Tíminn - 03.07.1974, Side 7

Tíminn - 03.07.1974, Side 7
Miðvikudagur 3. júli 1974. er ekki aðeins hinn viöurkenndi og dáöi einstaklingur, ekki aöeins sá prestur, sem gnæfir yfir hina. Hann er jafnframt fulltrúi þeirra allra, þekktra og óþekktra, hann er imynd þess, sem kirkjan var og reyndist þjóöinni. Hann stigur i huga vorum fram fyrir tjöldin, sem byrgja sviö sögunnar. En hann gerir þaö ekki i sjálfs nafni, heldur sem fulltrúi kirkjunnar sinnar. Hann stendur svo hátt af þvl, aö hún er undirstaöan, hann skin svo skært af því, aö birtan hennar lýsir svo fölskvalaust frá honum og um hann. Og undirstaö- an er grundvöllurinn eini, Jesús krossfesti, birtan er endurljómi ljóssins eina, sem er Jesús upprisni. Þú miöar á hæsta tindinn, þeg- ar þú mælir fjalliö. Þú metur tréö eftir þeim ávexti, sem þaö ber kostamestan. A hliöstæöan hátt er horft til Hallgrims. Hann er kirkjan I Islenzkri sögu, aö þvl leyti sem hana má sjá I sjónhend- ing, I einu tákni I fullu ljósi. Allt eiga þær saman, þjóöin og kirkj- an. Kirkjan hefur ekki gengið sér. Hún hefur hvorki verið ósnortin af skuggum og brestum Islenzks þjóöareölis né fariö varhluta af kostum kynstofnsins. Islands þjóð og íslands kirkja eru systur báöar tvær. (Vald. Briem) Ég nefndi fyrr það stóra þjóð- arafmæli, sem næst er framund- an, þúsund ára afmæli íslenzkrar kristni. Þangað fram er skemmra aö llta en aftur til þeirrar stund- ar, er lýöveldið nýja var stofnað á Islandi. Og stór hluti íslenzkra presta er á þeim aldri nú, að þeir munu, ef að líkum fer, mega fagna þeirri hátiö. Vér reynum ekki að spá I það hvernig þá verður háttaö um hagi kirkjunnar né hvar þjóöin veröur þá stödd á sinni aldaför. Og hvaöa örlög biða mannkyns næstu ára- tugi er hulið, en hitt ljóst, að framvindan er hröð sem stendur og áratugur getur meiru bylt en eldarskeið áður á tíöum. Ýmsar spár eru þuldar um framtlö kristins dóms, illspár nokkrar, sem raunar eru ekki annað en ósk um hrakför sýnu verri, svo sem skáldið segir. Þess kyns spár eru engin nýjung og ekkert merkilegt viö þær annaö en Hfsseigla fordómanna, en sá er munur á fordómi og ketti, sagöi Mark Twain, að kötturinn hefur ekki nema nlu lif. Þegar ég llt minum rosknu aug- um yfir þá sveit, sem nú skipar stétt prestanna á tslandi og hugsa jafnframt til næstu aldamóta, þá tel ég I fullri einlægni sagt, að kirkjan þurfi hvorki aö vera undirleit né kviöin. Þaö er marg- oft sagt, aö æskan sé fráhverf kirkjunni. En þá gleymist það, að alltaf eru ungir menn aö ganga I þjónustu hennar. A 14 árum hef ég þegið þá gleöi að vlgja 50 unga menn til prestsskapar. Stétt prestanna hefur endurnýjazt og heldur áfram aö endurnýjast. Hún er tiltölulega ung. Og hingaö gætu menn komiö á prestastefnu til þess aö hitta menn, sem eru fulltrúar unga fólksins engu slður en aörir jafnaldrar. Og þaö hygg ég, aö þeir ungu menn, sem á undanförnum árum hafa kosiö sér hlutskipti