Tíminn - 28.09.1974, Qupperneq 9

Tíminn - 28.09.1974, Qupperneq 9
8 TÍMINN Laugardagur 28. september 1974. Laugardagur 28. september 1974. TÍMINN 9 °o A Tónlistarlækningar á Islandi: EFLING SKAPGERÐAR- ÞROSKA MED TÓNLIST — hs segir frd ndmskeiði, sem haldið var í sumar,° og ræðir við Geir V. Vilhjdlmsson M.A., forstöðumann Rannsóknarstofnunar vitundarinnar UM miOjan júni sl. birtust I dag- blöðum fréttir af því, að banda- riskur tónlistarlæknir héldi fyrir- lestur og námskeið um tóniistar- lækningar á vegum Rannsókna- stofnunar Vitundarinnar. Fyrir- lesturinn var haldinn I sal Tón- listarskólans við Skipholt að kvöldi dags þann 14. júni, og brá undirritaður undir sig betri fætin- um til að kynnast fyrirbærinu. Mikill fjöldi fólks var þar sam- ankominn til að kynnast þvl, sem um var að vera, eða um 70 manns. Þar var fólk á öllum aldri. Þar voru nokkrir hæru- skotnir kollar, mikill fjöldi af ungu fólki og svo auðvitað allt þar á milli. Geir Vilhjálmsson, sálfræðing- ur og forstöðumaður Rannsókna- stofnunarinnar Vitundarinnar, byrjaði á þvi að kynna hinn bandariska gest, sem var Helen Bonny, music therapist eða tón- listarlæknir, sem er raunar alls endis ófullnægjandi hugtak, þvl að hér er um ýmislegt annað að ræða en lækningar, þ.e.a.s. meö- ferö sjúks fólks, eins og hér kem- ur fram síðar. Geta má þess hér, að stór hluti áheyrenda var fólk, sem starfar á einn eða annan hátt viö tónlist, kennarar og hljóð- færaleikarar. A fyrri hluta þessarar aldar hófst þróun tónlistarlækningaað- ferðarinnar á Vesturlöndum, en Grikkir til forna munu hafa notaö tónlist til lækninga i nokkrum mæli, svo að aðferð þessi er slður en svo ný af nálinni. Þróun greinarinnar hafði náð þvi stigi árið 1950, aö stofnuð voru samtök tónlistarlækna I Bandarikjunum, sem höfðu þaö að markmiði, að þróa notkun tónlistar til lækninga á sjúkrahúsum I menntunar- og félagslegum tilgangi. Nú eru um það bil 2 tugir há- skóla i Bandarikjunum, sem út- skrifa fólk meö B.A.- eða mast- ers-gráðu I þessari grein. I Evrópu er það fyrst og fremst há- skólinn i Vinarborg, sem þekktur er fyrir námsbraut sina I tón- listarlækningum. Námið I þessari grein tekur frá þremur og upp I fjögur og hálft ár og eru náms- greinar þessar helztar, þ.e. I Bandarikjunum: Aðaláherzla er lögð á tónlistarnám, þá kemur tónlistarlækning sem slik, sál- fræði tónlistar, þ.á.m. áhrif henn- ar á hegðun og sálarlif, val tón- listar til lækninga og siöan starfs- þjálfun. Þar að auki kemur menntun i sálarfræði, almennri og afbrigðilegri, uppeldissálar- fræði, félagsfræði og mannfræði, svo eitthvað sé nefnt. A fyrirlestrinum kynnti Helen Bonny tónlistarlækningarnar og þá aðferð, sem hún hefur þróað upp, og er að fróðra manna mati mjög merkilegt framlag til greinarinnar. 