Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Tíminn - 26.11.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1974, Blaðsíða 6
TÍMINN Þriftjudagur 26. nóvember 1974. HEYKÖGGLAVERK- SMIÐJA Á HJÓLUM Nýtt ráð fit þess að spara gjaldeyri vegna innflutnings á gripafóðri? „BRATT ER LIÐINN áratugur frá þvl er ýmsir bændur hér á landi byrjuöu aö vélbinda hey- feng sinn. Eftir aft hafa kynnzt þróun I grasköggiamálum og einkum þó eftir aö hafa fylgzt meö nýrri tækni hér vestra.sem gerir mönnum kleift aö flytja af- kastamikla kögglavél auöveld- lega á milli staöa og köggla þurr- hey, vaknar sú spurning, hvort ekki sé rétt aö vera stórstígari og köggla heyiö I stað þess aö vél- binda þaö." Þannig byrjar Olafur Guð- mundsson, sem er að ljúka doktorsgráðu i fóðurfræði við fylkisháskólann i Fargo, Norður Dakota i Bandarikjunum, mjög fróðlega og timabæra grein til blaðsins á þessum timum hækk- andi kjarnfóðurverðs. Og hann heldur áfram: „Þó að margir kostir séu þessu samfara, þá mundi hver bóndi liklega ekki köggla nema hluta þess fóðurs, sem hann aflaði til notkunar fyrir eigin búfénað. Þetta getur þó verið töluvert magn af heyi, sérstaklega i góð- um heyskaparárum, en til þess að þetta sé framkvæmanlegt þarf kögglaverksmiðja að vera stað- sett I nágrenninu eða kögglaverk- smiðja á hjólum sem færi milli bæja, að vera fyrir hendi. Þó bændur almennt hafi ekki tækifæri til að köggla sitt hey , þá hefur áhugi undanfarin ár á kögglun gróffóðurs aukizt mjög mikiö og nú eru starfræktar fjór- ar kögglaverksmiðjur i landinu og verið er að byggja eina. Aformað er að byggja tvær i við- bót. Tvær hreyfanlegar kögglunarvélar eru lika til i land- inu og nú er i athugun að flytja inn fullkomna verksmiðju á hjólum sem kögglar þurrt hey . Vegna þessa aukna áhuga á kögglun grass og heys, hef ég tekið saman nokkur atriði um fóðrun köggla, sem gæti ef til vill orðið til gagns fyrir þá bændur sem koma til með að köggla hey eða kaupa grasköggla. Flestar upplýsingarnar eru byggðar á er- lendum rannsóknum og tilraun- um, vegna þess að mjög tak- markaöar tilraunir hafa verið gerðar hér á landi með fóðrun köggla. Vegna þess hve mörg atriði hafa áhrif á kögglun fóöurs, þá er mjög varasamt að taka það sem sagt er um kögglun gróffóðurs al- mennt, sem ófrávikjanlega staö- reynd. 1 fyrsta lagi er um tvenns konar kögglun gróffóðurs að ræða, kögglun á vélþurrkuðu grasi (graskögglar) og vall- þurrkuöu eöa súgþurrkuöu heyi (heykögglar). 1 öðru lagi er gras og hey mjög misjafnt að gæðum og I þriðja lagi er grasið og heyið malaö misjafnlega fint áður en þaö er kögglað. Þessi atriði og mörg önnur, valda þvi, að til- raunum með gróffóöurköggla ber ekki alltaf saman. Fóðurfræðilegir kostir og gallar við kögglunina. Aukning fóöurgildis við kögglun kemur ljósast fram i auknum af- urðum. Þessi aukning er undir þvi komin fyrir hvaða tegund bú- fjárkögglarnir eru ætlaöir, og byggist að mestu leyti á efnis- fræöilegum og eðlisfræðilegum breytingum fóöúrsins. Þótt afuröaaukning verði alla jafna meiri eftir þvi sem hráefnisgæði til kögglagerðar vex, þá er munurinn á köggluðu og óköggl- uðu grasi og heyi mikið meiri þegar fóðrið er af lakara taginu. Með kögglun er þvi oft hægt að minnka gæðamun góðs og slæms heys. Það er þó ekki þar með sagt að þroskastig grasanna við slátt, ásamt verkun og meðferð grass og heys ráöi ekki mestu um gæði kögglanna, þvi að aldrei er hægt að framleiða betri köggla en hrá- efniö gefur tilefni til. Ólafur Guömundsson fóðurfræðingur Þótt erlendum tilraunum beri illa saman, þá hefur það sýnt sig að kostirnir við kögglun, eru fyrst og fremst aukning i fallþunga. Þetta virðist vera að mestu leyti vegna þess að skepnan innbyrðir meira fóður ef það er kögglað, heldur en ef það er ekki kögglað, eða allt að 25 prósent meira. Efnistap er