Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. febrúar 1974. TÍMINN 3 Loðnuveiðarnar lamaðar vegna verkfallanna Verkfall verzlunarmanna hefur komið illa við almcnning, og hefur viða mátt sjá biðraðir fólks, sem var að reyna að ná sér í eitthvað i matinn. Hér er ein slik biðröð fólks, sem var að reyna að komast i kjöt- búð i Reykjavik i gær. — Timamynd: Gunnar. -hs-Rvik. Mjög litil hreyfing var á loðnuskipunum um helgina vegna verkfallsins. í gær tilkynntu þó nokkur þeirra afla. Hjá þeim verksmiðjum, sem enn taka við ioðnu, er allt fullt, og biða skipin flest i höfnunum, ýmist full að loðnu eða tóm, og biða menn þess að eitthvað gerist i samningun- um. Enn hefur ekki komið til þess, að skipin hafi dælt loðnunni i sjó- inn aftur, en þess verður tæplega langt að biða, þvi ekki er talið unnt að geyma loðnuna órotvarða I skipunum öllu lengur en þrjá sólarhringa. Heildaraflinn á vertiðinni var i gær orðinn röskar 330 þús. lestir, en það magn getur minnkað nokkuð, ef dæla þarf loðnunni i sjóinn. Frá miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins til kl. 17 i gær höfðu eftir- talin skip tilkynnt afla: Arni Magnússon 90, Kristbjörg II 90, Heimir 420, Ottó Wathne 40, Skirnir 270, Gunnar Jónsson 150, Pétur Jónsson 350, Viðir NK 260, Helga II 340, Guðmundur 800, Loftur Baldvinsson 500, Súlan 450, Ólafur Magnússon 200, Ásgeir 300, Fylkir 90. Langafkastamestu staðirnir, þar sem verkfall er ekki, eru Vestmannaeyjar og Grindavik, en þar eru allar þrær fullar, og miklu fleiri en að geta komizt, sem biða þar löndunar. Takist nú aftur á móti samningar, sem all- ar likur eru til, verður unnt að taka á móti fimm þúsund lestum á Raufarhöfn. Annars var staðan i gær á Aust- fjörðum og Vestfjörðum sem nú segir: Á Djúpavogi sagði fréttaritari Timans, Þórarinn Pálmason, að þrir bátar biðu löndunar. Þar eru þrær fyrir fjögur þúsund lestir, en unnt er að vinna tvö þúsund lestir á sólarhring. Nokkuð er þar fryst af loðnu. . Guðmundur Arason á Breið- dalsvik sagði, að þar væri ekkert skip inni þá stundina, er við töluð- um við hann. Þróarrými væri þar fyrir um þrjú þúsund lestir, ef með væri talin bráðabirgðaþró, erkomið hefði verið upp. Ein þró- in væri að tæmast, og myndi þess vegna unnt að taka móti afla svo sem tveggja skipa. Guðmundur kvað svipaða sögu að segja frá Stöðvarfirði, en þar var i gær inni skip, se'm kom með loðnu til frystingar, og var nokkru af afla þess ekið til Breiðdalsvik- ur. Á Vopnafirði, sem er nyrzt hafna á Austfjörðum, þar sem loðnu er veitt móttaka, lágu átta skip i gær og biðu þess, að þró tæmdist. — Við höfum þróarrými fyrir tæpar átta þúsund lestir, sagði Steingrimur Sæmundsson, frétta- ritari blaðsins þar, i gær, og eig- um að geta tekið á móti 2400 lest- um i kvöld, en það þýðir aftur, að bátarnir átta ættu langdrægt að geta losnað við það, sem þeir eru með. En hér er sá hængur, að vinnsla stöðvast um miðnættið vegna vöntunar á svartoliu. Skip er á leið hér norður með fjörðun- um með svartoliu úr Hvalfirði, og það er væntanlegt hingað seinni hluta þriðjudags. — Hingað hafa fjögur skip kom- ið siðasta sólarhring, sagði