prestsins, geti alveg mælt sig við annað fólk sinnar kynslóðar, bæöi um hæfileika og aðra kosti, væri I mannjörnuð farið. Þetta má þjóöin vita, kirkja meta og þakka I allri auðmýkt. Og ég vantreysti þvi ekki, að hinir ungu bræður, sem eiga ævistarfið framundan, muni taka þeirri brýningu, sem felst I þvl að heyra til þeirri stétt, sem hefur átt lengri, örlagarikari og ávaxta- ( meiri samleið meö Islenzkri þjóö 1 en nokkur önnur. Ég fulltreysti þeim til þess að standa trúlega á sinum pósti, á hverju sem geng- ur. Eitthvert spor viö timans sjá mun hver einn eftir sig eiga, kannski einhverja læsilega og minnilega llnu á blöðum þeirrar sögu, sem gefur óbornum niðjum Islands þrótt og vaxtarþrá. En gleymum þvi ekki, aö hiö sýni- lega er stundlegt, hiö eillfa stóra, er ósýnilegt. Þú ert sendur meö sáluhjálp. Það eitt varir, sem ei- llföin sáir og uppsker. Crt frá þvi einu mælumst og dæmumst vér allir. Halldór Laxness hefur i ritgerð fjallaö nokkuö um þaö ævintýri, sem geröist i sögu íslands áöur en þaö landnám hófst, sem nú er minnzt, þegar irskir einbúar fóru yfir úthöfin á auvirðilegum horn- um vegna Krists — þeir kölluöu þessi feröalög „peregrinare pro Christo”, segir skáldið, og bætir siöan viö: „Þeir hljóta aö hafa trúað mjög sterklega á Krist, og Kristur, eins og fyrri daginn, haft gaman af aö styöja þá, sem voru alls vesælir, að þeir voru stór- hlægilegir”. Tónninn er glettinn en engin lygi hér. Island var oröiö þáttur I ævintýri Krists áöur en Ingólfur kom, Kristur nam hér land fyrri, hann átti þá m^nn, sem fyrstir leiddu Island augum og komu á það fótum. Hans er það nafn, sem Eyjan hvita er vigö frá öndveröu. Kristur leitar áfram nýrra manna, nýrra landa. Enn I dag, eftir aldalanga samfylgd meö Is- lenzkri þjóö, leitar hann manna, sem sjá nýtt Island risa undir geislum hans. Hann leitar aö bliki af sinum draumi i barmi hvers manns, að endurskini af veruleik Guös, riki Guös. Hann vill vekja þaö skin hiö innra. Hann lýkur upp þeirri sýn, sem hefur lokkað pflagrima hans út á djúpin og leitt þá til uppgötvana og landnáms i rikjum andans. Þeir voru margir alls vesælir og stórhlægilegir I augum nærsýnna fjörulalla. Hin sterka trú, kraftur krossins, lif upprisunnar, er hneyksli og heimska frá upphafi vega I aug- um þess heims. sem villist I leit um veraldarhaf eftir landi” og á enga strönd fyrir stafni. Vér er- um engir fullhugar I liði Krists. En vér fylgjum honum. Þeir, sem þaö kjósa, mega ganga öfugir i imynduö spor heiðinna feöra. Þeir ráöa ekki fsland undan Kristi. Uppvaktir haugbúar eöa seiöskrattar úr pólitiskum jötunheimum geta stigiö sinn dans rangsælis glópumtil gam- ans. Framtiðin er Krists, sú framtið, þaö land, þar sem heiöiö er alskirt og engin nótt. Þá er aö staldra viö á fáeinum leitum viö veg liðins árs. Vér höf- um átt á bak að sjá einum þeim mikilhæfasta starfsmanni, sem kirkja vor hefur haft á að skipa á vorri tiö. Dr. phil. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, var héöan kvaddur skyndilega 10. marz, aöeins á öðru ári sinu yfir sextugt, fæddur I Berlin 17. mai 1912. Hann stundaöi tónmennt bæöi I Þýzkalandi og Frakklandi og var þegar orðinn gagnmennt- aöur á þvi sviöi, þegar hann flutt- ist hingaö til lands rúmlega tvitugur. Hann gerðist ágætur Is- lendingur, læröi islenzka tungu til fyllstu hlitar á skömmum tlma og skaut djúpum rótum i jarðvegi sins nýja fósturlands. Hann var skipaöur söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar áriö 1961, docent við Guöfræöideild Háskólans 1966 en 1959 haföi hann variö doktorsrit- gerð sina um Þorlákstiðir við heimspekideild Háskólans. Sú rit- gerö hefur vakiö athygli tónvis- indamanna og sama er aö segja um annað það, sem dr. Róbert lagði til mála á alþjóölegum vett- vangi. Þaö veit ég af öruggum heimildum, að hann var talinn I fremstu röö tónmenntamanna, bæöi um gáfur og þekkingu. I störfum sinum sem söngmála- stjóri var hann óspar á aö miöla af kunnáttu sinni og hæfileika og allri þeirri auðlegö, sem hann bjó yfir. Hann var heill i hverju verki, auömjúkur unnandi helgrar list- ar, drengur I allri framkomu. Kona hans, frú Guðrlður Magnús- dóttir, átti ómetanlega aöild aö lifsgæfu hans, starfsþrótti og af- köstum. Henni og fjölskyldu hennar sendum vér samúðar- kveöjur vorar meö heilshugar þökk fyrir hennar þátt I allri giftu ógleymanlegs, andlegs fyrir- manns og vinar. Vér blessum minningu hans og vottum virö- ingu kirkjunnar og þakkir. Frú Anna Elin Gisladóttir, kona Sváfnis Sveinbjarnarsonar á Breiðabólstaö, andaöist 20. febrú- ar, aðeins tæpra 44 ára að aldri, f. 29. aprfl 1930. Vér minnumst hennar meö þakklátum trega og biöjum góöan Guð að styöja og blessa mann hennar og börnin þeirra mörgu. Fjórar prestsekkjur hafa látizt á liönu synodusári: Guöný Jónsdóttir, fyrri kona sr. SiguröarEinarssonar, andaöist 6. sept. 76 ára að aldri, f. 17. febr. 1897, Jóhanna Þorsteinsdóttir, ekkja sr, Helga Konráössonar, lézt 8. sept.,62 ára að aldri, f. 14. april 1911. Kristln Siguröardóttir, ekkja sr. Hermanns Hjartarson- ar lézt 10. nóv. á 85. aldursári, f. TÍMINN 16. júnl 1889. Aöalbjörg Siguröar- dóttir, ekkja sr. Haralds prófessors Nielssonar, lézt 16. febr. rúmlega. 87 ára, 1887. Þessara mætu og merku kvenna er minnzt I þökk. Vér heiðrum mmningu þeirra og vott- um ástvinum þeirra samúö. Lausn frá embætti fyrir aldurs sakir hefur fengið frá 1. des. 1973 sr. Sigurður S. Haukdal, prestur að Bergþórshvoli og prófastur i Rangárvallaprófastsdæmi. Sr. Siguröur er fæddur 7. ágúst 1903, lauk embættisprófi vorið 1928, var 1. des. s.