Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Tíminn - 26.11.1974, Page 10

Tíminn - 26.11.1974, Page 10
10 TÍMINN ÞriOjudagur 26. nóveniber 1974. Þriöjudagur 26. nóvember 1974. TÍMINN 11 LANDSHLUTASAMTÖKIN ÞURFA AÐ FA LAGALEGA VIÐURKENNINGU Á STÖDU SINNI — segir Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga vallarskipulagi sambandsins og varö þaö aö láta meira til sin taka atvinnumál og byggöamál, en á þessum tlmum var atvinnuleysi oröiö mikiö vandamál. Fór svo, aö kauptiin meö 300 ibiia og fleiri, sem tóku þátt I atvinnumálaráö- stefnu Noröurlands 1965, geröust aöilar aö sambandinu. Næsta skipulagsbreyting varö áriö 1969, þegar ákveöiö var aö veita sveitahreppum meö 300 ibúa og fleiri aögang aö sambandinu. Meö þessu hafa áhrif sveitanna aukizt til muna og tel ég þaö til mjög mikilla bóta. Á þessu ári kom slöasta skipulagsbreytingin til framkvæmda, en þá var viöur- kennd aöild allra sveitarfélaga aö sambandinu. Var þaö gert meö hliösjón af þvi, aö viö undirbúning frumvarps um lagastööu lands- hlutasamtaka sveitarfélaga, var lögö á þaö rlk áherzla, aö upp- bygging landshlutasamtakanna yröi eins I öllu landinu. Eftir þeim undirtektum, sem þessi ráöstöfun hlaut á slöasta fjóröungsþingi, aö dæma, má gera ráö fyrir, aö hún eigi eftir aö efla samstööu Norö- lendinga og starsemi Fjóröungs- sambandsins I framtlöinni. Lýðræðislegt starfskerfi — Hvernig er félagslegri uppbyggingu Fjóröungssam- bandsins háttaö? — A Fjóröungsþingunum er kosiö I fjóröungsráö, sem skipaö er 11 mönnum. Þeir eru kjörnir úr hinum ýmsu héruöum og þess gætt, aö a.m.k. 5 séu búsettir I vestanveröu Noröurlandi og 5 I þvl austanveröu. Fjóröungsráö fer meö æösta vald Fjóröungs- sambandsins milli fjóröungs- þinga. Þaö kýs síöan þriggja manna framkvæmdastjórn, sem annast framkvæmd málefna ásamt framkvæmdastjóra. A þinginu eru kosnar milli- þinganefndir I hinum ýmsu mála- flokkum og undirbúa þær mál milli þinga. Þetta milliþinga- nefnda- og starfshópakerfi er sérstætt fyrir Fjórðungssamband Norölendinga, því aö hjá öðrum landshlutasamtökum eru öll meginverkefni milli þinga falin stjórninni, og ekki gert ráð fyrir starfsnefndum milli þinga. Ég skal ekki dæma um það, hvort stjórnunaraðferöin er betri til árangurs, en hitt er ekki vafa undirorpiö, að starfskerfi Fjóröungssambandsins er i senn lýöræöislegra og mun liklegra til aö mynda félagslega breidd, sem náö gæti út fyrir þrengstu mörk sveitarstjórnanna. • — Hversu margar milliþinga- nefndir eru starfandi nú ogá hvaöa sviðum? — Þær eru sex: Iönþróunar- nefnd, sem undirbýr iönþróunar- mál I samráöi við aðra iðn- þróunaraöila. Menntamálanefnd, og er hún nú að undirbúa æsku- lýösráöstefnu. Ferðamálanefndin stóöm.a. að undirbúningi þeirrar ferðamálaráðstefnu, sem nýlega var haldin á Húsavik. Sam- göngumálanefnd vinnur að samgönguáætlun Norðurlands. Landbúnaöar- og landnýtingar- nefnd fjallar um landnýtingu og skipulagsmálefni. Stofnananefnd vinnur aö þvi að gera þjónustu- könnun fyrir Noröurland, og mun I samstarfi við stofnanaflutnings- nefnd rlkisins leitast viö aö samræma hugmyndir manna um þjónustustarfsemi innan Norður- lands. Þessar nefndir undirbúa mál milli þinga og leggja þau slöan fyrir fjóröungsþing, sem markar endanlegu stefnuna. Þannig eru á annaö hundraö manns virkir I fjórðungsráöi og nefndum fjóröungssambandsins og vinna þar aö ýmsum mála- þáttum á milli þinga. Fjóröungs- sambandiö er því ekki, I