mikið minna frá kögglum en heyi vegna flutninga, geymslu og gjafar. Kögglun úti- lokar lika að búféð geti valið úr þau grös, sem þeim likar bezt og skiliö eftir eða slætt hinum. Þann- ig eykst nýting fóðursins allveru- lega. Sérstaklega er þetta mikil- vægt við fóðrun sauðfjár og hrossa. Mörg önnur atriði gætu verið talin upp sem kostir við kögglun gróffóðurs, svo sem að þeir eru auðveldari I flutningi, og spara geymslurými og vinnu, þau verða ekki rædd nánar hér. Eins og við svo marga hluti, virðast kostum alltaf fylgja ókostir. Svo er einnig með köggl- að gróffóður. Til dæmis eykur kögglun hættu á sárum i vömb jórturdýra. Þetta er þó auðvelt að varast með þvi að gefa ókögglað hey að einhverju leyti, ef fóðrað er á kögglum yfir lengri tima (60 til 90 daga). Komið hefur i ljós, að ef mjólkurkýr eru fóðraðar á köggl- um eingöngu þá lækkar það fitu- innihald mjólkurinnar. Vafasamt er þó hvort þetta komi að mikilli sökhér á landi, þar sem litill akk- ur er talinn i mjög feitri mjólk og smjörfituframleiðsla er gjörn á að mynda „fjöll”. Þær fáu til- raunir, sem gerðar hafa verið hér á landi með grasköggla handa mjólkurkúm hafa lofað mjög góðu. Verður fróðlegt að sjá hvernig þurrheyskögglar reynast i framtiðinni. Prótein og bætiefni skemmast auðveldlega með of miklum hita. Hiti, notaöur við þurrkun grass, getur breytt próteini og bætiefn- um þannig að þau verði tormelt eða jafnvel ónýtanleg fyrir skepnurnar. Hiti, sem myndast við kögglunina getur, þó i minna mæli sé, einnig verkað i þessa átt. Tap, af siðarnefndu ástæðunni kæmi þvi jafnt niður á gras- og heykögglum. 1 mörgum tilraunum hefur það .Mr . sýnt sig að meltanleiki gróffóðurs jjjjjj rKAMLbltJsLA minnkar við kögglun. Þetta á sér- staklega við, þegar skepnurnar fá að éta eins mikið og þær geta. Yfirleitt eru ókostirnir af völdum minni meltanleika við þessar að- stæður og, sökum tækniframfara siðustu ára, skemmdir á fóður- efnum óverulegir i samanburði við kosti þá, sem áður eru nefnd- ir. Nokkur atriði um fitu i fóðri búfjár. Bandarlkjamenn nota mikið melassa til að auðvelda kögglun, en einnig vatn eða gufu, þó að það sé tæplega eins gott. 1 staðinn fyrir melassa er mjög llk- legt að hægt væri að nota dýrafitu frá sláturhúsunum eða jafnvel lýsi ef hagkvæmt þykir. Erlendis hefur reynslan sýnt, að 2 til 4 prósent fitu má bæta i fóðrið, en ef meira er notað er ekki hægt að ná viðunandi árangri við kögglunina. Frá fóðurfræðilegu sjónarmiði getur þetta verið nokkuð mikilvægt, þar sem fita hefur að meðaltali 2.25 sinnum meiri orku heldur en prótein og kolvetni. Þess vegna ætti fitan að auka fóðurgildi gróf- fóöurkögglanna vegna þess að þeir hafa tiltölulega litla orku miðað við flestar aðrar tegundir fóðurs. Sérstaklega ætti þetta að gefast vel hér á landi, þar sem próteinmagn grassins er tiltölulega mjög hátt. Samkvæmt erlendum tilraunum er þó varla ráðlegt að nota mikið yfir 5% fitu i fóöur jórturdýra. Sé fitan meiri er hætt við að fóðurnýtingin og afuröirnar, einkum þó mjólkin, versni. Mikið meira er aftur á móti hægt að nota i fóður svina og hænsna heldur en i fóður jórtur- dýra, og vegna þess hversu tiltölulega litils magns af gróffóðurkögglum þessar dýrategundir neyta, mun iblöndun fitu aldrei geta orðið nema til bóta. Þess vegna virðist takmörkun fyrir þvi hve mikla fitu er hægt að nota I gróffóður- köggla fyrir þessar dýrategundir, fremur vera kögglunar heldur en fóöurfræðilegt vandamál. Hverjir eru möguleikar islenzkra bænda á notkun kögglaðs gróffóðurs? Hér verða aðeins talin nokkur atriði, sem vakna við þessa spurningu. Aðal möguleikar islenzkra bænda i sambandi við kögglun grass og heys eru fólgnir i kögglun vetrarfóðurs fyrir kindur, kýr og hesta. Einnig gefur þetta tækifæri til að bæta efnum I heyiö ef svo sýnist, til dæmis orkurlkum efnum fyrir svin