Tíminn - 03.07.1974, Side 9
TÍMINN
9
Miðvikudagur 3. júll 1974.
Wmmm
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — greiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. - af- -
1 Blaðaprenth.f.
Öflugasta fram-
faraaflið
Framsóknarflokkurinn átti að þvi leyti óhægari
aðstöðu en aðrir flokkar I nýlokinni kosninga-
baráttu, að gerð var skipulögð tilraun til að kljúfa
hann innan frá og stóðu einkum að þvi menn, sem
töldu framavonum sinum ekki hafa verið fullnægt
nógu fljótt innan flokksins. Margir óbreyttir kjós-
endur töldu hér vera á ferðinni miklu alvarlegri
klofning en raun varð og hefur þetta vafalitið fælt
ýmsa frá þvi að veita flokknum brautargengi að
þessu sinni.
Þrátt fyrir þetta, urðu úrslit kosninganna þau,
að flokkurinn hélt öllum þingsætum sinum og
nokkurn veginn óbreyttu atkvæðahlutfalli. Hann
fékk nú 25.9% greiddra atkvæða, en fékk 26.3% i
kosningunum 1971. Þess munu ekki mörg dæmi, að
flokkur, sem verið hefur fyrir jafn alvarlegri
klofningstilraun, haldi eins vel hlut sinum. öllu
betur verður það ekki leitt i ljós, hve sterkur og
samstæður flokkurinn er, enda þótt innan hans
riki fullt skoðanafrelsi og mismunandi afstaða til
ýmissa dægurmála. Það er hins vegar sameigin-
leg grundvallarstefna, sem hefur tengt og tengir
flokkinn saman, en hún var i stuttu máli orðuð
þannig i upphafi, að það væri markmið flokksins
að vinna að framför alls landsins og allrar
þjóðarinnar. Vegna þessarar stefnu sinnar, er
Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn, sem hefur
haldið uppi merkjum byggðastefnunnar frá
upphafi
Svo vel hefur Framsóknarflokkurinn rækt þetta
hlutverk sitt, að hann hefur um meira en hálfrar
aldar skeið verið stærsti flokkur ihaldsand-
stæðinga og umbótamanna i landinu. Þeirri stöðu
heldur hann óumdeilanlega enn. Hann kemur
langnæst Sjálfstæðisflokknum að þingsætatölu og
atkvæðamagni. Þótt oft hafi verið reynt að kljúfa
flokkinn, eins og iðulega er hlutskipti þeirra
flokka, sem standa nærri miðju stjórnmálanna,
hefur hann jafnan haldið þvi trausti kjósenda
vegna umbótastefnu sinnar, að enginn flokkur
ihaldsandstæðinga hefur náð nálægt þvi eins miklu
fylgi og hann. Þessi staða hans er óbreytt enn.
Eftir kosningarnar hefur sá flokkur, sem telur sig
vera ihaldsandstæðing, og næst kemur Fram-
sóknarflokknum að fylgi, Alþýðubandalagið ekki
nema 18% greiddra atkvæða. Fylgi Alþýðuflokks-
ins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna er
enn minni.
Það hefur stundum verið notað gegn Fram-
sóknarflokknum að hann væri orðinn gamall að
árum og nauðsynlegt sé fyrir flokka að skipta um
nafn og númer, þótt stefnan sé óbreytt, eins og
bæði Sjálfstæðisflokkurin og Alþýðubandalagið
hafa gert. En Framsóknarflokkurinn hefur ekki
þurft og þarf ekki á slikum fataskiptum að halda.
Hann hefur sannað og sýnt óbreytta framfara-
stefnu sina með verkum. Hann knúði fram marg-
háttaðar framfarir i fyrstu rikisstjórninni, sem
hann tók þátt i á árunum 1917-1920, enda þótt hann
yrði þá að vinna með ihaldssömum öflum, og hann
hefur i núverandi stjórn haft forustu um meiri
framfarasókn en áður er dæmi um i sögu hins nýja
lýðveldis. Framfarastefnan, sem Framsóknar-
flokkurinn fylgir, verður alltaf ný, þvi að jafnan er
nóg verk að vinna til eflingar lands og lýðs.
Spartak Beglov:
Sérhver fundur æðstu
manna er viðburður
Mikið unnið á þriðja fundi Nixons og Brezjnefs
1 sIAastiiöinni viku hófst I
Moskvu þriöji viöræöufundur
þeirra Nixons og Brezjnefs, en
Nixon hélt til Moskvu eftir aö
hafa undirritaö I Brussel hina
nýju yfirlýsingu Atlantshafs-
bandalagsins. Viöræöurnar
hafa mest snúizt um takmörk-
un á tilraunum meö kjarn-
orkusprengingar og samdrátt
I kjarnorkuvopnabúnaöi. Þótt
ekki náist samkomulag um
beina samninga, þykir liklegt
aö nokkuö þokist I samkomu-
lagsátt. Þá hafa þeir Nixon og
Brezjnef undirritaö 10 ára
samning um eflingu efnahags-
samvinnu, og auk þess þrjá
samninga, sem varöa sam-
starf á sviöi orkumála, hús-
bygginga og rannsókna á
notkun gervihjarta. Sam-
kvæmt þessum samningum
veröa settar upp sérstakar
samstarfsnefndir, og eru þá
nefndirnar orönar þrettán
talsins, sem vinna aö sérstöku
samstarfi milli þjóöanna. Llk-
legtþykir, aö sllk nefndarstörf
auki verulega gagnkvæm
kynni.
