Tíminn - 17.08.1974, Síða 15
ágúst 1974.
TÍMINN
15
I
Framhaldssaga
FYRIR
BÖRN
Andri
gamli
Fór hann nú heim og
sagði Þóru sinni tiðind-
in Hún gat varla trúað
karli, en nýju fötin lugu
ekki, og þúsund krón-
urnar sýndi hann
henni. — Áður en ár er
liðið verður þú orðin
prestskona, sagði Andri.
— Hefðir þú fargað
hempunni i fáfræði
þinni, þá væri þetta ekki
komið á daginn.
Eftir nokkra mánuði
dó höfuðborgarprestur-
inn. Þegar Andri frétti
það, lagði hann á fund
ráðherra. Hann veitti
Andra embættið. Varð
nú Þóra prestskona eins
og hana hafði lengi lang-
að til. Hún var ánægð i
hjarta sinu. En samt var
hún hugsjúk öðru hvoru
yfir þvi, að maður henn-
ar þekkti ekki stafina og
hafði ekki einu sinni
gengið i svarta skóla.
Þau hjónin seldu nú kot-
ið og búið. Keyptu þau
sér svo hesta og fleira,
sem prestur og prests-
kona geta ekki verið án.
Fluttu þau svo I höfuð-
borgina.
Söfnuðurinn fagnaði
spekingnum, sem fundið
hafði festi ráðherradótt-
urinnar. Nafn hans var á
hvers manns vörum.
Kirkjan var troðfull
fyrsta daginn, sem
Andri átti að stiga i stól-
inn. Allir störðu á nýja
prestinn. Hann stóð
lengi þegjandi i stólnum
eins og hann væri að
biðjast fyrir. Leit hann
um siðir upp og flutti
svohljóðandi ræðu: —
Ég kenni eins og fyrir-
rennari minn kenndi.
— Ég kenni nákvæm-
lega eins og fyrirrennari
minn kenndi.
— Ég kenni bókstaf-
lega alveg eins og fyrir-
rennari minn kenndi.
Þetta endurtók hann i
Vegleg bók
um ísland
i MINNINGU 11 alda byggðar á
islandi hefur Almenna bókafélag-
ið sent frá sér mikið rit og frábær-
lega vandað. Er það gert i tvenn-
um útgáfum, þýzkri (ísland) og
enskri (Iceland), og fjallar eins
og nafnið bendir til um island,
náttúru þess og þjóðlif að fornu og
nýju. Er bókin 224 bls. að stærð I
stóru broti, og þar af eru, auk
uppdrátta og íandabréfa, 100
heilslður af litmyndum, og er það
einróma dómur þeirra, er séð
hafa, og þá ekki sizt sérfróðra
manna I Ijósmyndatækni, að
naumast verði lengra komizt i
þeirri grein. Tekur það jafnt til
myndgerðar og prentunar sem
hins heillandi myndefnis, hvort
sein það speglar náttúruna i sinni
tærustu litadýrð eða hinum trölls-
legustu undrum. En báðir þeir
menn, sem lagt hafa bókinni til
ljósmyndir, þeir Franz-Karl von
Linden og Hallfried Weyer, hafa á
fáum árum getið sér frægð víðs
vegar um lönd fyrir afburða-
snjallar myndabækur um lands-
lag og þjóðlif i mörgum heimsálf-
um.
Auk myndanna hefur bókin að
geyma alls 9 ritgerðir um ísland
eftir 8 sérfróða úrvalshöfunda.
Þar af eru tveir islenzkir, en þeir
eru forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn, sem ritar um sögu Is-
lands og þjóðháttu til forna, og
fyrrv. menntamálaráðherra, dr.
Gylfi Þ. Gislason, sem ritar um
islenzku þjóðina og vandamál
hennar i heimi nútimans. Aðrar
ritgerðir fjalla um náttúrufar Is-
lands og menningarsnið (G. Ob-
erbeck), um landfræðilega bygg-
ingu Islands og þróun hennar (M.
