Tíminn - 05.11.1974, Blaðsíða 15
ÞriOjudagur 5. nóvember 1974.
TÍMINN
15
Baráttan á toppnum harðnar
★ Liverpool mátti þakka fyrir aðeins 0:1 tap á
Portman Road
★ AAanchester City átti aldrei möguleika gegn
Everton
★ Ólafur Noregskonungur var heiðursgestur hjá
Q.P.R.
★ Sammels skoraði sitt 50. deildarmark
Enn harönar baráttan á toppi 1.
deildar i Englandi. Tvö efstu liðin
töpuöu nú um helgina, Liverpool i
Ipswich 0-1, og Manchester City i
Liverpool á móti Everton 0-2.
Leikur Liverpool og Ipswich var
mjög hraður og skemmtiiegur.
Staðan var 0-0 i háifleik, og getur
Liverpool þakkað það hinum
snjalla markverði sinum, lands-
liðsmarkverðinum Ray Cle-
mence. Hann varði tvisvar i fyrri
hálfleik skot, sem fáir aðrir
markmenn hefðu getað varið. 1
seinni hálfleik hélt Ipswich áfram
að sækja að marki Liverpool, en
litlu munaði samt að Kevin Keeg-
an skoraði fyrir Liverpool á 60.
minútu, er hann komst einn inn
fyrir vörn Ipswich, en á óskiljan-
legan hátt tókst honum að klúðra
tækifærinu. Það var ekki fyrr en á
83. minútu að Ipswich skoraði. Þá
lék Lambert upp kantinn og gaf
góðan bolta fyrir á hinn unga Tal-
bot. Honum tókst að koma knett-
inum undir Clemence, sem kom
hlaupandi út á móti, og boltinn
rúllaði rólega yfir marklinuna.
Manchester City átti aldrei
möguleika á móti léttleikandi
Everton-liðinu, — City átti i vök
að verjast allan leikinn. Það var
fyrirliði Everton, Dave Clements,
sem átti stórleik og stjórnaði liði
sinu röggsamlega. Hann gaf bolt-
ann fyrir á Connelly snemma i
fyrri hálfleik, og Connelly tókst
að skora úr erfiðir aðstöðu. 1
seinni hálfleik bætti Jones við
öðru marki fyrir Everton, en með
réttu hefði sigur Everton átt að
vera miklu stærri. Hinir 43.000
áhorfendur á Goddison Park
voru samt ánægðir með slna
menn.
Úrslitin um helgina urðu
annars þannig:
1. deildl. deild.
Arsenal—Wolves 0-0
Birmingham—Chelsea 2-0
Everton—ManchesterC. 2-0
Ipswich—Liverpool 1-0
Leeds—Derby 0-1
Leicester—Burnley 1-0
Newcastle—Luton 1-0
Q.P.R.—Coventry 2-0
Sheffield Utd.-Carlisle 2-1
Stoke—Tottenham 2-2
West Ham—Middlesborough 3-0
2. deild.
Bla ckpool—Sheffield Wed. 3-1
Bolton—Nottingham 2-0
BristolR,—Southampton 0-1
Cardiff—Sunderland 2-0
Fulham—Aston Villa 3-1
Manchester Utd.—Oxford 4-0
Notts—Hull 5-0
Oldham—Millwall 1-1
Portsmouth—BristolC. 0-1
W.B;A.—Norwich 1-1
York—Orient 0-1
Leeds „átti” leikinn á móti
Derby, en tapaði samt. Boulton I
marki Derby varði hvað eftir
annað á ótrúlegasta hátt, og þótt
Lorimer og Clarke ættu báðir
mjög góðan leik fyrir Leeds, tókst
þeim ekki að koma knettinum
framhjá honum. Francis Lee
skoraði mark Derby á 80. minútu,
en það var fjórða skotið, sem
leikmenn Derby áttu á mark
Leeds I leiknum. Skot Lee var af
15 metra færi, algjörlega óverj-
andi fyrir Harvey. Leikur þessi
var nokkuð harður, og voru fimm
menn bókaðir, þeir Rioch, Powell
og Davies frá Derby og Yorath og
Cooper frá Leeds.
Trevor Brooking átti mjög góð-
an leik fyrir West Ham á móti
Middlesborough, og sýndi hann
þar, að hann verður svo sannar-
lega með I liði Kon Revies i fram-
tlðinni. Keith Robson skoraði
fyrsta mark West Ham eftir
fyrirsendingu frá Gould. Þetta
var eftir hálftima leik. I seinni
hálfleik skapaðist oft hætta við
bæði mörkin og það var ekki fyrr
en á 84. minútu, að West Ham
bætti við öðru marki, er fyrirliði
„Boro”, Boam, sendi knöttinn i
sitt eigið net. Þremur minútum
siðar innsiglaði Paddon sigur
West Ham, er hann skoraði beint
úr frisparki af 35 metra færi.
