Tíminn - 05.11.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.11.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þrtftjudagiir 5. nóvembcr 1974. Þriðjudagur 5. névember 1874. TÍMINN 11 Hér eru Kasper, Jesper og Jónatan aft leggja á ráftin um hvernig þeir elgi aft losna vift Sofflu frenku. Sofffa frcnka vill alls ekki láta bjarga sér frá rsningjunum. Bastian bsjarfógeti og vinir hans eru aft vonum steinhissa á þessu. Hinir alkunnu heiftursmenn Kasper, Jesper og Jónatan eru eitthvað að bralla. Ætli þeir séu ekkl aft Isft- ast af staft til aft stela einhverju. Tfmamyndir Róbert. Tobfas gamli er mjög ánsgftur meft páfagaukinn, sem hann fékk f afmælisgjöf, og þakkar fbúunum f Kardemommubæ vel fyrir. Þjóðleikhúsið: Hún Sofffa frænka er myndarleg og ákveftin kona, og sennilega eru flestir í Kardemommubæ hálfsmeykir vift hana. Kardemommubærinn sýndur aftur gébé—Reykjavik — óhætt er aö fullyrfta, aft ekkert leikrit sem ætlað er yngri kynslóftinni, hafi náö eins miklum vinsældum og Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner. Allir krakkar þekkja Kasper, Jesper og Jóna- tan og blessaða kerlinguna, hana Sofffu frænku. Þjóöleikhúsið tekur Kaidemommubæinn nú aftur til sýninga, og er enginn efi á að vinsældir hans verða ekki minni nú en áður. Leikurinn var fyrst sýndur hjá Þjóðleikhúsinu árið 1960. og var sýningum þá haldið áfram i tvö leikár. Aftur var leikurinn tekinn upp siðar, og urðu sýningar alls 94, sem er algjört met á Islandi, þegar barnaleikrit eiga i hlut. Um 57 þúsund áhorfendur munu hafa séö sýninguna. Leikstjóri Kardemommubæj- arins nú er Klemenz Jónsson, en hann stjórnaði einnig sýningu á leiknum árið 1960. Aðstoðarleik- stjóri er Jón Gunnarsson. Leikmyndir og búninga- teikningar eru gerðar af höfundi leiksins, Thorbjörn Egner. Nanna ólafsdóttir hefur samið dansana i leiknum og verið leikstjóra til að- stoðar i söng- og dansatriðum. Niu manna hljómsveit leikur undir stjórn Carls Billich. Hlutverkaskipan er aö sjálfsögðu mikið breytt frá þvi sem var á fyrri sýningum. Þrir leikarar leika þó núna, sem voru með áður. Það eru þeir Bessi Bjarnason, Jón Aðils og Klemenz Jónsson. Helztu hlutverkin nú eru I höndum Bessa Bjarnasonar, Randvers Þorlákssonar og Þórhalls Sigurðssonar. Soffia frænka er leikin af Guðrúnu Stephensen. Arni Tryggvason leikur Bastian bæjarfógeta og Herdis Þorvaldsdóttir frú Bastian. Sigmundur örn Arngrimsson leikur Sörensen rakara, en i minni hlutverkum eru: Flosi Ólafsson, Hákon Waage, Jón Gunnarsson, Þorgrimur Einarsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Einar Sveinn Þórðarson, Hanna Valdis Guðmundsdóttir, Þórður Þórðar- son, Jón Aðils, Klemenz Jónsson og fleiri. Auk þess koma mörg börn fram I sýningunni, en alls eru leikarar og aukaleikarar um fimmtiu tals- ins. Kardemommubærinn verður frumsýndur I Þjóðleikhúsinu 6. nóvember kl. 17:00. Höfundur leiksins tekur fram, að leikurinn sé ekki siöur fyrir fullorðna en börn, og óhætt er að fullyrða, að foreldrar skemmta sér ekki siður en börnin. Þetta er leikur fyrir alla fjölskylduna. Jónatan er mesti æringi, og eftir svipnum á honum aft dæma, er það ekkert fallegt sem hann hefur I huga. Jesper er meinilla vift aft þvo sér, en þorir ekki annaft en aft gera eins og Soffia frænka skipar fyrir. Tóbias á afmæli, og allir Kardemommubæjarbúar syngja honum afmælissöng, eins og vera ber, og gefa honum talandi páfagauk f afmælisgjöf. Toblas gamli er f vitanum. Eitthvaft eru þeir bræftur aft bralla núna. Litla Ijónift fylgist með þeim steinhissa. Ekki er beint þrifalegt heima hjá þeim : « h, \ . f '■ ■ ''■Jbv W' i/m jk Kristinn Snæland: UTVARPSTRUFLANIR Lög brotin á Vestfirðingum 1 mörg ár hafa Vestfirðingar búið við hvimleiðar truflanir á útsend- ingum Rikisútvarpsins, en þær stafa frá ióranstööinni á Snæfells- nesi. Þegar truflanir þessar eru magnaðastar, verður mælt mál með öllu óskiljanlegt og hljómlist eins og ný útgáfa af elektrónfsku tónverki. Enn eru islenzkir áheyrendur þó ekki það hug- fangnir af framúrstefnum i bók- menntum eða hljómlist, að þeir hlusti á óskiljanlegt þrugl eöa elektróniskar truflanir sér til ánægju. Vera má að þeir timar komi, en þar til svo verður, munu truflanir á borð við þær, er loran- stöðin veldur, þykja hinn mesti ófögnuður. Að undanförnu hefur Rikisútvarpið boðið landsmönn- um vandaða dagskrá — enda þjóðhátið. Meöal efnis þessarar dagskrár hafa veriö mörg ágæt leikrit, en þvi