á. settur sóknarprestur I Flatey á Breiöafirði, og fékk veitingu fyrir þvi kalli 1. okt. árið eftir. Hann varð prófastur I Barðastrandaprófestsdæmi 1. júni 1931. Var skipaöur sóknar- prestur i Landeyjaþingum 1. júni 1945 og hefur þjónað þvi kalli slö- an. Hann var settur prófastur i Rangárvallaprófastsdæmi 15. sept. 1969, skipaöur 1. jan. 1970. Sr. Sigurður Haukdal hefur notiö mikillar hylli sóknarbarna sinna fyrr og sioar. öll prestsleg þjónusta hans I kirkju sem utan einkennist af alúö og einlægni og eölislægri fágun. Hann hefur jafnan þótt góöur gestur heimil- anna, hvort sem var á gleði- eöa sorgarstundum sakir glaöværðar og karlmannlegrar hlýju. Þá hef- ur og þótt gott aö sækja heim þau hjónin, frú Benediktu Eggerts- dóttur og hann. Störf hans aö al- mennum málum hafa og verið mikils metin. Þökk þeim hjónum fyrir árin og störfin aö baki. Guö blessi þeim allt, sem ókomið er. Sr. Valgeir Helgason, prestur i Asum og prófastur I Skaftafellsprófasts- dæmi, sem oröinn er sjötugur, gegnir vegna áskorana sóknar- barna sinna embætti enn um sinn. Sr. Björn Magnússon, prófessor, lætur nú af embætti eftir langan feril sem prestur og prófastur fyrst en slðan og lengst guöfræöi- prófessor. Mikill meirihluti is- lenzkra presta er nemendur hans og þá jafnframt unnendur vegna kynna sinna af honum sem kenn- ara og manni. Hann er hinn mesti afkastamaður I ritstörfum og hef- ur leyst af hendi verk, sem fáum má endast örendi til að skila af sér, þvi heldur sem þau verk hans, sem mest eru að vöxtum, hafa I rauninni verið tómstunda- vinna. Oröalykill hans aö Nýja testamentinu er hverjum presti og bibllulesanda ómissandi. Hann hefur og tekiö saman orðalykil aö Gamla testamentinu og er von- andi, aö sú bók geti komið út sem fyrst. Hann hefur einnig veriö virkur i félögum áhugamanna, einkum I Góötemplarareglunni, en þar var hann i forustu um langt skeiö. Ég þakka honum I nafni stéttar og kirkju og persónulega fyrir langt samstarf, ekki sizt fyrir áhuga hans, og sér- staka alúð viö þaö þýöingarstarf, sem unniö hefur verið aö aö undanförnu á vegum Hins Isl. bibliufélags. Vér biöjum honum og konu hans frú Karlottu bless- unar Guös um ókomin ár. A liönu synodusári tóku 4 ungir menn prestvigslu. 1. Páll Þóröarson 1. júli, settur I Noröfjaröarprestakalli (skipaður þar 15. des 1973). Sr. Páll er fæddur I Reykjavik 30. júni 1943, sonur hjónanna Kristin- ar Pálsdóttur og Þórðar Steindórssonar, gjaldkera. Hann lauk kandidatsprófi i mai 1973. Kona hans er Guörún Birna Gisladóttir. 2. Sveinbjörn Bjarnason vigðist sama dag til aöstoðarþjónustu i Hjaröarholtsprestakalli vegna veikindaforfalla. Sr. Sveinbjörn er fæddur i Reykjavlk 19. ágúst 1941. For- eldrar: Bjarni Bjarnason og kona hans Ósk Sveinbjarnardóttir. Hann lauk embættisprófi i janúar 1973. Kona hans er Catharine Macdonald. Eftir aö þessari bráöabirgöaþjónustu lauk hefur sr. Sveinbjörn verið I framhalds- námi erlendis. 3. Birgir Ásgeirsson vigöist 7. október, settur i Siglufjaröar- prestakalli frá 1. s.m. Hann er fæddur I Reykjavfk 9. marz 1945. Foreldrar hjónin Jóna Sigriöur Bjarnadóttir og Asgeir M. Þor- björnsson, húsasmiður. Hann lauk embættisprófi i september 1973. Kvæntur er hann Herdisi Ingveldi Einarsdóttur. 