Tíminn - 28.09.1974, Síða 16
Laugardagur
28. september 1974.
Tíminn er
peníngar
Auglýsnf
iHmanum
1 I
SÍS-FÓlHJll SUNDAHÖFN i m . \.jéá 1
H iTT"
Ðl
fyrir góóan maM
$ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Þannig var umhorfs uppi á þökum viölagasjóðshúsanna i Mosfellssveit i gær. Þar hefur veriö hlaöiö sandpokum. Einnig má sjá, hvernig skin I
beran viöinn. Bundiöhefur veriöyfir eldhúsglugga, sem er á þakinu. _Timamynd: GE.
Hvassviðrið í Mosfellssveit í fyrrakvöld:
Reykháfar, þakplötur og eld-
húsgluggar tættust burt
Gsal-Reykjavík. — Viö Tima-
menn fórum I gær upp I Mosfells-
sveit en i raöhúsum viölagasjóös
sem standa viö Arnartanga,
höföu plötur rifnaö af þökum i
snörpum vindhviöum, sem gengu
yfir sveitina siöari hluta
fimmtudags. Á öllum viölaga-
sjóös-húsunum haföi veriö komiö
fyrir sandpokum á þökunum til aö
foröa frá enn meira foki, ef ske
kynni að hvessti meira.
Við tókum strax eftir þvl, aö
eitt raðhúsanna hafði orðið verst
úti í þessum vindhviðum. Plötur
og annað dót lá eins og hráviði I
kring um húsin og á þökum
raðhússins voru sandpokar og
plastdúkar. f húsinu númer 67
var húsmóöirin að tala við börnin
sin úti I anddyri, en þau voru
auðsjáanlega að fara ut til leikja.
Eins og flestir, sem I þessu
fimm Ibúða raðhúsi búa, er hús-
móðirin á 67 Vestmannaeyingar,
og heitir hún Þyrl ólafsdóttir.
— Þetta gerðist allt um klukkan
hálf fimm. I raun og veru fylgdi
þessu enginn óskaplegur hávaði,
en þegar við litum út um
gluggana, sáum við hvers kyns
var. Þetta voru snarpar vind-
hviður, en svo lygndi nokkuð á
milli. t þessu húsi fuku af bæði
plötur og eins klæðningin.
— Fór ekki lika skorsteininn?
spyrGréta Gunnarsdóttir, en hún
býr I næsta raðhúsi, I húsinu
númer 59, og er komin I heimsókn
til Þyriar.
— Jú, það er rétt, segir Þyrl og
bætir við: I þessum húsum er
glugganum á eldhúsinu komið
fyrir I þakinu, og I einni vindhvið-
unni tók gluggann hérna af. 1
þessum fimm ibúöum, sem eru I
þessari lengju, fóru þrlr eldhús-
gluggar, en gluggi Ibúanna hérna
I næsta húsi hreyfðist ekki.
Úti gnauðaði I vindinum. Plast-
dúkurinn á þakinu smáll I þakið
annað slagið, enda var nokkuð
hvasst.
— Það er þó ekki næstum þvl eins
hvasst og I gær, sagði Þyrl.
— Þá var svo hvasst, aö við sáum
varla yfir götuna fyrir moldar-
mökk, sagöi Gréta.
Sem betur fór, urðu engin slys á
mönnum I þessum veðurofsa, en
það var mesta mildi, því að börn
voru að leik utan dyra, þegar
hvessti. Þyrl sagðist ekki vita
neinar teljandi skemmdir, en
bilar hefðu þó eitthvað skemmst,
þegar þakplötur fuku á þá.
— Inn um eldhúsgluggann kom
mikið af sandi, en strax og vind-
inn lægði aðeins, byrjuðu hús-
eigendur, ásamt mönnum úr
Reykjavík og smiðum hérna úr
hverfinu, að setja sand I poka og
hlaða þeim á þakplöturnar.
Sagði Þyri, að I dag yrði svo
endanlega gengið frá þökum hús-
anna, til aö fyrirbyggja að slíkt
geti gerzt aftur.
