Tíminn - 17.08.1974, Side 9

Tíminn - 17.08.1974, Side 9
Laugardagur 17. ágiist 1974. TtMINN 9 Gunnar Pétursson býr sig til ferbar i björgunarstólnum yfir ána. „Skipbrotsmenn” á vestari bakkan um fylgjast meö. Sigurður Björnsson á Kviskerjum var fylgdarmaöur hópsins upp á Ingóifshöfða. Aftur var haldið af stað i austurátt. Hið mikla mannvirki yfir Jökulsá á Breiðamerkur- sandi gnæfði hátt við himinn, löngu áður en við litum sjálfa ána augum. En þegar aö ánni var komið ráku menn strax augun i stóra borgarísjaka, sem sátu I lóninu og létu sólina verma sig. Minni fsjakarnir sigjdu um og höfðu börn skemmtan af að henda til þeirra steinum, þegar út úr bil- unum var stigið. „Það hefur sýnt sig, að samæf- ingar björgunarsveita SVFt hafa gífurlega mikla þýðingu, sérstaklega I félagslegu tilliti. A ég þá sérstaklega við kynnin á milli björgunarsveitanna og fé- laga þeirra.” Jökulsáin er mjög stutt, eða aö- eins um 1500 metrar, en vatns- mikil og skartaði hún sfnum feg- urstu klæðum við þessa heimsókn björgunarsveitamanna, og skrið- jökullinn ógurlegi kinkaði góðlát- lega kolli, þegar mannhafið leit hann augum. Við æfingar Björgunarsveitamenn voru ekki að tvfnóna viö hlutina. Hver og einn hafði sinu ákveðna hlut- verki að gegna. Bátar voru settir á flot og björgunartæki „gerð klár” eins og þeir kölluöu það. Gestir og aðrir aðkomumenn settustá barð á ytri bakka árinn ar og fylgdust náið með skjótum og öruggum handtökum björg- unarsveitamanna. Æfing með björgunarlinu átti að hefjast. Kaðlar, snæri, stór þrffótur og linubyssa, voru sótt, ásamt fleiri björgunartækjum. Skjóta átti með linubyssunni yfir ána, en á hinum bakkanum var Ingólfur 1. kominn með nokkra vaska menn og einn „skipbrots- mann”. Ingólfur 1, er bfll þeirra i björgunarsveitinni Ingólfi i Reykjavik. Maðurinn, sem flytja átti yfir ána frá „strandstað” var klæddur i froskmannabúning að hluta. Þeir, sem höfðu umsjón meö æfingunni, voru Tómas Þorvalds- son, formaður björgunarsveitar- innar Þorbjörns i Grindavik og skytta þeirra Grindvikinga, Sig- urður Gislason frá Hrauni. Llnu- byssan, sem notuð var við þessa fyrstu æfingu, á sér nokkuð merka sögu, þvi hún er einmitt fyrsta byssan, sem notuð var á ís- landi við björgun manna úr sjávarháska. Það var árið 1931, þegar franskur togari strandaði fyrir utan Grindavik með 38 manna áhöfn. Með þessari giftu- samlegu björgvun fylgdist 8 ára gamall snáöi, Sigurður Gislason að nafni, — sá hinn sami og nú bjó sigt undir að skjóta linunni úr byssunniyfir Jökulsána. Siguröur hefur i mörg ár haft þetta vanda- „Það var mjög ánægjuiegt aö sjá, hvað margir björgunar- sveitamenn komu hingaö meö fjölskyldur sinar. Þaö cr sér- stakt gleðiefni fyrir okkur i SVFI, aö fjölskyldur björgunar- sveitamanna komi með okkur til leiks og æfinga, — og sjái hversu þýðingarmikiö starf fé- lagar I björgunarsveitum vinna.” Viö setningu samæfingar. Gunnar Friöriksson flytur ávarp sitt. sama hlutverk með höndum hjá björgunarsveitinni Þorbirni. Allt i einu reið skotið af, — og linan þeyttist yfir ána, nokkrum fetum frá Ingólfi 1. Hittni Sigurð- ar var frábær. Strákarnir á „strandaða skipinu” voru fljótir að vinna sitt verk. Okkar megin viö ána