1 lok fundarins var viðstöddum gefinn kostur á að hlusta á eitt tónlistar-,,pró- gramm”, en þau eru til I nokkrum mismunandi gerðum, sem gert veröur grein fyrir siðar. Nokkrir viðstaddra gerðu svo grein fyrir þvi, sem fyrir þá bar i þessari tónlistarupplifun og urðu þær frá- sagnir þess valdandi, að undirrit- aöur ákvað að draga upp kr. 2500,- úr aðþrengdri pyngju sinni, og fara á eins dags námskeið dag- inn eftir, til að kynnast þessu nán- ar. Námskeiðið hófst svo með þvi, aö þeim 30 manneskjum, sem þar voru, voru kenndar slökunaraö- ferðir, svo áhrifarikar, að undir- ritaður missti um tima þann sjálfsagða eiginleika frétta- iiíanns, að vera sifellt vakandi fyrir þvi sem er að gerast kring- um hann. Verður frásögnin af námskeiðinu af skornum skammti af þeim sökum. Á námskeiðinu var fólkinu skipt niöur i smærri hópa og siðast unnu tveir og tveir saman, þar sem annar var leiðbeinandi hins, meðan hann lét tónlistina flytja sig um i nokkurs konar dag- draumaástandi. Sumir voru mót- tækilegri fyrir áhrifum tónlistar- innar en aðrir, og bar hún þá á fjarlæga staöi, þeir sáu alls kyns táknmyndir og draumsýnir. Þeir, sem ekki voru svo heppnir að fara I ferö eða sjá sýnir, fengu allténd geysilega góða afslöppun, og ljúfa tónlist til að hlusta 1 lok námskeiðsins ræddu menn um reynslu sina og tjáðu hana með margvislegum litum á pappirsarkir. FYRIR skömmu leitaði undirrit- aður til Geirs Vilhjálmssonar, sem ásamt með Helen Bonny var leiðbeinandi á fyrrgreindu nám- skeiði, og bað hann að skýra það nánar, hvað tónlistarlækningar væru. Geir fórust svo orð: — Tónlistarlækningar hafa ver- ið skilgreindar þannig, að þær séu notkun tónlistar i lækningaskyni, til þess að endurhæfa eða bæta geöheilsu eða likamlegt ástand. Algengast er, að tónlistarlækn- ingar séu notaðar við sállækning- ar, þar sem markmiðið með meö- höndluninni er að veita einstakl- ingnunum meiri innsýn i sjálfansig og heiminn sem hann lfiri I. Tvö aðalafbrigði tónlistar- lækninga eru til, annars vegar að láta þann sem lækna á flytja tónlist, en hins vegar að láta hann hlusta á tónlist. Við geðlækningar og endurhæf- ingu geðsjúkra og vangefinna hefur reynzt mjög vel að láta við- komandi framleiða tónlist. En við sállækningar og til þess að veita heilbrigðu fólki dýpri innsýn i sálarlif sitt, er mjög heppilegt aö láta fólkið hlusta á vel flutta, sér- staklega valda tónlist. — Þú minnist þarna á að veita heilbrigðu fólki dýpri innsýn i sálarlif sitt. Nú gefur hugtakið tónlistarlækning það i skyn, að um sjúklinga sé að ræða. Er hér þá ekki um að ræða lækningu sjúkra I fyllstu merkingu þeirra orða? — Tónlist er fyrir alla, bæði sjúka og heilbrigða. Þær aðferöir sem þróaðar hafa verið i tón- listarlækningum geta hjálpað bæði sjúkum og heilbrigðum til dýpri innlifunar I tónlist, sem bæði getur svo leitt til aukins skilnings á tónlist og aukinnar innsýnar viðkomandi i sitt eigið sálarlif. Frá námskeiðinu. Tveir og tveir vinna saman þar sem annar leiöbeinir en hinn lætur tónlistina hrifa sig og slakar vel á. Dæmi um notkun - Hvernig fara tónlistarlækming- ar fram? — Við skulum taka tvö dæmi. Ef þú færir i heimsókn inn á Kópavogshæli, gætir þú séð hvernig Eyjólfur Melsteð, sem er sérmenntaður i tónlistarlækning- um frá háskólanum I Vin, hefur kennt vangefnum að spila saman