— Þótt plötur hafi ekki fokið af
nema fáum þökum, voru þær
áreiðanlega farnar að losna á
mörgum öðrum húsum, og þvi
voru settir sandpokar á öll
viðlagasjóðshúsin, sagði Gréta
Þyrl sagðist hafa búið I þessu
viðlagasjóðshúsi frá því I april
slðastliðnum, og sagði hún, að sér
llkaði mjög vel að búa I húsinu.
— Auðvitað eru smágallar, en
þeir eru svo litlir að þeir koma
ekki að sök. Og ég vil nefna, að
hér er mjög góður hiti.
Hjá Veðurstofunni fengum við
þær upplýsingar að á fimmtu-
daginn hefðu mælzt 7 vindstig I
Reykjavík en eitthvað hvassara
hefði verið I hviðunum.
Astæöan fyrir þessari miklu
norðanátt er sú, að geysimikið
lægðarsvæði er austan við landið,
og mikil hæð yfir Grænlandi og
þar suður af.
— Hæðin virðist heldur þokast I
áttina til okkar og pressar á
lægðina, og þá myndast mikill
norðanstrengur þar á milli, sagði
veðurfræðingurinn, sem við
töluðum við.
Norðanátt mun rlkja á landinu
eitthvað áfram, en þó er búizt við
að dragi úr veöurofsanum, frá og
með deginum I dag.
Sífelldar
sjónvarps
truflanir
eystra
Seyðfirðingar hafa litil not eða
skemmtun af að eiga sjónvarp
Truflanir eru þar miklar, alls
konar rákir og blettir eru á
skerminum, svo að illsjáaniegt er
hvað þar er að gerast.
Þegar byrjað var að sjónvarpa
eftir sumarfri þeirra sjónvarps-
manna, 1. ágúst voru truflanir
þessar mjög miklar, og var þvl
kvartað úr hverju horni, og
daginn eftir var hafin viðgerð.
Unnu menn við að grafa skurð
einn mikinn, sem var sjötíu til
áttatlu metrar á lengd. Byrjuðu
þeir vinnu kl. átta um morguninn
og héldu áfram langt fram á
kvöld.
Þreyta hefur sennilega sótt á
mennina, því að ekki hafa þeir
sézt síðan, og sjónvarps-
truflanirnar eru jafnmiklar eftir
sem áður.
Það, sem kom !• ljós við
uppgröft þenna, var að vatn hefur
komizt inn á kapalinn, sem liggur
frá sjónvarpsmastrinu á Botna-
brún, að sendinum á Seyðisfirði.
Leiðir kapallinn út frá sér, og or-
sakar það truflanirnar leiðinlegu.
Vonast Seyðfirðingar til að
snarlega verði bætt úr þessu
leiðindaástandi og haldið verði á-
fram að vinna við lagfæringar
sem allra fyrst.
— Til hvers,spyrja menn hér, er
verið að borga afnotagjald af
sjónvarpi ef ekki er svo hægt að
horfa á það?
-GéBé-
Gallupkönnun:
Hver fer í
forsetakjör?
Reuter — Washington —
Samkvæmt skoðanakönnun
Gallupstofnunarinnar á föstudag,
er þvl spáð að George Wallace
verði frambjóðandi demókrata I
forsetakosningunum 1976.
Skoðanakönnunin var gerð áður
en Edward Kennedy tilkynnti um
þá ákvörðun sina að gefa ekki
kost á sér til forsetakjörs.
George Wallace, hefur veriö I
hjólastól og er að nokkru lamaður
slðan hann varð fyrir morðtilraun
fyrir tveimur árum, en þá varð
hann fyrir tveim skotum. Wallace
fékk 27% I skoðanakönnuninni,
sagði blaðið Washington Post.
öldungadeildarþingmennirnir
George McGovern og Edmund
Muskie fengu hver 17% fylgi I
könnuninni, á eftir þeim komu
Henry Jackson, 14%, Eugene
McCarty William Proxmire 7%,
William Proxmire 5%, og Walter
Mondale 2%. 7% gátu ekki ákveð-
ið sig.
