Tíminn - 03.07.1974, Side 3
Miðvikudagur 3. júll 1974.
TÍMINN
3
Þjóðhátíð Borgfirð-
inga og Akurnesinga
A þjóðhátið Borgfirðinga og Akurnesinga fer Böðvar Guðmundsson
með þjóðhátiðarljóð föður sins, Guðmundar skálds Böðvarssonar, sem
fannst á náttborði hans að honum látnum. Þjóðhátiðarnefnd Borgfirð-
inga hefur gefið ljóðið út I lýstri útgáfu skreytt mynd eftir Einar
Hákonarson listmálara, sem hér má sjá.
Þórshöfn:
Ráðizt á fangavörð -
tveim föngum sleppt
HP-Reykjavik. — ölvaðir ofur-
hugar á Þórshöfn tóku sig til á
laugardagskvöldið s.l. og gerðu
aðsúg að lögreglustöðinni, héldu
þar fangaverði og leystu úr haldi
tvo félaga sina, er lögreglumaður
staðarins var fjarverandi við
skyldustörf.
Þá um kvöldið var haldinn
dansleikur i félagsheimilinu á
Þórshöfn og hafði samkomuhald-
Hvað með
Sólnes?
BH-Reykjavik. — Moggi
birti myndir og æviágrip
nýju alþingismannanna á
heilli siðu I morgun. Einn
gleymdist, þó, og var rétt
eins og Moggi áliti hann bezt
gleymdan, þvi að hann var
ekki einu sinni með I tölunni,
þvi að Moggi fullyrti, að ekki
væru nema 13 nýir þing-
menn. Og nú er illt I efni, þvl
að eins og allir sannir ihalds-
menn vita, þá er allt satt og
rétt, sem 1 Mogga stendur.
Eða hvað?
Þetta er Jón G. Sólnes, sem
Mbl. vildi ekkert við kannast
sem þingmann.
ið farið nokkuð friðsamlega fram,
allt til þess, að tveir samkomu-
gesta, augljóslega drukknir tóku
til við að brjóta rúður og fremja
annan óskunda. Taldi lögreglu-
maðurinn, Baldvin Elis Arason,
það ráðlegast, að handtaka
mennina og gerði hann það, með
aðstoð dyravarða i félagsheimil-
inu. Voru fangarnir fluttir i
fangageymsluna og læstir þar
inni.
Um það bil varð árekstur i ná-
grenni Þórshafnar og varð Bald-
vin að sjálfsögðu að sinna skyldu-
störfum sinum varðandi hann.
Kona, sem var farþegi i öðrum
bilnum, hafði slasazt litillega, og
einnig varð að ljúka vissum
mælingum.
Á meðan þessu fór fram, höfðu
drykkjulæti manna á götum úti i
þorpinu aukizt og þóttust hinir
drukknu hafa verið órétti beittir,
er félagar þeirra voru læstir bak
við lás og slá. Þróaðist smám
saman sú hugmynd hjá múgnum,
að gera aðför að lögreglustöðinni
og leysa vini sina úr prlsundinni.
Er það spurðist, að lögreglu-
maður staðarins myndi vera fjar-
verandi og vörður um fangana
þvi fáliðaður, var ætlun þessi
framkvæmd. Tekið var hús á
fangaverðinum, honum haldið og
að honum þjarmað, en föngum
sleppt lausum.
Þangað sem lögreglumaðurinn
var önnum kafinn við mælingar,
barst honum frétt af árásinni og
hraðaði sér til stöðvarinnar. Var
þá þar fyrir töluvert lið manna og
lét það ófriðlega. Var þó hægt að
fá seggina til þess að fara hvern
til sins heima og sofa, en yfirvöld
lita þetta mál mjög alvarlegum
augum, sem von er.
Að sögn Baldvins Elisar var
fagurt veður á Þórshöfn á sjálfan
kosningadaginn, kaffisala og allir
i góðu skapi.
— verður á
laugardag, og
þó verður m. a.
flutt
kvæðið
„1974" eftir
Guðmund
Böðvarsson
Laugardaginn 6. júll n.k. verð-
ur haldin I Reykholti I Borgarfiröi
þjóðhátlð Borgfirðinga og Akur-
nesinga og stendur þvl að henni
allt Borgarfjarðarhérað þ.e.
Mýrasýsla, Borgarfjarðarsýsla
og Akranes.
Hátlðahöldin hefjast kl. 13.45
með lúðrasveitarleik. Klukkan 14
verður hátiðin sett af formanni
þjóöhátiðarnefndar Borgfirðinga,
Asgeiri Péturssyni, sýslumanni.
