Tíminn - 26.02.1974, Síða 11

Tíminn - 26.02.1974, Síða 11
Þriðjudagur 26. febrúar 1974. TÍMINN 15 Þorsteinn Hannesson: Utanstefnur og bænaskrár Bréfkorn til Magnúsar á Frostastöðum Sjúkrahúsi Húsavíkur gefin gjöf NÝLEGA afhenti Lionskiiibbur Húsavikur sjúkrahúsi Húsavíkur að gjöf heyrnarprófunartæki af fullkominni gerð. Stjórn Lions- klúbbsins kom á fund frú Aldisar Friðriksdóttur, héraðshjúkrunar- konu, Gisla G. Auðunssonar héraðsiæknis, Þormóðs Jónsson- ar, form. stjórnar sjúkrahúss Húsavikur, og ólafs Erlendsson- ar framkvæmdastjóra. Gisli G. Auðunsson þakkaði fyr- ir gjöf þessa og kvað hana koma sér vel. Hann þakkaði einnig að gefnu tilefni velvilja þann, sem Lionsklúbbur Húsavikur hefði ávallt sýnt sjúkrahúsinu, bæði með góðum gjöfum og vinsemd við sjúklinga. Gjöf þessi er gefin, eins og formaður Lionsklúbbsins, Ingi- mupdur Jónsson, gat um i tilefni afHendingarinnar, i minningu Þórhalls heitins Snædals, en hann var einn af stofnendum Lions- klúbbs Húsavikur. Góði kunningi, Fyrir nokkru birtist hér i Tim- anum skætingsgrein frá þér til Jóns Skaftasonar i tilefni af þvi að Jóni, eins og mörgum öðrum, þykir það ekki óeðlilegt, að við höfum samráð við þær ná- grannaþjóðir, er við höfum kosið okkur að hafa samstöðu með, þegar við tökum örlagarfkar ákvarðanir i utanríkis- og varn- armálum. Ekki ætla ég i þessu bréfkorni að taka upp hanzkann fyrir Jón Skaftason, það getur hann sjálfur gert.ef honum þykir þurfa. En i grein þinni voru tvö orð sem ég hnaut svolitið um. Það voru orðin „utanstefnur” og bænarskrár”. Þú líktir sem sagt viðhorfum Jóns til þess, hvernig íslendingar ættu að haga sér i samskiptum við aðrar þjóðir, við utanstefnu- og bænarskrár- viðhorfin eins og þau tiðkuðust fyrr á öldum. Ertu nú viss um að þú sért ekki farinn að láta tilfinn- ingasemina og ofstækið vaða með þig í gönur? Ég hefi alltaf litið á þig sem viðsýnan mann, Magnús minn, en fjandakornið ef ég get það lengur eftir þessa grein þina. Mér finnst hún nefnilega bera vott um algjörlega forstokkaðan hugsunarhátt. Sjálfstæði er hugtak sem mikið er rætt og ritað um i dag. En mér finnst, þvi miður, að i þeim um- ræðum gæti of mikið tilfinninga- setni og óraunsæi. Það er nefni- lega svo með sjálfstæðishugtakið eins og svo margt annað, sem af- stætt er, að sú skilgreining á þvi sem gilti sem sannleikur i gær, þarf ekki endilega að vera sann- leikur i dag. Viðhorfin breytast. Við sem nú erum miðaldra höfum séð heim- inn breytast svo ótrúlega mikið, að við liggur, að sá heimur, sem við ólumst upp við og þekktum sem sannleika,sé ekki lengur til. Það er okkur dálitið erfitt að átta okkur á þessum nýja heimi, en þó ekki væri nema sjálfra okkar vegna, er það skylda okkar að reyna að gera það. Og mikið held ég, að það gæti gert okkur báðum gott að ræða þetta á breið- um grundvelli i góðu tómi. En bara til þess að gefa þér hugmynd um min viðhorf i sjálfstæðis- og utanrikismálum.eins og þau blasa við' mér i þessum nýja heimi, langar mig til að segja þetta: Engin þjóð getur látið sem hún sé in i heiminum. Sú þjóð, sem reynir að gera það, verður af þvi ekki sjálfstæð, hún verður aðeins sem einmana steinrunnið tröll. Sú þjóð ein er sjálfstæð, sem haslar sér völl á vettvangi þjóðanna, óttalaus, hrokalaus. Sú þjóð er ein sjálfstæð, sem gerir sér grein fyrir þvi, að hún þarf margt til annarra að sækja, vill að aðrir hafi margt til hennar að sækja. Sú þjóð ein er sjálfstæð, sem heldur fast á eigin rétti, en er jafnan reiðubúin að virða annarra rétt og taka tillit til annarra þarfa. Slik þjóð vill ætið frekar samninga en baráttu. Slik þjóð er samvinnuþjóð. En um