Stjórnarfundur norræna iðnþróunarsjóðsins i Reykjavík:
Island aðili að fjórum verk-
efnum
BH—Reykjavík. — Stjórn nor-
ræna iðnþróunarsjóðsins kom
saman I Reykjavik I gær, og er
það I fyrsta sinn, sem það gerist
utan Svíþjóðar, cn þar hefur sjóð-
urinn höfuðstöðvar sinar og skrif-
stofur, ásamt rannsóknarráði
Norðurlanda. Að loknum fundi
sjóðsstjórnarinnar gafst blaða-
mönnum kostur á að kynnast
starfsemi og tilgangi sjóðsins
nokkuð.
Norrænni iðnþróunarsjóðurinn
var stofnaður I Osló 1. júli 1973.
Tilgangur hans er að stuðla að
betri nýtingu norrænna starfs-
krafta I þágu tækni- og iðnþróun-
ar, m.a. með því að styðja fjár-
Lóðasamningur
um
læknamiðstöð
BH-Reykjavik — Á fundi borgar-
ráös slþriðjudag var lagður fram
kaupsamningur á hluta húsnæðis
að Hraunbæ 102D og E fyrir
heilsugæzlustöð og læknamiðstöð
I Árbæjarhverfi.
mögnun verkefna, sem varða iðn-
aöinn I tveim eða fleiri aðildar-
löndum. Sjóðurinn er fjár-
magnaður með framlögum, sem
Noröurlöndin leggja fram eftir
sérstökum reglum. A fyrsta fimm
ára tlmabilinu hefur hann alls 50
milljónir sænskra króna til
umráða þar af 10 milljónir á
fyrsta árinu, þ.e.a.s. frá stofndegi
til 31. des. 1974.
Frá því starfsemin hófst hafa
sjóðnum borizt 64 umsóknir. Hafa
verið veitt úr honum allmörg lán
og styrkir, eða alls fyrir 5 milljón-
ir sænskra króna. Danmörk er
aöili að 12 verkefnum, Finnland
að 13 verkefnum, Island að 4,
Noregur að 14 og Sviþjóð að 15.
Verkefnin fjö'gur, sem Island
er aðili að, eru I stuttu máli
Nortest, sem hefur með höndum
yfirgripsmikla rannsókna- og
tilraunastarfsemi, sem ekki verð-
ur skýrð nánar hér, I öðru lagi
gerð neyðartalstöðva- og
siglingaútbúnaðar, I þriðja lagi
tilraunir með trefjasteypu og loks
tilraunir með tæki fyrir blinda og
heyrnarlausa.
Verður nánar um verkefni þessi
fjallað hér I blaðinu siðar, svo og
önnur, sem á döfinni eru.
Hvað varðar möguleika Islands
til að njóta góðs af starfsemi
sjóðsins er það ljóst, að mjög fá
verkefni geta fullnægt skilyrðun-
um um, að verkefnið leiði til
árangurs i a.m.k. tveim Norður-
löndunum. Hefur þvl komiö til
tals, að útvikka starfsramma
sjóðsins gagnvart íslandi. Sam-
kvæmt samþykkt sjóðsstjórnar
getur sjóðurinn stutt sérstak-
lega verkefni á Islandi, sem
varða uppbyggingu tækniþjón-
ustu og eflingu iðnaðar hérlendis.
Yrði það m.a. gert með fjárhags-
legum stuðningi við samskipti is-
lenzkra stofnana, sem starfa i
þágu iðnaðar- og hliðstæðra
stofnana á Norðurlöndum, t.d.
með þvi að kosta kynnis- og
námsferðir á fundi og ráðstefnur
og með stuðningi við störf nor-
rænna ráðgjafaaðila á Islandi,
með þvi að kosta þýðingu náms-
efnis til notkunar á námskeiðum
og með stuðningi við tækni-
þjónustuverkefni fyrir einstakar
iðngreinar. Þetta er gert i þeim
skilningi, að slikur stuðningur
leiði til útbreiðslu norrænnar
tækniþekkingar til íslands.
Fulltrúi Islands I sjóðsstjórn-
inni er Árni Snævarr, ráðu-
neytisstjóri, og varamaður hans
er dr. Vilhjálmur Lúðvlksson.
KÓPAVOGUR
Tímann vantar blaðburðarbörn f
eftirtaldar götur:
Kársnesbraut,
Þinghólsbraut,
Hraunbraut,
Kópavogsbraut
og víðsvegar um bæinn
Hringið í sima 42073