Tíminn - 17.08.1974, Qupperneq 6
TÍMINN
Laugardagur 17. ágdst »74.
6
Betri
áheyrendur
hefi ég
aldrei haft....
Rætt við Þórodd Guðmundsson,
skdld fró Sandi
EITT kunnasta ljóð-
skáld okkar er Þóroddur
Guðmundsson frá Sandi,
fæddur 18. ágúst 1904 og
er þvi sjötugur um þess-
ar mundir. Þóroddur gaf
út sina fyrstu ljóðabók,
Villifiug árið 1946 og
siðan hefur hann gefið út
einar 10 bækur, flest
ljóðabækur og ennfrem-
ur ljóðaþýðingar.
Guðmundur Friðjóns-
son, skáld og bóndi á
Sandi i Aðaldal var faðir
Þórodds og þvi hefur
það án efa verið sérstök
þrekraun fyrir hann og
bræður hans að kveða
sér hljóðs i riki skáld-
skapar, þvi ljóð þeirra
þurftu að vaxa og dafna,
ekki aðeins i skjóli
voldugrar eikur, heldur
einnig i skugga hennar,
— en siðan er langt um
liðið og Þóroddur Guð-
mundsson, Heiðrekur og
þeir bræður hafa fyrir
löngu haslað sér völl
sem ljóðskáld.
Viö hittum Þórodd Guðmunds-
son á heimili hans á dögunum, til
að inna hann eftir sumarstarfinu
og hvað helzt væri á döfinni hjá
honum þessa dagana og hafði
hann þetta að segja:
Rætt við Þórodd Guð-
mundsson
— Ég hefi nú átt við nokkra
vanheilsu að striða undanfarna
mánuði. Ég hætti að vinna að
kennslustörfum fyrir tveim árum
og hefi siðan reynt að helga mig
öðrum áhugamálum minum eftir
beztu getu. Ég hefi lokið við
ferðabók, sem reyndar hefur ekki
enn verið gefin út, en Baldur
Pálmason las kafla úr henni i út-
varp nú á dögunum.
t sumar var ég á spitala og fékk
ströng fyrirmæli um að taka mér
aö minnsta kosti tveggja mánaða
fri, eða sitja með öðrum orðum
auöum höndum, en það tókst mér
hins vegar ekki og hef ég setið að
ljóðaþýðingum, þvi að mig hafði
lengi langaö til að þýða nokkur
skandinavisk skáld og nokkra
Þjóðverja. Kvæði, sem ég hafði
heillazt af á minum yngri árum.
Þetta hefur verið helzta
viðfangsefnið i þessu frii, sem
læknarnir ráðlögðu mér. Mér er
þaö auðvitað ljóst, að maður
verður að hlita dómi lækna, en á
hinn bóginn er mér lifsins
ómögulegt að sitja auðum hönd-
um og þá allra sizt á sumrin,
þegar allt lif er með blóma.
Tvær ferðir til Ameriku
— Var einhver sérstök ástæða
til þess aö þú fórst til Bandarikj-
anna?
— Nei. Ég fór þangað tvisvar og
sem almennur ferðamaður. Ég
var orðinn vel kunnugur i Mið- og
Norður-Evrópu, en mig hafði þó
alltaf langað til þess að heim-
sækja Bandarikin. Langamma
min fluttist þangað vestur með
mörg ung börn, nema ömmu
mina, sem hún kom i fóstur. Hún
hét Sigriður Gunnlaugsdóttir,
hún amma min, og hún fluttist
vestur um haf skömmu eftir
miðja siðustu öld. (ca. 1880). Þá
voru erfiðir timar á tslandi og
hún var nýorðin ekkja, þegar hún
ákvað að flytjast vestur um haf
og freista gæfunnar þar. Nú á ég
marga frændur í Ameriku, sem
gefur auga leið og ef til vill má
lita svo á, að vegna þessara
tengsla, blóðbanda, hafi Banda-
rikin og Kanada verið mér hug-
stæö á stundum. Ennfremur
þekkti ég slangur af fólki þar
vestra.
Guttormur Guttormsson hafði
komið á heimili mitt og þá ásamt
dóttur sinni Bergljótu og heim-
sótti ég hana fyrir vestan, en
Guttormur var þá látinn. Bergljót
og Guttormur bjuggu i Winnepeg.
Félagsmálin
— Nú lætur þú af formennsku i
Félagi islenzka rithöfunda i vor,
eftir langa setu í stjórn félagsins.
