Tíminn - 28.09.1974, Page 6

Tíminn - 28.09.1974, Page 6
TÍMINN 6 Laugardagur 28. september 1974. HéAan hefur mikill fjöldi vel menntaöra ungra kvenna útskrifazt. Tfmamyndir: Kóbert. Til hamingju með aldarafmælið: Kvennaskólinn heimsóttur KVENNASKÓLINN. elzti starf- andi gagnfræöaskólinn á landinu, á aldarafmæli næstkomandi þriöjudag. Hann var settur á stofn af hjónunum Þóru og Páli Melsteöhinn I. október þjóöhátfö- aráriö 1874. Fyrstu 73 ár starfsemi sinnar var skólinn einkaskóli, en árið 1947 var hann gerður aö rikis- skóla, og gilda nú um hann al- mennar reglur um gagnfræða- skóla, með nokkrum undantekn- ingum þó. Kvennaskólinn hefur getið sér mjög gott orð fyrir góða kennslu og prýðisnemendur, og jafnframt hefur það orð leikið á, að hann héldi fastar i gamlar hefðir en fiestir aðrir skólar. Blaðamaður og ljósmyndari Tim- ans brugðu sér i heimsókn i skól- ann i tilefni aldarafmælisins, og náðu þar tali af nokkrum nemendum og kennurum og fengu að fylgjast litillega með kennslu i ýmsum greinum. Fyrst gengum við inn i eðlis- fræðikennslustund hjá 2. bekk. Þar sátu stúlkurnar fullar áhuga við ýmsar tilraunir, sem senni- lega hefðu þótt næsta ókvenlegar, þegar skólinn var settur á stofn. t þá tið var eðlisfræði ekki talin til hinna klassisku kvennagreina, en ekki ber á öðru en stúlkurnar i kvennaskólanum nú uni sér hið bezta við þessar tilraunir. Megn- an brennisteinsþef lagði fyrir vit okkar, þegar við komum inn i stofuna, og sögðust stúlkurnar á fremsta borði vera að þurreima tré. Ekki treystum við okkur til að gefa nánari skilgreiningu á þeirri starfsemi, en nemendurnir virtust skilja allt til botns og skrifuðu skýrslurnar sinar af mestu nákvæmni, enda lært eðlis- fræði i fjögur ár, og eru öllum hnútum kunnugir. Eðlisfræðikennarinn er kona og er auövitaðlýsandi fordæmi íyrir nemendur sina, þvi að hver getur haldiö þvi fram, að eðlisfræði sé karlagrein, þegar sú er gegnir hlutverki læriföðurins, er kven- kyns. Ingibjörg Guðmundsdóttir heitir hún. Þetta er annað kennsluár hennar við skólann, og hún kennir eðlis- og stærðfræði. Eg held, að sá hugsunarháttur að allar raungreinar séu svo til eingöngu fyrir karla sé mjög á undanhaldi, sagbi Ingibjörg. Stúlkurnar hérna eru afar áhuga- samar og margar þeirra ná veru- lega góðum árangri. Að visu er alltaf ein og ein rödd, sem heldur hinni gömlu skoðun fram, en þær raddir eru mestáberandi i 1. bekk og þegar komið er i 2. bekk þagna þær næstum alveg. Stærsti draumurinn minn núna er að fá brátt nýja og vel innrétt- aða eðlisfræðistofu. Stofan, sem við kennum i er bara venjuleg kennslustofa, og sá bekkur, sem yfirleitt er i henni, verður að vera á hlaupum og flækingi milli ann- arra stofa, meðan hún er notuð til eölisfræðikennslu. Eftir kennslu- stundir verður að taka öll tæki saman og stinga inn i skápa, og þurfum við á vatni að halda við tilraunir, erum við nauðbeygðar til að hlaupa fram á salerni og sækja það þangað. En þetta stendur til bóta. Búið er að fá samþykki fyrir viðbótar byggingu við skólann og i henni er gert ráð fyrir mjög fullkominni eblisfræðistofu. Nú biðum við bara, þvi að enn hefur fjárveit- ingin ekki verið ákveðin þótt samþykkið sé komið. Inni i miðri stofunni stendur ung stúlka, sem