Þá verður flutt kvæði, sem
Guðmundur Böðvarsson, skáld
frá Kirkjubóli, hefur sérstaklega
ort fyrir þetta tækifæri, og flytur
Böðvar sonur hans það.
Jón Helgason, rithöfundur, frá
Stóra Botni I Borgarfjarðarsýslu
flytur ræðu og Ingibjörg Asgeirs-
dóttir, kennari I Borgarnesi, flyt-
ur ávarp fjallkonunnar. Mun hún
slöan afhjúpa listaverk, sem
stofnanir i Borgarfirði gefa lista-
safni héraðsins. Er um að ræða
málverk eftir Jóhannes S. Kjar-
val, taliö gert 1938 og er nýfengið
til landsins frá Noregi.
Samkór Borgfirðinga, og Akur-
nesinga syngur ættjarðarsöngva
undir stjórn 5 söngstjóra úr
Borgarfirði og frá Akranesi.
Þá verða sýndir þjóðdansar og
gllmusýning verður, sem Kjartan
Bergmann frá Flóðatanga stjórn-
ar. Ömar Ragnarsson flytur
skemmtiþátt og Þorvaldur Þor-
valdsson, formaður þjóðhátiðar-
nefndar Akraness slitur hátiðinni.
Hljómsveit skólanna á Akranesi
leikur milli þátta.
Þjóðhátiðarnefnd Borgfirðinga
hefur látið gefa út i lýstri útgáfu
kvæðið „1974” eftir Guðmund
Böðvarsson. Einar Hákonarson,
listmálari, myndskreytti en
Litbrá prentaði. Á hátlðinni verða
seld barmmerki úr málmi, sem
Borgfirðingar og Akurnesingar
hafa látið gera.
m
JtJYí
Segir Björn Jónsson Alþýðuflokknum
fyrir verkum?
Svo virðist nú, að Björn Jónsson, fyrrv. ráðherra(sé orðinn mestj
valdamaðurinn I Alþýðuflokknum. Alþýðublaðið birti I gær forsiðu-
viðtal við þá Björn og Gylfa Þ. Gislason og skipaði viðtalið við Björn
æðri sess. Björn kemst svo að orði I viðtalinu, að Alþýöuflokkurinn
gegni bezt skyldum sinum utan stjórnar, eða m.ö.o., að flokkurinn
eigi að vera I stjórnarandstöðu.
Þá ályktun má ef til vill draga
af þessu, að Björn telur flokkinn
ekki liklegan til að hagnast á
nýjum ráðherradómi Gylfa og
kann það að vera rétt mat, en
flokkurinn á fleiri forustumenn
en Gylfa. Birni Jónssyni er ann-
ars annað margt betur gefið en
að vera ráðhollur, eða a.m.k.
reyndust ráð hans illa hjá Sam-
tökum frjálslyndra og vinstri
manna, þvl að hann átti manna mestan þátt I þvi, að sundra þeim I
marga parta. Mörgum Alþýðuflokksmönnum mun áreiðanlega
þykja ráðlegt að fylgjast með þvi, hvort Björn Jónsson sé orðinn
valdamesti maður flokksins og stjórni Gylfa.
Mbl. óánægt yfir ósigri Möðruvellinga
Mbl. getur ekki dulið óánægju sina yfir litlum árangri hjá Möðru-
vellingum. Blaðið segir svo I forustugrein:
„Framsóknarflokkurinn tapaði hlutfallslega atkvæðum I flestum
kjördæmum landsins, þó ekki öllum, og raunar virðist flokkurinn
hafa haldið hlut sinum mun betur en búast mátti við. Eftirtektar-
vert er, að hinir svonefndu Möðruvellingar, vinstri sinnaðir
Framsóknarmenn, sýnast ekki hafa náð nokkrum árangri, sem
máli skiptir og Htið höggvið inn I raðir Framsóknarflokksins. Þeir
eru með þessum kosningum úr sögunni sem pólitlskt afl, hafi þeir
nokkru sinni verið það”.
Gremja Mbl. yfir óförum Möðruvellinga leynir sér ekki. Til leið-
réttingar skal þess aðeins getið, að innan Framsóknarflokksins
hefur aldrei verið litið á Möðruvellinga sem neina sérstaka vinstri
menn, heldur væri þar um að ræða unga metnaðargjarna menn, er
hefðu blekkt fáeina eldri menn til liðs við sig.
Þ.Þ.
