Tíminn - 28.09.1974, Page 7

Tíminn - 28.09.1974, Page 7
Laugardagur 28. september 1974. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Verö i lausasöiu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Tillitssemi dn ofrausnar Margir hafa orðið fyrir þeirri reynslu að opin- berir aðilar hafa hafizt handa um stór- framkvæmdir, sem geta haft hinar örlagarikustu afleiðingar fyrir verðgildi eigna þeirra, atvinnu- rekstur þeirra og búsetu, án þess að innt væri að einu orði við þá, áður en af stað var farið. Af þessu hafa sprottið stórdeilur, sem jafnvel hafa staðið árum saman, og endað á þann veg, að miklu fé hefur verið kastað á glæ er aldrei hefði til komið, ef ráð hefði verið i tima tekið. En til þess er reynslan að læra af henni, og væntanlega kunna menn fótum sinum betur for- ráð framvegis, þar sem svipað stendur á. Aftur á móti eru þess mörg og nýleg dæmi, að þessu likt sé að farið, þegar einstaklingar eiga i hlut, einn og einn. Einn góðan veðurdag eru vinnuvélar komnar heim að húsvegg til þess að gera nýjan veg eða götu, og þá fyrst uppgötvast, að ósamið er við þann, sem á húsið, er vikja skal. Á sama hátt virðist það enn geta gerzt, að farið sé inn á lóðir og lendur manna vegna einhverra fram- kvæmda, án þess að sjálfsagðir samningar hafi á undan farið. Á svona málum er lika önnur hlið. Sú, að goldið sé óheyrilegt verð fyrir landskika, sem af sjálfu sér er nauðalitils virði, og eigandinn hefur alls engu til kostað að gera verðmæta. Tilviljun hefur valdið þvi, að þessar lendur hafa færzt inn á svæði, sem opinberir aðilar girnast til sinna þarfa, og þá eru matsmenn kallaðir á vettvang, og launaðir á þann veg, að þeir fá hundraðshluta af matsupphæðinni i þóknun fyrir ómak sitt. Það getur oltið á þvi einu, hvorum megin smá- lækjar svona landskikar eru, hvort þeir fara i rokverð eða ekki. Séu þeir réttu megin við lækinn, fær eigandinn milljónir eða milljónatugi i vasa sinn, nánast af tilviljun einni og án verðskuldunar af sinni hálfu. Þarna er skammt öfganna á milli: Annars vegar virðingarleysi fyrir eignum annarra og tillitsleysi og litilsvirðing i þeirra garð — hins vegar meiri fjáraustur úr sjóðum almennings en nokkurri átt nær. Hér virðist betur við eiga að fara bil beggja, þannig að þess sé gætt að leita fyrirfram eðlilegra samninga við þá, er eiga eignir, er verða að vikja vegna almannafram- kvæmda, en verðlagi á þvi, sem kaupa verður, sé haldið innan einhverra marka, svo að holt og berangrar, sem engu hefur verið kostað upp á, komizt ekki snögglega i meira verð en dýrustu höfuðból landsins. Það er sitthvað tillitslaust kerfi, sem fer eins og jarðýta yfir allt, án þess að spyrja kóng né prest, eða sú yfirgengilega verðþensla, sem metur arðlausan mel eða mosaþembu, sem aldrei hefur verið að hlúð eða eyrisvirði kostað upp á til stór- kostlegrar eignar i skjóli samfélagsþróunar, er eigandi melsins eða mosabreiðunnar hefur ekki meira lagt til en hinir, sem borga verða brúsann. Verðmætisaukning af þessu tagi ætti að vera sameign okkar allra, að minnsta kosti þegar hún fer upp yfir ákveðin mörk, enda ekki til orðin nema fyrir tilstuðlan samfélagsins. -JH. William Johnstone, The Scotsman: Sovézkur her vekur ugg í Júgóslavíu Leiðtogar ríkjanna hafa ræðst við hvað eftir annað að undanförnu Tltó marskálkur ÞÆR uggvænlegu fréttir bárust um miðjan september, að fjölmennur sovézkur her væri saman kominn skammt frá landamærum Júgóslaviu. Alexander Dubcek i Tékkó- slóvakiu fékk að kenna á þvi 1968 aö slikar fréttir geta veriö undanfari alvarlegra tiðinda. Pólski flokksforinginn Edward Gierek átti við að striöa óspektir og verkföll i ársbyrjun 1971, en honum lánaðist þó furðulega að sleppa við afskipti hersins. Allir aðilar að Varsjár- bandalaginu viðurkenna, að sovézkum hersveitum sé dreift á hentuga staði hvar- vetna um Austur-Evrópu nema við Rúmeniu. Meðan leiðtogarnir i Kreml aðhyllast heimsveldastefnu, er þessum hersveitum ætlað að minna á, að þessi hluti álfunnar á að lúta stjórn kommúnista, með valdi ef ekki vill betur til. Sá nagandi grunur, að þetta kunni einnig að eiga við um Júgóslaviu einn góðan veður- dag, hefir