Hversu lengi saztu i stjórn félags-
ins?
— Ég held að ég hafi verið með
frá upphafi. Ég hafði kynnzt Guð-
mundi Hagalin þegar ég var
skóiastjóri i Reykjanesi og hann
var þá bókavörður á tsafirði.
Guðmundur bauð mér inngöngu i
félagið, mig minnir að þaö hafi
verið árið 1945. t stjórn félagsins
var ég fyrst kosinn árið 1953 og
siðan formaöur áriö eftir og þá til
1958. Siðan varð ég formaður
félagsins aftur um skeið tvisvar
sinnum, en aðrir gegndu
formennsku i millitiðinni,
Ingólfur Kristjánsson, Guðmund-
ur Danielsson og Matthias
Jóhannessen og ef til vill fleiri.
— Telur þú að félög hafi mikifi
gildi fyrir rithöfunda?
— Á þvi er ekki minnsti vafi. Að
visu má segja sem svo, að féiags-
málastörfin hafi ekki orðið eins
mikil, sem skyldi. Samt hefur
orðið einhver ávinningur að
þessu, fjárhagslegur og til álits-
auka. En það er fleira. Margir
höfundar eru kyrrlátir menn, sem
hefðu naumast kynnzt stéttar-
bræðrum sinum persónulega,
nema á fundum félagsins. Margir
hafa t.d. talað um, að það væri
upplifgandi að koma á félags-
fundi og skrafa þar um eitt og
annað, sem liggur á hjarta.
Margt af þessu fólki er einmana
og gegnum þetta samband eign-
ast þaö kunningja, sem hafa sam-
eiginleg áhugamál. Umræðan er
oft þroskandi.
Þjóðhátiðarkvæði —
saklaus af þvi
— Ortiröu nokkuö i tilefni þjóö-
hátiöarinnar?
— Nei, ég er saklaus af þvi. Hefi
legið i þýðingum. Verið að þýða
ýmsa menn, sem ég hafði kynnzt i
bókum fyrir löngu, en aldrei haft
mig i að þýða þrátt fyrir áhuga.
Þetta eru menn eins og Henrik
Wergeland, sem var samtima-
Kennari óskast
að gagnfræðaskólanum i Mosfellssveit
Kennslugreinar, stærðfræði og eðlisfræði
Ennfremur vantar teiknikennara, tólf
stundir á viku.
Upplýsingar gefa Gylfi Pálsson skóla-
stjóri, simi 66-153 og Haukur Þórðarson,
yfirlæknir, Reykjalundi formaður skóla-
nefndar, simi 66-200.
Volkswagen til sölu
árgerð 1955 — til niðurrifs — Góð vél.
Billinn fluttur til kaupanda ef óskað er.
Upplýsingar i sima 92-8321 milli kl. 8 og 10
á kvöldin, svo og 9 og 12 á daginn.
Þóroddur Guömundsson, skáld frá Sandi
maöur Jónasar Hallgrimssonar.
En þjóðhátiðarkvæði gerði ég
ekki, og telst þvi ekki i þeim hópi,
sem ganga með slika hluti inn á
sér.
Annars er ég svo sem ekki sak-
lausari en aðrir i þeim efnum,
hefi nokkrum sinnum ort þjóð-
hátlðarkvæði, eða það sem nefnt
er ávarp fjallkonunnar hér i
Hafnarfirði, en Hafnfiröingar
hafa nokkrum sinnum farið þess
á leit við mig, og þá hefi ég sett
þetta saman og það svo flutt af
tilvöldum konum á 17. júni
skemmtunum.
Ást á ljóðum
— Nú ert þú alinn upp á heimili,
þar sem skáldskapur var i háveg-
um hafður. Ljóðagerð stunduö og
kvæöi ort. Telur þú aö á vorum
dögum sé eins mikill áhugi á
ljóðinu og var á æskudögum þin-
um I Þingeyjarsýslu?
— Ég er þvi nú ekki kunnugur,
en þó er mér óhætt að fullyrða, að
meiri áhugi sé á ljóðinu nú, en
margir vilja vera láta. Mér liggur
við að segja, ást á ljóðum. Að visu
finnst manni oft vera undarlega
kyrrt i þessari veröld mannsins,
ljóöinu. En það kemur fyrir, að
óliklegustu menn, oft
bláókunnugir menn gefa sig á tal
við mann upp úr þurru og hafa þá
annaðhvort lesiö, eða heyrt eitt-
hvað ljóð eftir mann og vilja
segja sitt um það. Oft eru þetta
menn, er allt annað bera i fari
sinu svona dags daglega en skáld
skap, þannig að ljóðið á viða vini.