Stúlkurnar eru
komnar fram
en hvar er gólfteppið?
HP-Reykjavík. —A mánudag var
lýst eftir tveim stúlkum á aldrin-
um 14-15 ára. Höfðu þær farið að
heiman frá sér á laugardag, en
ekkert til þeirra spurzt um alla
helgina. Á mánudagskvöldið
komu þær þó fram og höfðu þá
veriö á flækingi vlðs vegar um,
hjá vinum og kunningjum. Einnig
var lýst eftir konu i hádegisút-
varpi I gær, en hún kom fram
strax sama dag.
Rannsóknarlögreglan bað okk-
ur hins vegar að hvetja fólk, sem
hefði séð einhvern með marglitt
gólfteppi, að hafa samband við
sig. Gólfteppi, sem gert hafði ver-
ið úr marglitum teppabútum,
hefði nefnilega verið stolið að-
faranótt sunnudagsins, þar sem
þaö hafði verið hengt á grindverk
viö hús á Holtsgötu 7.
Lögreglumönnum þykir liklegt,
að einhver hafi orðið var við tepp-
ið, þar eð slikir hlutir eru kannski
ekki mjög vanalegur varningur
til aö hafa meðferðis að nóttu til.
Eru þeir þá beðnir að láta lög-
regluna vita.
Emmi
f
JL
hsí
10
JL .X
Þverá i Borgarfirði
Við fengum þær upplýsingar
að Guðnabakka i gær, að veiði
hefði verið allgóð I Þverá það
sem af er, en hún hófst 5. júni.
Eftir jarðskjálftana sem urðu
I Borgarfirði fyrir stuttu, var
áin mjög gruggug, og sást ekki
til botns I henni I viku. Miklar
rigningar voru bæði fyrir og
eftir jarðskjálftana. Nú hefur
verið þurrt siðastliðna fimm
daga, og áin orðin tær aftur,
nema á örfáum stöðum. Hátt á
fimmta hundruð laxa eru
komnir á land, þyngd þeirra
fengum við ekki uppgefna, en
hún er svipuð og hún hefur
verið undanfarin ár, meðal-
stærð 10-14 pund. Veiðisvæðin i
Þverá eru tvö: Efra og neðra
svæði og eru 12 stangir leyfðar
I ánni.
Grimsá
1 gær hafði Veiðihornið sam-
band við Jón Gislason
veiðivörð, og kvað hann
veiöina hafa verið heldur
dræma, og heldur minni held-
ur en á sama tima I fyrra. En
nú siöustu daga hefur heldur
rofað til hjá veiðimönnum, og
eru nú tæplega 150 laxar
komnir á land Meðalþyngd
þeirra er um 8-10 pund en þó
hafa nokkrir 16 punda laxar
veiðzt. Ekki er mikið um lax i
ánni sagði Jón okkur, en eins
og kunnugt . er, er bezti
veiöitiminn i Grimsá um og
eftir miðjan júli. Erlendir
veiðimenn byrja að veiða i
ánni um næstu helgi, og verða
við veiði þar næstu vikurnar.
Laxá i Dölum
Við ræddum við Val, mat-
reiðslumann i veiðihúsinu
Þrándargil, og sagði hann, að
veiöitíminn I ánni byrjaði 20.
júni, en Bandarikjamennirnir,
sem hafa ána á leigu, töfðust
og gátu ekki byrjað veiði fyrr
en I gær. Veiði fyrsta daginn
varð lítil enda áin vatnslitil
eins og er. Þrir laxar komu á
land, sá stærsti tólf pund, en
hinir minni. Við munum fljót-
lega hafa samband við
Þrándargil aftur og getum þá
vonandi veitt skemmtilegri
upplýsingar um veiði i ánni.
Nú er veitt á þrjár stangir og
var svo einnig i fyrra, en
siðastliðið ár komu 1416 laxar
á land I Laxá i Dölum.
Langá.
Ráðskonan I veiðihúsinu við
Langá, Ragnhildur Jóhanns-
dóttir, tjáði okkur i gær, að 126
laxar væru komnir á land, og
er aðallega veitt á maðk.
Þessir laxar veiddust á neðsta
svæðinu, Langarfoss og við
Anabrekku. Nú fara út-
lendingarnir að þyrpast til
þeirra I veiðihúsinu við Langá,
en nær eingöngu útlendingar
veiða I júli og fram i miðjan
ágúst. Frá hinum svæðunum
þrem i Langá, Jarðlangsstöð-
um, Stangarholti og Grenjum,
getum við vonandi sagt frá
fljótlega.