Tíminn - 05.12.1974, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 5. desember 1974.
Fimmtudagur 5.
íslenzki dansflokkurinn:
Frumfluttur
ballett eftir
Alan Carter
Tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu
gébé Reykjavik — Föstudaginn 6.
desember kl. 20:00 og sunnudag-
inn 8. desember, ki. 21. 00, verða
balletsýningar i Þjóöleikhúsinu.
Þaö er tslenzki dansflokkurinn
sem þar er á ferö, undir forystu
Alans Carter.
Sýndir veröa þrir ballettar,
Höfuöskepnurnar, viö tónlist eftir
Askel Másson, og Tilbrigöi viö
tónlist eftir Brahms, báöir eru
ballettarnir eftir Alan Carter og
voru sýndir á listahátiö i ár.
Þriöja verkiö, Svart og hvitt,
viö tónlist eftir Áskel Másson,
ballettinn er einnig eftir Alan
Carter, verður frumsýnt á föstu-
dagskvöldiö. Alan Carter mun nú
i fyrsta skipti dansa opinberlega
hér á landi, en i dansflokknum
eru auk hans átta dansarar, auk
aukadansara úr Ballettskóla
Þjóöleikhússins Jón Sigurbjörns-
son syngur viö tónlist Askels, en
hann kemur þó ekki fram heldur
er þaö Alan Carter sem „dansar”
rödd hans.
Hugmyndina að ballettinum
Svart og hvitt, fékk Alan Carter
er hann dvaldist á Bahama-eyj-
um og fékk þar mikinn áhuga á
negra sálmum, en ballettinn er
einmitt byggður upp á negra-
sálmum.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir
ballett-unnendur, og eru án efa
fáir, sem vilja láta það fram hjá
sér fara.
Islenzki dansflokkurinn á erfitt
uppdráttar, sökum fjárskorts.
Vinna dansaranna er geysilega
mikil, og æfingar langar og
strangar. Þegar dansflokkurinn
er svo litill, eru miklar kröfur
geröar til hvers einstaklings.
A þessu ári fékk tslenzki dans-
flokkurinn 6 milljónir króna á
fjárhagsáætlun, en nú á næstunni
verður framtiö flokksins ákveðin,
þvi að þá veröur ákveðið hve
mikla upphæð flokkurinn fær á
fjárhagsáætlun, en fariö hefur
verið fram á niu milljónir króna,
sem er algjör lágmarksupphæö.
Þaö er þvi i rauninni barizt
fyrir lifi ballett-flokksins islenzka
þessa dagana, en flokkurinn hef-
ur nú starfaö i hálft annaö ár, en
þaö var i marz ’73 sem Alan
Carter kom hingaö til lands og tók
viö stjórn flokksins.
tslenzki dansflokkurinn hefur
tekið þátt i fjölmörgum sýningum
i Þjóöleikhúsinu, auk þess sem
hann hefur haft sjálfstæöar sýn-
ingar, bæöi i Reykjavik og úti á
landsbyggðinni, en i sumar fðr
flokkurinn viöa um land i sýn-
ingarferöalagi, og var aösókn
yfirleitt góö á flestum stööum.
Ef dansflokknum veröur borgið
og ákveöið veröur aö halda starf-
semi hans áfram, — sem furöu-
legt má telja ef ekki veröur gert,
þar sem þetta er eini flokkurinn
sinnar tegundar hér á landi, —
mun hann sýna Coppeliu-ballett-
inn seinna i vetur á fjölum
Þjóöleikhússins og veröur þá
fengin islenzki dansarinn Þór-
arinn Baldvinsson, sem nú starf-
ar sem ballett-dansari i Bret-
landi. Sýningar ættu aö geta haf-
ist i febrúarlok, en æfingar eru
þegar hafnar. Þetta mun vera i
fyrsta skipti sem ballett er hugs-
aður sem liöur I venjulegri verk-
efnaskrá Þjóðleikhússjns.
Hér eru þaö Alan Carter og Julie Clair, sem dansa steppdans f byrjun
ballettsins, Svart og hvitt, sem án efa á eftir aö njóta mikilla vinsælda.
Vöröurinn er vel á verði, þrffur byssuna og skýtur litlu negrasteipuna.
Timamyndir: GE.
Negrastelpan reynir aö blföka vöröinn og dansar vlö hann.
LitU negrastelpa kemur aö, þar sem fangavöröurinn sparkar f einn negrann.
Nú á aö stela lyklunum af fangaveröinum til aö geta leyst fangana, sem bföa ieftirvæntingu.
Fangavöröinn dansar Krfstin Björnsdóttir, og hér skipar vöröurinn föngum sfnum áfram, en þeir eru'
heidur tötralegir og allir bundir.