John Duncan er þegar farinn að
endurgreiða þau 150.000 pund,
sem Tottenham borgaði fyrir
hann. 1 sinum öðrum leik með
Tottenham skoraði hann bæði
mörkin sem liðið gerði, en það
var á Victoria Ground i Stoke.
Liði Stoke tókst einnig að skora
tvisvar, og þar voru þeir Salmons
og Greenhoff að verki. öll komu
þessi mörk i fyrri hálfleik, en i
seinni hálfleik áttu bæði liðin góð
tækifæri til að gera út um leikinn,
t.d. var varið á linu frá Chivers,
og Farmer i marki Stoke varði
meistaralega skot frá Duncan.
Don Givens hefur heldur betur
verið á skotskónum undanfarna
daga. Um siðustu helgi skoraði
hann annað mark Q.P.R. á móti
Coventry, sem ekki hafði tapað i
siðustu sjö leikjum. Hitt mark
Q.P.R. skoraði Stan Bowles, og
sýndi hann það, að hann á ekki
siður heima I landsliði Don Revi-
es en þeir Gerry Francis og Dave
Thomas. Mark Givens var hans
sjötta mark á viku. Hann skoraði
tvö mörk á móti Wolves og þrjú á
móti Rússum fyrir irska landslið-
ið. Sigur Q.P.R. á móti Coventry
var fyllilega verðskuldaður, og
hefði vel getað orðið stærri. Þess
má geta til gamans, að Óiafur
Noregskonungur var heiðursgest-
ur á þessum leik.
Arsenal-liðið átti svo sannar-
lega ekki að láta Úlfana sleppa
heim með annað stigið, en þeir
geta kennt um klaufaskap sinum,
að svo fór. Þrisvar i leiknum átti
Arsenal skot I stengur, auk allra
dauðafæranna, sem buðust. Rétt
fyrir leikslok munaði, svo
minnstu að Ulfarnir stælu sigrin-
um. Hibbitt gaf vel fyrir á
Richards, sem skaut góðu skoti,
en Rimmer varði meistaralega.
Maður leiksins var hinn ungi Li-
am Rrady hjá Arsenal, en hann
gerði vörn Úlfanna oft gramt i
geði.
Birmingham án Trevor
Francis, vann góðan sigur i leik
gegn Chelsea á St. Andrews i
Birmingham. Þar var maður
leiksins Howard Kendalij en hann
lagði annað markið, sem Bob
Hatton skoraði úr i fyrri hálfleik,
en skoraði siðan hitt i seinni hálf-
leik. Chelsea átti sin færi lika, en
þeir komu knettinum ekki fram-
hjá Latchford, sem var mjög
góður, i marki Birmingham. Lið
Birmingham á nú við mikil
meiðsli að striða. Auk Francis
eru nú einir 5 leikmenn á sjúkra-
lista hjá þeim.
Loksins kom að þvi, að Jolin'
Sammels skoraði sitt 50. deildar-
mark, en eftir þvi hafði hann beð-
ið i 14 mánuði. Og hvilikt mark,
loksins þegar það kom. Sammels
fékk knöttinn á miðju og lék
áfram, en skaut siðan 35 metra
frá marki, og Stevenson I marki
Burnley hreyfði sig ekki einu
sinni. Mark þetta kom eftir 50
minútur, en þær minútur, sem
eftir voru, pressaði lið Burnley
stift, og var óheppið að jafna ekki
a.m.k.
Newcastle og Luton áttu léleg-
an leik á St. James Park i New-
caslte. Ahorfendurnir voru farnir
að trúa þvi, að Luton tækist að
stela öðru stiginu, þegar John
Tudor tókst á 80. minútu að koma
knettinum i mark Luton. Ekki var
mikið um góð færi i þessum leik,
helzt það, að i fyrri hálfleik átti
McDonald skot i slá. Staða Luton
á botninum fer nú að verða nokk-
uð alvarleg, og er ekki ótrúlegt,
að þeir hreyfi sig ekki þaðan i vet-
ur. Liðið er greinilega ekki i sama
gæðaflokki og hin 1. deildar liðin.
Sheffield Utd. getur þakkað
Tony Field sigurinn yfir Carlisle.
Hann skoraði bæði mörk Sheffield
i fyrri hálfleik, með tveggja
minútna millibili. Mcllmoyle
skoraði mark fyrir Carlisle
seinna i leiknum en það breytti
engu um það, að bæði stigin voru
kyrr i Sheffield.
t annarri deildinni hefur
Manchester Utd. nú náð 5 stiga
forystu. Næst er Norwich, og 3
stigum þar fyrir neðan Sunder-
land og Aston Villa, sem bæði töp-
uðu nú um helgina. Manchester
Utd. lék á laugardaginn heima á
móti Oxford, og i hálfleik leit út
fyrir stórsigur Man. Utd. þvi þeir
höfðu skorað 4 mörk á móti engu.
