Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 12
16
TÍMINN
Þriðjudagur 26. febrúar 1974.
Þegar þeir höfðu lokið máltíðinni, sneri Jónas sér að
Eiríki. Hann hafði naumast mælt orð f rá vörum, eftir að
hafa kvatt Svölu og föður hennar.
— Jæja, og hvað f innst þér svo um hana? spurði hann.
— Um hverja?
— Svölu.
Eiríkur, sem var að skera tóbak niður, svaraði ekki
strax.
V.
Skrimsli með fálmara
Svo sagði hann:
— Ég er nú frekar að hugsa um þig en hana. Hvers
vegna spyrzt þú ekki fyrir:
— Hvað áttu við?
— Hvers vegna spyrzt þú ekki fyrir um manninn, sem
er trúlofaður henni?
— Um Ólaf Guðmundsson?
— Já.
Jónas ók sér órólega á stólnum.
— Um hvað ætti ég að spyrja?
— Um hvað ættir þú að spyrja? Ef ég væri i þínum
sporum, þá myndi ég reyna að komast yfir alla
hugsanlega vitneskju um hann. Þú veizt ekki einu sinni,
hvenær ætlunin er, að þau gif tist. Þú veizt ekki einu sinni
nema þau séu nú þegar gift.
— Það eru þau ekki, sagði Jónas ákveðið, — og hvað
því viðvíkur, hvenær ætlunin sé, að þau giftist...Hann
þagnaði, en sagði svo skyndilega æstur: — Sérðu ekki,
hversu langt í burtu hún er núna? Hún er gjörbreytt og
langt upp yfir mig hafin. Sérðu ekki, að hún er orðin
hefðardama?
Eiríkur hló.
— Það er ekkert slíkt til. Það er bara kvenfólk í
þessum heimi — og þær eru allar eins.
Rödd hans var eins og beitt stál. Það var eins og hann
væri að tala um fólk, sem hann hataði og nauðaþekkti.
Það var ekki að furða, þótt Svala hefði fundið til f jand-
skapar í augnaráði hans, því að það var einmitt í henni,
sem hann hafði f undið endurholdgun þessarar óræðu til-
f inningar, sem hann bar til alls kynsins. Hún var f remsti
fulltrúi kvenkynsins — sigrandi með fegurð, æsku og
yndisþokka og auk þess — eins og til að kóróna fyrir-
brigðið —sú kvengerð, sem var ofar honum í þjóðfélags-
stiganum. Meira þurfti ekki til, svo að allt í eðli hans,
sem hét kvenhatur, greip til vopna.
Hann leit á Jónas og bar hann saman við hana. Hvar
sem á Jónas var litið, var hann sjóari, og það inn að
innstu rótum. Svala var svo sem sprottin úr sama
jarðvegi, en hún var einmitt dæmi þess sannleika, að í
samkvæmisheiminum getur kona náð hæðum, sem
maðurinn nær aldrei. Með aðstoð dömuklæðskera í
Reykjavík og skilningi á tízkunni í Kaupmannahöfn var
Svala, með sinn góða smekk, fær um að skipa sér á pall
með hverri, sem var. Hún var kannski ekki beinlínis í
tízkunni, og eitt eða annað í f ari hennar var kannski sér-
kennilegt, en því fór f jarri, að hún vekti andúð. Hefði átt
að gera Jónas frambærilegan hefði þurft að f lá hann —
og jafnvel þá hefði hann ekki verið boðlegur.
Eiríki var Ijóst, hversu gífurlegt hyldýpi var á milli
þeirra, og sú staðreynd, að hann sjálfur skyldi vera
röngu megin hyldýpisins ásamt Jónasi, gerði honum sízt
glatt í geði. Nei, því fór víðs f jarri, það kveikti aðeins hjá
honum þá djöfullegu ósk að reka Jónas út í að freista
gæfunnar. Hvers vegna skyldi hún leggja fæð á fiski-
mann — mann af hennar eigin tagi? Hugsa sér aðra eins
frekju!
Hann ætlaði einmitt að fara að segja meiningu sína
umbúðalaust, þegar forstöðukonan, maddama Sturlu-
son, kom inn til þess að taka af borðinu. Hún var frá
Reykjavík og hafði aðeins búið í hálft annað ár i Skarðs-
stöð, svo að hún þekkti Jónas ekki.
