973, Síða 18

Tíminn - 15.12.1973, Síða 18
18 TÍMINN Laugardagur 15. desember 1973. Hlnl'MliHlilS J/lWiV VERALDARSKIPIÐ Jónas Guðmundsson: Kuldamper Absalon 123 síður Hilmir h.f. 1973. „Kuldamper Absalon er kola- skip, veraldarskip og samfélag manna. Um einn þessara manna fjallar þessi saga öðrum fremur, og bak viö grátbroslegar lýsingar og kimni höfundar skin alvara og þjáning þeirra,er eiga gröf jafn- stóra heiminum”. Svo segir m.a. i bókarkynningu, hér er ekkert ofsagt. Og sá sem bókin fjallar um öðrum fremur er Jens Krog, sonur vændiskonu I Suöurborg á Jótlandi, siðar timburmaður á járnrikinu Kuldamper Absalon, sem i sög- unni er á siglíngu til Suður-Ame- riku. Siglingin er fleyguð lýsingu á nöturlegri bernsku timbur- mannsins. I bernskuköflunum sýnir Jónas Guðmundsson alveg nýja hlið á sér. Sambúðin og nær- færnin i lýsingunni á drengnum er einstök, átakanleg, samt hófsöm, gersneydd tilfinningavellu, stór- fallegir kaflar sem stinga skemmtilega i stúf við hrikalega, allt að þvi skelfilega raunsæja, lýsinguna á lifinu um borð i skip- inu. Málfar Jónasar er máttugt og mergjað, blóðmikið og svo per- sónulegt að ég veit engin sam- bærileg dæmi i bókmenntum sið- ari ára. Hann getur tekiö undir meö Indriða þegar hann segir: Eg er mitt skáld og minn smiður. Jónas fer ekki i annarra smiðjur. Hann slær sina eigin mynt — og i þeirri staðreynd felast ekki svo litil fyrirheit. Honum fyrirgefst þvi, þótt stundum leiði ört geð hans i ógöngur, myndin sem hann vill bregða upp flezt stundum út i orðskrúði, oforöun, endastingst, en þessi lýti valda manni ekki teljanói gremju vegna fjörsins i frásögninni og alls hins sem vel er gert. Samlikingar missa stundum marks — en þegar Jónas hæfir, þá hæfir hann lika beint i mark. Hann hefur afar næmt auga fyrir hinu fáránlega, hinu grátbros- lega, og hann hefur sérstakt lag á að vekja eftirvæntingu, maður veit aldrei uppá hverjum fjáran- um hann tekur. t>að er dauður maður, sem ekki skellir upp úr þegar hann les um „sjósetning- una” á liki timburmannsins i lokakafla bókarinnar. Svo eru aðrir kaflar, sem maður hefur lúmskt gaman af. Lýsingin á Johansen skipstjóra er ein þeirra, og get ég ekki stillt mig um að birta hér hluta hennar: „Johansen skipstjóri drakk vin einkennilega. Vinið hafði annað 2ja engin sýninileg áhrif á hann eöa það tók yfir. Að segja að hann væri drukkinn, segir ekki neitt, þegar hann var annars vegar Hann var aldrei i miöjum hliöum, þegar hann var fullur, heldur baðaði sig á efstu hnjúkum. eöa svaf i heösta dalbotninum. Og hann gerði meira. Hann breytti um veröld á hverjum morgni. Eins og aðrir skipta um föt skipti hann um persónu, og þannig birt- istþeim eiginlega nýr skipstjóri á hverjum degi. Saml ávallt i nokkru samhengi við liðna at- burði. Þannig var það þegar þeir sigldu út i Ermasund, framhjá krltarhöfðanum, og þeir stóðu úti á þilfari aö skoða skóginn og græn ar flatirnar kringum rómverska vitann. Þá sagði hann þeim að þetta þyrfti hann að skoða nánar. Hann væri jú aðeins að sigla sér til skemmtunar. Hann og konan ættu litla fiskverkunarstöð á Jót- landi. Ekki mjög stóra, bætti hann viö hógvær, bara svona, og hann sýndi bil milli þumal- fingurs og visifingurs, eins og menn tákna gjarnan þykkt seðla- búnt. Bara svona rétt til að lifa af þokkalega. Konan sér um það allt. Við erum alltaf i vandræðúm meöstaöitilaðdveljaáá haustin. Og þegar þeir ösluðu framhjá Biskupssteini, þá kom hann af fjöllum, þegar þeir spurðu hann um fiskfabrikkuna. Hann kannaðist ekki viö neitt og varð bara illur. Aðvörun um stöðvun atvinnu- rekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir janúar-september 1973, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunn- ar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 12. des. 1973. Sigurjón Sigurðsson — Hinsvegar áttu þau hjónin bóndabæ á Jótlandi og ræktuðu jólatré. — Þetta er ekkert stórt hjá okkur. 