En i seinni hálfleik voru ekki
skoruð mörk, svo lokatölurnar
urðu 4-0. Pearson skoraði „hat-
trick”, og Macari bætti svo fjórða
markinu við. Lið Man. Utd. hefur
nú spilað sex leiki i röð, án þess að
fá á sig mark. Fulham skoraði
mark þegar á 2. minútu á móti
Aston Villa, og var Lacey þar að
verki. Þetta braut lið Villa alveg
niður, og Busby og Lloyd skoruðu
tvö mörk i viðbót fyrir Fulham
áður en Little skoraði fyrir Aston
Villa. Sunderland tapaði aftur nú
i Cardiff, en Finnieston og Ander-
son skoruðu fyrir Cardiff. WBA
og Norwich gerðu jafntefli 1-1.
mark WBA gerði Shaw, en
McDougall jafnaði fyrir Norwich.
Ó.O.
1. DEILD
Staðan i 1. deild er nú þannig.
Liverpool 15 i 10 1 ‘ 1 22-9 21
Ipswich 16 9 2 5 20-10 20
Everton 16 5 : 10 1 22-17 20
Manch.City 16 8 4 4 19-16 20
Stoke 15 6 6 3 25-20 18 .
Middlesbro 15 7 4 4 22-19 18
Derby 16 6 6 4 24-21 18
Sheff.Utd. 16 7 4 5 24-17 18
Newcastle 15 6 5 4 20-20 17
West Ham 16 6 4 6 28-25 16
Birmingham 16 7 2 7 24-23 16
Burnley 16 7 2 7 24-25 16
Wolves 16 4 7 5 16-17 15
Leicester 14 5 4 5 18-18 14
Coventry 15 4 6 5 20-26 14
Q.P.R. 15 4 5 6 15-17 13
Carlisle 16 5 3 8 14-16 13
Chelsea 15 3 6 6 16-25 13
Leeds 15 4 3 8 16-17 11
Tottenham 15 4 3 8 19-23 11
Arsenal 15 3 4 8 15-20 10
Luton 16 1 7 8 13-23 9
2. DEILD
Staðan i 2. deild:
Manc.Utd. 16 12 3 1 29-7 27
Norwich 15 8 6 1 22-10 22
Sunderland 15 7 5 3 23-11 19
Aston Villa 15 7 5 3 25-12 19
W.B.A. 15 5 6 4 18-12 16
Bristol City 14 5 6 3 12-9 16
Blackpool 16 5 6 5 17-26 16
Hull 16 5 6 5 19-30 16
Fulham 15 5 5 5 19-12 15
Bolton 14 6 3 5 16-13 15
York 16 5 5 6 21-20 15
Notts Co. 16 4 7 5 19-20 15
Nott. For. 16 6 3 7 18-23 15
Oxford 15 6 3 6 15-24 15
BristolRov. 15 5 4 6 13-18 14
Orient 15 4 6 5 12-18 14
Oldham 14 5 3 6 15-17 13
Southampton 15 4 4 7 19-23 12
Millvall 16 4 4 8 16-23 12
Portsmouth 16 2 7 7 12-22 11
Cardiff 15 4 2 9 15-25 10
Sheff.Wed. 16 2 5 9 13-25 9
Blóðtaka fyrir
-Birmingham...-
Tervor Francic gekkst undir skurðaðgerð
og verður hann frá keppni í 3 mánuði
EINS OG kunnugt er meiddist Trevor Francis illa I leik á móti Shef-
field Utd. fyrir rúmri viku. Þá varð að bera hann af leikveili vegna
mciðsla i fæti og meiðslin voru þaö alvarleg, að hann þurfti aö gang-
ast undir skruðaðgerð i s.l. viku. Þetta verður til þess, að Francis
verður frá knattspyrnu i a.m.k. þrjá mánuði, og er það mikil blóötaka
fyrir Birminghamliðið, en velgengni þess undanfarnar vikur hefur aö
mestu leyti byggzt á Francis. Hann hefur verið aðaldriffjöður liðsins
og I deildarleikjunum hefur hann skoraö 10 mörk.
STJÓRNIN LÉT
---------UNDAN-------------------1
— leikmönnum Chelsea
CHELSEA hefur nú ráðið til sin nýjan framkvæmdastjóra, og sá, sem
að lokum varð fyrir valinu, var aðstoöarframkvæmdastjóri Dave
Sextons, Ron Stuart. Þeir hafa viða leitaö fyrir sér að nýjum manni,
en annað hvort voru þeir sem buðust ekki nógu góðir, eða þeir, sem
Chelsea vildi fá.voru ekki á lausum kili. En leikmenn Chelsea voru á
einu máli um það, að Ron Stuart væri sá bezti, sem hægt væri að fá I
starfið, og að lokum lét stjórn liðsins undan tilmælum leikmanna og
réði Ron Stuart. — Ó.O.
STAN BOWLES............sýndi það gegn Coventry, að hann á heima I enska landsliðinu. Hér á myndinni
sést hann leika á Dennis Mortimer I ieiknum á laugardaginn.