Tíminn - 17.08.1974, Side 11
Laugardagur 17. ágúst 1974.
TÍMINN
11
Utverðir í vestri
og austri mætast
á mánudagskvöld
Fimmti landsleikur tslands
og Finnlands — útvarðanna i
vestri og austri, sem þessi tvö
Norðuriönd erú stundum
nefnd — verður húður á Laug-
ardalsvellinum n.k. mánu-
dagskvöld og hefst kl. 19. ts-
lenzka liðið hefur áður verið
tilkynnt, en i þvi eru fjórir ný-
liðar.
Finnar hafa hingað til verið
i hópi veikari knattspyrnu-
þjóða Evrópu, enda eiga
boltaiþróttir ekki upp á pall-
borðið hjá hinni miklu frjáls-
iþróttaþjóð, neina körfubolti.
Hins vegar hafa Finnar spjar-
að sig vel á knattspyrnusvið-
inu undanfarið, eins og sigur
þeirra gegn Norðmönnum i
fyrrakvöld sannar, en þann
leik unnu Finnar með 2:1.
Þess má geta, að Norðmenn
léku nýlega gegn Svium og
töpuðu með sama markamun.
Gefur þetta nokkra hugmynd
um styrkleika finnska liðsins
um þessar mundir.
Sem fyrr segir, verður þetta
5. landsleikur tslands og Finn-
lands á knattspyrnusviðinu.
Fyrsta leikinn, sem háður var
á Melavellinum i Reykjavik
1948, unnu tslendingar með
2:0, en í þremur næstu leikjum
báru Finnar sigurorð af okk-
ur, 1956 i Finnlandi 2:1, I æsi-
spennandi leik, 1964 i Reykja-
vik 2:0, og loks i Helsinki 1969,
en þeim leik lyktaði 3:1.
Frjálsíþrótta-
fólk verður í
sviðsljósinu
Bikarkeppni FRI fer fram í Reykjavík og
á Akureyri um helgina ^
ENSKA KNATTSPYRNAN
„Ég vona að
ég falli
inn í leik
City-
liðsins"
Bikarkeppnin i frjálsum Iþróttum verður
háð i Reykjavik og Akureyri, nú um helg-
ina. 1. deildarkeppnin hefst á Laugardals-
vellinum i dag kl. 14.00, en 2. deildin fer
fram á Akureyri á sama tima. Þetta er i 9.
sinn sem bikarkeppnin . fer fram og taka
sex félög; þátt i 1. deildarkeppninni: Ar-
mann, KR, tR, UMSK, HSÞ og HSK. Sigur
vegarinn öðlast titilinn Bikarmeistari i
frjálsiþróttum 1974, en neðsta liðið fellur I 2.
deild og keppir þar að ári. Jafnframt fer
fram keppni um stigahæsta félagið I karla-
og kvennaflokkum. i fyrra uröu IR-ingar
bikarmeistarar og sigruðu einnig I karla-
flokki, en Armann sigraði i kvennaflokki.
1. deildarkeppnin fer fram á Laugardals-
vellinum i dag og á morgun. — Keppnin
hefst kl. 14.00 báöa dagana, 2. deildar-
keppnin fer fram á Akureyri i dag kl. 14.00
og keppa þar sex félög: HVt, ÚtA, FH,
UMSE, UNÞ og HSH. Sigurvegarinn öðlast
þátttöku I 1. deild að ári.
Þorsteinn
fer aftur
í Fram...
ASA HATFORD:
Knattspyrnuferill hans
var sagður á enda....
Leeds rifti kaupunum á honum en nú hefur Manchester City keypt hann
Fyrir þremur arum var sagt
að knattspyrnuferill Asa Hat-
ford væri á enda, þar sem
hann væri hjartveikur. Þessi
ungi og efnilegi leikmaður,
sem var þá aöeins 21 árs, varð
þá fyrir miklu áfalli. Iiatford
var keyptur til Leeds á 170
þús. pund frá W.B.A. — Aðeins
örfáum timum áður en hann
átti að leika sinn fyrsta leik
fyrir Leeds, rifti Leeds kaup-
unum á honum, þar sem lækn-
ar kváðu upp þann úrskurð, aö
Hatford væri alvarlega veikur
— með hjartagalla. Já, það
var mikið áfall fyrir þennan
unga skozka landsliðsmann,
scin var keyptur til I.ecds með
þeim skiiyrðum, að hann
klippti hár sitt. llatford var
ætlað það hlutverk hjá Leeds,
að taka stöðu Johnny Giles.
