Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. febrúar 1974. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisíason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. v _ J Mesta iækkun beinna skatta Samkomulag verkalýðssamtakanna og rikisstjórnarinnar um lækkun tekjuskattsins felur i sér meiri lækkun beinna skatta en nokkru sinni hefur átt sér stað hér á landi. I fjárlögunum fyrir árið 1974 eru tekjuskattar, sem einstaklingar greiða, áætlaðir 5.806 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu lækkar þessi upphæð um 2870 millj. króna. Þannig lækkar heildarupphæð tekjuskattsins næstum um helming. Jafnhliða þvi, sem heildarupphæð tekju- skattsins lækkar þannig um 2.870 milljónir króna, mun rikið borga um 500 milljónir króna i uppbót til þeirra, sem hafa svo lágar tekjur, að þeir borga ekki tekjuskatt og njóta þvi ekki góðs af tekjuskattslækkuninni. Þetta er gert til þess að koma i veg fyrir, að þeir tapi á sölu- skattshækkuninni. Samtals lætur þvi rikið af hendi 3.370 millj. króna samkvæmt samkomu- laginu. 1 staðinn fyrir þetta féllst verkalýðshreyf- ingin á, að söluskatturinn hækki úr 13% i 18% Áætlað er, að prósenta á söluskatti gefi rikis- sjóði um 730 millj. króna i tekjur á ársgrund- velli, og yrðu þvi tekjur rikissjóðs af um- ræddum 5% um 3650 millj. króna á ársgrund- velli. En þess er hér að gæta, að þegar eru liðnir tveir mánuðir af árinu, og lækka tekjur rikisins af umræddri söluskattshækkun sem þvi svarar á þessu ári. Áætlað er, að fram að áramótum fái rikissjóður ekki nema 2.730 millj. krónur af þessari söluskattshækkun, en þá er siðasti mánuður ársins óinnheimtur. Komi i ljós við fjárlagaáætlun næsta árs, þegar söluskattshækkunin gildir allt árið, að hún skili meira en tekjuskattslækkuninni, verður sá mismunur jafnaður launþegum I vil, t.d. við breytingu á kaupgjaldsvisitölunni eða með hækkunum á frádrætti. Þegar þetta er athugað, kemur vissulega skýrt i ljós, hve fjarstæður er sá áróður stjórnarblaðanna, að verkalýðssamtökin hafi samið af sér I þessum viðskiptum. Þá er að athuga, hver verður hagnaður laun- þega af þessari breytingu. Sem dæmi um það má nefna eftirfarandi.: Hjón með 4 börn, sem fyrir breytingu höfðu 500 þús kr. i brúttótekjur, voru tekjuskatts- laus. Þau verða lika tekjuskattslaus eftir breytingu, en fá i bætur um 20 þúsund krónur. Hjón með 3 börn með 1 millj. krónur i tekjur, og þar af vinnur konan fyrir 200 þúsundum, fær samkvæmt gamla kerfinu 123.390 krónur i skatta, en samkvæmt nýja kerfinu aðeins 50.400, og er mismunurinn 70 þúsund krónur, en aukning útgjalda vegna söluskattshækkunar er áætlað 25 þúsund krónur. Hagnaður þeirra verður samkvæmt þessu 45 þús. kr. Þannig mætti halda áfram að nefna dæmi, sem sýna ótvirætt hagnað launþega af þessari breytingu. Allir þeir, sem hafa talið réttmætt að draga úr beinum sköttum, munu fagna þessari breytingu. Þó er hér ein undantekning. Það eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa þótzt vera fylgjandi lækkun beinna skatta, en nú bendir allt til, að þeir ætli að snúast gegn henni, vegna þess að rikisstjórnin beitir sér fyrir henni. Svo blind er stjórnarandstaða þessara