Tíminn - 17.08.1974, Page 7

Tíminn - 17.08.1974, Page 7
Laugardagur 17. ágúst 1974. TÍMINN 7 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason, Tómas' Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 36500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. V Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent Varnarmdlin I viðræðum þeim, sem fóru fram um myndun nýrrar vinstri stjórnar, var það viðurkennt með tillöguflutningi þeirra þriggja flokka, sem mynda núverandi rikisstjórn, að eftir kosningarnar 30. júni væri ekki lengur fyrir hendi þingmeirihluti til að koma fram óbreyttum þeim tillögum, sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra flutti á viðræðufundi hans og bandariskra ráðherra i marzmánuði siðastl., en þar var m.a. gert ráð fyrir brottflutningi alls varnarliðsins fyrir til- tekinn tima. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, sem höfðu lýst sig andviga ýmsum atriðum þessara tillagna, hafa eftir kosningarnar stöðvunarvald á Alþingi og engum breytingum var þvi komið þar fram nema með samþykki annars hvors þeirra eða beggja. Eitt af þvi, sem Alþýðuflokkurinn lagði megin- áherzlu á i viðræðunum, var það, að ekki yrði tekin nein ákvörðun um timasetningar varðandi brottför hersins önnur en sú, að verulegur hluti hans yrði fluttur brott fyrir árslok 1975. Allir núv. stjórnarflokkar féllust á, að ekki skyldi að þessu sinni ákveðið neitt um endanlegan brottflutning hersins, heldur yrði ákvörðun um það tekin siðar. Alþýðubandalagið lagði til, að ákvörðun um það yrði tekin i ársbyrjun 1976, en vafalaust hefði það fallizt á lengri frest, ef stjórnarmyndun hefði tekizt. Af hálfu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var gerð sú tillaga ein um timasetningu, að núv. varnarsamningi yrði sagt upp og gerður nýr varnarstöðvarsamningur, sem væri uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara, eins og varnarsamningurinn er nú. Samhliða þvi, sem núverandi stjórnarflokkar féllust þannig á að fresta að sinni endanlegri ákvörðun um brottflutning varnarliðsins, héldu þeir þvi hins vegar fast fram, að gerðar yrðu ýmsar breytingar, sem auðvelduðu brottflutning hersins, þegar þar að kæmi. Þeir voru jafnframt sammála um þá yfirlýsingu, að hér yrði ekki her á friðartimum. í viðræðum þeim, sem nú fara fram milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um stjórnarmyndun, munu Framsóknarmenn leggja áherzlu á að byggt verði á þvi samkomu- lagi flokkanna frá 1949, þegar gengið var i Atlantshafsbandalagið, að hér verði hvorki her eða herstöðvar á friðartimum. Þetta takmark verði stöðugt haft i huga, og þótt öruggara sé talið, að hafa varnir i landinu enn um sinn, sé jafnan við það miðað, að hér verði ekki herseta til langframa. 1 samræmi við þetta sjónarmið verði nú þegar gerðar ýmsar breytingar á framkvæmd varnarmála, m.a. þær, að hermenn búi innan vallarsvæðisins og þeim fækkað, en íslendingar taki i staðinn við þeim störfum, sem ekki fylgir bein herskylda. Rétt er að rifja upp, að i stjórnartið Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á árunum 1953-1956 voru gerðar mikilvægar lag- færingar á framkvæmd varnarmálanna, sem hafa reynzt vel á margan hátt. Framsóknarmenn höfðu forustu um þessar lagfæringar, en nutu góðs stuðnings þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Það er von Framsóknarmanna, að svipað samstarf geti tekizt á ný. Þ.Þ. Grein úr Newsweek: Hægrisveifla ungmenna í Vestur-Þýzkalandi Þó vart talin hætta á nýnazisma Helmut Schmidt kanslari — skoðanakannanir sýna vaxandi fylgi sósialdemókrata siðan hann kom til valda. ALGENGT var á árunum 1965-1970, að vesturþýzkir stúdentar i leðurjökkum og með hlifðarhjálma flykktu sér um leiðtoga marxista eins og „Rauða Dutschke”. Kylfur og háþrýstidælur lögreglunnar öftruðu þeim ekki á nokkurn hátt. Reynslan á undan- gengnum árum hefir þvi kennt ihaldssömum löggjöfunum að kviða skólaslitadögunum. Þá var jafnan von heilla herskara úfinna andmælenda, sem flykktust til Bonn til þess að ráðast gegn „virki kerfisins.” En óttaslegnum lög- gjöfunum brá notalega við i sumar, þegar skólafðlkið hópaðist út úr almennings- vögnunum. Þá kváðu ekki við hin venjulegu vigorð andmæl- enda heldur var komið allt annað hljóð I strokkinn. Karl Carstens, einn af leið- togum Kristilega Demokrata- flokksins, sagði er hann hafði staðið fyrir svörum sendi- nefndar ungmennanna: „Ég hlýt að játa, að ég er undrandi. Við höfum aldrei tekið á móti ánægjulegri gestum.” HÆGRISVEIFLU