Marinó Sigurbjörnsson, fréttarit- ari Timans á Reyðarfirði, og er enn verið að losa úr tveim þeirra. Hér er sild bæði brædd og fryst, sagði hann, og alls er búið að taka á móti um tólf þúsund lestum, en samtals komu hingað sextán þús- und lestir i fyrra. Þrórarrými er fyrir fjögur þúsund lestir, en bræðsluafköst eru litil — aðeins um 350 lestir á sólarhring. A Eskifirði og i Neskaupstað er verkfall eins og kunnugt er, sagði Marfnó, en á Fáskrúðsfirði er loðnu veitt móttaka, eftir þvi sem unnt er. En það er gallinn, að við höfum ekki undan, þegar svona mikið berst að. A Vestf jörðum er aðeins tekið á móti loðnu á tveim stöðum, á Tálknafirði og Suðureyri i Súg- andafirði. — Loðnumóttakan er enn smá i sniðum hjá okkur. sagði Jón Bjarnason skrifstofustjóri, er við ræddum við hann, en þó bæði frystum við og bræðum. Við frystingu var unnið hér um helg- ina, en bræðsluafköstin hjá okkur eru aðeins sjötiu lestir á sólar- hring og geymslurými kannski sex til sjö hundruð lestir, og er þá með taliðplan, sem steypt var um helgina og hægt er að hleypa loðnu út á. Við urðum nokkuð seint fyrir með þetta, sagði Jón, og loðnan barst hingað lika öllu fyrr en búizt haföí verið við. Eitt skip beið löndunar á Tálknafirði i gær, og hafði beðið siðan á föstudag. Búizt var við, að löndun úr þvi gæti hafizt i gær- kvöldi. A Suðureyri var landað úr einu skipi i fyrradag, en geymslurými er litið, aðeins fyrir 250 lestir, og dagsafköst i bræðslu ekki nema fimmtiu lestir. Þar er loðna ekki heldur fryst nema til beitu. STORFELLT MISRÆMI - í loðnulöndun suðvestanlands —hs—Rvík. Vegna plássleysis i blaðinu á þriðjudaginn var ekki unnt að birta upplýsingar loðnu- nefndar um stórfellt misferli þeirra fyrirtækja á Suðvestur- landi, sem hættu að taka við bræðsluloðnu vegna verkfalls- hættu, og ennfremur nokkurra frystihúsa. Upplýsingar loðnu- nefndar eru frá mánudeginum 18. febrúar og fara þær hér á eftir. Þorlákshöfn: Eins og kunnugt er var Fiski- mjölsverksm. Meitilsins h.f. i Þorlákshöfn ein þeirra 5 verk- smiðja, sem tilkynntu þann 9. þ.m., að allri móttöku á loðnu til bræðslu úr skipum yrði hætt kl. 24.00 sunnudaginn 10. þ.m. vegna yfirvofandi verkfalls. Athugun hefur leitt i ljós að verksmiðjan hefur tekið á móti 1366 tonnum af loðnu til bræðslu frá 12. til 16. þ.m. án þess að afturkalla fyrri tilkynningu um stöðvun á loðnu- móttöku úr skipum. Á laugar- dagskvöld var öll loðnumóttaka úr skipum til verksmiðjunnar stöðvuð i óákveðinn tima og sýslumannsembættinu á Selfossi falið að sjá um að framangreindri ákvörðun yrði hlýtt. Jafnframt óskaði nefndin eftir þvi við sama aðila að fram færi rannsókn á meintri ólöglegri loðnulöndum hjá verksmiðjunni. Grindavik: Oll þrjú frystihúsin i Grindavik þ.e.a.s. Hraðfrystihús Grindavik- ur h.f., Hraðfrystihús Þórkötlu- staða h.f. og Arnarvik h.f., hafa gerzt brotleg við settar reglur um loðnumóttöku til frystingar. Leyfilegt hefur verið að flytja eðlilegt magn af úrgangi frá frystihúsum i bræðslurnar til þess að loðnufrystingin gæti gengið eðlilega fyrir sig. Vegna löndunarerfiðleika siðustu daga hafa frystihúsin i Grindavik land- að