TÍMINN
9
——I
AAargt og smátt
Ingólfur Jónsson frá
Prestsbakka:
ÞJÓÐLEGAR SAGNIR
Bókaútg. Skuggsjá
191 bls.
ÍSLENDINGAR eru miklir
sagnamenn. öldum saman var
þaö ein helzta skemmtan
manna að segja sögur á vetrar-
kvöldum, og reyndar hvar
annars staðar, þar sem maöur
hitti mann. Það veröur hverj-
um að list, sem hann leikur, og
þvi ber sizt að neita, að þjóðin
eignaöist marga ágæta sögu-
menn, og áreiðanlega miklu
fleiri en við nútimamenn höfum
spurnir af.
Og enn er farinn vegur. Enn
þykir íslendingum gaman aö
segja sögur, og kennir þá oft
margra grasa. Viðsegum sögur
af sjálfum okkar og náunganum
— og þykir þá ekki alltaf saka,
þótt vakin sé athygli á þvi, sem
okkur finnst skringilegt i fari
samferðamannsins.
Bókin, sem hér er til umræðu,
hefur að geyma mikinn fjölda
þjóölegra sagna af ýmsu tagi.
Safnarinn, Ingólfur Jónsson frá
Prestsbakka, hefur flokkað
sögurnar eftir eðli þeirra, og er
nú bezt að gera grein fyrir þeirri
niöurskipan, svo að væntanlegir
lesendur bókarinnar, fái gleggri
hugmynd um innihald hennar.
ALFASOGUR eru sextán,
DULRÆNAR SÖGUR fjörutiu
og fimm, ÖRLAGASÖGUR
tuttugu og fimm. REYNSLU-
SöGUR nitján, DÝRASöGUR
fimm, ÆVINTÝRI tólf, og
SKRINGISÖGUR fimmtán.
Eins og sjá má, er hér ekki neitt
smáræöis efni saman komið. Sé
rétt talið, munu sögurnar vera
hart nær eitthundrað og fjöru-
tiu, kannsi fátt I þrem.
Efniö I þessum sögum er eins
og vera ber með slikar sagnir:
Mennskur prestur eða yfirsetu-
kona bjarga huldukonu I
barnsnauð og hlýtur rikuleg
laun, þvl að álfar kunna að meta
þaö sem þeim er vel gert.
Ferðamaður villtist i hrið, ei
lendir óvart inn I álfakirkju o;
hlýöir þar á messu. MaÖur
finnur huliðsstein, en skilar
honum til rétts eiganda, og
verður hamingjumaður til ævi-
loka fyrir vikiö. Harðbrjósta og
nlzkur bóndi lætur skipast og
verður nýr og betri maður eftir
aö framliðnir hafa veitt honum
verðuga ádrepu. Sögumanni
gefst sýn aftur I aldir.
Svona mætti lengi telja, þvi
eins og nærri má geta, er hér
aöeins drepið á fátt eitt af þvi
sem lesa má i þessum mörgu,
en stuttu sögum. Um sannleiks-
gildiö þarf auðvitað ekki að
fara mörgum orðum, viö tök-
um sögurnar eins og þær eru, og
spyrjum ekki um vottfestar
sannanir. Þó væri fásinna aö
segja það allt skynvillur eöa
skrök, sem maöur hefur ekki
reynt sjálfur.
Viö vitum að kynjasögur
veröa til með ýmsu móti, meðal
annars þvi, að sá er söguna
nemur, tekur skakkt eftir þvi,
sem hann heyrir. Svo skemmti-
lega vill til, að bókin flytur aö
minnsta kosti eitt dæmi af þessu
tagi: A bls. 14 er frá þvi sagt, að
kotbóndi einn i Jökuldalsheiði
hafi veitt marga laxa i
ársprænu skammt niður undir
bæ sínum, og er sagt, að þetta sé
„sögn aldraðs Austfirðings.” —
Ég þori að ábyrgjast, að enginn
Austfirðingur hefur nokkru
sinni sagt Ingólfi Jónssyni eða
neinum öðrum frá laxveiði i
Jökuldalsheiðinni, enda væri
fróðlegt að vita hvernig vesa-
lings skepnurnar heföu átt að
komast þangað til þess að láta
veiöa sig. Ætli það séu ekki
gamalkunnir vantasilungar,
sem þarna hafa allt i einu orðið
að löxum?
Sumar þessara sagna eru svo
ungar, að núlifandi menn
kannast mætavel við fólkið, sem
þar á hlut að máli. Satt að segja
þykir mér þar sums staðar vera
höggvið óþarflega nærri sum-
um, sem enn eru mitt á meðal
okkar, en hér er þó sú bót I máli,
að Ingólfur Jónsson er göfug-
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.
menni, sem engan vill særa með
skrifum sinum. Mun þvi varla
koma að sök, þótt sumar
sögurnar nái allt til siðustu ára.
