Tíminn - 03.07.1974, Qupperneq 6
VERIÐ VELKOMNIR góöir
bræöur, til prestastefnu á þjóBhá-
tlBarári. Á sliku ári er mörg til-
breytni áformuö og þegar oröin.
En fyrst og fremst gengur llfiö
sinn gang, eins og endranær,
störfin, skyldur og tilbrigöi dægr-
anna, helgi og rúmhelgi, sáning
og uppskera, dagur og nótt. Og
eins og önnur ár koma prestar
saman á þessum árstlma, um
jónsmessuleytiö. Sú samkoma á
fornar rætur og engir mannfundir
eiga lengri samfellda sögu aö
baki nema Alþingi. Og hún ber frá
fornu fari jöfnum höndum is-
lenzkt nafn og grisk-latneskt. ís-
lenzka heitiö er eitt vitni meöal
margra um það, að feður kirkj--
unnar á Islandi voru orðasmiöir
góðir. Og frá hinu andar blæ
þeirrar alþjóðlegu menningar,
sem barst meö kirkjunni hingaö
til lands. Latinulærðir voru
þeir menn, sem fyrstir rit-
uöu Islenzkt mál, kle.rkar skópu
ritmálið, þegar þeir hófu aö gera
þýöíngar helgar úr latinumáli. Og
tungan er tær eins og döggin i
meöförum þeirra. Enn fór enginn
fram úr þessum óþekktu prestum
um tök á íslenzku máli.
1 fyrsta árgangi Kirkjublaösins
1891 fær ritstjórinn, Þórhallur
Bjarnason, ákúrur frá presti ein-
um ónafngreindum fyrir málfar
sitt. Þórhallur svarar: ,,Þú minn-
ist á máliö. Ekki vil ég visvitandi
spilla þvf. Ég mætti þaö ekki föö-
ur mlns vegna, sem með vaxandi
árum varö æ vandlátari málsins
vegna, „blessað málið, sem ég
elska æ þvl meir, er ég kem nær
þvl aö geta eigi á þaö mælt fram-
ar”. Svo minnist hann þess I bréfi
til mln slðasta áriö, sem hann liföi
... 1 einu slðasta bréfinu, sem
faöir minn heitinn skrifaði mér,
réö hann mér að lesa „Heilagra
manna sögur”, þegar ég eignaö-
ist þær eftir sinn dag, þvl að máliö
væri svo gott, aö „þaöan mætti
margs afla til aö auka og bæta
guðfræðimálið og prédikunar-
stílinn, hver sem vel meö færi og
natinn væri”. Ég skal lofa þér þvl
aö lesa upp „Heilagra manna
sögur” rækilega I vetur og lána
þér þær næsta-vetur og skiljum
svo sáttir”, segir sr. Þórhallur að
lokum.
Þvi vik ég að þessum fróö-
legu oröaskiptum, aö samleiö
kirkjunnar og tungunnar er verö-
ugt Ihugunarefni á þjóöhá-
tlðarári. Heilagra manna sögur
eru ekki verk brautryðjenda
meöal kristinna snillinga fornra.
Vér eigum ræöusöfn, homiliur,
sem eru nær dögun ritaldar og
ennþá heiöari og tlgulegri aö blæ.
Enn hefur ekki þótt taka þvi aö
gefa þessar perlur út á Islandi.
En þaö má þjóðin muna, aö is-
lenzk tunga, sem er dýrmætust,
sér-islenzk þjóðareign, á kirkj-
unni aö þakka varöveizlu slna.
Þar koma síöar viö sögu Oddur og
Guöbrandur, Hallgrímur og
meistari Jón, Sr. Jón á Bægisá og
prestaskólinn á Bessastöðum svo
aö nokkuö sé nefnt. Og vlst skyldu
orösins þjónar nútlmans taka
undir með Þórhalli, að breyttu
breytanda: Feðra vorra vegna
hvllir á oss mikil og helg skylda
viö vort dýra móðurmál.
Islands ár eru ekki lengur þús-
und. öld hefur bæzt við slðan þau
orö uröu fleyg á fjöörum þjóö-
söngsins. Og áfram liggja sporin.
Margir þeirra, sem hér eru sam-
an komnir nú, munu aö öllu eöli-
legu lifa það, aö Islenzk krist.ni
fullni sln þúsund ár. Kristni er aö
vlsu eldri I landinu en þaö. Krist-
ur nam hér land I öndverðu meö
þeim, sem beinlinis vegna áhuga
sins á því að kynna nafn hans og
rlki, fundu landiö fyrstir. Þeir
mæítu ekki á vora tungu. En þeir
kunnu kristiö bænamál, þeir
þekktu llfsins orö. Og þeir sögðu
þau fríðindi helzt af þessum fjar
lægu furöuströndum, aö hér verö-
ur ekki nótt á vorin. Þeir hurfu
frá, eins og kunnugt er. Innan
fárra ára er þess að minnast, er
þráöurinn var tekinn upp aö nýju
og Þorvaldur vlöförli fór með
„dóm inn dýra” á vit frænda
sinna og landa og hóf þaö kristni-
boö, sem leiddi til þess, að kristni
var lögtekin eftir hálfan annan
áratug.
