Tíminn - 28.09.1974, Side 11
Laugardagur 28. september 1974. TÍMINN_________________________________________________________________________1J
Stjórn KSÍ samþykkti samhljóða:
Víkingur og Akureyri glata
1. deildarsætum sínum mæti
liðin ekki til leiks í dag
„Stend og fell með þessari ókvörðun" segir Ellert B. Schram, formaður KSÍ
í gær hélt Ellert B.
Schram, formaður KSÍ,
blaðamannafund, þar
sem hann gerði grein
fyrir afstöðu stjórnar
KSÍ, vegna þeirrar
ákvörðunar Vikings og
ÍBA, að neita að leika
aukaleik, sem skeri úr
um það, hvort liðið held-
ur sæti i 1. deild. Sagði
Ellert, að stjórn KSÍ,
hefði skýra og af-
dráttarlausa skoðun á
þessu máli og um hana
væri einhugur i stjórn-
inni, enda þótt mönnum
gæti hugsanlega sýnzt
sitt hvað um dómsniður-
stöðu. Sú skoðun er, að
,,hún, (stjórn KSÍ)
hvorki eigi né geti haft
afskipti af dómum, sem
kveðnir eru upp hjá
dómstólum knatt-
spyrnuhreyfingarinn-
Ellert B. Schram.
ar”, eins og segir i bók-
un stjórnarinnar um
þetta mál.
í samræmi við þessa skoðun
hefur mótanefnd KSÍ sett leik
Víkings og Akureyrar á i dag og á
hann að hefjast klukkan 14 i
Keflavik. Stjórn KSl litur svo á,
að mæti liðin ekki til leiks, eins og
þau hafa bæði tilkynnt, hafi þau
firrt sig rétti til að taka þátt i 1.
deildar keppni frekar að ári.
,,Ég mun standa og falla með
þessari ákvörðun”, sagði formað-
ur KSÍ á blaðamannafundinum I
gær.
Hér á eftir fer bókun stjórnar
KSÍ um málið:
„Eftirfarandi bókun var sam-
þykkt samhljóða á fundi stjórnar
Knattspyrnusambands tslands,
26. sept. en fyrir fundinum lá
skeyti frá Iþróttabandalagi Akur-
eyrar þess efnis, að lið þeirra
mundi ekki mæta til aukaleiks
gegn Vlkingi, 28. sept. n.k.
„Tildrög þessa máls eru þau,
að ágreiningur reis um, hvort
Elmar Geirsson væri hlutgengur
með Knattspyrnufélagi Fram i
þeim þrem leikjum, sem hann lék
með félagi sinu i 1. deild I sumar.
Elmar hefur um nokkurt skeið
stundað nám i V-Þyzkalandi og
leikið með þarlendu liði, Hertha
Shelendorf. Á sumrin hefur hann
leikið með Fram hér heima og
hefur það verið látið óátaliö þar
til I sumar, að þátttaka hans var
kærð til héraðsdómstóls KRR.
Mál þetta hefur verið tekið til
meðferðar i dómstól KRR og
dómstól KSÍ. Knattspyrnufélagið
Vlkingur hefur ekki unað niður-
stöðum dómstólanna, svo og, að
þvl er virðist, tþróttabandalag
Akureyrar, en þessir aðilar eiga
einmitt að taka þátt i áðurnefnd-
um aukaleik um sæti I 1. deild.
íslenzka landsliðið í knattspyrnu valið:
Jón Gunnlaugsson
bætist í hópinn
Sem kunnugt er, mun ís-
lenzka landsliðið leika tvo
landsleiki erlendis á næst-
unni gegn Dönum 9. októ-
ber og gegn Austur-Þjóð-
verjum 12. október. Bóðir
þessir leikir eru liðir i
Evrópukeppni landsliða.
Landsliðsnefnd KSI hefur nú
valið landsliðshópinn og eru 17
leikmenn i honum. Engar breyt-
ingar eru á hópnum frá siðasta
landsleik, nema hvað Jóni Gunn-
laugssyni hefur verið bætt við.