Um mál Ingólfs og stil er
óþarft að fara mörgum orðum,
svo kunnur sem hann er orðinn
af skrifum sinum Mál hans á
þessari bók er viðfelldið og
lipurt, hvorki stórskorið né
rishátt, en llka blessunarlega
laust við alla tilgerö og
uppskrúfun. Sama er að segja
um stilinn. Hann er blátt áfram
og býður af sér góðan þokka
eins og höfundurinn sjálfur. Þó
er á stilnum einn agnúi, sem ég
get ekki stillt mig um að nefna,
samkvæmt þeirri fornu venju,
að segja bæði kost og löst á
hverjum hlut.
Höfundur ofnotar mjög
orðin ,,sá sem hér ritar”. (þó
er ýmist sagt „sem” eða „er”).
Sem dæmi um þetta má nefna
upphaf sögu, neðan til á bls. 127,
en annars gerist þess ekki þörf,
dæmin blasa alls staðar við, svo
aö segja hvar sem bókin er
opnuð. Það getur aö visu farið
vel á sliku stöku sinnum, en
þegar sömu orðin eru notuð eins
viða og hér er gert, verkar það
óþægilega á lesandann.. En
svona ójöfnur er hverjum
höfundi vandalaust að hefla af,
og sjálfsagt verður þetta ein-
kenni ekki fyrir hendi i næstu
bók Ingólfs Jónssonar.
Éins og menn geta séð með
þvi að bera saman blaösiöutal
þessarar bókar og fjölda
sagnanna, sem hún hefur að
geyma, eru margar þeirra mjög
stuttar. Sumar eru fyndnar og
hnyttnar og njóta sin vel i þessu
knappa og stuttorða formi.
Margar safnanna hafa áður
birzt'I Sunnudagsblaði Timans,
og ef mig ekki misminnir,
fylgdu þeim oft teikningar, sem
lifguðu mikið upp á efnið. Þess-
ar myndir eru aftur á móti ekki i
bókinni, og er að þvi mikill
skaði, þvi satt að segja veitir
ekkert af þvi að hressa upp á
slika bók með myndum. Sög-
urnar eru svo margar og smáar
og oft hver annarri likar. Auð-
vitað er myndskreyting bóka
orðin óguðlega dýr, eins og allt
annaö á okkar dögum, en þó er
ég alveg sannfærður um að út-
gefendur græða ekki á þvi að
spara myndir, þar sem þær eiga
við.
Söfnun þjóðlegs fróðleiks er á
marganháttnytsamt verk. Það
eru alltaf einhverjir frásagna-
verðir hlutir aö gerast, og oftast
mun vera betra þann fróðleik
að kunna, en án hans að vera,
einkum þegar frá liður. En hins
vegar græða bækur venjulega á
þvi að efni þeirra sé sem sam-
felldast — að bitarnir i þeim séu
fáir og stórir, fremur en margir
og smáir.
— V.S.
LJÚFUR ÞOKKI í LJÓÐAKVERI
ísland I ljóðum
sautján nútima-
skálda.
TIL LANDSINS
Jóhann Hjálmarsson
valdi
Hörpuútgáfan Akra-
nesi 1974.
Til landsins heitir bók, sem
Hörpuútgáfan lætur frá sér
fara. Svo erhún kynnt að þar sé
tsland I ljóðum sautján nútima-
skálda, og valdi Jóhann
Hjálmarsson þau i tilefni 1100
ára afmælis íslandsbyggðar.
Veljandinn skrifar inngang að
bókinni, og er þar sitthvað um-
hugsunarvert. Þar segir, að
skáldin kjósi að yrkja ljóð sin til
landsins án þess tilbúna hátið-
leiks, sem settur er á svið til að
minnast dauðra ártala. Þá veit
maður það, að þjóðminningar-
dagar eru ekki til, — það er að-
eins verið að minnast dauðra
ártala, — dauðra talna, og
hátiðleikinn er tilbúinn.
Siöar segir, að skáldum takist
bezt, þegar ljóðin vitna um
samruna manns og lands. „Þá
finnum við að landið er hluti af
skáldinu, ekki sparifatnaður,
sem klæðzt er til að dyljast.”
Liklega væri meiri von til að ég
skildi, ef skáldið væri hluti af
landinu. En sleppum þvi.