legið á lands- mönnum eins og mara siöan að i odda skarst við Stalin árið 1948. Málið er enn alvarlegra vegna þess, að dagar Titó kunna þá og þá að vera taldir, þar sem hann er á áttugasta og þriðja ári. ÝMISLEGT óvenjulegt hefir verið á seyði bæði I Belgrad og Moskvu undan- gengnar vikur. Sá orðrómur hefir borizt frá Moskvu, að leiðtogar Sovétrikjanna vilji bæta sambúðina við Júgóslava, og kunni að ganga bæði gott og illt til. Leonid Brezjneff mun hafa lagt á þetta mikla áherzlu, þegar Edvard Kardelj, einn nánasti samstarfsmaður Titós, kom til Moskvu um miðjan september. Viku siðar kom Viktor Kulikov hers- höfðingi, og varavarnarmála- ráðherra Sovétrikjanna, i „opinbera vináttuheimsókn” til Júglálaviu, og þá mun einnig hafa verið slegið á þessa sömu strengi. Hvorug þessara heimsókna hefði getað komið til greina fyrir fáeinum árum. Júgóslavar fordæmdu innrás Sovétmanna i Tékkóslóvakiu 1968 alveg afdráttarlaust og létu mikið yfir efldum vörnum landsins i varúðarskyni. Belgradbúar, sem eru stoltir af efnalegum framförum landsins og sinum óháða sósialisma, og eru algerlega frjálsir ferða sinna og mega lesa hvaða bækur, sem þeir vilja, skelfdust atburðina I Prag áriö 1968. EKKI er liðið heilt ár síðan að Titó forseti afneitaði öllum bollaleggingum um, að Júgó- slavar ætluðu að láta draga sig i dilk Sovétmanna aö nýju. Hann lét þá „hreinsa til” i þeim tilgangi að treysta tök kommúnistaflokksins, en sagði meðal annars að hreins- uninni lokinni: „Júgóslavar hafa ekki viðurkennt nein ákveöin og afmörkuð áhrifasvæði, hvorki 1948 né siöar”. Kardelj hefir löngum stutt Titó dyggilega, fyrst sem óbreyttur fylgismaður og siðar við skipulagsstörf á stjórnmálasviðinu. Þegar hann getur dvalið tiu daga i Moskvu, rætt af „vinsemd” við rússneska leiðtoga og verið þeim sammála i mikil- vægum atriðum, hlýtur eitthvað óvænt að vera á seyöi. Þess ber að minnast, að Rússar fordæmdu Kardelj eftir ágreininginn 1948, og hann hefir átt drjúgan þátt i að móta hina sjálfstæðu stefnu Júgóslava undangengin ár, en hún hefir hvað eftir annað gert rússneskum leiðtogum ærið gramt i geði. FYRIR skömmu gerðust aðrir atburðir, sem ekki komu siður á óvart en viðræður sovézkra og júgóslavneskra leiðtoga að undanförnu. Tekinn var höndum hópur sovétsinna — „stalinista og endurskoðunarsinna,” eins og Titó komst sjálfur að orði, — og komu sumir þeirra fyrir rétt einmitt i þann mund, sem Kardelj var að stiga út úr flug- vélinni, sem flutti hann heim frá Moskvu. I þessum hópi voru rúmlega 30 menn. Þeir höfðu haldið eins konar flokksfund undir forustu kjörins leiðtoga og bárust reglulega „rit erlendis frá”. Titó réöst opinberlega gegn þessum samtökum, áður en tveir sólarhringar voru liðnir frá þvi að Kardelj kom heim frá Moskvu, og var siður en svo myrkur i máli:. „Að minu áliti þarf að taka svo hart á þessum mönnum, að það geti orðið til viðvörunar og komi i veg fyrir, aö aðrir geri slikt hið sama, jafnvel þó að þeir hefðu tilhneigingu til. Við verðum að herða bar- áttuna gegn öllum slikum öflum, hvar og hvenær sem þau fyrirfinnast.” FULLVIST má heita, að allviða i Júgóslaviu sé að finna „Moskvumenn,” sem reyni að koma sinum skoðunum á framfæri. Mjög er sennilegt, að þeim hafi tekizt að koma ár sinni fyrir borð innan forustu bæði flokks og hers, og þetta viðurkenna margir Júgó- siavar. Titó er afar öflugt einingartákn meðan hans nýtur við, og enginn einn maður er sjálfsagður arftaki hans. Meðan svo hagar til getur hlutur „Moskvumanna” naumast orðið mikill. Hitt er öllum ljóst, hvort heldur er i Júgóslaviu, Atlantshafsbandalagsrikj- unum eða Varsjárbandalags- rikjunum, að tendraöur verður kveikjuþráður iskyggilega nærri púðurtunnu á Balkanskaga, þegar Titó fellur frá. Geti fréttirnar um fjöl- mennan her Sovétmanna rétt viö landamæri Júgóslaviu orðið til þess að gera forustu- mönnum Vesturveldanna ljós- ara en áður, hve viökvæmt og varhugavert ástandið er þarna, þá hafa þær orðið til góðs, — jafnvel þó að þessar hersveitir hafi aðeins verið við venjubundnar æfingar, eins og sennilegast er, og hverfi heim að þeim loknum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.