Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.02.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 26. febrúar 1974. Olía til húsahitunar verðurgreidd niður Rikisstjórnin lagði fram á Alþingi i gær frumvarp til laga um álagningu sérstaks gjalds til að draga úr áhrifum oliu- verðhækkana. Skal eitt prósentu- stig i söluskatti ganga til þess að greiða niður verðhækkanir á oliu til hitunar ibúðarhúsnæðis, og skal gjaldið innheimt frá 1. marz n.k. til 28. feb. 1975. Þetta gjald kemur i stað hálfs viðlagagjalds, en eins og kemur fram i annarri frétt hér á siðunni er ráðgert að fella niður helming viðlagagjalds, 1. marz . n.k. Olafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, mælti fyrir þessu frum- varpi i neðri deild i gær. Óskaði hann eftir að málinu yrði hraðað, þannig aðþað gæti átt samflot ' með viðlagasjóðsfrumvarpinu. t greinargerö, sem frum- varpinu fylgir, kemur þetta fram: „Vegna hinnar gifurlegu hækkunar á oliuverði er nauðsyn- legt að gera ráðstafanir til að létta byrðina á þeim hluta lands- manna, sem búa við oliu- kyndingu. Þess vegna er lagt til með þessu frumvarpi að fram- lengja um eitt ár annað prósentu- stig viðlagagjalds. Skal tekjum af gjaldi þessu ráðstafað til að draga úr áhrifum verðhækkunar á oliu til hitunar ibúðarhúsnæðis, en þær eru áæltaður um 700 millj. kr. á ársgrundvelli. Vegna verðhækkunarinnar á oliu, hefur aðstöðumunur lands- manna vaxið m jög eftir þvi, hvort þeir búa við oliukyndingu eða hitaveitu. Áæltað hefur verið, að kyndingarkostnaðurmeðoliu hafi verið um 50% meiri á meðalibúð árið 1972 heldur en hitaveitu- kostnaður. Nú stefnir hins vegar að þvi, að oliukyndingin verði preiait dyrari heldur en hita- veitukostnaðurinn. 1 árslok 1973 bjuggu um 109 þús. manns i sveitarfélögum, þar sem ibúöarhús eru að einhverju leyti hituð upp frá hitaveitu. Er þá Kópavogur meðtalinn, þótt enn sé aðeins litill hluti húsa þar tengdur hitaveitu. Að öðru leyti er aðal- lega um að ræða fjóra staði á Norðurlandi, Sauðarkróki, Ólafs- fjörð, Húsavik og Dalvik, og á Suðurlandi kauptúnin Selfoss og Hveragerði, auk Reykjavikur og Seltjarnarness. Áætlað er, að á þessum stöðum búi um 97 þúsund manns i ibúðum, sem tengdar eru hitaveitu en 12-13 þús. manns búa þar enn við aðra hitagjafa, aðallega oliukyndingu. Nú eru ákveðnar framkvæmdir á vegum Hitaveitu Reykjavikur, sem munu tengja Kópavog, Hafnar- fjörð og Garðahrepp hitaveitu á næstu þremur árum auk þess sem áform eru uppi um hitaveitu á Suðurnesjum. Af þeim nálægt 116 þús. ibúum landsins, sem ekki hafa hitaveitu, er áætlað að um 14 þús. búi vð rafhitun og um 102 bús. (48%) við oliuhitun. Hér fer á eftir lausleg áætlun um skiptingu ibúafjölda eftir hita gjafa i árslok 1973 og um heildar- kostnað við kyndingu ibúða á ár- unum 1973 og 1974: Núverandi hitaveitu- Aðrir Frumvarp þetta er lagt fram samtimis frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 4 frá 7. febrúar 1973 um neyðar- ráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey, en bæði frumvörpin þurfa að afgreiðast fyrir 1. marz 1974. Frumvarp um ráðstöfun á tekjum af þvi gjaldi, sem þetta frumvarp fjallar um, verður lagt fyrir Alþingi innan skamms.” Bjarni Guðnasonságði að oliu verðhækkunin væri ekki þjóðar- Áætlaður heild arkyndingar- kostnaður ibúða svæði staðir Samtals 1973 1974 Hitaveita 97.000 - 97.000 350 mkr. 440 m.kr. Rafhitun frá rafveitum (1.000) 