Yfirleitt er þaö dómur
heimsblaöanna, aö sllkir fund-
ir æöstu manna séu gagnlegir,
þótt oft náist ekki beinn
árangur. Rússneskir fjölmiöl-
ar ræöa mjög mikiö um fund
þeirra Nixons og Brezjnefs og
falla dómar þeirra yfirleitt á
svipaöa leiö og I eftirfarandi
grein eftir Spartak Beglov,
sem er einn helzti fréttaskýr-
andi APN, en greinar hans eru
nú farnar aö birtast I blöðum
viöa um heim, t.d. New York
Times og Information i Kaup-
mannahöfn.
ÞRIÐJIJ viöræður æðstu
manna Sovétrikjanna og
Bandarikjanna einkennast af
þeirri ákvörðun beggja aðila
að halda áfram eflingu
sovézk-bandarlskra sam-
skipta, en á það var lögð
áherzla I yfirlýsingum L.
Brézjnefs og R. Nixons I upp-
hafi viðræðnanna. Úskin um
að gera viðræðurnar
árangursrlkar hefur verið
staðfest með undirskrift tvi-
hliöa samninga þegar á fyrsta
stigi viðræðnanna.
Verið er að vinna að sam-
eiginlegri lausn á knýjandi
stjórnmálavanda, eins og
kjarnorkuafvopnun, mögu-
leika á sameiginlegri afstööu
til þýðingarmikilla alþjóða-
mála, takmörkun strategiskra
vopna og fl. Á hinn bóginn eru
samstarfsáætlanir á ýmsum
sviðum þjóðarbúskapsins, vls-
inda- og tækniframfara og
heilsuverndar settar I samn-
ingsform. Þessi samræming
stórra og smárra mála er þýð-
ingarmikill þáttur I hinu
mikilvæga starfi, sem tengt er
sovézk-bandarlsku viðræðun-
um.
SKIPTING starfsins I stórmál
og smá mál er mjög skilorðis-
bundin I sjálfu sér, sem hver
samningur um sérstakt
vandamál eflir sameiginlegan
grundvöll friðsamlegrar sam-
vinnu og samstarfs. Jafnvel
hinir reyndustu stjórnmála-
sérfræðingar, þ.á.m. þeir
barnarísku hafa komizt að
þessari niðurstöðu. Um þetta
hef ég sannfærzt af tali mlnu
við leiðandi fréttaskýranda
frá stórri sjónvarps- og út-
varpsstöð I Bandarlkjunum,
sem kom til Moskvu vegna
viðræðnanna. Varðandi texta
fyrstu þriggja samninganna,
sem gerðir voru á sviði orku-
mála, húsbygginga og rann-
sóknir á gervihjörtum, sagði
hann: ,,Þó að þessir samning-
ar llti út fyrir að vera glöggt
afmarkaðir og þröngir við
fyrsta tillit, þá merkja þeir I
raun og veru þrjú ný skref I átt
til að fylla upp I, þar sem
skörð voru á samvinnu okk-
ar”. Það má geta þess hér, aö
I kjölfar þessara samninga
veröa stofnaðar sovézk-
bandariskar nefndir til sam-
vinnu á ýmsum sviðum.
Heildarfjöldi sllkra nefnda, að
meðtöldum þeim, sem áður
höföu verið stofnaðar, veröur
nú 13.
Það má geta þess, að
diplómatar, þingmenn, kaup-
sýslumenn, verkfræðingar,
visindamenn, geimfarar,
læknar og menningarfrömuðir
fara smám saman að taka
þátt I hinu yfirgripsmikla
starfi, sem tengt er endur-
skipulagningu sovézk-banda-
rlskra samskipta.
ÞETTA ER bezta sönnunin á
þeirri staöreynd, að yfirstand-
andi breytingar I sovézk-
bandariskum samskiptum
ákvarðast ekki af huglægum
þáttum, ekki af duttlungum
eða hagsmunum einstaklinga,
heldur af nauðsyn á varanleg-
um friði, vegna hagsmuna
beggja þjóðanna.
Fyrir nokkrum dögum
beindi W. Fulbright, öldunga-
deildarþingmaður þeim orð-
um til þeirra Bandarlkja-
manna, sem enn styðja þrýsti-
aðferðir og vilja koma i veg
fyrir einstaka samninga undir
þvi yfirskini, að þeir séu að-
eins hagkvæmir fyrir Sovét-
rlkin, að I húfi væru stærri
vandamál, vandamál sem
vörðuðu hagsmuni Bandarikj-
anna. Það væri að koma á ein-
drægni og öryggi á alþjóða-
vettvangi, þar sem smám
saman væri hægt að draga úr
hættunni á kjarnorkustyrjöld.
Meginatriöið, sem nú er á
dagskrá sovézk-bandarlskra
samskipta er að tryggja var-
anlegan frið milli Sovétrlkj-
anna og Bandarlkjanna. L.
Brézjnef lagði áherzlu á þessa
hugmynd, þegar hann heilsaði
Bandarikjaforseta I Kreml.
SÉRHVER fundur æðstu
manna er viðburður. Það sem
mikilverðast er, er að viðræð-
urnar eru orðnar reglulegar,
en ekki einstakir einangraðir
atburðir.
Sérhver samningur eflir á-
kvörðunina um að koma I veg
fyrir nýja styrjöld og er mikil-
vægur fyrir þá undirstöðu,
sem varanlegur friður er
byggður á.
Nixon og Brezjneff ræðast við I Moskvu.
Þ.Þ.