4. Sama dag vigðist Jakob Agúst Hjálmarsson, settur i Seyðis- fjaröarprestakalli frá 1. okt. (skipaöur þar 1. april s.l.) Sr. Jakob ér fæddur á Bildudal 17. april 1947. Foreldrar hjónin Svandis Asmundsdóttir og Hjálmar Agústsson, verkstjóri. Hann lauk embættisprófi i september 1973. Kona hans er Auður Danielsdóttir. Vér fögnum þessum ungu mönnum og biðjum Drottin aö blessa lif þeirra. Þessar breytingar á embættis- þjónustu hafa orðið: Sr. Rögnvaldur Finnbogason fékk aö eigin beiöni lausn frá embætti sem sóknarprestur á Siglufirði til þess aö vera settur sóknarprestur I Staöastaöarprestakalli i Snæfellsnessprófastsdæmi. Sr. Ólafur Jens Sigurösson, 7 Kirkjuhvolsprestakalli, Rang., var skipaöur sóknarprestur i Hvanneyarprestakalli, Borg., 1. okt. 1973. Sr. Halldór S. Gröndal, farprest- ur, var skipaöur sóknarprestur I Grensásprestakalli, Rvk., 1. okt 1973. Sr. Gunnar Björnsson var skipaö- ur sóknarprestur i Bolungavikur- prestakalli, ls„ 1. nóv. 1973. Sr. Kristján Róbertsson, settur sóknarprestur i Hvanneyrar- prestakalli, var skipaöur I Kirkjuhvolsprestakalli, Rang., 15. nóv. 1973. í embætti æskulýðsfulltrúa þjóökirkjunnar var 1. ágúst ráö- Framhald á bls. 13 LANDS MÓT hesia manna Vindheimamelum 10,—14. júli 1974. DAGSKRÁ. Miðvikudagur 10. júli: Kl. 10.00 Stóðhestar dæmdir. Dómnefnd starfar allan daginn. Fimmtudagur 11. júli: Kl. 10.00 Kynbótahryssur dæmdar. Dóm- nefnd starfar allan daginn. Kl. 10.00 Spjaldadómar gæðinga i B-flokki (Klárhestar með tölti) Kl. 18.00 Undanrásir kappreiða i 300 m og 800 m stökki. Kl. 21.00 Æfing fyrir atriðið ,,Æskan og Hesturinn”. Föstudagur 12. júli: Kl. 9.30 Kynbótahryssur sýndar i dómhring. Kl. 11.00 Stóðhestar sýndir i dómhring Kl. 13.30 Mótið sett, form. L.H. Albert Jó- hannsson. Kl. 14.00 Spjaldadómar gæðinga i A-flokki (Alhliða gæðingar) Kl. 19.00 Milliriðlar i 300 m stökki og 800 m stökki Kl. 21.00 Kvöldvaka Laugardagur 13. júli: Kl. 10.00 Stóðhestar sýndir, dómum lýst Kl. 13.30 Pósthestalest kemur á mótsstað Kl. 14.00 Kynbótahryssur, dómum lýst Kl. 17.00 Spjaldadómar. 7 stigahæstu gæðinga i B-flokki keppa til úrslita. kl. 18.00 Skeið, fyrri sprettur og 1500 m brokk Kl. 21.00 Kvöldvaka. Sunnudagur 14. júli: Kl. 10.00 Kynbótahryssur i dómhring Kl. 11.00 Stóðhestar i dómhring. Kl. 14.00 Hópreið hestamanna i Félags- búningum mest 22 frá hverju félagi Kl. 14.15 Helgistund Kl. 14.30 Ávarp Kl. 15.00 Spjaldadómar. 7 stigahæstu gæðingar i A-flokki keppa til úrslita Kl. 16.00 Afhending verðlaunagripa á kynbótahross og gæðinga Kl. 18.00 Úrslitasprettir i 300 m stökki, 800 m stökki og seinni sprettur skeið- hesta Kl. 19.30 Dregið i happdrætti Landsmóts- ins, afhendinga verðlauna kappreiðahrossa og mótinu slitið af formanni framkvæmdanefndar, Agli Bjarnasyni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.