12.000 13.000 120 m.kr. 145 m.kr. Rafhitun frá einkarafst. Oliukynding 11.000 1.000 91.000 1.000 102.000 620 m.kr. 1350 m.kr. Samtals 109.000 104.000 213.000 1090 m.kr. 1935 m.kr. voði á borð við eldgosið i Vest- mannaeyjum. Taldi hann vafa- samt að koma með sérstakt sölu- skattsstig til að jafna þennan verðmun. Með þessu ætti að halda þessu söluskattsstigi um aldur og ævi. Sagði hann, að skynsamlegra væri, að helming- urinn, af þessu fé yrði ekki greiddur til þeirra, sem nota oliu til húshitunar, heldur lagður i sérstakan sjóð til að styðja sveitarfélög til að koma upp hita- veitu. Kvaðst hann vera sammála þvi, að reynt væri að jafna þann aðstöðumun, sem þeir, sem nota yrðu oliu til húshitunar yrðu fyrir barðinu á, en á móti þvi að þetta söluskattsstig yrði notað til þess, heldur ætti að skera niður úr f jár- lögunum, og fá þannig pening i oliujöfnunarsjóð. Ingólfur Jónsson, lýsti sig samþykkan tekjuöflun til jöfnunar oliuverðs, en kvaðst hafa fyrirvara á um fram- kvæmdina. Kvaðsthann vilja láta þessa jöfnun ná til alls húsnæðis, en ekki aðeins til ibúðar- húsnæðis, eins og frumvarpið ráðgerir. Taldi hann, að jafna þyrfti einnig aðstöðumun i at- vinnurekstri I þessu sambandi. Ólafur Jóhannesson sagði að gert væri ráð fyrir þvi að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um lagasetningu um ráðstöfun þessa fjár, sem aflað verður til niðurgreiðslu á oliukostnaði. Vegna hinnar miklu hækkunar á oliu hefði með skjótum og óvænt- um hætti myndazt mikill aðstöðu- munur i þjóðfélaginu, sem nauáynlegt væri að jafna. Guðlaugur Gílsason kvaðst hlynntur fjaröflun til niður- greiðslu á oliu. Sveitarfélögum verði tryggðir tekjustofnar til gatnagerðar Alexander Stefánsson mælti i gær fyrir frumvarpi, er hann flyt- ur um gatnagerðargjöld i sveitar- félögum. Er það meginefni frum- varpsins, að sveitarstjórnum verði tryggðir tekjustofnar til gatnagerðarframkvæmda. Frumvarpið er svohljóðandi: „1. gre. Heimilt er sveitar- stjórn að ákveða með sérstakri samþykkt, sem ráðherra stað- festir, að innheimt skuli gatna- gerðargjald af hverri lóð, áður en þar er veitt byggingarleyfi. Heimilt er krefja gatnagerðar- gjald, ef reist er nýtt hús á lóð, sem áður var byggð. Sama gildir, ef hús er stækkaö, að þvi er stækkunina varðar. 2. gr. Gatnagerðargjaldi skv. 1. gr. skal varið til gatnagerðar- framkvæmda i sveitarfélaginu, og má það nema allt að áætluðum meðalkostnaði við að undir- byggja götu með tilheyrandi lögnum og slitlagi. 1% violagagjald til 1. marz 1975 Þingmenn úr öllum flokkum, þeir Eysteinn Jónsson, Ingólfur Jónsson, Gils Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór S. Magnússon og Bjarni Guðnason, lögðu i gær fram á Alþingi frum- varp um að Viðlagasjóði verði tryggður áframhaldandi tekjur, en skv. lögum átti 2% Viðlaga- sjóðsgjaldið aö falla niður 1. marz n.k. Þingmennirnir leggja til, að frá 1. marz n.k. til 28. feb. 1975 verðilagt 1% Viðlagagjald á sölu- skattsstofn. Þá eru i frumvarpinu ákvæði um að vanskil sveitarfélaga á innheimtu Viðlagagjalds skuli tekin af hluta þeirra I jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Eysteinn Jónsson mælti fyrir þessu frumvarpi i neðri deild i gær, og er ætlunin aö reyna að af- greiða frumvarpið sem lög i dag eða á morgun. t ræðu Eysteins Jónssonar kom þetta m.a. fram: „Það má nú kalla kraftaverk, hversu úr hefur rætzt i Vest- mannaeyjum miðað við það, hvernig