Schwarzbach), um fuglalif (H.
Englander), um efnahagsmál (0.
Dreyer-Eimbcke), um tilurð
Surtseyjar (F.-K. von Linden) og
um landnám lifs á eynni (G.H.
Schwabe). Ennfremur ritar von
Linden áhrifamikla frásögn um
gosið i Heimaey. Enn má þess
geta, að öllum myndum fylgja
skýringargreinar, og að bókar-
lokum segir H. Wayer, frá
reynslu sinni og aðferðum við
myndatökur.
Þó að bók þessi sé i fyrsta lagi
hið mesta augnayndi hverjum
þeim, sem hefur hana handa á
milli, er hún að sjálfsögðu framar
öðru hrifandi kynningarrit, sem
ugglaust á fyrir sér að freista
margra útlendinga til nánari
kynna af landinu, þessari „perlu
norðurhafa” eða „draumlandi
norðursins”, eins og það er
einnig nefnt þar. Verður vart á'
kosið vandaðra rit né veglegra til
að senda vinum og viðskipta-
mönnum erlendis, auk þess sem
hún er einnig Islendingum sjálf-
um fegursti minjagripur, um
mikla þjóðhátið, og væntanlega
þvi verðmætari sem lengra líður.
Bókin er prentuð i Sviss hjá
hinu kunna fyrirtæki Kúmmerly
& Frey, sem einkum hefur getið
sér mikið orð fyrir snilli sina við
gerð hinna vandasömustu verka.
svo sem ýmissa frægra land-
fræðirita.
Þýzku ljósmyndararnir notuðu
ýmsar nýstárlegar aðferðir við
myndatökur, svo sem tvær sam-
tengdar vélar.
Ekki verður ráðizt i að gefa bók
þessa út á islenzku, enda er hún
fyrst og fremst miðuð við erlenda
lesendur.
Landkynningarrit þau.sem Al-
menna bókafélagið hefur gefið út
eða átt hlut að, eru nú orðin all-
mörg, og hafa sum verið gefin út i
miklu upplagi. Hæst ber þar bók-
ina um Surtsey, en af henni voru
prentuð nær fimmtiu þúsund
eintök á mörgum tungum.
Norrænn stöðlunar
fundur í Reykjavík
DAGANA 6.-7. ág. s.l. var haldinn
árlegur fundur forystumanna
stöðlunarstofnana Norðurlanda i
Reykjavik. Fundinn sátu full-
trúar Dansk Standardiserings-
rad, Finlands Standardserings-
förbund, Norges Standardiesr-
ingsforbund, Iðnþróunarstofnun-
ar tslands og Sveriges Stand-
ardiseringskommission. Einnig
sat fundinn að þessu sinni forseti
stöðlunarsambandsins i Genf,
Sviinn Ake Vrethem, en Norður-
löndin eiga öll aðild að þvi sam-
o Sýslumörk
þetta landsvæði Hraunhreppinga
er innan hrepps þeirra, og þar
með i Mýrasýslu, eða i Kolbeins-
staðahreppi i Hnappadalssýslu.
Telja sumir, að hreppa- og sýslu-
mörkin séu vestan vatns eftir
Vatnshliðareggjum, þótt svo sé
ekki talið á herforingjaráðskort-
inu. Á síðustu öld var búið i Tjald-
brekku, bæ innan við Hitarvatn,
og var bóndinn þar um skeið
hreppstjóri Hraunhreppinga.