— Ölafur Guðmundsson! sagði hún, þegar Eiríkur
haf ði spurt hana um manninn. Jú, það er alveg rétt, hann
er trúlofaður Svölu, dóttur Stefáns Gunnarssonar. Það
er verið að segja, að þau ætli að gifta sig í haust, aðrir
segja, að það verði í sumar, og enn aðrir halda, að það
verði ekki fyrr en á næsta ári. En hvað er um þetta að
segja? Fólk talar svo mikið. Hann er eldri en hún, en
hann er eini maðurinn hér af sömu stigum og hún. Ef
hún giftist honum ekki, hverjum ætti hún þá að giftast.
Sjómanni? Hún er langt yf ir slíka haf in. I fyrravetur var
hún hjá frænku sinni í Kaupmannahöfn, og þá voru
þeir margir, sem báðu hennar.
— Margir? spurði Jónas.
— Já, f jölmargir, það get ég fullvissað yður um. Ég
spurði hana sjálf, hvers vegna hún hefði ekki valið sér
mannsefni í Kaupmannahöfn, í stað þess að koma aftur
hingað til þessa skuggalega lands, og vitið þér, hverju
hún svaraði?
— Nei.
— Hún sagðist ekki geta verið án hafsins. Verið án
hafsins! hreytti maddama Sturluson út úr sér hæðnis-
lega og breytti um raddblæ, eins og Svala stæði fyrir
framan hana— Ég sagði: Guð minn góður, hafið þér þá
ekki sjóinn hjá Kaupmannahöfn? Ög vitið þér, hverju
hún svaraði?
— Nei.
— Hún sagði: Jú, en ekki Breiðaf jörð og mávana. Er
þetta ekki fáranlegt? Svo kemur hún hingað og trúlofast
Ý'Við erum ''ff
konnir. félaei!
^Komnir hvert.
Það er spurningin
v
Þú ert svart’sýr.ismaður. f \ Ekki með\ |
Geimskyldur! Skyldur eru minni heppni,
betri en þjálfunarbjóðir. Kenoma.
iiiiiiiiyi
Þriðjudagur
26. febrúar
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðrún Svava
Svavarsdóttir les fyrsta
hluta „Vinanna”, sögu eftir
Kerstin Matz, i þýðingu
sinni. Morgunleikfimi kl.
9.20. Tilkynningar kl. 9.30.
Þingfréttir.kl. 9.45. Létt lög
á milli liða. Ég man þá tið
kl. 10.25: Tryggvi Tryggva-
son sér um þátt með frá-
sögum og tónlist frá liðnum
árum.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Dönsk dægurlagatónlist
örn Petersen kynnir.
14.30 Anna Sullivain Bryndis
Viglundsdóttir flytur þriðja
og siðasta hluta erindis sins
um kennara Helenar Keller.
15.00 Miðdegistónleikar:
islenzk tónlist
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15. Veðurfregnir.
16.25 Popphornið
17.10 Tónlistartimi barnanna
Ólafur Þórðarson sér um
timann.
17.30 Framburðarkennsla i
frönsku
17.40 Tónleikar.
18.00 Barnið og samfélagið
Umsjón: Margrét
Margeirsdóttir og Pálina
Jónsdóttir.
18.15 Tónleikar tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Fréttaspegill.
19.40 Úr tónlistarlifinu
Halldór Haraldsson sér um
þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
20.55 „Rauðu húsin kóngs-
ins”, smásaga eftir Jón
óskar. Höfundur les.
21.30 Á hvitum reitum og
svörtum. Ingvar Ásmunds-
son flytur skákþátt.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Lestur
Passiusálma (14).
22.25 Kvöldsagan: „Vöggu-
vísa” eftir Elias Mar.
Höfundur byrjar lestur sög-
unnar.
22.45 Harmonikulög Tommy
Reilly og félagar leika létt
lög frá Paris.
23.00 Á hljóðbergi.Canterville-
draugurinn eftir Oscar
Wilde. Anthony Quayle les
fyrri lestur.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þriðjudagur
26. febrúar
20.00 Fréttir
' 20.25 Veður og auglýsingar
20.30 SkákStuttur, bandarisk-
ur skákþáttur. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
20.40 Valdatafl Bresk fram-
haldsmynd. 3. þáttur.
Akvarðanir
21.30 Heimshorn Frétta-
skýringaþáttur um erlend
málefni. Umsjónarmaður
Sonja Diego.
i hverra þágu? Sænsk
fræðslumynd um friðsam-
lega nýtingu kjarnorku og
tilraunir manna til að leysa
vanda þann, sem skapast,
þegar losna þarf við geisla-
virk útgangsefni. Þýðandi
og þulur Guðrún Jörunds-
dóttir. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
Jóga til heilsubótar Banda-
riskur myndaflokkur með
kennslu i jógaæfingum.
Þýðandi og þulur Jón O. Ed-
wald.
Dagskrárlok