Tíminn - 26.02.1974, Side 16

Tíminn - 26.02.1974, Side 16
■*> GBÐI ft/rir ffódan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þjóðhátíðarafmæli Guðrúnar Á. Símonar: FEIKN AF FROSNUM HJÖRTUM MEÐAL AFMÆLISGJAFA Og svo eignaðist hún brúðuvagn FISKI SB-Reykjavik. — Guðrún A. Simonar hélt hútiðlegt ,,þjóð- hátiðarafmæli” sitt, eins og hún kallaði það, á sunnudagskvöldið. Mikið var um dýrðir i félags- heimili Fóstbræðra, þar sem veizlan fór fram( komnar voru á staðinn 50-60 konur, svo og Gunn- ar M. Magnúss, sem hjálpaði Guðrúnu að búa til „afkvæmið”, bókina „Eins og ég er klædd”, sem sprengdi alla vinsældalista i siðasta bókaflóði. Þegar gestirnir komu, var bjöllu hringt og hver og einn kynntur á hátiðlegan hátt. Eins og lög gera ráð fyrir, barst fjöldi gjafa, og tók Guðrún sér sæti uppi á sviði og reif þar upp bögglana og brá gjöfunum á loft, svo að all- ir gætu séð þá. Mikil varð gleði Guðrúnar og fögnuður sam- kvæmisgesta, þegar gjöfin frá Gunnari M. Magnúss var tekin upp: Úr kassanum kom fallegur brúðuvagn, en Guðrún hafði látið þess getið i bókinni, að hún hefði eignazt brúðu þrettán ára gömul. Brúðuvagn hafði hún aftur á móti aldrei eignazt, en alltaf þráð það. Var ekki að sökum að spyrja, að nú var brúðan sótt heim til Guð- rúnar og búið um hana i vagnin- um. Það tók Guðrúnu rúma klukku- stund að rifa upp alla gjafaböggl- ana, og var það atriði sam- kvæmisins skemmtun af beztu tegund, svo einstök er Guörún. Var dátt hlegið aö þeim orðum, sem hún lét falla meðan á þ'essari athöfn stóð. Meðal þess, sem hún fékk, var ekki svo litið af fiski, dósamat og frosnum hjörtum, sem raunar var tekið að blæða úr, áður en lauk. Birtum við hér til gamans texta boðskortsins, sem skýrir, hvers vegna henni voru send þessi matvæli öll i afmælisgjöf: „Kæra vinkona. Viltu koma i kvennaboð i tilefni þjóðhátiðar- afmælis mins I Félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109- 111, kl. 7 sunnudaginn 24. febrúar 1974? Aðeins gosdrykkir, kaffi, heitir réttir og tertur, að ógleymdu hlýju viðmóti. Kannske verður eitthvað „surprise” — „sur- prise”? Ef einhver ætlar að sýna lit og gefa blóm, (sem kisurnar borða að gamni sinu) gerið svo vel að láta andvirði þeirra renna i mat fyrir kisur, t.d. þorskkassa, lambahjörtu — pakkað inn i fallegan skrautpappir. Guðrún Á. Simonar.” Það má segja, að veizlan hafi verið eitt „surprise” frá upphafi til enda, en fögnuðurinn náði há- marki, þegar þær Guðrún og Þuriður Pálsdóttir sungu „Katta- dúettinn” eftir Rossini. Meðlætið með gosinu og kaffinu var ljúf- fengt, en Guðrún hefur það fyrir sið að veita ekki áfengi. Það voru vinkonur hennar, sem bökuðu og brösuðu og stjórnuðu veizlunni, sem áreiðanlega mun vera ein- hver skemmtilegasta afmælis- veizla, sem um getur og lengi verður i minnum höfð. Það gerðist meðal annars i henni, að Þuriður Pálsdóttir, for- maður Einsöngvarafélags ts- Guðrún sýnir veizlugestum fryst hjörtu, sem henni voru send i af- mælisgjöf, svo að kettirnir gætu einnig notið góös af þjóðhátiöar- afmæli hennar. lands, útnefndi Guðrúnu drottn- ingu einsöngvara, en Margrét Eggertsdóttir krýndi hana. Rækilegar verður sagt frá af- mælisveizlu þessari i nýju fylgi- riti Timans, Timaritinu.'áður en langt um liður. Verða þar birtar margar myndir úr hófinu. Guörún A Simonar býr um brúðuna sina i nýja vagninum frá Gunnari M. Magnúss. — Timamyndir: Gunnar. Eiturlyf janeyt- andi olli tjóni Klp-Reykjavik. Aðfaranótt s.l. laugardags stal ungur piltur nokkurra daga gömlum bil frá ættingja sinum og gjöreyðilagði hann, svo og annan bil, og slasaði sjálfan sig og tvennt annað. Pilturinn, sem var bæði undiuáhrifum áfengis og lyfja, tók bilinn traustataki inni i skúr og ætlaði að aka um borgina. Ök hann suður Kringlumýrarbraut á mikilli ferö, og er hann kom aö ljósunum viö Miklubraut, fór hann þar yfir á rauðu og beint inn i hliðina á jeppa, sem ekið var vestur Miklubraut. Areksturinn var svo harður, að jeppinn kastaðist eina 20 metra, og enda- stakkst siðan upp á eyju, þar sem hann fór á hliðina. Pilturinn, sem árekstrinum olli, segist ekkert muna eftir sér frá þvi skömmu áður en hann kom að gatnamótunum, enda hafi hann veriö búinn að innbyrða mikið magn af örvandi lyfjum, rétt áöur en hann tók bllinn. Hann meiddist eitthvað á fót- um, en i hinum bilnum slasaðist tvennt, ökumaðurinn, sem m.a. mjaðmagrindarbrotnaði, og far- þegi, sem meiddist nokkuð á höfði. Margrét Eggertsdóttir krýnir Guðrúnu drottningu einsöngvara. Sprengjugabb á Keflavíkurflugvelli Loftleiðavél tafðist í þrjár stundir, eftir að tilkynnt hafði verið að sprengja væri um borð Klp-Reykjavík. A sunnudags- morguninn var hringt i flug- turninn á Keflavikurflugvelli, og maður, sem var i simanum, tilkynnti á mjög slæmri ensku, að sprengja væri i Loftleiðaflugvél, sem þá var i þann veginn að hefja sig til flugs. Maðurinn sem álitið er að sé Is- lendingur bunaði þessu út úr sér á slikum hraöa, að ekki tókst að rekja simtaliö, en tilraun var gerð til að tefja hann með öllum tiltækum ráðum. Allir farþegar vélarinnar voru komnir um borð, og farangur þeirra sömuleiðis. Voru þetta út- lendingar, sem orðið höfðu innlyksa hér vegna verkfallsins, en fengu undanþágu til að fara með þessari vél. Allir voru drifnir út úr vélinni, og siðan hófst vandleg leit að sprengjunni i farangrinum, og einnig á farþegunum. Leitin tók rúmar tvær klukkustundir, en siðan yar beðið f eina klukkustund til viðbótar, eða þann tima, sem það hefði teki að fljúga vélinni til Luxemborgar. Þetta er i fyrsta skipti, sem sprengjuleit er gerð i Loftleiða- vél hér á landi, en svipað atvik hefur átt sér stað með Loftleiða- vél á Kennedyflugvelli, fyrir um það bil tveimur árum. Málið er i rannsókn, en álitiö er, að þarna sé á ferðinni andlega óheilbrigður maður, enda hlýtur svo að vera, þvi varla lætur nokkur heilbrigður maður sér detta svona lagað i hug.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.