Elzt þessara 17 skálda eru Jó-
hannes úr Kötlum og Tómas
Guðmundsson, en Nina Björk
Arnadóttir og Jóhann
Hjálmarsson yngst. Ekki hef ég
séö neina skilagrein um þaö,
hvenær ljóðin eru gerð. Þetta er
þokkaleg bók, en vissulega
finnstmér að eins vel hefðimátt
hafa með ýms skáld, sem vant-
ar. Or þeim hópi nefni ég Hall-
dór Laxness, Guðmund Fri-
mann, Ölaf Jóhann Sigurðsson,
Þorstein Valdimarsson, Þórodd
frá Sandi og Heiðrek bróður
hans, Braga Sigurjónsson. — En
auðvitað er bókin engu siðri fyr-
ir þvi, að hægt hefði verið að
gera aðra jafngóða eftir önnur
17 skáld.
Bókin er prýdd myndum af
þremur málverkum eftir Sverri
Haraldsson, hver mynd yfir
eina opnu. Þær eru að visu ekki
með litum, en þær halda sinum
linum, og linurnar eru úr is-
lenzku landslagi, enda þótt
myndirnar séu nokkuð stilfærð-
ar. Þessar myndir eru þvi
bókarprýði.
Það er að visu litið af landi
voru I sumum þessum ljóðum.
Ég hygg, áð ljóð Sigfúsar Daða-
sonar: Ég lagði leið mina um
þetta land, gæti verið samið
hvar sem væri. Að mínum skiln-
ingi er það um viðhorf mannsins
til umhverfis hans. Ljóð Vil-
borgar Dagbjartsdóttur, Vor, er
lika að minu viti ekki sérstak-
lega um islenzka náttúru eða is-
lenzkt umhverfi. Það mætti
finna margt úr íslenzkum ljóða-
bókum, sem jafnvel félli að
nafni þessarar bókar. En auð-
vitað finnast ekki egg og hreiður
nema á einhverju, og að þvi
leyti veit þetta til landsins.
En kverið er snoturt og hefur
ljúfan þokka. Og er það ekki
fyrir mestu?
H.KR.
Æviþættir tuttugu
mikilmenna sögunnar
— fróðleg bók og skemmtileg
AFBURÐAMENN og örlaga-
Þó var öldin önnur
— Darraðardansinn í
og fleiri þættir
valdar nefnist þriðja bókin i þátt-
unum um æviþætti mikilmenna
sögunnar. t þessu þriðja bindi eru
raktir æviþættir tuttugu mikil-
menna, þeirra Virgil Maro, Atla
Húnakonungs, Dante, Kristófer
Kolumbus, Desiderius Erasmus,
William Shakespeare, Samuel
Johnson, Friðriks mikla, James
Cook, George Washington, James
Watt, Robespierre, Shelley,
Abraham Lincoln, Richard
Wagner, Graham Bell, Tagore,
Orville og Wilbur Writht, Marconi
og Franklin D. Roosevelt.
Af þessari upptalningu má sjá,
að hér segir frá mönnum, sem
áttu mikinn þátt i sköpun nútima-
veraldar. Bókin er fróðleg og
eiguleg, en jafnframt ósvikinn
skemmtilestur.
Stjórnmálamenn, þjóðhöfðingj-
ar, landkönnuðir, tónskáld,
vlsindamenn, já, það kennir
margra grasa i þessari bók og
ætti hún að vera til i hverjum
bókaskáp.
Bókina þýddi Bárður Jakobs-
son, en útgefandi er Ægisútgáfan.
Um setningu og prentun sá Prent-
smiðjan Oddi hf. en bókband
Sveinabókbandið hf.
Þá var öldin önnur, nefnist
siöasta bók Einars Braga. Er
þetta annað bindi sagnaþátta úr
Austur-Skaftafellssýslu.
Ókunnugum lýkur þessi bók upp
heimi, sem ekki verður séöur i
gegnum bilrúður, þótt kominn sé
hringvegur, og sjálfir hitta Skaft-
fellingar fyrir forfeður sina i
þessari bók.
Einar Bragi er gagnkunnugur
mannlifi og sögu þessara sveita
og er raunar ættaður þaðan. Hér
segir hann m.a. frá breyskum
Suðursveit
stórbokkum á borð við sýslu-
mennina Jón Helgason i Hoffelli
og Kristján Vigfússon á Kálfa-
fellsstað. Þau Sveinn og Rann-
veig á Felli setja allt á annan
endann með ótimabærri dirfsku i
ástamálum — á þeim timum er
öxin og Stóridómur vöktu yfir
siðferðinu.
í þessari bók Einars Braga
bætist nálega öld viðbyggðarsögu
S iðursveitar. Atvikin raðast
saman i annálsformi og verða að
eins konar innansveitarkróniku.
Útgefandi er tsafold.