Mörg er sú minning, sem ris af
djúpi 11. alda. Kirkjan á hlut aö
þeim flestum. Og sumar hinar
mestu eiga alls kostar upptök sln
hjá henni. Þar ber hæst „þau tlö-
indi, er bezt hafa orðið á Islandi,
aö landiö varö allt kristiö og allt
fólkiö hafnaöi fornum átrúnaði,”
eins og listamaður sá, er reit
Gunnlaugssögu, kemst aö orði.
Aldrei veröur þaö rakiö til grunna
né jaröneskum augum birt aö
fullu, hvaö kristin kirkja hefur
verið og gefið I llfsstrlöi aldanna,
hvert varnarvirki hún var gegn
þeim áhlaupum ýmislegs kyns,
sem landsmenn hafa orðið að
mæta. Þáttur hennar I mótun
þeirrar þjóömenningar, sem hef-
ur helgað oss lifsrétt jjjóðar, er
auk heldur mikils til orakinn og
oft vísvitandi hulinn þögn eða
staölausum stöfum. Mér er
minnisstætt, þegar einn kunnasti
sagnfræöingur landsins, Björn
Þorsteinsson, snerist fyrir nokkr-
um árum til varnar opinberlega
gegn grunnfærri sögutúlkun af
sllku tagi. Þá skrifaði hann: „Ég
veit ekki betur en að viö íslend-
ingar höfum þegiö siömenning-
una af heilagri kirkju, og flest
þaö, sem viö teljum okkur til gild-
is, sé frá þeirri stofnun komið. Ég
veit ekki betur en aö dreng-
skaparhugsjónir islenzkra forn-
bókmennta hafi orðiö fyrir kristn-
um áhrifum, eins og flest annað,
sem okkur þykir til um I fornum
fræöum . . . Viö getum veriö eins
heiönir eöa hálfkristnir og hverj-
um llkar, en hástemmd rómantík
um heiönar drengskaparhugsjón-
ir vlkinga er æriö varasöm á síö-
ari hluta 20. aldar”. „Vér Islend-
ingar erum engir menn til þess að
litilsviröa fornhelgar stofnanir”.
Kirkja Islands fer ekki halloka
fyrir dómi þjóðarsögunnar, þegar
dæmt er af þekkingu og viti. Hitt
er heldur, aö samfylgd hennar
meö landsmönnum er, þegar alls
er gætt, stærst allra þakkarefna
Islenzkrar þjóðar á afmælisári.
Einstakir atburöir og fáein nöfn
eru næg vísbending um þetta. Ég
nefni eldmessuna á Kirkjubæjar-
klaustri og sr. Jón Steingrlmsson.
Minning þess viöburöar og manns
hefur maklega verið heiöruð á
nýliönum þjóöhátlöardegi. Og
vlst er það, aö sr. Jón lýsir af-
stööu mikils þorra allra presta á
öllum timum, þegar hann lýsir
þvl, hvernig honum veittist
jafnan þegar verst horfði fyrir
Guös almætti „frlskur og nýr
móður að flýja nú ei, heldur
standa sem trúlegast á mínum
pósti, meöan kraftar og lif entist
og allir væru burtflúnir eöa dauö-
ir, ef Guð vildi láta svo falla”. Sr.
Jón bætir viö: „Þá þótti og mikið
til prestsembættis koma”. AB
jafnaöi reyndi ekki á kjark.trúar-
þrek og bænarstyrk meö svo aug-
ljósum hætti og þegar eldklerkur
Jón stóö meö slna hjörö frammi
fyrir þeim voöa, sem einn varö
mestur I gjörvallri sögu landsins.
ÞaÖ þarf ekki heldur aö segja,
sem sjálfsagt er, aö menn voru
misjafnir, prestar sem aðrir. Og
þeir hafa jafnan verið einhverjir
meðal landsmanna á öllum tlm-
um, sem þótti ekki mikið til
prestsembættis koma né virtu
kirkjuna mikils, fyrr en I nauðir
rak.En þaövildiég segja, að þeg-
ar horft er yfir aldirnar og hugsað
er til þeirrar fylkingar stéttar-
bræöra vorra, sem hafa unnið og
þjónaö þjóö og kirkju, þá hygg ég,
aö um þá sem heild megi með
sanni segja: Þeir stóöu trúlega á
slnum pósti. Það er ekki vort aö
gefa þeim einkunn og dómurinn
Drottins er. En vér, prestarnir,
sem nú erum ofar moldu og lifum
þjóöarafmæli, vér minnumst
þeirra mörgu, sem fóru á undan.