manna. ótrúlegter, að slik framkoma auki veg þeirra hjá þjóðinni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kuwait er mikið velferðarríki Nágrannar líta auðlegð þess öfundarauga ÞEGAR Arabar eru inntir eftir þvi, hvernig þeir hyggj- ast nota oliugróðann, benda þeir oft á Kuwait sem sönnun þess, að þeir muni jöfnum höndum nota hann til að bæta hag almennings i viðkomandi landi og til aö hjálpa öðrum. Óneitanlega er Kuwait allgott dæmi um hvort tveggja. Fram yfir siðari heims- styrjöldina var Kuwait eitt fá- tækasta land i heimi. Landið, sem er um 16 þús. ferkm að flatarmáli, mátti heita ein samfelld eyðimörk. Slik var fátækt þess, að Tyrkir hirtu aldrei um að leggja það full- komlega undir sig, enda þótt þeir réðu löndum allt i kring. Þeir létu það óátalið, að um 1756 hófst þar til valda fursta- ætt, sem siðan hefur ráðið þar óslitið rikjum. Árið 1897 sneri furstinn i Kuwait sér til Breta og óskaði eftir sérstakri vernd þeirra. Sú vernd var veitt tveimur árum siðar og hélzt til 1961, þegar Kuwait hlaut fullt sjálfstæði. Siðan 1963 hefur Kuwait verið meðlimur Sam- einuðu þjóðanna. Sem dæmi um fátækt og framfaraleysi i Kuwait fram til siðari heims- styrjaldarinnar má nefna það, að þar var settur á fót barna- skóli 1912, en hann lognaðist út af 1936. Um fátækt landsins mátti nefna, að þar fundust ekki nein vatnsból,og varð þvi að treysta á rigningarvatn, sem oft var af skornum skammti. Algengt var að vatn væri sótt til annarra landa i geitarskinnsbelgjum. Eiginlega var það ekki fyrr en 1938, að farið var að veita þvi athygli, að Kuwait væri til. Þá bárust þær fréttir þaðan, að þar hefðu fundizt olia. Brezkir áhugamenn höfðu hafið leit þar en ekkert fundið unz einum þeirra vitraðist i draumi, hvar hann ætti ð leita. Sfðari heimstyrjöldin kom i veg fyrir, að oliuvinnsla hæfist i Kuwait að ráði næstu árin. Það er fyrst 1946, sem Kuwait kemur til sögu sem oliuút- flutningsland. Siðan hefur oliuútflutningurinn þaðan vaxið jafnt og þétt. Kuwait er nú i röð mestu oliufram- leiðslulanda heimsins. Horfur eru á, að það haldist næstu áratugina, en valdhafar landsins hafa áhuga á, að draga heldur úr framleiðsl- unni, svo hún endist betur. Þeir óttast, að Kuwait verði aftur fátækt land, þegar olian þrýtur.og vilja þvi spara hana sem lengst. Það er þetta eðli- lega sjónarmið oliufram- leiðslulandannna, sem er ein orsök oliuskortsins svonefnda. ÞEGAR Kuwait kom til sögu sem oliuframleiðsluland, réði þar rikjum fursti að nafni Abdullah A1 Salem A1 Sabah. Hann lézt 1965 og kom þá til valda bróðir hans, Sabah A1 Salem A1 Sabah, sem siðan hefur farið þar með völd. Þeir bræður hafa ráðið mestu um stjórnarhætti i Kuwait, ásamt ættmennum sinum. Auk furst- ans er frændi hans, A1 Jaber, sem er nú bæði krónprins og forsætisráðherra, talinn ráða mestu í Kuwait. Oll helztu ráð- herraembættin eru skipuö ætt mennum þeirra og svipað gildir um aðrar helztu áhrifa- stöður. Þó hefur verið sett á laggirnar þing, skipað 50 fulltrúum, sem kosið er á fjög- urra ára fresti. Stjórnmála- flokkar eru ekki leyfðir i Kuwait, en hins vegar mega stéttir og ættflokkar bjóða fram. Þingið hefur ekki veruleg völd, en þó er talið, að