voru tveir hópar með kaðla og stjórnaði Tómas þeim af röggsemi: — Haldið I strákar, hrópaði hann og stuttu slðar: — Haldið betur I svo sneri hann sér að hinum hópnum: — Dragið fastar, takið vel i. Stuttu siðar var mannlaus stóll- inn dreginn yfir og á meðan þeir voru að gera klárt á vestari bakk- anum hjá Ingólfi 1. hitti ég Hann- es Hafstein, sem snöggvast. — Hún er ekki löng strand- lengjan frá Reykjanestá, austur að bænum Hrauni, þar sem Sig- uröur er fæddur, segir Hannes og bendir á skyttuna. Siðan segir hann: — Á þessari stuttu vegalengd hafa samt margir hrikalegir at- burðir gerzt i sambandi við sjó- slys, Björgunarsveitin Þorbjörn hefur bjargað 193 mönnum úr skipum i björgunarstól, — og það segir sina sögu. En Hannes má ekki vera að þvi, að tala við mig lengur. Nú eru þeir að verða tilbúnir á hinum bakkanum, og senda á loft grænt blys, þvi til staöfestingar. „Þessi samæfing var með öör- um hætti en fyrri samæfingar björgunarsveita SVFÍ, og staö- urinn valinn i tilefni af opnun hringvegarins og þjóöhátiöar- ársins.” „Skipbrotsmaðurinn” birtist fyrst yfir klettunum, og siðar yfir jökulköldu lóninu I björgunar- stólnum. Jafnt og þétt nálgast hann árflötinn og I meðri ánni skellur hann i straumþungt vatn- ið. Fyrst nær vatnið honum að- eins að mitti, stuttu siðar nemur þaö við höku, en svo hækkar hann aftur og að nokkrum augnablik- um liðnum var hann dreginn i land. Hann heitir Þórir Sigurbjörns- son og er frá Neskaupstað. Ég geng til hans og spyr hvort honum hafi ekki fundizt kalt. — Nei, nei, sagöi hann og hristi höfuðið. — Ég var búinn að draga með þeim linuna og mér var orðið mjög heitt, svo þetta var bara svalandi. Sagði Þórir, að hann hefði oft veriö dreginn á land i björgunar- stóli, þvi að björgunarsveitin á Neskaupstað héldi oft sjóbjörg unaræfingarog væri þá alltaf not- ast við skip. Nokkrir björgunarsveitamenn voru óánægðir með bliðviðriö bg sólskinið. Sögðu, að betra væri að hafa vont veður til þess að svona æfingar gæfu raunverulega mynd af sjóbjörgunarstörfum, sem oft- ast gerðust.i illviðrum og dimmu. Þeir höfðu mikið til sins máls, en veðurguðirnir tóku ekki ósk þeirra til greina. Þegar fyrstu björguninni var lokið og Þórir kominn i land, var strax byrjað að undirbúa næstu æfingu, sem var gerð á sama hátt, —aðeins með öðrum björg unarsveitamönnum. Sáu heima- menn um undirbúning allan og stjórnuðu æfingunni frá ytri bakkanum. Reynir Ragnarsson frá Vik i Mýrdal var aðalskyttan og Sigurgeir Jóhannsson frá Meðallandi, stjórnaði byssunni, sem var riffill af Kongsberg-gerð. Ingólfur 1, var enn á sinum stað og einn af björgunarsveitamönn- um úr Ingólfi i Reykjavik, Gunn- ar Pálsson að nafni, bjóst til lóns- ferðar i björgunarstólnum. Hann var ekki klæddur i froskmanna- búning, heldur aðeins i molskinnsbuxur, stigvél og lopa- peysu. Að þessu sinni fylgdist ég með æfingunni á vestari bakkan- um. Skotið reiö af, — ég hafði komið mér I öruggt skjól bak viö Ingólf 1, eins og aðrir „skipbrots- menn”.. — Það lenti i klettunum” sagði einn, og allir þutu niður i klett- ana, til að ná i linuna. Björgunarstóllinn kom stuttu siðar og Gunnar var tilbúinn til sinnar ferðar. Hann fór i stólinn og þeir veifuðu yfir á hinn bakk- ann, — til merkis um að allt væri til reiðu. Gunnar tókst nú á loft, i stólnum og sveif dágóða stund á þann hátt, að kátinu vakti meðal félaganna. Svo nálgaðist hann árflötinn og vatnið náði honum i mitti rétt seinna, en hann fór ekki dýpra. Og innan örfárra andartaka var Gunnar kominn á þurrt. Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri SVFÍ tók til máls, ‘eftir siðari æfinguna, og bað fólk um að setjast niður á barðið, þvi hann ætlaði að kynna nýja gerð af linubyssum. Sagði Hannes, að byssan væri af gerðinni Schermuly Speedline international, og hún væri ein- faldari og auöveldari i notkun en aðrar gerðir af linubyssum, sem nú- væru á markaðinum sýndi hann siðan hvernig byssan væri i notkun, en hún hefur um 300 yarda langdrægni, og kostar um tuttugu þúsund krónur. Sagði Hannes, að byssurnar væru vatnsþéttar og þvi sérstak lega til þess fallnar, að nota i slöngubáta, — og raunar alla báta. Skaut Hannes siðan úr byss- unniútá Jökulsárlónið. Þá kynnti hann margvisleg neyðarblys og sýndi hvernig þau væru i notkun. Þegar þessum þætti I samæfing- unni var lokið tilkynnti Hannes, að næst yröi haldið út i Ingólfs- höföa i skoðunarferð, og væri það um klukkustundarakstur frá lón- inu á Breiðamerkuránni. Gat Hannes, þess, að ekki væri fært út I höfðann nema á jeppum, svo þeir, sem væru á smábilum yrðu að reiða sig á jeppaeigendur. Tók Hannes það fram, að ef allur hóp- urinn rúmaðist ekki i jeppunum, þá myndi verða ferjað yfir og ein- hverjir jeppanna kæmu og sæktu „strandaglópana”. Og bílalestin, — um sjötiu bilar — rúllaði af stað eftir vegleys- unni. Fyrir vestan og neðan við flug- völlinn á Fagurhólsmýri er ekið út að Ingólfshöfða. Ég fékk aö fljóta með Hannesi Hafstein og hans fjölskyldu út i landnám Ingólfs. t höfða Ingólfs. Enn hélzt bliðan og þegar kom- ið var að höfðanum, hópuðust all- ir út úr bilunum til að nema geisla sólarinnar og stiga á land forn- mannsins, Sigurður Björnsson á Kviskerjum var fylgdarmaður hópsins, en þvi miður bárust hans ágætu orð aðeins litillega til minna eyrna, enda var hópurinn fjölmennur og margir, sem vildu gripa fróðleikskorn frá Kvi- skerjabóndanum. Við skýli SVFI á höfðanum rit- uðu menn nöfn sin i gestabók og siðan settust margir niöur og héldu áfram að njóta sólarinnar. Við Hannes Hafstein settumst lika niður við skipbrotsmanna- skýlið og ég bað Hannes að segja mér eitthvað um þessi skýli. Sagi hann, að saga skipbrots- mannaskýlanna væri mun eldri en sjálft SVFI, þótt hreyfing i þeim málum, hæfist ekki fyrir al- vöru, fyrr en með stofnun félags- ins'. — I janúar 1903 strandar þýzk- ur togari á Kálfafellsmelum á Siðu, segir Hannes sem hét Friderich Albert. Tólf manna á- höfn kemst heilu og höldnu i land, en þeirra biða miklir hrakningar og erfiði mikið. Herkjast þeir um sandana i ellefu sólarhringa, en þá koma fyrstu menn til bæja illa hraktir og þurfa mikilla læknis- Framhald á bls. 13 Framkvæmdastjóri SVFt kynnir blys og sýnir hvernig það er I notkun. Skipbrotsmannaskýli SVFt á Ingóifshöfða. Formenn þeirra 26 sveita, sem sóttu samæfinguna, ásamt fram kvæmdastjóra SVFl, Hannesi Hafstein.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.