þrengsta skilningi, eingöngu sveita- stjórnarsamband, heldur má segja, aö þaö sé þróunarsamtök Norölendinga, sem láti sig hvert þaö málefni varöa er oröiö gæti framþróun fjórðungsins til heilla, og er það I raun byggöabandalag allra Norðlendinga. Fjölþættur starfs grundvöllur — Hverjir eru aöalmálaflokk- arnir, sem þiö hafiö fengizt viö aö undanförnu? • — Erfitt er að svara þvl, hver séu aöalmál Fjóröungssam- bandsins á hverjum tima, þvl aö þaö eru svo mörg mál, sem viö fáumst viö I einu og svo veröur alltaf aö vera. Ég held, þó, aö ég megi segja, aö undirbúningurinn aö feröamálaráöstefnunni hafi veriö mjög drjúgur þáttur I starfi sambandsins að undanförnu ásamt starfi stofnananefndar- innar. ■ — A næstunni er mjög aökall- andi verkefni aö ljúka samgöngu- áætlun Noröurlands og viö treyst- um þvl, aö henni megi ljúka I vet- ur. Þá er það þjónustukönnunin, og er það stofnananefndin, sem byrja mun á einstökum þáttum I þvl starfi. Nú svo eru þaö áætlanirnar fyrir Norðurland vestra og Norður-Þingeyjarsýslu, sem starfaö er að af fullum krafti. Fjóröungssambandið mun nú beita sér fyrir gerð landbúnaðar- áætlunar, fyrst fyrir Norður- Þingeyjarsýslu og slöan fyrir hluta af Norðurlandi vestra, og < eru ýmis fundahöld fyrirhuguð I þvi sambandi, en nýlokiö er fundi um byggðamál á Vatnsnesi og á Hólsfjöllum. • — Ætið eru nokkur áraskipti á starfsemi Fjórðungssambands- ins, t.d. verður að segjast I hrein- skilni, að þau ár, sem sveita- stjórnarkosningar standa yfir, veröur alltaf að fara varlegar I þessari félagsmálastarfsemi, svo aö málefni sambandsins blandist ekki um of i sveitastjórnarkosn- ingarnar. En ég má þó segja, að starfsemin er nú hafin af fullum krafti á ný. Aukin stjórn- sýsluverkefni — Það hefur verið nokkuð um- deilt, hvort fela bæri landshluta- samtökunum aukin stjórnsýslu- verkefni. Hvert er álit þitt á þeim málum? — Fjórðungssamböndin hafa barizt fyrir þvi, að þau stjórn- sýsluverkefni, sem eru sam- vinnuvettvangur rlkisins og sveitastjórnanna, m.a. fræöslu- og skipulagsmál, færðust út I landshlutana. Með nýju grunn- skólalögunum hefur þaö nú áunnizt aö koma á fræösluskrif- stofum úti I landshlutunum. Fræösluskrifstofurnar verða tvær á Noröurlandi, önnur á Akureyri og hin á Blönduósi, sln fyrir hvort svæöið. Nú er það baráttumál okkar, aö viö fáum skipulags- þjónustuna heim I landshlutana. Einnig má nefna fleiri dæmi. Landnýtingarnefndin, sem gekk frá landgræðsluáætluninni, lagöi til aö settir yröu landnýtingarfull- trúar I landshlutunum. Viö höfum tekiö undir þessa kröfu og gerö- um auk þess kröfur á fleiri þjón- ustusviöum. Fjóröungssamband Norð- lendinga litur á sig sem þjónustu- samtök og þróunarsamtök sveitarfélaganna og þaö lítur svo á, aö fulltrúar sveitarfélaganna eigi aö ráða stefnunni. Þær skoöanir, að rjúfa eigi tengsl Fjóröungssambandsins við sveitastjórnir, t.d. meö þeim hætti aö kjósa beinum kosningum til Fjóröungsþings, eiga enn sem komiö er ekki miklu fylgi aö fagna. Menn óttast, aö meö þvl móti myndist eins konar yfir- sveitarstjórn fyrir Noröurland, þar sem áhrif hinna einstöku sveitarstjórna og fulltrúa þeirra yröu minni og jafnvel engin. 