það veiti stjórninni nokkurt aðhald. Ibúar Kuwaits eru nú taldir um 900 ’þús. og er meira en ’helmingur þeirra aðfluttir. Heimamenn hafa tryggt sér ýmis forréttindi, þeir einir hafa kosningarétt.og þeir einir mega eiga atvinnufyrirtæki eða hluta i þeim. Næst þeim koma Palestinu-Arabar, sem eru taldið frá 150-200 þús. Þeir ganga næst heimamönnum að forréttindum, enda hafa þeir verið dugmiklir á margan hátt. Næst koma um 400 þús. aðkomumenn frá trak, álika margir frá tran, um 30 þús. frá Egyptalandi og svo færri frá öðrum Arabalönd- um. Þá er taldir um 20 þús. Indverjar I Kuwait. Þessir aðkomumenn stunda flestir likamleg störf og eru á ýmsan hátt settir skör lægra en heimamenn og Palestinu-Arabar. ÞAÐ VAR frá upphafi markmið furstaættarinnar, að oliugróðinn yrði notaöur til að gera Kuwait að velferðarriki eftir vestrænni fyrirmynd, en halda þó jafnframt fast við gamlar venjur og siðareglur Múhameðstrúarmanna. Nokkurt dæmi um hið siðar- nefnda er það, að áfengi má heita bannvara i Kuwait. En þegar þessu sleppir, hefur Kuwait gerbreytzt á siðasta aldarfjórðungi. Höfuðborgin er hin nýtizkulegasta, steyptir vegir hafa verið towgi&B um allt landið, og byggð hefur verið stærsta vatnshreinsun- arstöð i heimi, svo að vatns- skortur er ekki tilfinnanlegur lengur. Komið hefur verið á fullkomnu skólakerfi og er öll menntun ókeypis. Þá hefur verið komið á fullkomnu tryggingarkerfi, m.a. sjúkra- tryggingum, og eru trygging- arnar ókeypis. Sem dæmi um sjúkraþjónustuna má nefna, að þar er læknir á hverja 500 Ibúa og sjúkrarúm á hverja 130. Innan þeirra marka, sem trúarbrögðin setja, búa menn við frjálsræði. T.d. eru blöðin i Kuwait talin með frjálsustu blöðum i heimi. Stefnt er að þvi að draga úr efnahagsleg- um áhrifum útlendinga. Innan 10 ára munu öll helztu oliu- vinnslufélögin vera orðin hrein eign Kuwaitmanna eða þeir hafa eignazt meirihluta i þeim. Útlendingar mega ekki eiga meirihluta i neinu at- vinnufyrirtæki, sem sett er á stofn. Óneitanlega getur margt i stjórnarháttum þeirra Kuwaitmanna verið til fyrir- myndar og á enda vafalaust eftir að verða það i þróunar- löndunum. En þeir hafa lika þá sérstöðu, að oliugróðinn stendur undir 95% af rikis- útgjöldunum, og þvi eru ekki greiddir þar neinir tekjuskatt- ar. STJÓRNENDUR Kuwaits gerðu-sér fljótt ljóst, að þeir myndu eignast öfundarmenn, ef þeir létu ekki aðrar frændþjóðir njóta góðs af oliugróðanum. Þessvegna hafa þeir stofnaö mikinn sjóð, sem er notaður til styrktar öðrum Arabarikjum, og hafa einkum Egyptaland og Jórdan notið góðs af honum. Þá hefur Kuwait styrkt mjög vopnakaup þeirra rikja, sem hafa átt i höggi við tsrael. Þrátt fyrir þetta hefur Kuwait ekki sloppið við öf- undarmenn. Einkum eru það stjórnendur traks, sem lita Kuwait hýru auga, og telja það raunar gamlan hluta traks. Þeir hafa gert árásir á Kuwait hvað eftir annað, siðast fyrir tæpu ári. Her Kuwaits hefur tekizt að stöðva þær, enda myndu voldugri aðilar vart leyfa trak að innlima Kuwait. En fleiri lita Kuwait öfundarauga, og þvi vilja valdhafar þar vera við öllu búnir. Stundum fylgir meiri hætta rikidæminu en fátæktinni. —Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.