við tökum tali og kveöst hún heita Rannveig Rist. Rannveig er mjög ánægð með gang mála i skólanum og ekki er hætta á að hún verði þar ein- mana, þvi að þær voru hvorki meira né minna en fimm talsins vinkonurnar, sem fóru allar i kvennaskólann, að afloknu fullnaðarprófi. Rannveig segir, að uppáhaldsgreinar sinar séu eölis- og stærðfræði, svo að ekki ætti henni að leiðast i þessum tima. Óneitanlega er húsakostur i skólanum nokkuð þröngur, enda var húsið tekið i notkun árið 1909 og alls ekki miðað við þær kröfur, sem gerðar eru til skólahúsnæöis I okkar velferðarþjóðfélagi. En þröngt mega sáttir sitja og allt virðist blessast meö ágætum i kvennaskólanum, a.m.k. eru bæði nemendur og kennarar með ljóm- andi ánægjusvip, þegar við smeygjum okkur milli borða til aö komast inn i dönskukennslu- stund I öðrum bekk hjá kennaran- um Helgu Guðmundsdóttur. Helga kveður einstakiega þægi- l*3t ab kenna við kvennaskólann, þar séu agavandamál svo til óþekkt og megi það vafalitið telj- ast einsdæmi á þessu stigi skóla- námsins. Stúlkurnar séu mjög iðnar og prúðar og upp til hópa vinni þær afskaplega vel að öllum verkefnum. Einnig sé þegar frá upphafi lögð mikil áherzla á snyrtimennsku og góða fram- komu og hafi það vafalaust sin áhrif. Aðspurð segir Helga, að auðvit- að séu þarna sem annars staðar nemendur, sem telji dönsku bæði gagnslausa og hrútleiðinlega, en þess gæti þó ekki svo mjög. Nú er farið að nota nýjar kennslubækur, sem nemendur eigi mun betra með að fella sig við en þær eldri og léttari blær er yfir dönsku- kennslu nú en áður var. Helga kvað andrúmsloftið i skólanum sérstaklega gott og ætti það vafalaust, að hluta, rætur sinar að rekja til þess, hversu fámennur hann er. í skólanum eru bara rúmlega 200 nemendur og þar þekkja allir alla. Þar nær hinn ópersónulegi andi stærri skólanna ekki að smjúga inn og vináttutengsl milli kennara og nemenda eru meiri þar en víðast hvar annars staðar. Það verða lika að skoðast sem mikil með- mæli með skólanum, að langflest- ir kennaranna þar eru gamlir nemendur, sem ekki hafa viljað slita sig frá skólanum að fullu, sagði Helga að lokum. Nafn skólans „Kvennaskólinn” beinir huganum óneitanlega inn á sérstakar brautir. ósjálfrátt flýg- ur manni i hug gamla kvenmynd- in, þar sem stúlkan situr yfir saumunum sæl og ánægð og rjóð i kinnum. Það er heldur ekki alveg aðósekju, þvi að skólinn hefur löngum haft á sér orð fyrir af- burða handavinnukennslu. Við ákveðum þvi að kynna okkur handavinnukennsluna á staðnum og bregðum okkur viður i kjall- ara i þeim tilgangi. Þar hittum við fyrir unga stúlku, sem samræmist fullkom- lega þeirri mynd, sem við áðan drógum upp, þvi að hún situr einmitt sæl og ánægð yfir saum- unum. Hún heitir ekki slorlegu nafni stúlkan sú, þvi að hún ber sama nafn og stofnandi kvenna- skólans, Þóra Melsteö. Ekki kveðst hún vera afkomandi þeirr- Dr. Guörún P. Helgadóttir: „Takmark okkar aö stúlkurnar séu frjálsar en prúöar.” ar Þóru, en maður hennar Páll muni hafa verið fjarskyldur ætt- ingi. Þóra segist vera afskaplega ánægð i skólanum, en þó finni hún dáiitið fyrir þvi, hversu mikið sambandið við gamla kunningja og vini hafi rofnað. Einnig sé það dálitiö áberandi, að sumir, sem litt til þekkja, liti á