úr eigin skipum og/eða viðskiptaskipum i gegnum frysti- húsin til verksmiðjunnar á þann hátt, að loðnu er ekið frá skipshlið á hafnarvogina og innvegin sem loðna til frystingar i viðkomandi frystihús, en siðan er henni ekið svo sem einn hring kringum vog- ina og siðan vegin aftur og þá sem úrgangi frá frystingu til bræðslu. Sem dæmi má nefna, að i dag var landað úr m.s. Sandafelli ca. 100 tonnum af 3ja sólarhringa gamalli loðnu til frystingar hjá Arnarvik h.f. með framan- greindri aðferð. Eigandi m.s. Sandafells er Arnarvik h.f. Sandgerði: S.l. föstudag var stöðvuð löndun hjá Fiskimjölsverksm. Barðans h.f. i Sandgerði, vegna ólöglegra landana á loðnu til bræðslu úr skipum til verksmiðjunnar. Sýslumannsembættinu i Gull- bringusýslu var falið að sjá um að framangreindri stöðvun væri hlýtt. Gifurlegur úrgangur hefur bor- izt frá hraðfrystihúsinu Miðnes. h.f. i Sandgerði siðustu 10 daga, yfirleitt 1Q0 til 200 tonn á dag, en mest 349 tonn. Ásama tima hefur fyrirtækið yfirleitt fryst 25-30 tonn á sólarhring. Skip fyrirtækisins, Sæunn og Elliði hafa landað miklu magni til frystingar á þessu tímabili og einnig i einu tilviki m.s. Harpa RE, en skipið er i eigu Fiskiðjunnar s.f. i Kefla- vik, en sú verksmiðja tekur á móti úrganginum frá Miðnesi h.f. EINS og fram hefur komið i dag- blöðum.foru þeir Kristján Péturs- son, deildarstjóri tollgæzlunnar á Keflavikurflugvelli, og Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjar- fógetans i Keflavík, utan með herflugvél s.l. föstudag, eftir að verkfallsverðir böfðu meinað þeim far með flugvél frá Loft- leiðum. Tildrög máls þessa eru þau, að lögreglustjórinn á Keflavikur- flugvelli fékk það staðfest hjá dómaranum i ávana- og fikni- efnamálum, að menn þessir hefðu Keflavik: 1 Keflavik má taka eftirfarandi dæmi um löndun um frystihús: Þann 14.2. var úrgangur hjá Keflavik h.f. 166.800 kg., en fryst- ing aðeins tæp 30 tonn. Þann dag landaði m.s. Keflvikingur KE, sem er i eigu sama fyrirtækis 149.690 kg. til frystingar hjá fyr- irtækinu. Taka mætti fleiri hlið- stæð dæmi frá frystihúsum i Keflavik og nágrenni. Reykjavík: 1 Reykjavik og nágrenni hefur orðið vart við samskonar mis- ferli. Sem dæmi má nefna, að Hraðfrystistöðin i Reykjavik hef- ur flutt úrgangsloðnu frá frysti- húsinu i Reykjavik til verksmiðj- unnar að Kletti með vörubil úr Arnessýslu. Til þess að koma i veg fyrir að frystihúsiu misnoti aðstöðu sina um loðnumóttöku til frystingar eins og lýst hefur verið hér að framan, hefurLoðnunefnd i dag tilkynnt nokkrum aðilum, sem frysta loðnu og gerzt hafa brot- legir, að komi til frekari brota af þeirra hálfu, muni I.oðnunefnd stöðva algjörlega alla móttöku til loðnubræðslna á úrgangsloðnu frá þeim. verk að vinna íyrir dómstólinn erlendis. Var þvi komið áleiðis til foringja i varnarliðinu, sem litu á þetta sem beiðni islenzkra yfir- valda um aðstoð viö að koma mönnunum utan vegna áriðandi opinberra erindagerða. Það skal tekið fram, að varnar- málanefnd, varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins og æðstu yfirmenn varnarliðsins höfðu ekki afskipti af máli þessu og var ekki kunnugt um