Nú fram á siðustu misseri hafa
menn látið sig einu gilda, hvar
sýslumörk voru talin þarna i af-
réttinni. En umræða um þetta
hefur nú komið upp vegna fast-
eignagjalda, sem Kolhreppingab
hafa lagt á eignarland Hraun-
hreppinga vestan vatnsins, og er
það einkum veiði I Hitarvatni, er
veldur þvi, að það nemur nokk-
urri fjárhæð.
o Hvassaleiti
Armúla 31, verzlunin Buxna-
klaufin, Bankastræti 11 og Lauga-
vegi 48, tizkuverzlunin Adam,
Laugavegi 47, P. Stefánsson h.f.,
Hverfisgötu 103, og Hótel Esja,
Suðurlandsbraut 2.
bandi, tsland að visu sem auka-
meðlimur.
Iðnþróunarstofnunin gerðist
formlegur aðili að samstarfi
Norðurlandanna á sviði stöðlunar
1972, og hefur á margvislegan
hátt notið fyrirgreiðslu og aðstoð-
ar ofangreindra aðila, sem hver
um sig á meira en 50 ára starfs-
feril að baki.
Með auknum viðskiptum þjóða
á milli fer mikilvægi alþjóðlegrar
stöðlunar stöðugt vaxandi, og
leitast Norðurlandaþjóðirnar, sem
eru miklir áhrifaaðilar i þessum
efnum á alþjóðavettvangi, við að
samræma stefnu sina, jafnframt
þvi, sem sífellt er meira um það,
að samhljóða staðlar séu gefnir út
á Norðurlöndum.
Auk þessara viðfangsefna,sem
voru ofarlega á baugi á ofan-
greindum fundi, var m.a. fjallað
um hagsmuni neytenda, stöðlun
prófunaraðferða vegna gæða-
merkinga og samstarf við ýmsar
samnorrænar stofnanir.
Af hálfu Iðnþróunarstofnunar
tóku þátt i fundinum Sveinn
Björnsson framkvæmdastjóri og
Hörður Jónsson deildarverkfræð-
ingur._____________________
Varðskip
klippir
Gsal-Rvik — Varðskip koni I gær-
dag um klukkan 16.40, að vestur-
þýzka togaranum, Hans Buckler,
þar sem hann var að veiðurn um 9
sjómflur innan við 50 milna mörk-
in á Halamiðum.
Skar varðskipið á báða togvira
þýzka togarans.
Stuttu eftir að þessi atburður
átti sér stað, ætluðu varðskips-
menn að reyna að slæða upp
vörpu togarans, en þegar Timinn
fór I prentun i gærkvöldi, höfðu
ekki borizt fréttir urn árangurinn.
Héraðsmót framsóknarmanna I Skagafirði verður haldiö I Mið-
garði laugardaginn 24. ágúst kl. 9 s.d. Avörp flytja ólafur Jó-
hannesson forsætisráðherra og Halldór Asgrimsson alþingis-
maður.
Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur. Leikþátt flytja
leikararnir Geirlaug Þorvaldsdóttir og Jón Júliusson. Hljóm-
sveitin GAUTAR leikur fyrir dansi.
Héraðamót framsóknarmanna i Vestur-Isafjarðarsýslu verður
haldiðá Flateyrilaugardaginn 24. ágúst kl. 9s.d.
Ávörp flytja alþingismennirnir Vilhjálmur Hjálmarsson og
Steingrimur Hermannsson.
Bergþóra Árnadóttir syngur frumsamin lög.
Danni, Sara og Arni leika fyrir dansi.
PÓSTUR OG SÍMI
Laus staða hjá Rekstursdeild —
Vestmannaeyjar
— staða loftskeytamanns eða
simritara við loftskeytastöðina.
Nánari upplýsingar veitir
stöðvarstjóri Pósts og sima
Vestmannaeyjum.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
OPASk
'■nO.
Tilboð óskast i eftirfarandi:
1) Heflað og þurrkað timbur.
2) Módel af gömlum islenskum sveitabæ.
Hvorutveggja er frá þróunarsýningunni i
Laugardalshöll.
Framangreint verður til sýnis laugardag-
inn 17. ágúst frá kl. 10:00 til kl 18:00 i
Laugardalshöllinni.
Tilboðsgögn verða afhent á sýningarstað.