fram allt er sú þjóð óhrædd þjóð, sem lætur ekki ofstopafulla öfgamenn hrekja sig út i myrkur einangrun- arinnar, né heldur fúamýri þeirra, sem hún finnur, að hún á ekki nema takmarkaða samleið með. Að lokum langar mig að gefa þér dæmi um, hvernig ég tel, að tslendingar eigi að haga sér i millirikjasamskiptum. Ég held okkur væri það hollt að taka um langan aldur mið af þvi, hvernig Ólafur Jóhannesson leysti land- helgisdeiluna við Breta á siðasta ári. Hann samdi þá með fullum sóma, en lét sem vind um eyru þjóða gifuryrði þeirra, er höfðu mánuðum saman með heilögum þjóðernishroka barið sér á brjóst, svo að undir tók i allri heims- byggðinni. Með beztu kveðjum Þorsteinn Ilannesson Kópavogi. o Atli Freyr Guðmundsson skrifar frá Bretlandi: JEREMY ER KAMPAKÁTUR Eftir að Frjálslyndi flokkurinn birti kosningaávarp sitt hefur kosningabaráttan i Bretlandi að mestu snúizt til umræðunnar um verðlagsmál. t kosningaávarpi flokksins lýsir Jeremy Thorpe þá Ted Heath og Harold Wilson öfga- sinna, sem hvorugur sé þess megnugur að koma á friði á vinnumarkaðnum. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherzíu á stór aukið verðlagseftirlit, breytingar á skattakerfinu og tryggingu lág- markslauna fyrir „venjulega vinnuviku”. Ted Heath og thaldsflokknum er það þvert um geð að umræöur snúist á þennan veg. Flokkurinn hefði helzt óskað að kosið yrði um það „hverjir stjórnuðu landinu” rikisstjórnin eða vinstri sinnuð verkalýðsfélög. Þessi skoðun flokksins er eðlileg, þar sem verðbólgan hefur verið yfirþyrm- andi undanfarin ár og verðlag neyzluvöru hækkað allt að 50% i tið þessarar stjórnar. Edward Heath skoraði á leiðtoga hinna flokkanna tveggja að þeir beittu sér fyrir þvi að kolanámumenn aflýstu verkfalli sinu þar til eftir kosningar en Harold Wilson svar- aði þessari áskorun með þvi að leggja til að hlé yrði gjört á kosningabaráttunni nú, og deilu- aðilar leystu verkfallið nú þegar. Þessu hafnaði forsætisráðherra, enda má ætla að hann vænti þess, að thaldsflokkurinn vinni sigur, og að þá geti rikisstjórnin af alefli sýnt verkalýðsfélögunum i tvo heimana. Sem sagt önnur vika kosningabaráttunnar i Bretlandi er hafin og horfur á að aðaldeilu- málin verði verðlagsmál. Þessu hlýtur Harold Wilson og flokkur hans að fagna. Enda hefur foringi stjórnarandstöðunnar orðið mun hvassyrtari undan- farna daga, en hann var i upphafi. t ræðu sem Wilson hélt i Man- chester sl. laugardag, réðist hann harkalega á rikisstjórnina fyrir meðhöndlun þeirra á verðlags- málunum. Hann sagði að verð- lagsmál væru aðalmál kosning- anna: „Hækkandi verðlag — hin- ar gifurlegu verðhækkanir, sem ógna lifskjörum allra i Bretlandi, ógna öryggi þeirra, ógna öldruð- um”. Þannig var tónninn i ræðu hans. Hann sýndi fram á með ótal dæmum, að verðhækkanir nú, væru hinar mestu siðan i Kóreu- stryjöldinni. Edward Heath neitaði þvi, að verðlagsmál væru aðalmál þess- ara kosninga. Á blaðamanna- fundi sagði forsætisráðherra: „Þjóðin gerir sér ljóst, að aðal- mál þessara kosninga er: Ætlar þú að hafa staðfasta rikisstjórn, sem mun auka þjóðartekjur eftir þeim leiðum, sem allir lita svo á, að séu sanngjarnar”? Um helgina var Heath á fund- um með ráðgjöfum sinum, en geröi hlé á kosningafundum, vegna þeirrar venju ihaldsmanna að ræða ekki pólitik við almenn- ing á sunnudögum!! Talið er að Ihaldsflokkurinn muni reyna að gjöra þjóðnýtinga- áætlanir Verkamannaflokksins að aðalmáli næstu viku barátt- unnar. Sérstaklega er þeim þyrn- ir i augum sú áætlun Verka- mannaflokksins að þjóðnýta auð- lindirnar i Norðursjó. í áróðri sinum hefur Frjáls- lyndi flokkurinn lagt aðaláherzlu á, að