1 staöinn kæmu samtök, svo nefnd fylki, sem skipuö væru pólitlskum fulltrúum flokkanna en ekki full- trúum sveitarstjórnanna sjálfra. Ég álit þvi, að hvorki á Noröur- landi né viöast annars staöar á landinu eigi hinar endurvöktu hugmyndir um fylkjaskipan á pólitlskum grunni miklu fylgi aö fagna. Viö erum þeirrar skoöunar, að sveitarstjórnarsamtökin eigi aö eflast sem frjáls samtök meö lagalegri stööu. Siðan eigi þaö að fara mjög eftir því, hvernig þró- ast á milli sveitarfélaganna og rikisvaldsins, hvert er valdsvið þeirra og hver þau verkefni veröa, sem þau fá I hendur I framtíðinni. Félagssamtök óháð ríkisvaldinu — En er það ekki baráttumál ykkar, að landshlutasamtökunum verði ákvarðað eitthvert verksvið I lögum? — Jú, vissulega og segja má, að þaö hafi háð okkur mjög, að okk- ar verksvið er ekki afmarkað I lögum. Þetta hefur vakiö óþarfar deilur um hlutverk landshluta- samtakanna, sem hafa truflað starf þeirra. Landshlutasamtökin þurfa að fá lagalega viðurkenn- ingu á stöðu sinni sem félagslega frjáls samtök óháö rikisvaldinu. Þess verður að vænta, að fullt samráö verði haft viö samtök sveitarfélaganna, bæði lands- samtök þeirra og samtökin I ein- stökum landshlutum um heildar- endurskoðun sveitarstjórnar- kerfisins, en við sllka endurskoð- un verður að stuðla að auknu sjálfstæöi sveitarfélaganna og eflingu samtaka þeirra. UMRÆÐUR um byggöaþróun og framtiðarverkefnaskiptlngu rlkis og sveitarfélaga hafa verið mjög ofarlega á baugi um alllangt skeið. A 10. landsþingi Sambands Islenzkra sveitarfélaga, sem haldið var nú I haust, urðu miklar og alloft, allsnarpar deilur um þessi mál. Snerust deilurnar einkum um það, hvort fela ætti sveitarfélögunum eða landshluta- samtökum þeirra frekari verk- efni á sviði stjórnsýslu. Einnig voru ræddar hugmyndir, sem fram hafa komið, um að skipta landinu I fylki. A Norðurlandi eru nú starfandi elztu landshlutasamtökin hér á landi. Fjórðungssamband Norð- lendinga var stofnað árið 1945 og verður þvl 30 ára á komandi ári. Tlminn hitti að máli Áskel Einarsson, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norö- lendinga, og lagði fyrir hann ýmsar spuiningar varðandi þróun þess, starfsemi og ýmislegt fleira. Þróun um tæpra 30 ára skeið — Hvert var upphaf Fjóröungs- sambandsins og hvernig hefur þaö þróazt I stórum dráttum? Samtök, sem voru forveri aö Fjóröungssambandi Norð- lendinga, voru stofnuö fyrir frumkvæöi ýmissa presta og kennara á Noröurlandi. Til- gangurinn meö stofnun þeirra samtaka var aö efla Hóla I Hjaltadal, og stuðla aö verndun menningarsögulegra minja. Einnig voru náttúruverndar- málefni ofarlega I hugum stofn- enda samtakanna. Hinn 14. júll 1945 voru slöan stofnuö á Akur- eyri samtök sýslufélaga og kaupstaöa á Noröurlandi þ.e. Fjóröungssamband Norö- lendinga. Aöalmáliö á stefnuskrá þeirra samtaka var að vinna aö breytingum á stjórnarskránni, en einnig tóku þau fylkjaskipan á stefnuskrá slna. Vildu samtökin þá, aö stefnt yröi að þvl aö styrkja framkvæmdavaldiö meö sterkri forsetastjórn og höföu þau annars vegar fyrirmyndir frá Bandarikj- unum en hins vegar úr svissnesku kantónunum. Fljótlega hættu þetta að vera helztu baráttumál Fjóröungs- sambands Norðlendinga, en þaö starfaöi áfram sem samtök sýslnaog kaupstaða. Um 1966 var oröiö ljóst aö breyta þurfti grund- Askell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga. Fram kemur I viðtalinu, að I Norðlendingafjórðungi var atvinnuleysi orðið mikið vandamál árið 1966. Mikil atvinnuuppb.vgging hefur oröiö þar síðan og er þessu vandamáli nú útrýmt. Skuttogararnir hafa oröiö Norðlendingum mikil búbót og hér má sjá nýjasta skuttogara Otgeröarfélags Skagfiröinga, Skafta, sem keyptur var frá Noregi fyrir