Mér sýnist, að á timum, þar sem
menn vilja vita staðreyndir allra
hluta, þá þyrfti raunverulega að
fara fram könnun á stöðu ljóðsins
meöal almennings. Það væri
verðugt viöfangsefni fyrir
visindamenn og bókmennta-
fræðinga og gagnlegt fyrir skáld-
in, eða fyrir þá sem þetta listform
nota. Þarna er i rauninni margs
að gæta.
Ég var um tima bókavörður hér
I Hafnarfirði. Auðvitað var mest
lánaö út af skáldsögum, ferða-
sögum og allskonar fróðleiksbók-
um, minna af ljóðabókum. Þar
varð ég var við, að fólkið var
hrætt við bækur þeirra skálda,
sem lengst voru komin i form-
byltingu þeirri, sem staðið hefur
yfir seinustu áratugina i ljóðinu.
Kynning á ljóðum —
könnun á skáldskap
Ljóðið verður til i kyrrðinni
á vorum dögum og ef til vill er
eftirvæntinginn minni. Samt er
það ekki óalgengt að heyra menn
fara með skáldskap (þá oftar við
skál) og geta menn þá kveðist á,
kastað fram stöku, eða haft yfir
heilar bögur. Þetta sýnir okkur,
aö ljóðiö er etm lifandi.
Hvað slika könnun varðar, þá
yrði að henni fengur bæði fyrir
þjóðina og fyrir skáldin. Margir
telja að búið sé að ganga af
ljóðinu allt að þvi dauðu með nýj-
um formum, að ljóð séu ekki jafn
aðgengileg og i gömlum búningi.
Ef til vill þarf að kynna ljóðið
betur en gert er, birta þau meira i
blöðum og fjölmiðlum og gefa
skáldum, eða öðrum sem ljóð lesa
upp fleiri tækifæri til að koma
fram opinberlega.
— Er engin skipulögö kynning-
arstarfsemi á ljóöinu?
— Það er mjög litið um það. Að
vísu fer fram skipulögð bók-
menntakynning i skólum og þar i
talið, að skáld fara og lesa ljóð sin
i skólum fyrir æskuna.
Ennfremur er maður stundum
beöinn að lesa i skólum og eru það
þá einhverjir bekkir, eða félög,
sem fara fram á það við einhver
skáld að þau komi i heimsókn. Ég
hefi verið beðinn um að koma
fram á svona bókmenntakynn-
ingum og það hefur satt að segja
verið mjög uppörvandi.
Ljóðum neytt upp á
unglinga og börn
—- Auk þess vinna skólarnir
sjálfir, eða stjórendur þeirra að
bókmenntakynningu. Kynningu á
ljóðum, en þar er ég ekki eins
sannfærður um leiðir. Ég tel t.d.
mjög varhugavert að taka
ákveðna, aðeins ákveðna höfunda
og ákveðin ljóð þeirra og láta
unga fólkið læra þau. Þetta er
einstaklingsbundið og þvi þyrftu
börnin og unglingar að geta valið
úr. Það er mikil grimmd fólgin i
þvl að láta manneskju læra, eða
neyða hana til þess að læra
ákveðið kvæði, sem sá hinn sami
hefur ekki skilning, eða smekk
fyrir. Það getur gert ljóðinu meiri
skaðaengagn. Beinlinis orðið til
þess að hrinda barninu frá þess-
ari merkilegu veröld, ljóðunum.
A þessu þyrfti að verða breyting,
og það sem sett er fyrir i skólum
ætti að vera, að læra sjálfvaliö
ljóð utanbókar.
— Hvernig er Ijóöskáldum tek-
iö, þegar þau koma í skólana til
þess að lesa upp ljóö sin?
— Mér er óhætt að fullyrða að
skáldunum hefur verið vel tekið i
skólunum. Miklu betur liggur
mér við að segja, en ég hefði gert
ráð fyrir. Auðvitað eru kvæðin
oftast vaiin þannig, að þau séu við
hæfi barna, eða unglinga, en ég
get sagt það með sanni, að betri
áheyrendur hefi ég aldrei haft,
segir Þóroddur Guðmundsson,
skáld frá Sandi að lokum. — JG