miður hefur lóran- stöðin leikið verulegt hlutverk i öllum þessum leikritum, og þá á þann veg, að bæði hefur verið um ofleik og rangtúlkun að ræða. Óhætt er að fullyrða, að ef við- komandi leikstjórar heföu hlýtt á flutninginn i Rikisútvarpinu á Vestfjörðum, þá væru þeir þegar búnir að dæma sjálfa sig óhæfa til leikstjórnar, eða þá hitt, að þeir sameinuðust Vestfirðingum i þeirri viðleitni að fá lóranstöðina tekna út af dagskrá Rikisútvarps- ins. Vitanlega er lika til sá mögu- leiki, að starfsmenn Rikisút- varpsins sæju um aö viðkomandi lögbrjótur færi að lögum, ella hlyti hann refsingu. Laganna bóksíafur 1 lögum um útvarpsrekstur rikisins nr. 68, frá 28. des. 1934 segir svo i 9. gr.: ,,Nú hafa einstakir menn, sveitarfélög eða bæjarfélög raflagnir, vélar eða tæki, hvers kyns sem eru, sem geta valdið truflunum á starf- rækslu Rikisútvarpsins, og er Rikisútvarpinu þá heimilt að gera á kostnað eiganda, nauðsynlegar ráðstafanir um þau tæki eða lagnir til þess að hindra truflanir, sem af þeim geta hlotizt.” Lóranstöðin Eins og áður er getið, er það lóranstöðin að Gufuskálum á Snæfellsnesi, sem veldur þeim truflunum, er vekja mesta gremju á Vestfjörðum. Stöð þessi mun hafa verið sett upp af varnarliðinu. (Athyglisvert er, þótt annað mál sé, hve varnarlið- ið hefur á margvislegan hátt brotið lög um útvarpsrekstur rikisins átölulaust) en nú annast Islendingar starfrækslu stöðvar- innar og munu þeir vera rikis- starfsmenn. (Ekki lagast lögbrot- ið við það, nema siður sé.) Lóran- stöðin mun þjóna flugi varnar- liðsins og almennu flugi um Atlantshaf. Bókstafurinn enn í fyrrnefndum lögum segir svo i 1. gr.: „Rikisst jórnin hefur einkarétt til að reka útvarp á Is- landi. Hún lætur starfrækja út- varpsstöð i Reykjavik og má auka orku hennar, eftir þvi sem þörf krefur. Rikisstjórnin lætur reisa endurvarpsstöðvar annars staðar á landinu, eftir þvi sem ástæður krefjast.” Endurvarpsstöðvar Rétt er að geta þess, að um ein- hverjar endurvarpsstöðvar mun að ræða á Vestfjörðum (FM), en t.d. önfirðingum þjóna þær ekki, þeir hafa aðeins langbylgjuna með lórantillegginu. Bygging endurvarpsstöðva er sjálfsagt kostnaðarsöm, en i þessu tilviki er málið mjög auðvelt viðureignar. Rikisstjórnin hlýðir bókstaf laganna, byggir endur- varpsstöðvar á Vestfjörðum,” eftir þvi sem ástæður krefjast”, og beitir siðan bóksafnum enn ,,á kostnað eiganda” og færir lóran- stöðinni reikninginn. Þær nauðsynlegu ráðstafanir, sem gera þarf til að hindra truflanir lóranstöðvarinnar, eru einungis framkvæmanlegar með byggingu endurvarpsstöðva. Þar sem eigendur lóranstöðvarinnar eru a.m.k. að stórum hluta erlendir aðilar, þá mun mál þetta jafnvel afla okkur dýrmæts erlends gjaldeyris. Lögbrot kært Ljóst má vera af framanrituðu, að Vestfirðingar eru óánægðir með hlustunarskilyrðin, en jafnframt má benda á að tal- stöðvar (þ.e.a.s. samtöl milli báta og lands) koma gjarna það sterkt inn á sjónvarp, að talað mál i þvi heyrist ekki. Það sem hér hefur verið ritað um lóran- stöðina og talstöðvarnar, er brot á lögum rikisins. Grein þessi er kæra til gæzlumanna islenzkra laga vegna lögbrots, sem hefur verið framið og stöðugt er veriö að fremja. Lögbrotið er framiö á Snæfellsnesi en bitnar á fjölmörgum ibúum á Vest- fjörðum. Hverjir eiga að framfylgja lögum I þessu máli? Sýslumenn 1 almennum hegningarlögum segir svo um ákærureglur: „Sérhver refsiverður verknaður skal sæta opinberri ákæru nema annað sé sérstaklega ákveðið i lögum.” 1 lögum um útvarps- rekstur segir: ,,Brot gegn lögum þessum skal farið með sem almenn lögreglumál” Sýslumönnum á þvi svæði, sem lóranstöðvartruflanirnar koma fram á, ber væntanlega að hlutast til um rannsókn á máli þessu, en þeir eru yfirmenn lögreglumanna á svæðinu. 1 lögum um meðferð opinberra mála segir i 35. gr.: ,,Nú fá lögreglumenn vitneskju eða rökstuddan grun um að refsi- verð háttsemi, er beri undir opin- bera ákæruvaldið, hafi drýgð verið i umdæmi þeirra”, og siðan segir ,,og ber þeim þá að hefja af sjálfsdáðum rannsókn málsins.” Nú vænti ég þess, að lögreglu- menn fái með grein þessari vit- neskju eða rökstuddan grun um stórfellt lögbrot lóranstöðvarinn- ar og smábrot talstöðvanna. Væntanlega taka islenzkir lög- gæzlumenn nú þegar á sig rögg og hefjast þegar handa um að koma i veg fyrir þessi stórfelldu lögbrot, til mikillar ánægju vestfirzkum hlustendum rikisútvarpsins okkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.