Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Tíminn - 26.11.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.11.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 26. nóvember 1974. Taka vestur-þýzka togarans blandast inn í umræður um upplýsingaskyldu stjórnvalda i gær var til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis frumvarp um upplýsingaskyldu stjórn- valda. Urðu nokkrar umræður um þetta frumvarp. Inn í þær umræður blandaðist mál vestur-þýzka togarans Arcturus, en einn þing- manna, Sighvatur Björgvinsson, gagnrýndi, að fréttir af töku togarans hefðu borizt erlendis frá. ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra svaraði þessari gagnrýni og sagði, að á vissum stigum væri ekki hægt að gefa upp fréttir. Svo hefði verið nú. Hefði verið send út frétta- tilkynning, áður en togarinn var færður til hafnar, hefði það skapað hættu á þvi, að aðrir vestur-þýzkir togarar, sem voru á veiðum á svipuðum slóðum, hefðu gripið inn í. Ólafur Jóhannesson fylgdi frumvarpinu um upplýsinga- skyldu stjórnvalda út hlaði. Hann gat þess að frumvarpið hefði Tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins, þeir Gunnar Sveinsson og Halldór Ásgrimsson, flytja þings- ályktunartillögu i sameinuðu þingi um innborgunargjald af vörum frá Vestur-Þýzkalandi. t henni segir, að Aiþingi áiykti, að meðan EBE-löndin hafi ekki fuilgilt tollasamninginn við island, verði Seðlabanka Islands falið að innheimta 25% innborgunargjald af vöruinn- fiutningi frá Vestur-Þýzkalandi, sem geymt verði á bundnum reikningi f 90 daga. t greinargerð með þings- ályktunartillögu þeirra Gunnars Sveinssonar og Halldórs Ásgrimssonar, segir: „Eins og alþjóö er kunnugt hafa Vestur-Þjóðverjar einir þjóða Gunnar Sveinsson verið flutt á tveimur siöustu þingum, en ekki hlotiö afgreiöslu Hann sagði, áð frumvarpið hefði verið samið eftir samþykkt þingsályktunartillögu frá 1972, þar sem rikisstjórninni var faliö aö undirbúa og semja frumvarp um upplýsingaskyldu stjórnvalda um skjöl og reikninga, sem almenning varðar. 1 framhaldi af þvi sagði dómsmálaráöherra, að i islenzkri löggjöf væri ekki að finna á einum stað ákvæði um upplýsingaskyldu, en hins vegar væri að finna ákvæði um þagnar- skyldu. Rannsóknir um raunverulegar framkvæmdir þessara mála skorti algerlega. U m g e r ð þessa frum- varps sagði dómsmálaráð- herra, að það væri að mestu sniðið eftir dönskum og norskum lög- um. Þvi næst sagðist hann vilja vtkja aö þeirri gagnrýni, sem fram hefði komið vegna frumvarpsins. t þvi sam- bandi minnti hann á, aö blaöa- ekki viðurkennt útfærslu fisk- veiöilandhelginnar i 50 milur og með þvi hindrað, að tollasamn- ingar okkar við Efnahagsbanda- lagslöndin kæmu til fram- kvæmda. Hefur þetta valdið okkur tslendingum stórtjóni. Á meðan hafa viðskipti við Vestur- Þjóðverja gengið óhindrað fyrir sig af beggja hálfu og viðskipta- jöfnuður verið Vestur-Þjóð- verjum stórkostlega i hag. Meö þessari tillögu, sem hér er flutt, er ekki verið aö fara fram á neinar hefndaraðgerðir gagnvart Vestur-Þjóðverjum, enda hafa viðskipti okkar við þá litil áhrif i þeirra þjóöarbúskap og skipta ekki miklu máli fyrir hinn stóra gjaldeyrisvarasjóð þeirra. Tilgangurinn meö þessum til- löguflutningi er fyrst og fremst að Halidór Ásgrimsson menn hefðu haft áhuga á þvi, að settar væru almennar reglur um upplýsingaskyldu, enda heföi stundum risið ágreiningur