Tíminn - 03.07.1974, Page 17
Miðvikudagur 3. júli 1974.
TÍMINN
17
KARFA SKORUÐ... i leik Reykjavikur og Helsinki.
Tímamynd Jim.
Heimsmet
í Laugar-
dolshöll
— þegar finnskur dómari hagaði sér
eins og trúður í körfuknattleiksleik,
sem stóð yfir í 2 tíma!
Finnskur körfuknatt-
leiksdómari lék aðalhlut-
GADDASKOR
Einnig sérskór fyrir t.d.
langstökk/ kringlukast,
kúluvarp, hástökk, þri-
stökk o. fl.
Verð frá 1.940.- — 5.600.-
PÓSTSENDUAA
Sportvöruverzlun
Ingólfs Oskarssonar
KLAPPARSTÍG 44
SI/WI 1-17-83 • REYKJAVÍK
verkið i „maraþonkörfu-
knattleik", sem var
leikinn á mánudaginn var
i Laugardalshöllinni, en
þá mættust úrvalslið frá
Helsinki og Reykjavík.
Þessi dómari hagaði sér
eins og trúður og hann
hreinlega skemmdi
leikinn, sem stoð yf ir í tvo
tíma. — Það er lengsti
körfuknattleiksleikur
sem hefur farið fram á
islandi og jafnframt í
heiminum. — HEIMS-
MET. Finnski dómarinn
byrjaði leikinn strax á
því, að gefa leikmönnum
Reykjavikurúrvalsins
villurá brot, sem enginn í
Laugardalshöllinni sá,
nema hann. — Þegar á
leikinn leið fóru leikmenn
Reykjavíkurliðsins að
tínast útaf með 5 villur og
voru þeir, sem voru búnir
að fá 5 villur, greinilega
fegnir að yfirgefa völlinn
og sleppa þar með undan
finnska „trúðnum", sem
dæmdi leikinn.
Lokatölur leiksins urðu 84:58
fyrir Helsinki, en staðan i hálf-
leik var 48:26 fyrir Finnana.
-SOS.
Færevfnaar vonast eftir
lanabráðum sfarf....
— þegar þeir mæta íslendingum í kvöld í Þórshöfn
Færeyingar eru ákveðnir I að
veita islenzka iandsliðinu i
knattspyrnu, sem leikur i
ÞÓrshöfn f kvöld, harða
keppni. Þeir vonast eftir
fyrsta sigri Færeyinga yfir ís-
lendingum i knattspyrnu, en
það hefur verið langþráður
sigur hjá Færeyingum.
Færeyska landsliðið i knatt-
spyrnu hefur sjaldan verið
eins gott og það er i dag, og
þess vegna binda Færeyingar
miklar vonir við það.
Leikurinn i kvöld fer fram i
Þórshöfn og hefst hann kl.
20.00,
i dagblaði i Færeyjum, var
sagt fyrir stuttu, aö Bjarni
Felixson hafði sagt, að is-
lenzka landsliöið væri eitt það
sterkasta, sem lslendingar
hefðu átt í mörg ár. Þaö er
mikill hugur i Færeyingum og
má þvi búast við skemmtileg-
um leik i kvöld, þegar frænd-
þjóðirnar mætast. -SOS.
Góður endasprettur
færði æfingalausu
Reykjavíkurúrvali
sigur yfir Osló....
— þar með var fyrsti sigurinn í borgarkeppni
í handknattleik staðreynd 23:17
Góður endasprettur færði
Reykjavíkurúrvalinu í
handknattleik, sætan sigur
yfir úrvalsliði Oslóar í
Laugarda Ishöl linni á
mánudagskvöldið. Þegar
aðeins voru 10 min. til
leiksloka var staðan jöfn
15:15, en þá fór Reykja-
víkurliðið i gang — leik-
mennirnir léku á fullu og
breyttu stöðunni í 19:15 og
ieiknum lauk síðan með
sigri Reykjavíkur 23:17.
Þar með var fyrsti sigur
Reykjavíkur í borgar-
keppni staðreynd og sigur-
inn var mjög sætur, því að
leikmenn Reykjavikurliðs-
ins eru ekki í mikilli æfingu
um þessar mundir, enda
hefur ekki handknattleikur
verið leikinn hér um
tveggja mánaða skeið.
Einar Magnússon var at-
hafnamestur í Reykja-
víkurliðinu, hann skoraði 6
mörk, sum með þrumu-
skotunum, sem hann er
þekktur fyrir.
Það var greinilegt i byrjun
leiksins, að Reykjavikurliðið var
ekki mjög samæft, en þegar á
leikinn leið efldist það og sigraði
örugglega hið sterka Oslóar-úr-
val, sem er eingöngu skipað
norskum landsliðsmönnum. Þaö
sama er hægt að segja um
Reykjavikurúrvalið, en i þvi lék
aðeins einn leikmaður, sem ekki
hefur leikið landsleik — það var
hinn ungi og efnilegi Friðrik Frið-
riksson, sem átti mjög góðan leik
og hann gaf ekkert hirium reyndu
landsliðsmönnum eftir. Það er
greinilegt, að þarna er mikið efni
á ferðinni, sem Þróttarar geta
bundið miklar vonir við i framtið-
inni.
EINAR MAGNOSSON... sendi
knöttinn 6 sinnum I netið.
Beztu menn Reykjavikurúr-
valsins voru þeir Björgvin Björg-
vinsson, linumaðurinn snjalli sem
aldrei bregzt, Einar Magnússon,
Ólafur Jónsson, Ragnar
Gunnarsson, sem varði markið
mjög vel i siðari hálfleik og Frið-
rik Friðriksson.
Mörk Reykjavikurúrvalsins
skoruðu þessir leikmenn: Einar 6
(2 viti), Björgvin 4, Gisli Blöndal.
3, Friðrik 3, Ólafur 3, Guðjón
Magnússon, Stefán Gunnarsson,
Gunnsteinn Skúlason og Brynjólf-
ur Markússon, eitt hver.
—SOS