og hænsni. Sauðfjárbændur geta sparað sér kjarnfóðurkaup að mestu eða öllu leyti, hafi þeir gróffóðurköggla handbæra. Fæstir bændur hafa nægileg hús til að láta allt féö bera inni og vegna þess hve kögglarnir eru auðveldir i meðförum gætu þeir minnkað vinnuna all verulega yfir þennan annatima, til dæmis ef fóörað er úti við. Gróffóðurkögglar geta lika veriö notaðir fyrir mjókurkýr, þó töluvert magn heys þurfi lika eins og áður er getið, til að fitumagn mjólkurinnar lækki ekki. Vegna þess hve orkusnautt hey er almennt, er mjög mikill fóður- bætir notaður fyrir hámjólka kýr, sem i flestum tilfellum er flutt til landsins. Verð á þessum fóður- bæti hefur hækkað mjög verulega undanfarið og þess vegna væri það hagkvæmt fyrir bændur og þjóöfélagiö i heild, ef hægt væri, aö láta gróffóðurköggla koma að einhverju leyti i staðinn fyrir þetta dýra fóður, ekki sízt ef fitu er blandað i þá. Meira gróffóður er lika hægt að nota i hænsna- og svinafóður, þegar það er kögglað, heldur en þegar það er til dæmis malað. Sama er að segja um hestafóður, þar getur kögglað gróffóður verið notaö i mjög ríkum mæli. Þetta mundi þvi bæði hjálpa hrossa- ræktendum I kaupstöðum og annars staðar, sem geta ekki ræktað sitt eigið fóður, og bændum sem rækta hross og/eða selja fóður til áður nefndra hrossaræktenda. Gildi og möguleikar við kögglungróffóðurs eykst jafnvel meira þegar litiö er á útflutning á gróffóðri Bandarikjamenn flytja ár hvert út mikið af kögglaðrí lúsernu (alfalfa) og heyi, bæði tíl Evrópu og til annarra heimshluta. Þetta fóður hefur i mörgum tilvikum lægra fóður- gildi heldur en það fóður, sem við getum framleitt hér á landi með vélþurrkun og jafnvel með kögglun úrvals þurrheys. Þessir erlendu markaðir munu eflaust aukast samfara aukinni iðnvæðingu og sérstaklega vegna þess hve korn til fóðrunar búfjár er nú af skornum skammti og dýrt. Bræðurnir Páll og Jón Ölafssynir, I Brautarholti á Kjalarnesi, hafa flutt út eitthvað af grasmjöli og kögglum og eiga þeir þakkir skildar fyrir braut- ryðjendastarf i þessum efnum. Hér hafa verið taldir upp nokkrir möguleikar i notkun gróffóöurköggla hér á landi. Það er mjög aðkallandi að auka tilraunir til að sannprófa aö hve miklu leyti við getum notað kögglað gras og hey til gjald- eyrissparnaðar i islenzkum land- búna^ ÞURRKUR ALLA DAGA — í HÚSINU ER Creda ÚTSÖLUSTAÐIR: (áöur Parnall þurrkar- inn). Auðveldur í notkun Þér snúið stillihnappi og þurrkarinn skilar þvottinum þurrum og sléttum. Framleiddur í 2 stærö-, um: TD 275/2,75 af þurr- um þvotti, h. 67,5 - br. 49 og d. 48 sm. TD 400/4 kg af þurrum þvotti, h. 85 - br. 59 OG d 58 sm. „Trommla" er úr ryð- fríu stáli RAFHA, Óðinstorgi, sími 10-322 SMYRILL, Ármúla 7, sími 8-44-50. STAPAFELL, Keflavík, sími 1730 — og hjá okkur. örugg ábyrgöar- og varahlutaþjónusta á Parnall og Creda er hjá okkur. Löng og farsæl reynsla Parnall — og síöar Creda Þurrkaranna sanna gæðin. VERÐIN HAGKVÆM. Raftækjaverslun íslands h.f. Ægisgötu 7 - Símar 17975 - 17976 Tónleikar Hóskólabíói i fimmtudag 28. nóvember kl. 20.30. Stjórnandi Vla- dimir Ashkenazy og einsöngvari Sheila Armstrong sópransöngkona. Fluttar veröa arlur eftir Mozart og Tasjaíkowský, Sinfónla nr. 40 I G moll eftir Mozart og Sinfónia nr. 4 eftir Sibelius. AÐGÖNGUMIÐASALA: Bókabúð Lárusar Blöndal Skólavörðustig og Veslurveri Símar: 15650 — 19822 Bókaverzlun Siglúsar Eymundssonar Austurstræti 18 Simi: 13135 jlll SINFÓNÍI’HLIOIVISX EIT ÍSLANDS KÍKISl IAARPIÐ iSiSiiitSSiSiSiiSStSUSSiiiiHHSiUHSSSSSiH^UsaaHUaUSSiSSSirHSHSSBHiSiWaSH! RAFGEYMAR P0LAR H.F. Oruggasti RAFGEYMIRINN á markaðnum Fást í öllum kaupfélögum ||jj og bifreiðavöruverzlunum jjjjjj UHU * tsHitiittijjttt: HsiiH NO TID AÐEINS ÞAD BEZTA iíilÍÍSSiiÉStSiíÍtitiiiSÍ tttstiiiiii •sttstts:::

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.