einföld lög, þeim sjálfum til ánægjuauka, til örvunar tauga kerfis og sjálfsvirðingar. Hitt dæmið er hvernig við Helen Bonny beittum tónlistarlækning- um á námskeiðinu (sem sagt er frá hér að framan). Venjulega aðferðin er sú að fá viðkomandi til að slaka vel á með viðeigandi slökunaraðferð. Siðan eru honum gefnar leiðbeiningar, sem I stuttu máli ganga út á það, að beina athyglinni sem mest að tónlistinni, reyna að fara inn i tónlistina og skynja þær tilfinn- ingar, táknmyndir og hugsýnir, sem hún framkallar. Fólki er bent á að láta tónlistina leiða sig I eina reynslu af annarri. Það er örvaö til að tjá þær tilfinningar, sem upp kunna að koma. Val tónlistar Tónlistin er venjulega leikin af segulbandi og i þeirri tónlistar- lækningaaðferð, sem Helen hefur þróaö upp og ég siöan lært af henni, notum við mest kafla úr verkum klassiskra meistara, 5-10 minútna kafla, sem raðað er saman þannig, að tónlistin mynd- ar einhvers konar sálræna heild. Sem dæmi get ég nefnt það, að tónlistin I einu „prógramminu” er valin með það fyrir augum, að örva útrás sterkra tilfinninga s.s. reiði, hugrekkis og hetjulundar. Meðal þeirrar tónlistar, sem þar er notuð má nefna kafla úr 5. sinfóníu Beethovens, „Orlaga- sinfóniunni”, kaflann um Mars úr „Pláneturnar” eftir Holts o.fl. Eftir þessa magnþrungnu tónlist kemur svo blið, róleg og huggandi tónlist til mótvægis. Sem dæmi um önnur „pró- grömm” má nefna það, sem á að framkalla jákvæðar og háleitar tilfinningar. Þar er að finna hug- ljúf verk eins og hæga kaflann úr „Keisarakonsert” Beethovens, „Friður á jörðu” úr „Gloria” eft ir Vivaldi og „1 paradis” úr re- quiem eftir Fauré o.fl. Ein átta mismunandi „pró- grömm” hafa verið gefin út á vegum stofnunar þeirrar, sem Helen Bonny veitir forstöðu, og stöðugt er verið að hanna ný „prógrömm”. — Hvað er langt siðan þú kynnt- ist tónlistarlækningum, og notar þú þessi „prógrömm” I starfi þinu sem sálfræðingur? — Það eru nú liðin um þrjú og hálft ár siðan ég kynntist þessari meðhöndlunaraðferð og siðastlið- in tvö ár hef ég i vaxandi mæli notað tónlist Helenar I minu starfi. Auk þess vel ég sjálfur saman tónlist sniðna að þörfum ákveðinna einstaklinga, sem til mln leita. Slökun og hagnýting ímyndunaraf Isins — Þú sagðir áðan, að fólki væri bent á að láta tónlistina leiða sig inn á einhverjar ákveðnar braut- ir. Er þá ekki um að ræða sams konar hlustun og þegar hlýtt er t.d. á tónleika? — Það er mjög mismunandi hvernig fólk hlustar á tónlist t.d. þegar um tónleika er aö ræða. Sumir endurspegla blæbrigði tón- listarinnar i svipbrigðum sinum, aðrir eru með lokuð augu og djúpt niðursokknir og einstaka virðast hafa meiri áhuga á fólkinu i kringum sig, heldur en tónlist- inni. Tónlist hefur bæði hugarleg og tilfinningaleg áhrif. Oftast þegar fólk hlustar á tónlist, er það I venjulegu vökuástandi og hinn rökræni hugur er starfandi. Fólk leggur þá hugarlegt og fagur- fræðilegt mat á verkið og flutning þess. Ef hins vegar á að nota tónlist til að kynnast dýpri hliðum sálar- lifsins, er nauðsynlegt