milli fjölmiðla og stjórnvalda. I fram- haldi af þvi sagöi ráðherrann, að ekki væri auðvelt að setja reglur um þetta efni. Fara yrði meðal- veginn, sem ekki væri alltaf auörataður. Bæöi yrði að lita á rétt blaðamanna til upplýsinga- öflunar svo og á þá hlið, sem lýturað varðveizlu upplýsinga, er varða einkahagi manna. Dóms- málaráöherra sagðist vilja vekja athygli á þvi, að enda þótt hér hefðu ekki verið til neinar al- mennar lagareglur um þetta efni, þá hefði það i raun verið þannig, að hérlendis hefði verið opnari aðgangur aö upplýsingum en I sumum nágrannalöngum okkar. Þá vék ráðherrann nokkuð að 2. grein frumvarpsins, en i henni er fjallað um þau atriði, sem undan- þegin eru upplýsingaskyldu sam- kvæmt frumvarpinu. Sagöist hann ekki hafa oröið var við gagnrýni á einstaka liði þeirrar greinar, þó að sumum fyndist e.t.v að undantekningarnar bæru aðalatriði frumvarpsins ofurliði. sýna, hve alvarlegum augum við Islendingar litum á þá ákvörðun Vestur-Þjóðverja og annarra EBE-landa að neita okkur um eðlileg viðskiptakjör á þeim grundvelli, að Vestur-Þjóð- verjar hafa ekki fengið vilja sinum framgengt um veiðar innan Islenzkrar fiskveiðilögsögn. Þetta gerum við á áhrifarikan Sighvatur Björgvinsson (A) talaði næst ur. Sagðist hann hafa oröið fyrir vonbrigðum með frumvarp- ið og sagði, aö verr væri farið en heima setið, ef 2. grein frumvarpsins yrði samþykkt óbreytt. Sagöi hann, aö islenzkir blaðamenn litu svo á, að það, sem gefið væri með 1. grein frumvarpsins, væri aftur tekið með 2. greininni. Taldi hann sioan undantekningaratriöin upp (þau voru birt á þingsiðu blaðsins i siöustu viku) og spurði siðan, hvað stæði eftir. Hann sagðist þó lita svo á, að i 2. greininni yrðu þaað vera triði, er vöröuðu öryggishagsmuni landsins. Þá vék þingmaðurinn að þeim atburði, er Islenzkt varðskip færði vestur-þýzkan togara til hafnar. Sagðist hann vilja gagnrýna það, að fréttir af þessum atburði hefðu borizt hingað til lands frá erlendum aðilum. Gagnrýndi hann fréttaþjónustu I sambandi við landhelgismálið. hátt með þvl að draga úr viðskiptum við Vestur-Þjóðverja meðan þetta ástand variri. 25% innborgunargjald á vörukaup frá Vestur-Þýzkalandi hefði þau áhrif, að innflytjendur beindu viðskiptum sinum annað, og jafnframt sýndi þann hug, sem Islendingar bera til Vestur-Þjóð- verja vegna þessa máls”. Schram (S) sagði, að það ylli sér von- brigðum, að frumvarpið væri lagt fram i óbreyttri mynd. Sagði hann, að siðan frum- varpiö var samið 1972, hefði oröið þróun i þá átt að opna aögang að skjölum. Sú þróun væri jákvæö. Þá ræddi þingmaðurinn um þær umsagnir, sem borizt höfðu vegna frumvarpsins. Sagði hann, að þær umsagnir hefðu verið nei- kvæðar. Embættismenn teldu, að með frumvarpinu væri gengið of langt, en blaðamenn og frétta- menn væru á öðru máli. Loks sagði Ellert B Schram, að þaö væri út af fyrir sig sjónarmið að leggja frumvarpið fram óbreytt, þvi að með þvi gæfist alþingis- mönnum kostur á að breyta þvi sjálfir. Óiafur Jóhannesson dóms- málaráðherra tók þVi næst til máls og gerði að umræðuefni ýmislegt, er fram hafði komiö i ræðum Sighvats og Ellerts. Að þvi búnu ræddi hann um gagnrýni þá, er fram kom hjá Sighvati um fréttir af töku togarans. Sagði dómsmálaráðherra, að athuga- semdir þingmannsins væru byggðar á algerum misskilningi. Sagðist hann ekki vita til þess, að löggæzlumenn tilkynntu um það fyrirfram, ef handtaka