Úr þvi varð ekki, þvi að
Leeds rifti kaupunum, þvi að
þá kom i ljós að hann var með
hjartagalla, sem engjnn hefði
vitað um áður. Rétt eftir að
Hatford var skoðaður hjá
Leeds, þá skoðuðu læknar
West Bromwich Albion, hann
og úrskurðurinn var: — það
amar ekkert að Hatford, þetta
er einhver misskilningur hjá
læknum Leeds. En einn helzti
hjartasérfræðingur Englands
skoðaði siðan Hatford — hann
sagði að gat væri á hjartaloku
i Hatford, en það væri ekki svo
alvarlegt, að það hindraði
hann i að æfa og leika knatt-
spyrnu. Já, Hatford hélt
áfram að leika með félögum
sinum i W.B.A. og hann varð
einn bezti miðvallarspilari á
Bretlandseyjum. Nú er þessi
snjalli leikmaður. sem er að-
eins 24 ára gamall, kominn i
raðir Manchestier City og það
má búast við. að hann eigi eft-
ir að gleðja hjörtu áhangenda
Citv-iiðsins með leik sinum.
,,Já, ég hef ákveðið að ganga
aftur i raðir Framara og æfa og
ieika með þeim i vetur”,,,,,sagi
Þorsteinn Björnsson, fyrrum
landsliðsmarkvörður I hand-
knattleik. En eins og menn muna,
þá lék Þorsteinn meö 2. deildar-
liði Þróttar sl. keppnistimabil
Iþróttasiöar hefur frétt, aö
Þróttarar fái markvörð úr
Armanni i staðinn fyrir Þorstein,
en Þróttarar ætla sér aö tryggja
sér 1. deildarsæti næsta keppnis-
timabil. Eins og hefur áöur
komið fram hér á siðunni, þá mun
Bjarni Jónsson, sem lék með
danska liöinu Arhus KFUM,
þjálfa og leika með Þrótti næsta
keppnistimabil. Hann á örugg-
lega eftir að vera mikill styrkur
fyrir Þróttarliðið, sem er ungt og
efnilegt.
★ segir skozki landsliðsmaðurinn Asa
Hatford, sem AAanchester City
keypti fyrir 250 þús. pund
Ensku landsliösmennirnir Nor-
man Hunter og Alan Clark leika
ekki með Leeds-liðinu i dag, þar
sem þeir eru i banni tvo fyrstu
leiki Leeds á keppnistimabilinu.
Það má þvi búast við, aö leik-
menn Stoke notfæri sér fjarveru
þessara þriggja landsliðsmanna
og leiki leikinn I dag til sigurs.
Arsenal-liðið varð fyrir miklu
áfalli i vikunni, en þá fótbrotnaöi
fyrirliði liðsins Alan Ball og mun
hann ekki leika meö liðinu aftur
fyrr en eftir áramót. Arsenal
mætir Leicester á útivelli i dag.
Þessir leikir fara fram i 1. um-
ferðinni og ætlum við þá að spá
úrslitum þeirra, til gamans.
1 Birmingham - Middlesb.
1 Burnley - Wolves
1 Chelsea - Carlisle
2 Everton - Derby
x Leicester - Arsenal
,,Ég vona að ég faili inn i leik
City-Iiðsins”...sagði skozki iands-
liðsmaðurinn Asa Hatford, sem
Manchester City keypti frá West
Bromwich Aibion á 250 þús.
pund. Hatford ieikur með
City-liðinu I dag, sem mætir
Lúndúnaliðinu West Ham á
Maine Road I Manchester.
Baráttan um Engiandsmeistara-
titilinn hefst i dag, en þá veröur
ieikinn 1. umferðin I 1. dcildar-
keppninni ensku og hefja Eng-
landsmeistararnir frá Leeds,
vörn sina I Stoke, en þar mæta
þeir Stoke-liðinu á Victoria
Ground. Leeds-Iiðið leikur án
þriggja sinna sterkustu manna
þ.á.m. fyrirliöans Billy Bremner,
sem var dæmdur i þriggja leikja
bann i vikunni, ásamt Kevin
Keegan frá Liverpool. Þeim var
visað af leikvelli i leik Liverpool
og Leeds á Wembley sl. laugar-
dag, en þann leik vann Liverpool
6:5 eftir vitaspyrnukeppni.
2 Luton -Liverpool
1 Man. City - West Ham
1 Newcastle - Coventry
2 Sheff. Utd - Q.P.R.
1 Stoke - Leeds
1 Tottenham - Ipswich
Það veröur gaman aö fylgjast
með nýliðunum i 1. deild,
Middlesbrough, Luton og
Carlisle. Það verður örugglega
erfiður róður fyrir þessi lið i
ensku 1. deildarkeppninni
Francis Leed var seldur frá
Manchester City til Derby nú I
vikunni á 100 þús pund. Þessi
snjalli enski landsliðsmaöur mun
leika með Derby gegn Everton I
dag.