að komast út fyrir ramma hinnar venjulegu rökrænu hugsunar. Þetta. gerum við með þvi að hjálpa fólki til að komast i djúpt slökunarástand, sem likist dagdraumaástandi eða ástandi milli svefns og vöku. Þá verða viðkomandi miklu næmari fyrir tilfinningarlegum og öðrum sálrænum áhrifum tónlistarinn- ar. Ýmiss konar táknmyndir koma auöveldlega fram og oft getur tónlistin leyst úr læðingi dagdrauma eða sterkar tilfinn- ingar. Dýpri svið sálarlifsins og dulvituð svæði vitundarinnar geta þannig komizt betur i tengsl viö meðvitundina. Oftast þarf svo að ræða um reynsluna, merkingu hennar og gildi, — vinna úr reynslunni og koma þeirri innsýn, sem einstakl- ingurinn öðlaðist fyrir milligöngu Helen Bonny. Myndina tók G.V. á Þingvöllum I sumar. tónlistarreynslunnar i tengsl við meövitaðan persónuleika og sjálf hans. Efling sjálfsþekk- ingar og andlegs heilbrigðis — Hvaða gagn hefur svo heil- brigt fólk af þessu? — Þú gætir eins spurt að þvi, hvaða gagn fólk hafi af þvi að læra að þekkja sjálft sig. Þessi aðferð hagnýtir sér tungumál tónlistarinnar og hin sterku áhrif hennar á sálarlifiö og við vinnum úr þeim upplýsingum og þeirri reynslu, sem tónlistin kallar fram i meðvitundina. Þannig aukum við þekkingu okkar á sjálfum okkur, en það að læra að þekkja sjálfan sig, skapgerð sina og eig- inleika, er ef til vill aðalmarkmið mannlegs lifs. Til dæmis öðlast fólk ekki ósjaldan innsýn i hæfi- leika og eiginleika, sem það hafði ekki enn virkjað eða jafnvel ekki vitaö um. Aukin innsýn i tilfinn- ingarnar getur auðveldlega hjálpað til við að fyrirbyggja til- finningaleg vandamál seinna meir, eða auðveldað að greiða úr félagslegum ágreiningsmálum. Margir tala um það, að þeir hafi öðlazt aukna hæfni til þess að njóta tónlistar með dýpri skiln- ingi og innlifun. Það eru einnig möguleikar á hagnýtingu þessarar aðferöar i sambandi við tónlist sem slika. Islenzkur hljóðfæraleikari nefndi það við mig, að þessi reynsla hefði opnað augu hans betur fyrir mikilvægi uppröðunar tónverka i efnisskrá hljómleika og tónlista- kennarar hafa látiö i ljós áhuga á þvi, að nota þessa aðferð sem lið i tónlistarkennslu. Fleiri námskeið — Nú má ef til vill búast viö þvi, að einhverjir fái áhuga á þvi að kynnast þessu nánar, við aö lesa þessar linur, og á að eignast þessi ákveðnu tónverk á hljómplötum eða segulbandsspólum. Hvaö er til ráða fyrir hugsanlegt áhuga- fólk, verður eitthvert framhald námskeiða á vegum Rannsókna- stofunar Vitundarinnar? — Við erum að fara af stað núna þessa dagana með vetrardag- skrána og hefst námskeiö i tón- listarlækningum laugardaginn 5. október og stendur i hálfan mán- uð. Námskeiðið tekur yfir laugar- dagseftirmiðdag, þrjú kvöld og lýkur siðan með laugardagseftir- miðdeginum 19. október. Há- marksfjöldi þátttakenda á þessu námskeiði verður 12-14 manns. A þessu námskeiði mun þátt- takendum gefast kostur á að kynnast af eigin raun flestum tón- listar-,,prógrömmum” sem Hel- en Bonny hefur gefið út. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku geta náö i mig i sima Rannsóknastofn- unar vitundarinnar. Annaö tón- listarlækninganámskeið verður svo haldið eftir áramótin. 1 sambandi við það, hvar fólk geti fengið þessi tónlistarlækn- inga-,,prógrömm”, þá er þeim dreift af Institute for Conscious- ness and Music 1 Baltimore i Bandarikjunum, og er hægt að fá Geir Vilhjálmsson. — Fleiri námskeiöi tónlistarlækningum I vetur. Timamynd: Róbert. nánari upplýsingar um þetta hjá Rannsóknarstofnun vitundarinn- ar. Þess ber þó að geta, að til þess að þessi tónlist komi að fullum notum, þarf fólk að hafa lært þær aðferðir og fengið þá leiðsögn, sem ég greindi frá hér á undan. Margir eiga lika góð hljóm- plötusöfn, sem þeir gætu hagnýtt sér, og er I bók Helen Bonny, „Music and your Mind” (Harper and Row 1973), að finna greiningu á sálrænum áhrifum margra þekktra kafla úr tónverkum. Vert er þó að minnast þess, að túlkun og flutningur getur breytt miklu um sálræn áhrif tónverks. — Eru einhver fleiri og þá ann- ars konar námskeið á döfinni hjá Rannsóknastofnun vitundarinnar á næstunni? — Fjögur annars konar nám- skeið verða á næstunni, sem öll snerta það, sem viö gætum nefnt þróun sálarlifsins og eflingu sjálfsþekkingar. Miðvikudaginn 9. október hefst 2ja vikna námskeið i stjórn vit- undarinnar, fjögur kvöld og einn eftirmiðdagur, þar sem fjallað verður um aðferðir eins og slök- un, sjálfssefjun, tjáskipti, stjórn tilfinninga hugleiðslu o.fl. Þann 27. nóvember hefst svo 3 mánaða sálvaxtarnámskeið fyrir þá, sem áhuga hafa á langtima vinnu að eigin þroska. Þar verða notaðar ýmsar hópaðferðir mannúðarsálfræðinnar til þroska persónuleikans, svo og margs konar æfingar úr Psychosyntesis- kerfi italska geðlæknisins dr. Assagioli. Þann 29. nóvember hefst stutt námskeiö um drauma og sál- fræðilega túlkun þeirra, en föstu- daginn 20. desember verður svo undirbúningsfundur aö námskeiði fyrir kennara og kennaranema, sem stendur yfir i janúar og febrúar. Þar verða kynntar mannúðlegar hópaðferöir, hóp- efli, tjáskiptaaöferðir og annaö sem getur stuðlað að þróun opn- ari og frjálslegri kennsluhátta. Eftir áramót verða fleiri nám- skeið, sem of snemmt er að segja frá i smáatriðum nú. Hámarks- fjöldi þátttakenda á öllum þess- um námskeiðum er 12-14 manns og gagnkvæm tjáning og umræð- ur um eigin reynslu er undir- stöðuþáttur i tilhöguninni. Að lokum mætti geta þess að á- hugi tslendinga á eflingu skap- geröarþróunar og félagsþroska með námskeiöum af þessu tagi fer ört vaxandi. Má marka það bæði af aukinni aðsókn að nám- skeiðum okkar, sem við höfum verið með i sivaxandi mæli siðan haustið 1972 og eins á þvi hvernig opinberar stofnanir eru byrjaðar aö bjóða starfsfólki, eins og kenn- urum og starfsfóli á sviði geöheil- brigöismála, uppá hópnámskeið af þessu tagi, einkum námskeið i hópefli og i tjáskiptum. Viröist mér sem tilkoma tónlistarnám- skeiðanna sé áhugafólki kærkom- in aukin fjölbreytni á þessu sviði. Að lokinni tónlistarreynslunni útskýrði fólk hvaöfyrir þaðbar og tjáöi meö myndum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.