3000 tré fyrir siðustu jól, og hann sýndi þykkt seðlabúnt með þumalfingri og visifingri. Annars er það konan sem sér um allt, sagði hann, eins og hann hefði svolitið samvizkubit af þvi að vera ekki heima i jólasveina- fötum. Hann hélt sig við bóndabæinn á Jótlandi næstu tvo daga. Ot af Biskay voru jólatrén komin i 8000, en norður af Afriku voru þau komin i 16000 tré, og hann átti i örðugleikum með að sýna þykkt- ina á seðlabúntinu vegna aukinn- ar umsetningar. Suður af Azor missti hann áhuga á jólabisnessn- um og átti nú fé i svissneskum bönkum og investeraöi. — Ja, það er nú eiginlega konan, sem in- vesterar, sagði hann litillátur og gerði seðlamerkið með hendinni. Siðasta daginn sem hann drakk var hann búinn að gleyma Sviss, gleyma jólatrjánum og gleyma iiskfabrikkunni og nú var hann 130 ára og vildi láta alla á skipinu sjá. — Er ég ekki unglegur, sagði hann og breiddi úr andlitinu. Svo var það búið og þeir gáfu honum sprautu og læstu hann inni. Sjórinn gerir menn að saltstólp um sem nærast á raupi og goð- sögn eins og fátæku bændurnir sem gánga útskeifir um annarra manna lönd eins og þeir hafa búið til heiminn. Johansen vaf úr sér á 48 tim- um.” Ný skyldi enginn halda að Kuldamper Absalon, riki gert úr tiu miljón járnnöglum, sé skemmtunin einber og er það þó all nokkuð. Höfundurinn, gamall háseti, stýrimaður og sjóliðsfor- ingi, hefur samúð með skipshöfn sinni, honum þykir vænt um þetta fólk, þjáist með þvi, ann þvi betra hlutskiptis. Hann er sjáifur ver- aldarsiglingamaður og handan textans, handan kaldranans og hrikalegs orðfæris, skynjar mað- ur heitt hjarta og sterkar hendur, stundum of sterkar. Það er afar fróðlegt að skyggna langsiglingar með islenzkum augum. ts- lendingar stunda ekki „langfart”. Þvi er skipið erlent og skipshöfnin útlendingar. En þaö má einu gilda, getur raunar ekki öðruvisi verið. Maðurinn er alls staöar samur. Flestar bækur eru skrif- aðar með bleki, örfáar með blóði. Þessi er skrifuð með blóði. Það er tilbreytni að útgáfu þessarar bók- ar — og hún ekki svo litil. Maður segir við sjálfan sig að lestri lokn- um: Eg hef ekki lesið neitt þessu likt áður. Sagan hefði bara mátt vera lengri. Miklu lengri. Mig grunar að höfundur hafi flýtt sér um of að gefa hana út. Það er gamla sagan. Við,sem höfum gef- ið út bækur i þessu landi,vitum vel, hvað knýr á. En það er bót i máli að maður getur lesið þessa bók aftur — og suma kaflana oftar en tvisvar. Höfundur hefur mynd- skreytt bókina. Myndirnar eru misgóðar. En sem heild eru þær bókarprýði. Jóhannes Helgi. MECCANO er broskandl fyrir börn á öllum aldrl Hverjum MECCANO-kassa fylgir listi fyrir hvert sett, sem gefur leiðbeiningar og sýnir hluta af því, sem hægt er að búa til. Þetta er hið upphaflega og raunverulega MECCANO, sem pabbi lék sér að, en tíminn og tæknin hafa endurbætt það og gjört að vinsælasta leikfangi sonarins — og nú fást alls konar rafmótorar og gufuvélar, sem hægt er að tengja við og þannig auka fjölbreyttni og glæða sköpunargáfu barna og unglinga. ☆ LátiÓ hugmyndaflugiÓ ráða er þér raðið MECCANO Heildverzlun ingvars Helgasonar Vonarland við Sogaveg, símar 84510 og 84511.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.