það,fyrr en eftir að mennirnir voru farnir úr landi. Foringjar á Keflavík- im/alll "*‘tU á Þetta sem beiðni ís UrVeill lenzkra stjórnarv am aðstoð" Staðabætur til línubóta i umræðum, sem urðu utan dagskrár i efri deild Alþingis i fyrri viku um yfirtroðslur brezkra togara við linubáta á Vestfjarðamiðum, upplýsti Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra að i febrúarmánuði hefðu verið hér við land við veiðar 39 brezkir togarar að meðaltali á dag. Þar af voru að meðaltali 26 úti fyrir Vest- fjörðum. Ekki eru til sambærilegar tölur um f jölda brezkra togara hér við land frá þvf i febrúar i fyrra, vegna þess að þá voru varðskipin bundin við björgunarstörf vegna Vest- mannaeyjagossins. Hins veg- ar er vitað, að þá voru togararnir miklum mun flciri hér en nú. í sambandi við veiðarfæra- tjón vestfirzkra linubáta af völdum brezkra togara lagði forsætisráðherra áherzlu á, að til þess að bægt sé að koma fram skaðabótakrö f um og rökstuddum umkvörtunum þarf að undirbyggja slik mál með sem beztum hætti, og þess vegna er nauðsynlegt að skipstjórar þeirra báta, sem orðið hafa fyrir veiðarfæra- tjóni mæti fvrir dómi og geri þar skýrslur. 36 togarar hér við land Skv. skýrslu Landhclgis- gæzlunnar ber skipstjórnar- mönnum brezku togaranna og islenzku skipstjórnarmönnun- um ekki saman um málavexti og gefur því auga leið, að nauðsynlegt er að skýrslur séu gefnar fyrir dómi', ef ná á fram skaðabótakröfum. Brezku togaraskipstjórnarnir báru, að þeir hefðu verið að toga á umræddu svæði siðustu 36 stundirnar en linubátarnir lagt á þeirra svæði. islenzku skipstjórarnir báru aðra sögu og er ekki verið að draga á nokkurn hátt i efa l'rásagnir þeirra, þótt á það sé bent, hver lramburður brezku skipstjór- anna var, til að leggja áhérzlu á, að skaðabótakröfur'vegna þcssa máls verði undirbúnar að réttum leiðum. i þessum umræðum skýrði forsætisráðherra frá þvi, að hann myndi taka upp viðræður við sjávarútvegsráðuneytið um möguieika á þvi að berta frekari afmörkun veiðisvæða fyrir mismunandi veiðarfæri en nú cr í gildi. Slik greinileg afmörkun veiðisvæða er vafa- laust tryggasta vörnin gegn þvi að slikir árekstrar verði á miðunum. Þá er mjög mikil- vægt að sjálfsögðu, að veiðar- færi séu jafnan réttilega og rækilega merkt i sjó og þannig dregið eftir föngum úr likun- um á þvi, að til svona árekstra kom i. Snýst Bjarni gegn skattalækkuninni? Af forystugrein, sem birtist i Nýju landi, málgagni Bjarna Guðnasonar, verður ekki ann- að ráðið, en binn nýi íslands- Glistrup, baráttumaður fyrir skattalækkunum. ætli að snú- ast gegn þeirri Iækkun beinna skatta, sein verkalýðshreyf- ingin og rfkisstjórnin hafa gert samkomulag um með fyrir- vara um samþykki löggjaf- ans. Að vfsu má lesa það af þessari forystugrein, að Bjarni ætli að fylgja lækkun tekjuskattsins, en vera á móti þvi að rikissjóður fái nokkrar tekjur á móti, þ.e. hækkun söluskatts. Verkalýðsforyst- unni eru ekki vandaðar kveöj- urnar i þessari grein og þvi haldið fram, að verkalýðsfor- ustan sé að samþykkja meiri skattaálögur á almenning en fyrir voru!! — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.