Og þó aö timanleg sjón dragi
skammt eru augljósu rökin ærin
til þess að þakka prestum Islands
aöild þeirra að farnaöi þjóðarinn-
ar öllum, bæöi I viönámi og sókn.
A slðustu öld eitt sinn var ungur
maður á ferö, fór viöa um land,
var leiðsögumaður erl. ferða-
manna. Þeir gistu hjá bónda
nokkrum sunnan lands. Prestur-
inn I þeirri sókn barst I tal og
bóndinn bar lof á hann og lýsti
starfi hans. Ungi maöurinn reit á
eftir I dagbók sína. „Ég sá það
hér, sem ég hef slðan oft séö, aö
allt siöferöi, samtök, menntun og
framkvæmd hverrar sveitar er
undir prestinum komið nærri aö
öllu leyti . . . Mér datt þaö hér
sem oftar I hug, hvillkur
ábyrgöarhluti á prestinum hvllir
og hversu vandasamt þetta fagra
embætti er”.
Þessi ungi maður gerðist siðar
prestur og lét eftir sig þó nokkur
spor I menningarllfi þjóðarinnar,
þótt skammllfur yrði. Hann var
sr. Magnús Grlmsson.
Þaö er handahóf aö vitna til
ummæla sem þessara og hending
ein, að þessi vitnisburður geymist
um prest, sem annars er nær
óþekktur. Og svo var um allan
þorrann, þeir hurfu af hólmi án
þess aö neitt væri um þá skráð.
En að varöa hins óþekkta prests,
ef slíkur væri til, mætti þjóðin
leggja gildan þakkarsveig á af-
mælisári slnu.
Engir kunna aö þakka þaö svo
sem vert er, að Kristur hefur
veriö boðaður I þessu landi, að
Kristur hefur verið athvarf, hæli
og styrkur, aö andi hans barst I
landiö og aö hann hefur fengið aö
frjóvga og göfga Islenzkan anda,
aö rlki hans hefur lýst og lyft
þjóöarsál. En ófyrirsynju heldur
þjóöin til afmælis slns, ef þaö ger-
ir hana ekki skyggnari á bending-
ar sögunnar og hirðusamari um
þaö, sem hún hefur þegið dýrast á
förnum vegi.
Þegar Skálholti var skilað aftur
I hendur kirkjunnar fyrir 11 ár-
um, þá mælti sá, sem fór með
umboö þings og þjóðar við þá at-
höfn, Bjarni Benediktsson, að
þetta væri gert I þakkar skyni
fyrir þann skerf, sem kristin
kirkja hefur lagt fram til heilla Is-
lenzku þjóöinni. „Mestu skiptir að
sjálfsögöu sú sáluhjálp, sem hún
hefur veitt ótal einstaklingum. En
hún á einnig sinn ómetanlega þátt
I mótun islenzkrar menningar og
þróun hennar, á hverju sem hefur
gengiö”.
Þaö er vlst og satt, aö eiginleg
þjónusta kirkjunnar er eillfs
gildis og verður ekki metin á
neina tímans vog. En sú stað-
reynd rýrir ekki hitt sem metiö
verður á járðlega vlsu. Og það er
ekki Guðs og kirkjunnar vegna
sem þjóöin þarf aö hafa opin augu
gagnvart slíku, heldur sln vegna
sjálfrar og framtlöar Islands.
Vér erum staddir I Hallgrlms-
kirkju. Þaö var draumur margra,
aö húnyrði lengra komináþessari-
stundu, aö hún mætti verða not-
hæf og vigö á þessu hátiðarári,
þvl heldur sem 300. ártiö sr. Hall-
grlms ber upp á sama ár. Það var
einnig ósk og von, aö sá biskups-
stóll, sem kirkjan var svipt
nyröra, þegar örbirgö lands og
þjóöar var á neðstu mörkum, stóll
Guöbrands, yrði reistur aö nýju,
aö þjóöin geröi þetta I þakkar
skyni, færöi Guði þessar þakkar-
fórnir á afmælisári. Þetta rætt-
ist ekki. 1 þessu megum vér enn
góös blða, svo sem I fleiri efnum.
Hallgrlmsminning veröur hér á
morgun. Prestastéttin heldur
enga þjóöhátíð út af fyrir sig. En
þegar vér hórfum yfir aldirnar og
hugsum um sporin, hulin og ber,
spor kirkjunnar I llfi þjóðarinnar,
þá beinastaugun að honum. Hann