ung- menna I Vestur-Þýzkalandi hefir lítill gaumur verið gefinn til þessa, en hún gripur ört um sig og virðist vera að verða að fjöldahreyfingu. Breytingin er svo vlðtæk, að meirihluti ungra kjósenda snerist til fylgis við Kristilega Demó- krataflokkinn I kosningunum i vor, en sikt hefir ekki gerzt i meira en áratug. Stefnubreytingin er mest áberandi við framhalds- skólana. Viðkönnun, sem gerð var fyrir skömmu, kom I ljós, að ekki óskuðu nema 17 af hundraði nemendanna eftir alvarlegum breytingum á stjórnmálakerfi Vestur- Þýzkalands. Þessi merkilega breyting er að mjög miklu leyti til komin fyrir áhrif frá Schuler Union, eða samtökum skólanemenda, en þau hneigjast verulega til hægri i stjórnmálum. Samtökin voru stofnuð i fyrra og Kristilegi Demókrata- flokkurinn veitti aðstoð við skipulagninguna. Félögum samtakanna hefir fjölgað um 3000 á mánuði að undanförnu. 1 fyrra mánuði var félaga- talan komin upp i 22000 við 1600 skóla, og er vöxtur sam- takanna tvimælalaust örari en dæmi finnast um hjá öðrum nemendasamtökum. ÞETTA hefir greinilega valdið áhyggjum meðal' íeíð- toga JUSOS, eða samtaka ungra sósialista, æskulýðs- samtaka Jafnaðarmanna- flokksins, sem nú nýtúr forustu Helmut Schmidts kanslara. Um siðastliðin mánaðamót höfðu óttaslegnir vinstrimenn á orði að mynda sin. eigin samtök meðal framhaldsskólanemenda til, mótvægis. „Við ætlum að leggja til baráttu við Schuler Union og greiða högg fyrir högg”, sagði leiðtogi Jusos. En Jusos hefir gilda ástæðu til kviða, og Jafnaðarmanna- flokkurinn einnig. Megin- ástæða örrar fylgisaukningar viö óbreytt ástand er vitaskuld óþolinmæði og vonbrigði með róttæk áform, sem langt er frá að tekizt hafi að framkvæma. „VIÐ erum orðin þreytt á fjarstæðum fullyrðingum um „endurmótun samfélagsins” og mótun „hins nýja sósialista,” sagði hreinskilinn 17 ára unglingur, sem Milan J. Kubic fréttaritari Newsweek hitiIBonn.Og hann bætti við: „Marxistar hafa heitið þessu ár eftir ár, en árangurinn sjáum við bezt i Evrópu- rlkjum kommúnista.” Aörir hægrisinnaðir nem- endur halda fast fram, að umfangsmiklar andmælaað- gerðir taki blátt áfram of mikinn tima frá framhalds- skólanámi. Inntökureglur og inntökupróf við æðri skóla hafi þyngzt. Þetta hafi knúið marga væntanlega þátttak- endur I götuupphlaupum til þess að herða lesturinn, þar sem litill timi gefist til „enda- lausra ræðuhalda og heimskulegra verkfalla vinstrisinna,” eins og einn stúdenta komst að orði. Algengasta viðhorfið kom þó fram Jijá atorkusömum 18 ára gömlum nemanda frá Bonn: „Við erum hluti af hyggnu samfélagi, sem heita má ánægt i öllum grund- vallaratriðum, og hvi skyldum við hlaupa upp til handa og fóta i andmælaskyni, ru þvi að ekki er völ á neinu betra i stað þessa samfélags?” UNGUM hægrisinnuðum stúdentum nægir ekki að ráð- ast á hina róttæku fyrir fjar- stæðar hugsjónir og hafa þvi hafizt handa i samræmi við sina eigin heimspeki. Róttækir hafa yfirleitt látið sér nægja að gera verkföll og fara i and- mælagöngur, en ihaldssamir nemendur eru farnir að knýja á um aukin áhrif i skóla- málum. SU hefir einnig látið félagsmál nokkuð til sin taka og meðal annars látið börnum erlendra verkamanna i té ókeypis kennslu. Aðrir unglingar hafa hafið öfluga baráttu fyrir fylgisöflun fram- bjóöenda Kristilega Demó- krataflokksins. Margir hafa eðlilega látið i ljós grunsemdir um, að þessi nýju viðhorf kunni aö leiða til afturhvarfs æskunnar til einhvers konar nýnazisma. Þeir, sem gerzt hafa fylgst með gangi mála, telja þó ótt- ann um öfgastefnu til hægri ástæðulausan. „Þetta er ekki bakslag kólfsins,” segir Georg Kaertner hjá Æsku- lýðsstofnun Þjóðverja, en hún nýtur mikils álits. „Þetta sýnir þvert á móti almenna löngun æskumanna til að treysta framfarirnar, sem orðið hafa á undangengnum árum.” Og flestir hinna nýju leiðtoga ungra manna virðast vera trúir hóflegum og skipu- legum framförum i félags- og efnahagsmálum. Formaður Schuler Union i Bæjarlandi heitir Paul Lachenmeir. Hann er 17 ára og var að sötra bjór i Gasthaus i Munchen þeear leitað var álits hans, og honum varð að orði: „Við erum ef til vill fyrst og fremst andmælahreyfing gegn vinstrihópum, sem halda, að þeir eigi þýzka æsku með húð og hári.” Framhaldsskólakennari i Bonn var einnig spurður álits og hann leit enn mildari augum á þessa nýju kynslóð hygginna ungmenna. Hann sagði, að hinir ihaldssömu námsmenn væru „einungis leiðir á Das Kapital, en þyrstir aftur á móti i Love Story".

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.