Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Tíminn - 26.11.1974, Síða 2

Tíminn - 26.11.1974, Síða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 26. nóvember 1974. Þriðjudagur 26. nóvember 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú hefur verið aö biða eftir einhverju undanfar- ið, og þaö er ekkert óliklegt, aö þetta sé einmitt dagurinn. Ef þér finnst likindi til þess með morgninum, skaltu ganga að þvi með oddi og egg, að þessi mál nái fram að ganga. Fiskarnir (19. febr—20. marz.) Það gerist eitthvað á vinnustaðnum i dag, sem þú skalt vera viðbúinn. Það er ekki gott að segja, hvers eðlis þetta er, en þú hafðir að minnsta kosti ekki búizt við þessum viðbrögðum úr þess- ari átt, og það er bara að standa sig! Hrúturinn (21. marz—19. april) í dag skaltu kappkosta að umgangast þér yngra fólk. Þaðlitur einna helzt út fyrir það, að þú haf- ir staðnaö i einhverjum ákveönum hópi og að þér hætti til þröngsýni, ef þú vikkar ekki sjón- deildarhring þinn með einhverju móti. Nautið (20. apríl—20. mai) Þú skalt vera viðbúinn ymsu i dag. Það er ekki vist,aðýkja margt fyrir utan venjuleg störf ger- ist um daginn sjálfan, en kvöldið skiptir þig geysimiklu máli, og þú skalt jafnvel búast við að þurfa að koma miklu i verk þá. Tviburarnir (21. mai—20. júní) Oft var þörf, en nú er nauðsyn. 1 dag skaltu vera sérstaklega varkár gagnvart þeim aðilum, sem þú átt afkomu þlna undir, og þú skalt á allan hátt kappkosta að leysa verkefnin, sem þér eru falin, sem allra bezt af hendi. Krabbinn (21. júni—22. júli) Það er rétt eins og þú græðir ekkert á þvi, hvað þú ert kröfuharður, þvi að kröfur þinar virðast ekki allar vera sem sanngjarnastar. Ef þú færð boð i samkvæmi i kvöld, skaltu gæta allrar hóf- semi, þvi að það verður tekið eftir þér. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Það litur út fyrir, að þú sért haldinn einhverri óvissu eða leiðindum i dag, — jafnvel án þess að þú gerir þér það fyllilega ljóst sjálfur. Hristu af þér slenið og sýndu, hvaða dugur er i þér. Þú skalt þiggja boð, sem þú færð i kvöld. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þetta er mikill annadagur, og hætt við að þú hafir nóg á þinni könnu. En engu að siður er þér ráðlegt að hafa augun opin og fylgjast vel með öllu þvi, sem fram fer i kringum þig- Það getur varöað þig. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þér berst til eyrna einhver orðrómur um aðra persónu, sem skiptir þig þó nokkru máli. Þú tekur nærri þér, en ef þú athugar málin betur, er hætt við, að þú verðir fljótur að sjá, hvernig i málinu liggur i raun og veru. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það kann að renna upp fyrir þér ljós i dag... og þegar þú hefur gert þér staðreyndirnar ljósar, veiztu það ef til vill, að allir eru að vinna að sin- um málum, og þér ber að gera slíkt hið sama. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Það litur út fyrir, að einhver vinur þinn sé sér- lega langtniöri þessa dagana, og þú gerðir gott I þvi aö fórna einhverjum tima hans vegna. Það er eins og það riki einhver óvissa I sambandi við vinnustaöinn. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Ágætur dagur. Það er einhver hætta á þvi, aö einhver reyni að hafa áhrif á þig eða jafnvel að koma þér I vont skap, en það á ekki að geta tekizt. Þetta er tilvalinn dagur til að eyöa i fjölmenni, kvöldinu við skemmtun. JOHNS-MANVILLE g erullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið I flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hverf á land sem er. LENGDAREININGAR, MÖSKVASTÆRÐ OG VEIÐARFÆRAGERÐ — Þaö vefst sennilega fyrir ein- hverjum, að gera sér i snatri grein fyrir fiskmarkaðsverði i Englandi, þegar „kittiö” seizt á seytján pund. Hvort er einn bandariskur eöa brezkur „pint” af bjór sopadrýgri? Eöa hvaö gerum viö Evrópubúar viö Bandarikjamann, sem hefur hundraö stiga hita? Ekki tekur betra viö, þegar taliö berst aö þvi aö 1016 kg. þarf I tonnið sem Bretum er selt, en I Banda- rikjunum nægja 907 18/100 kilógramms. Fáir munu reynast þess megnugir aö vita mun á dönskum, norskum, enskum og ameriskum tonnum, fetum, álnum og föömum. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar þessar iengdareiningar sýna sig i ööru og þriöja veldi, enda er þá vart orðiö á færi annarra en dá- góöra stæröfræöinga aö breyta þeim óskapnaöi i skiljanlegt form. Eitthvað á þessa leið fórust Guðna Þorsteinssyni fiski- fræðingi orð i upphafi erindis, sem hann flutti á ráðstefnu netagerðarmanna 9. nóvember. Til þess að takast á við þetta vandamál hafa verið stofnuð alþjóðasamtök, sem beita sér fyrir þvi, að setja staðla á sem flestum sviðum. Þau starfa i fjölmörgum deildum, en hver hefur sitt svið. Svo er að sjá, að talsverður árangur hafi náðzt i ýmsum greinum, sagði Guðni. Lltið hefur þó farið fyrir samþykktum um lengdarmál I veiðarfæranefnd inni, enda falla lengdareiningar ekki sérstak- lega undir þessa nefnd. Sagði Guðni, að þó ættu lengdar- einingar eiginlega ekki að vera mikið vandamál i netagerð, þar sem til er nothæft kerfi til þess að mæla lengdir, þar sem er metramálið. Nokkrar þjóðir hafa lika komizt að þeirri niður- stöðu, að metrakerfið sé mjög hentugt, og gagnlegt i veiðar- færagerð. Þannignota Austur- Evrópuþjóðir og Japanir einungis metrakerfið, og Frakkar og Vestur-Þjóðverjar og reyndar fleiri hafa einnig tekið það i notkun. Ekki þarf að taka fram, hversu mikilvægt það er, að nota lengdarmál, sem allir geta skilið, enda alkunna, að hinir mislöngu þumlungar, fet, álnir og faðmar hafa oft valdið mikl- um ruglingi, bæði i efniskaupum og uppsetningu veiðarfæra. Og möskvastærðarákvörðun með fjölda umferða á alin segir ekki neitt, nema jafnframt sé tekið fram, hvernig fellingin skuli vera. Og þá er eftir að lýsa þvi skilmerkilega, hvernig fellingin skuli reiknuð og vona svo, að sá sem á að skilja þessi ósköp, sé svo slyngur stærðfræðingur, að honum takist klakklaust að koma þessu i metrakerfi. Ástæðulaust er að eyða fleiri orðum um þann misskilning, sem af margs konar lengdar- einingum getur hlotizt, sagði Guðni, en þetta ætti að nægja út af fyrir sig til þess, að metra- kerfið væri almennt tekið upp. Þannig verða allar mælingar nákvæmari, og þá er og allt fljótmældara og minni hætta á mistalningu. Siðan vék Guðni að möskva- stærðinni og hvernig hún er reiknuð út. Hjá veiðarfæranefnd er gert ráð fyrir þremur mis- munandi stærðarákvörðunum. Fyrst er þá legglengd, og er hún mæld frá miðjum hnút i miðjan hnút. Ljóst er, að slik mæling er heldur ónákvæm, ef aðeins er mældur einn leggur. Heppilegra væri að nota nokkra leggi i senn, til dæmis tiu, og gæta þess að jafnmargir hnútar fylgi með. Slik mæling er einföld og jafn framt nákvæm, ef ekki er teygja i garninu. Bæði Frakkar og Japanir mæla oft á þennan hátt. önnur stærðar- ákvörðun er möskvalengd. Er þar um að ræða innanmál lokaðs möskva og hálfan hnút i hvorri upptöku. Einnig hér er nákvæmara að mæla marga möskva i senn. Þessi aðferð er þó að þvi leyti verri en hin fyrri, að henni er oft ruglað saman við þriðju aðferðina, sem á ensku heitir möskvaop, ef beint er þýtt en einnig möskvastærð i daglegu tali, og þá oft bætt við, að um sé að ræða innanmál, enda er hér átt við innanmál lokaðs möskva án hnúta. I öllum alþjóðlegum og innlendum möskvastærðarréglugerðum er átt við þessa mælingu, þegar talað er um möskvastærð eða riðilsstærð. Sérstakur vinnuhópur á vegum veiðarfæranefndarinnar hefur útbúið staðal um tæki og að- ferðir til þess að prófa net og garn. Staðlarþessir hafa komizt i gagnið, enda fáir sem fást viö slikar prófanir. Þetta eru lang- ar og itarlegar reglur, sem ekki verða tiundaðar nánar. Þo er ástæða til þess að geta þess, að niðurstöður fara mjög eftir þvi, hve hratt slitið er. Þá er einnig mjög mikilvægt að samræmi sé i hnýtingu garnsins, sem prófa skal, legutima i vatni og svo framvegis. Vegna þessara staðla er sæmilega tryggt að niðurstaða opinberra stofnana sé sambærileg , enda auðsæ nauðsyn, að svo sé, sagði Guðni. Miklar og skemmtilegar umræður spunnust um lengdar- einingar, og voru allir sammála um, að rétt og nausynlegt væri að taka upp metrakerfi að öllu leyti við islenzka veiðarfæra- gerð. Ýmsir töldu þó, að metra- kerfið ætti örðugt uppdráttar á sjónum, en þó var talið rétt að láta reyna á það. Þessi ræða Guðna Þorsteinssonar verður þvi hugsanlega eftirmæli úr- eltra mælieininga I anda Bólu- Hjálmars (Komi nú allir hrafnar hér — o.s.frv.) Menntamálaráðuneytið, 20. nóvember 1974. Styrkur til hóskólandms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingi til háskólanáms i Hollandi námsárið 1975-76. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent, sem kominn er nokkuö áleiðis I háskóianámi eða kandfdat til fram- haldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrk- fjárhæðin er 850 flórinur á mánuði I 9 mánuði og styrk- þegi er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá eru og veittar allt að 300 flórinur til kaupa á bókum eða öðrum námsgögnum og 250 flórinur til greiðslu nauðsynlegra útgjalda i upphafi styrktimabilsins. Nauðsynlegt er, að umsækjendur hafi gott vald á hol- lensku, ensku, frönsku eða þýsku. Umsóknir um styrki þessa, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. janúar n.k. Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum umsækjanda, en segulbandsupptaka, ef sótt er um styrk til tónlistarnáms — Sérstök umsóknar- eyðublöö fást i ráöuneytinu. Sólaóir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR A FÓLKSBÍLA. ARMULA7'«'30501 &84844 BARÐINNf

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.