horfði þar fyrir 13 mánuðum þegar eldgosið hófst á Heimaey. A.m.k. helmingur Eyjabúa er kominn heim, og framleiðsla þessarar miklu afl- stöðvar i þjóðarbúskapnum er þegar rekin af miklu fjöri og þrótti, svo sem áður hefur tiðkazt. Baráttan við gosið verður ekki rakin hér af mér, en stórmerki tel ég, að komið hefur i ljós, að unnt er að hafa veruleg áhrif á hraun- straum i kröftugu eldgosi með öflugri vatnskælingu, og helzt er að sjá, að stórmyndarlegar fram- kvæmdir af þvi tagi hafi átt sinn þátt i þvi að bjarga Vestmanna- eyjahöfn og mörgu öðru I bænum. Verður það hreinlega ekki i tölum talið, hverja þýðingu það hefur fyrir íslendinga, eða alla afkomu þjóöarbúsins, að höfnin slapp. Sú reynsla, sem hér hefur fengizt i viðureigninni við hraunstraum- inn, hefur einnig ómetanlegaþýð- ingu framvegis i baráttu við elds- umbrot, og verður það ekki nánar rakið hér. Hér verður heldur ekki reynt að gera grein fyrir þvi margbrotna starfi, sem fram- kvæmt hefur verið til bjargar og uppbyggingar i Vestmannaeyj- um, t.d. með stuðningi Viðlaga- sjóðs, sem Alþingi stóð að með lögum um ráðstafanir vegna jarðeldanna á Heimey. Það gerir stjórn Viðlagasjóðs að sjálfsögðu jafnóðum og timabært er talið. Það var upphaf þessa máls, sem hér er flutt I frumvarpsformi nú, aö stjórn Viðlagasjóðs sneri sér til hæstvirts forsætisráðherra og gerði honum grein fyrir þvi, að tekjur Viðlagasjóðs myndu alls ekki hrökkva til þess að kosta þær framkvæmdir, sem gera'þarf til bjargar og viðreisnar i Vest- mannnaeyjum samkvæmt lög- gjöfinni, sem um þau efni hefur verið sett, og það ekki heldur þótt til komi allt það mikla fé, sem Noröurlandamenn af stórum höfðingsskap hafa framrétt I þessu skyni, og þrátt fyrir aðrar gjafir, sem einnig koma þarna til. Óskaöi Viðlagasjóðsstjórnin eftir þvi, að tekjustofn Viðlagasjóðs þ.e.a.s. 2% á söluskattsstofninn, yrði framlengdur til ársloka 1974. Forsætisráðherra óskaði þess, að flokkarnir settu nefnd i þetta mál. Það var gert og hún hefur starfað, og er frumvarp þetta ávöxtur af þvi samstarfi á milli allra flokka þingsins. Nefndin hefur undan- farið kynnt sér nokkuð fjárhag Viðlagasjóðs i samráði við ýmsa af ráðherrunum og reynt að mynda sér skoðun á þvi, hvað lik- legt sé, aö mikið fé þurfi fram að leggja úr Viðlagasjóði til þess að standa við þau fyrirheit, sem fel- ast i lögum um neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey. En það veit ég, að allir þingmenn leggja kapp á, að við þau fyrirheit verði fullkomlega staðið. í ljós kom, að ógerningur er að gera sér þess nú fulla grein, hversu mikið fé þarf til að koma. En svo mikið er ljóst, að dómi flutningsmanna, að Viðlagasjóö- ur má ekki missa allar tekjur sinar núna um næstu mánaða- mót. Hefur þvi orðið samkomulag um að flytja þetta frumvarp, en efniþess er að leggja 1% Viðlaga- gjald á söluskattsstofn næstu 12 mánuði I staðinn fyrir tvö, sem nú er. Flutningsmenn álita, að siðar verði að afla þess fjár enn til viðbótar i Viðlagasjóð ef i ljós kemur, að þetta fé nægir ekki til þess að hægt sé að standa við fyr- irheit laga um stuðning við upp- bygginguna i Vestmannaeyjum. Það skal tekið fram, að þess er vænzt, að Seðlabankinn aðstoði Viðlagasjóð framvegis eins og hingað til, þannig að greiðslur úr sjóönum geti orðið með eðlilegum hætti. Samvkæmt yfirliti, sem við höfðum til skoðunar, hafa útgjöld sjóðsins fram að þessu orðið 3 milljarðar 