Tíminn - 17.08.1974, Qupperneq 5

Tíminn - 17.08.1974, Qupperneq 5
Laugardagur 17. ágúst 1974. TÍMINN 5 Gagnfraeðaskólinn á Sauðórkróki: • • r FÆR STJORNUKIKI AÐ GJÖF Gó-Sauðárkróki — Föstudaginn 9. ágúst sl. barst Gagnfræðaskól- anum á Sauðárkróki vegleg gjöf, stjörnukikir, sem gefinn er til minningar um Jón Þ. Björnsson, fyrrverandi skólastjóra á Sauðár- króki, en hann var skólastjóri Barna- og ungmennaskóla Sauð- árkróks um hálfrar aldar skeið. Gefendurnir eru synir Jóns, þeir Björn Jónsson læknir i Kanada og Stefán Jónsson arkitekt i Reykja- vik. Björn afhenti gjöfina fyrir hönd þeirra bræðra að viðstaddri skólanefnd, skólastjóra, bæjaryf- irvöldum og nokkrum vina sinna. Skólastjóri, Friðrik Margeirsson, veitti stjörnukikinum viðtöku fyr- ir hönd gagnfræðaskólans og þakkaði gefendum rausnarlega gjöf, sem er stórt framlag til aukningar tækjakosti skólans. Við þetta tækifæri minntist skóla- stjóri Jóns Þ. Björnssonar, sem var á sinum tima meðal fremstu skólamanna landsins, og mun svo verða talinn á spjöldum sögunn- ar. Að afhendingu lokinni bauð bæjarráð Sauðárkróksbæjar til kaffidrykkju að Hótel Mælifelli. Undir borðum flutti Guðjón Ingi- mundarson formaður skólanefnd- ar, ræðu, þar sem hann minntist Jóns Þ. Björnssonar sem borg- ara á Sauðárkróki og starfa hans i RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR Óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins frá 1. desember n.k. Staðan er 12 mánaða staða með möguleika á framlengingu i aðra 12 mánuði. Umsóknarfrestur er til 16. septem- ber n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. RITARI (læknaritari) óskast til starfa við FÆÐINGARDEILD frá 1. september n.k. Umsóknarfrest- ur til 26. þ.m. Stúdentspróf eða sambærileg menntun, ásamt vél- ritunarkunnáttu, nauðsynleg. Upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. HJÚKRUNARKONUx. óskast til starfa á eftirtaldar deildir: Barna- spitala Hringsins, gjörgæsludeild, handlækningadeild, kvensjúk- dómadeild, lyflækningadeild og taugalækningadeild. Til. greina kemur vinna hluta úr fullu starfi og á kvöld- og næturvöktum sérstak- lega. Upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi 24160. VERKAMAÐUR óskast i fast starf á spitalanum. Upplýsingar veitir tæknifræðingur spitalans, simi 11765 eftir kl. fjögur á daginn. STARFSSTÚLKA óskast til starfa i borðstofu GEÐDEILDAR BARNASPÍTALA HRINGSINS við Dalbraut. Upplýsingar veitir yfir- hjúkrunarkona deildarinnar, simi 84611. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á ýmsum deildum spitalans. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. ÞVOTTAHÚS RíKISSPÍTALANNA: ÞVOTTAMAÐUR óskast til starfa hið fyrsta i þvottahúsið við Tungu- háls 2 i Árbæjarhverfi. Mötuneyti á staðnum og ókeypis ferðir. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 81714. Reykjavik, 16. ágúst 1974. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 þágu staðarins á ýmsum sviöum. hlýhug þeirt'a og ræktarsemi við gjöf bæri vott um, jafnframt þvf Svo og þakkaði Guðjón gefendum heimabyggð, sem hin veglega að heiðra minningu föður þeirra. Við afhendingu stjörnukikisins: Talið frá vinstri Guðjón Ingimundarson, formaður skólanefndar, Friðr- ik Margeirsson skólastjóri og Björn Jónsson læknir. FARMALL HYDROIOO 145 hestöfl — með húsi SJÁLFSKIPTUR VÖKVASTÝRI TVÖFALDIR HJÓLBARÐAR Höfum fengið sendingu af þessum stórkostlegu traktorum sem henta vel fyrir búnaðarfélög eða ræktunarsambönd eða verktaka í landbúnaði við jarðræktarframkvæmdir Vélarnar afgreiddar með fullkomnasta búnaði og vönduðu húsi Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Vélarnar nýkomnar til afgreiðslu beint úr verksmiðju í Bandaríkjunum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.