ári. Samstarf með landshlutasamtökum — Hvernig er háttaö samstarfi landshlutasamtakanna I hinum ýmsu landshlutum? — Á fyrra skeiði fjóröungssam- takanna á Noröurlandi, á Vest- fjöröum og Austurlandi þ.e. á áratugnum 1940-1950 var komið á fót töluvert samstarf milli þeirra. Þetta samstarf lagöist aö sjálf sögöu niöur, þegar starfsemi hinna fjóröungssamtakanna féll niöur. Fyrir forgöngu Fjóröungs- sambands Norölendinga var samstarfiö tekiö upp á ný I breyttu formi. í fyrstu náði sam- starfiö til Austfiröinga og Vest- firðinga en á slöasta ári bættust Vestlendingar I hópinn. Formenn og framkvæmda- stjórar þessara landshlutasam- taka halda með sér þrjá fundi á ári, þar sem tekin eru fyrir mál- efni, sem varða landsbyggöina. í sambandi við þessa fundi eru haldnir þingmannafundir kjör- dæmanna, tvisvar á hverju Al- þingi. Ekki er vafamál, að þetta samstarf hefur á margan hátt oröiö til góös, og meö þingmanna- fundunum er fariö inn á árangursrika braut til að auka samstarf og skilning milli þing- manna landsbyggöarinnar. Mörg málefni blöa nú úrlausnar fyrir sameiginlegt átak landshluta- samtakanna. Erfiðleikar i ferðamálaþjónustu dreifbýlisins — Nú er nýlokiö ferðamálaráö- stefnu, sem haldin var á vegum Fjóröungssambandsins. Hvað geröist markveröast á þeirri ráð- stefnu? — Á ráðstefnunni kom fram eins konar úttekt á stööu feröa- málaþjónustunnar á Noröurlandi. Þessi ráöstefna var einn þáttur I þeirri viðleitni sambandsins að taka til meöferðar þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Lengi hefur veriö ljóst, að gisti- staöir viö aðalsamgönguleiöir og I smærra þéttbýli, sem gegna árs- þjónustu, hafa átt viö rekstrar- erfiöleika að etja á veturna. Fjóröungsþingiö 1973 geröi um Tilgangurinn með stofnun þeirra samtaka, sem voru forveri að Fjórðungssambandi Norðlendinga, var að efla Hóla I Hjaltadal, og stuðla að verndun menningarsögulegra minja. þetta efni samþykkt. 1 samræmi viö hana var samþykkt þings- ályktun um skipan nefndar til úr- bóta I þessum málum. Sam- gönguráðherra mun hafa skipað þessa nefnd. Niöurstöður ráðstefnunnar fara til feröamálanefndar, sem kemur þeim á framfæri viö rikisstjórn og mótar stefnuna fyrir næsta fjóröungsþing. Margt athyglisvert kom fram t.d. er nú verið aö loka gististöð- um i sumum bæjum og annars staðar er aðeins innt af höndum lágmarksþjónusta viö feröa- menn. Upplýst var, aö Hótel KEA á Akureyri hefur aldrei á 30 ára starfsferli tekizt aö ná fullum af- skriftum I rekstri sinum. Samstarf við alþingismenn. — Nú hefur komiö fram i frétta- bréfi Fjórðungssambandsins, aö haldnir eru sameiginlegir fundir meö alþingismönnum Norður- lands. Hvaö getur þú sagt okkur af þeim? — Einn meginþátturinn I starfi Fjóröungssambandsins er kynn- ing á málefnum fjórðungsins. Al- þingismenn Noröurlands sitja fjóröungsþingin. Alþingismenn- irnar fá aö fylgjast meö öllum helztu málum sambandsins. 1 haust var tekin upp sú nýbreytni, aö fyrir þing var haldinn sam- eiginlegur fundur þeirra meö fjóröungsráöi. Þar voru kynnt málefni sambandsins m.a. sam- gönguáætlun, orkumál og varan- leg gatnagerö. Þaö var samdóma álit, aö þessi fundur heföi veriö gagnlegur og skapaö nánari tengsl milli aöila. Nú er verið aö ljúka viö sam- gönguáætlun fyrir Noröurland. Þetta verkefni ásamt orkumálun- um eru stærstu samstarfsverk- efni Fjórðungssambandsins og alþingismanna Norölendinga. —HJ—

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.