Leikurinn gegn Dönum verður
háður i Álaborg, en leikurinn
gegn Austur-Þjóðverjum i
Magdeburg.
Eftirtaldir 17 leikmenn skipa
landsliðshópinn:
Markverðir:
Þorsteinn Olafsson, IBK, Magnús
Guðmundsson KR.
Aðrir leikmenn:
Jóhannes Eðvaldsson, Val. Mar-
teinn Geirsson, Fram. Jón Pét-
ursson, Fram. Björn Lárusson,
1A. Eirikur Þorsteinsson, Viking.
Jón Gunnlaugsson, 1A. Gisli
Torfason, IBK. Guðgeir Leifsson,
Fram. Grétar Magnússon, IBK.
Karl Hermannsson, IBK. Asgeir
Eliasson, Fram. Teitur Þórðar-
son, IA. Matthias Hallgrimsson,
1A. Atli Þór Héðinsson, KR, Ás-
geir Sigurvinsson, Standard
Liege.
Línurnar í hand-
boltanum skýrast
núna um helgina
Bæði Valur og Fram áttu
ekki i neinum erfiðleikum með
mótherja sina I Reykjavikur-
mótinu i handknattleik, sem
var fram haidið i fyrrakvöld.
Þannig sigraði Valur Þrótt
með 35:19, en Fram sigraði
KR með 22:14.
Nú um þessa hclgi byrjar
fyrst spennan i sambandi við
mótið, þvl að þá mætast
sterku liðin. Á sunnudags-
kvöld mætast 1R og Valur og
strax á eftir Fram og Viking-
ur. Er hér um úrslitaleiki að
ræða i riðlunum.
Engu skal spáð um úrslitin,
en sigurvegararnir mætast i
úrslitaleik eftir helgina. i dag
verða tveir leikir háðir. Ar-
mann ieikur gegn KR og
Þróttur gegn Fylki. Þessir
leikir hefjast klukkan 13.30 i
Laugardalshöllinni.
Vlkingur skaut málinu til
framkvæmdastjórnar ISI, en hún
hefur visað málinu frá.
Hvaða skoöun, sem stjórn KSl,
eða einstakir stjórnarmenn KSt,
kunna að hafa á dómsniðurstöð-
um, er stjórnin á einu máli um,
að hún hvorki eigi né geti haft af-
skipti af dómum, sem kveðnir eru
upp hjá dómstólum knattspyrnu-
hreyfingarinnar. Slikt kynni að
draga ófyrirsjáanlegan dilk á eft-
ir sér og leiða til stjórnleysis.
Stjórn KSt minnir á að það er
þing Knattspyrnusambands Is-
lands, sem setur lög og ákveður
verkefnin, þar er kosin stjórn,
sem annagt framkvæmd knatt-
spyrnumála og þingið kýs sjálf-
stæða dómstóia til að skera úr um
ágreiningsmál eða túlkun laga.
Þessa þriskiptingu hefur knatt-
spyrnuhreyfingin valið sér og
henni verður að hlita.
Meðan áðurnefnt deilumál var
enn óútkljáð hjá dómstólum, beið
mótanefnd KSI með að ákvarða
leikdag á aukaleik milli Vikings
og IBA um áframhaldandi þátt-
töku i 1. deild. Nú, þegar málið
hefur gengið I gegnum bæði
dómstig og niðurstaða liggur fyr-
ir er það rétt og eðlileg ákvörðun
Frh. á bls. 15
Elmar Geirsson, leikmaðurinn. sem allur styrrinn hefur staðið um.
Leikir Fram voru dæmdir ógildir sökum þess, að formsatriðum i sam-
bandi við levfi til handa Elmari hafði ekki verið fram fylgt, að þvi er
talið var. En það voru fleiri en Fram, sem duttu I þessa gildru. Víking-
um láðist að senda kæru sina á hendur Fram nógu snemma.