stæði til. óverjandi hefði veriö að tilkynna um töku togarans fyrr en eftir að varðskip hefði fært hann til hafnar. Að öðrum kosti heföi verið hætta á þvi, að aðrir þýzkir togarar hefðu blandað sér i leikinn. Þá gerði ráðherrann að umræðuefni samskipti blaða- manna og Landhelgizgæzlunnar. Sagði hann, að sjaldan hefði verið rekin betri fréttaþjónusta vegna einstaks máls en fréttaþjónusta sú er Landhelgizgæalan hefði boðiö upp á, Sérstakur blaðafull- trúi hennar hefði verið til viðtals við blaðamenn jafnt á nóttu sem degi. Sighvatur Björgvinsson tók aftur til máls og kvartaði undan þvi, að dómsmálaráðherra hefði notað ,ófagrar aðferðir til að snúa sig niöur” eins og hann orðaði það. Siðast tók ólafur Jóhannesson til máls, en að þvi loknu var frumvarpinu visað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. 1 gær var til fyrstu umræðu i neðri deild frumvarp um trúfélög. Mælti ólafur Jóhannesson kirkjumálaráð- herra fyrir frumvarpinu. I frumvarpinu eru settar Itar- legri reglur um söfnuði utan- þjóðkirkjumanna. 1 athuga- semdum meö frumvarpinu segir, aö það hafi verið lagt fyrir siöasta Alþingi, og þá var m.a. sagt ígreinargerð: ,,t upphafi þings haustið 1973 lýsti forsætis- og dóms- málaráðherra, Ólafur Jó- hannesson, þvi, að hann hygðist leggja fyrir Alþingi það er nú situr, lagafrum- varp, þar sem endurskoðaðar og ýtarlegri reglur yrðu settar um söfnuði utanþjóðkirkju- manna, en núgildandi lög um það efni eru orðin næsta gömul og eru, sem vonlegt er, orðin ófullnægjandi og I ýmsum efnum óskýr við nútima aöstæður, en lög þessi nr. 4. 19. febr. 1886, um utanþjóð- kirkjumenn, hafa aöeins sætt litils háttar breytingum fyrir 70 árum með lögum nr. 6 4. marz 1904. — Lagafrumvarp þetta,um trúfélög, hefur verið samið á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Svo sem fram kom hjá forsætis- og d óm sm á 1 a r áð h er r a i umræðum á Alþingi á þessum vetri, hefur hann skipaö nefnd til þess að fjalla um endur- skoöun á löggjöfinni um þjóö- kirkjuna. Nefndina skipa biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, sem for- maður nefndarinar, dr. Armann Snævarr hæsta- réttardómari og Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Verkefni nefndar- innar er mjög umfangsmikið og vandasamt, en islenzka kirkjulöggjöfin, er, svo sem kunnugt er, all ósamfelld og eru i gildi, þótt með óljósum hætti sé, ýmis ákvæði langt aftur úr öldum. Er þess að vænta, að sú endurskoðun taki talsverðan tima. Þótti þvi, einnig af þeirri ástæðu, ekki rétt að láta það efni, sem um er fjallaö i þessu laga- frumvarpi, biða slikrar endur- skoðunar, enda má segja, að það málefni, sem fyrst og fremst varð tilefni frumvarps- gerðarinnar, staöa utanþjóð- kirkjumanna, sem vakiö haföi talsverða umræðu undanfariö, standi nokkuð til hliðar við hina almennu kirkjulöggjöf,, þótt tengsl séu að sjálfsögðu á milli. Má þvi og ætla, að við hina almennu endurskoðun komi einnig það efni til frekari skoðunar, og það þvi fremur, sem rétt hefur þótt, að frum- varpið fengi almennari grund- völl en hin gömlu lög um utanþjóðkirkjumenn. Er I þvi efni fylgt fordæmi Norð- manna, sem fyrir fáum árum endurnýjuðu sin gömlu iög um utanþjóðkirkjumenn („dissenterloan” frá 1891)”. 1 Þingsályktunartillaga Gunnars Sveinssonar og Halldórs Ásgrímssonar: Innborgunargjald á vör ur frá V-Þýzkalandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.