foringjar hinna tveggja meginflokkanna séu „öfgasinn- ar” og „ófærir um að stjórna”. Þess vegna hljóti brezkir kjós- endur að gefa Frjálslynda flokkn- um tækifæri nú. Þessi lina flokks- ins virðist bera árangur, þvi stjórnmálasérfræðingar telja að staða Frjálslynda flokksins sé sterkari i þessum kosningum en hún hefur verið siðan á „gull- aldartimum” flokksins. Og þá er að spyrja hverju menn spá um úrslitin. Skoðanakannanir sýna, að Ihaldsflokkurinn heldur enn for- ystu en Verkamannaflokkurinn sækir á. Þó er þetta mismunandi eftir þvi hvaða aðilar fram- kvæma kannanirnar. Þannig sýna hægrisinnuðustu blöðin stór- aukna sókn thaldsflokksins en frjálslyndari blöð eins og The Guardian, að Verkamannaflokk- urinn sé i sókn. En öllum ber saman um að Frjálslyndi flokkurinn sé i stór- sókn. Hafa þeir, sem bjartsýnast- ir eru fyrir hans hönd spáð þvi, að flokkurinn muni hljóta allt að fimmtiu þingsæti. Þetta hlýtur þó aö teljast mikil bjartsýni. Ef Frjálslyndi flokkurinn ynni slikan kosningasigur kæmi upp ný staða i brezkri pólitik. Sam- steypustjórn er ekki venjuleg hér á landi nema á striðstimum. Og ekki er talið að slík stjórn yrði mynduð nú. Heldur er talið að undir slikum kringumstæðum myndi annar tveggja stærstu flokkanna mynda minnihluta- stjórn með stuðningi Frjálslynda flokksins. Og þá verður að telja, að Frjálslyndir muni fremur velja að styðja stjórn Ihalds flokksins. Endá hefur Harold Wil- son oft lýst þvi yfir áður að hann muni ekki vinna með Frjálslynd- um. Hver útkoma þjóðernisflokk- anna i Skotlandi og Wales verður, er erfitt að spá um. Báðir aðilar leggja áherzlu á aukna heima- stjórn. Einn af málsvörum Welskra þjóðernissinna sagði fyr- ir skömmu, að kjósendur þyrftu einfaldlega að velja á milli „frjáls Wales eða gjaldþrota Englands”. Sami tónn er frá Skotlandi, enda eiga Skotar mik- illa hagsmuna að gæta, þar sem Norðursjávarauðæfin eru. Auk- inn hluti Skota af þeirri köku er mikils virði, ekki hvað sizt vegna þess, að Skotar hafa verið verst settirá Stóra-Bretlandi um lifsaf- komu. Á Norður-trlandi fjallar barátt- an að mestu um heimamál. Þar eru miklir flokkadrættir, og hef > ég ekki séð neinar spár um hver muni bera hæstan hlut þar. En það eru fleiri en hinir eigin- legu stjórnmálaflokkar, sem taka þátt i þessari baráttu. Til dæmis hafa Samtök stúdenta, sem telja um 660.000 félagsmenn tekið virk- an þátt i þessum kosningum. Hafa samtök þeirra sent frá áer ávarp, þar sem lhaldsflokkurinn er fordæmdur en skorað á félags- menn að kjósa Verkamanna- flokkinn. Námsmenn hafa hlotið litinn skilning rikisstjórnarinnar um aukinn námsstyrk, og er þetta lið- ur i baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Frambjóðendur flokkanna i hinum ýmsu kjördæmum eru önnum kafnir við að sannfæra „háttvirta kjósendur” um ágæti Jeremy Thorpe. sitt. Þeir ganga hús úr húsi til að leita atkvæða, og halda ræður á markaðstorgum og götuhornum. Bilar aka fagurskeyttir af áróðusspjöldum um göturnar og hvarvetna eru gluggar skreyttir myndum af foringjunum — þetta eru eins og jólaskreytingar, — misfagrar að visu!! Þeir stóru, —• foringjarnir — halda blaðamannafundi á hverj- um morgni, þenja sig um landið þvert og endilangt i þyrilvængj- um og lúxusbilum og hund- skamma hvor annan. Sjónvarp og útvarp eyða meiri tima i kosningaumræður en frá- sagnir af fótbolta, svo allir mega sjá, að það stendur mikið til á Bretlandi þessa dagana. Mér sýnist að Heath sé heldur að þyngjast á hlaupunum. Harold Wilson eykur sprettinn, en Jeremy Thorpe brokkar hress og kátur, enda til mikils að vinna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.