skólann sem einhvers konar „snobbskóla”, en auðvitað sé fjarri sanni. Hvað félagslifið snerti sagði Þóra, að nokkuð væri um klúbba- starfsemi og t.d. væri kennd leiklist i leiklistarklúbbi. Á árs- hátiðinni væru siðan leikin leikrit og auðvitað væru stelpur i öllum hlutverkum. Utan árshátiðarinn- ar væri ekki mikið um böll, enda viss vandamál þar sem engir strákar væru i skólanum og þyrftu stelpurnar að bjóða með sér herra eða hengja upp auglýs- ingar I öðrum skólum til að fá stráka á böllin. í handavinnustofunni hittum við lika að máli Auði Halldórs- dóttur, sem um árabil hefur kennt handavinnu við Kvennaskólann. Auður kvað nemendur skólans að öllu jöfnu hafa mjög mikinn áhuga á handavinnu, og að þar hefði ætið verið lögð rikari áherzla á handavinnukennslu en I öðrum gagnfræðaskólum. Nú væri verklegu timunum aftur á móti tekið að fækka, þvi að bók- legu greinarnar gerðust si tima- frekari á stundaskránni, og sagð- ist Auður álita það miður. Nauðsyn væri á að leggja áherzlu á góða handamennt og væri þess þegar tekið að gæta á ýmsum heimilum, að það bitnaði á húsbúnaði, hversu litla æfingu I handavinnu konur fengju. Auk þess væri enn mun ódýrara að sauma ýmsar flikur en að kaupa þær tilbúnar og allavega hefðu allir gott af mikilli og góðri handavinnukennslu. I nútimaþjóðfélaginu er streita mjög áberandi og ég held að handavinna sé eitt bezta meðalið til að ráða bót á þvi meini. Sköpunargleðin er einn rikasti þátturinn i eðli hverrar mann- veru, og hún fær rikulega útrás i handavinnunni. Auk þess tel ég nauösynlegt, sagði Auður, að fólk hafi eitthvað að halla sér að, þeg- Já, heyrast skal það. Umsjónar- konan þarf hvorki meira né minna en tvær bjöllur til að hringja út og inn i kennslustnndir. ar það þarf að hætta vinnu á bezta aldri og lika kemur handavinnan til góða, þegar laus stund er og fólk vantar verkefni. Mig langar til að benda á það sérstaklega, að menningin er ekki bara fólgin i bóklegum greinum, hún er ekki siður fólgin i þvi handunna. Við eigum feikileg menningarverðmæti, þar sem er útsaumur, útskurður, vefnaður ýmiss konar og margt fleira. Margt af þessu er að finna erlend- is og finnst mér, að við ættum að gera gangskör að þvi að fá það heim á sama hátt og handritin. Sitjandi i tröppunum hittum við fyrir tvær ungpiur báðar úr 2. bekk. önnurkvaðst heita Kolbrún Sigmundsdóttir og vera úr Garðahreppi, en hin Steinunn Hauksdóttir úr Hafnarfirði. Kolbrún kvað ástæðuna fyrir þvi að hún valdi Kvennó þá, að hún vissi þar af góðri handa- Framhald á bls. 13 Finnst ykkur þær Sigriöur og Þórev ekki sérfræöingslegar á svipinn i eölisfræöitilraununum? Þröngt mega sáttir sitja. 1. bekkur ( kennslustund I fslenzku. Auöur Halldórsdóttir: „Að öllu jöfnu h a f a þæ r mikinn áhuga.” Rannveig Rist: „Hef gaman að stærðfræöi og eðlisfræði.” Helga Guömunds- dóttir: „Við sækjum allar aftur til gamla skólans.” Ingibjörg Guðmundsdótt- ir: „Eðlis- og stæröfræöi eru alveg jafnt k v e n n a - greinar.” Þóra Melsteö: „Nei, hún var Kolbrún Sigmundsdóttir og Stein- ekki amma unn Hauksdóttir eru ánægöar min, hún átti meö val á frainhaldsskóla. cngin börn.” Er gaman aö handavinnu eöa er ekki gaman aö handa vinnu?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.