216 milljónir. Þessu hefur verið mætt fram að þeim tima, að uppgjörið er dagsett,, með Viðlagagjaldi er miðast við útsvarsstofn 177 millj., en með Viðlagagjaldi, sem leggst á sölu- skattsstofn og eignarskattsstofn, og rikissjóðsframlagið og fram- lagið i Atvinnuleysistrygginga- sjóði 979 milljónir. Frá Norður- löndum hafa komið 1181 millj., hvorki meira, né minna, og annað gjafafé hefur verið 179 millj. Þá var skuld við Seðlabankann 784 millj. Heildarútgjöld Viðlagasjóðs verða aldrei undir hálfum 5ta milljarði, og þó gætu þau orðið mun meiri, en þetta fer að sjálf- sögðu mikið eftir þvi, hvernig til tekst með sölu Viðlagasjóðshús- anna. Hér veltur á stórum fjárhæðum til og frá. Ber að leggja sérstaka áherzlu á þá sam- eiginlegu skoðun allra flutnings- manna að komi það i ljós, að þessir f jármunir duga ekki, verð- ur aö bæta við þvi, sem þarf. Það er aðalatriðið. Þá er þvi við að bæta, að það hefur dregizt hjá sveitarfélögun- um að skila Viðlagagjaldinu, sem lagt er á útsvarsstofninn og sveitarfélögin innheimta fyrir Viðlagasjóð. Þvi er lagt til að heimilt verði að tryggja þessi skil með þvi að framlög til sveitar- Framhald á bls. 19 3. gr. Sveitarstjórnum er heim- ilt að ákveða með sérstakri sam- þykkt, sem ráðherra staðfestir, að innheimta sérstakt gjald, sem varið skal til framkvæmda við að setja bundið slitlag á götur i sveitarfélaginu og til lagningar gangstétta. Heimild til að leggja á slfk gjöld er bundin við það, að sveitar- félagið hafi ekki áður innheimt gatnagerðargjald skv. 1. gr. af hlutaðeigandi fasteign. 4. gr. Gjald skv. 3. gr. má inn- heimta af öllum fasteignum við þær götur, sem bundið slitlag er sett á og þar sem gangstéttir eru lagðar. Má gjaldið nema allt að áætluðum meðalkostnaði við þessar framkvæmdir. 5. gr. Við ákvörðun gjalda skv. 1. og 3. gr. laga þessara skal miða við lóðarstærð og/eða rúmmál bygginga, eftir þvi sem nánar er ákveðið I samþykkt. Gjöld mega vera mismunandi eftir notkun húss, t.d. eftir þvi, hvort um er að ræða hús til ibúðar, verslunar, iðnaðar o.s.frv. Þá mega gjöld af Ibúðarhúsum vera mismunandi eftir þvi, hvort um er að ræða ein- býlishús, raðhús, fjölbýlishús o.s.frv. 6. gr. Gatnagerðargjald skv. 1. gr. skal vera gjaldkræft, þegar sveitarstjórn krefst, eftir þvi sem nánar er ákveðið i samþykkt. Sérstakt gatnagerðargjald skv. 3. gr. skal gjaldkræft, þegar lagn- ingu bundins slitlags og gang- stéttar við hlutaðeigandi götu er lokið. Þó skal sveitarstjórn heim- ilt að ákveða i samþykkt, að greiðslu sliks gjalds sé dreift á til- tekið árabil, eftir þvi sem nánar er tiltekið i samþykkt. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.” I greinargerð segir Alexander: „Samkvæmt 10. gr. sveitar- stjórnarlaga er það eitt af höfuð- verkefnum sveitarfélaga að ann- ast gatna- og vegagerð. Er þetta i dag eitt af meiri háttar verkefn- um flestra þéttbýlissveitarfélaga á Islandi. Umhverfi mannsins hefur á sið- ustu árum gefið tilefni til endur- mats á mörgum sviðum i þjóðlif- inu. Mengun er nú talin einn af verstu vágestum mannkynsins, og óhætt er að fullyrða, að rykið og forin á götum og vegum sé mikill mengunarvaldur á tslandi. Auknar kröfur um þrifnað eru háværar og sérstaklega um hollustuhætti i matvælaiðnaði. Nýjar reglur þar um krefjast verulegra framkvæmda á vegum sveitarfélaga, þar sem staðsett Framhald á bls. 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.