Tíminn - 05.12.1974, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 5. desember 1974.
varð enn óhagganlegri, þegar Einar skarst í leikinn og
hvatti móður sína eindregið til þess að halda drengnum
heima. Hún leit rannsóknaraugum framan í elzta son
sinn. Jú, hana hafði alltaf grunað það, að fyrsta sumar
þessa þögula unglings á sjónum hefði borið í skauti sínu
margvislega erfiðleika og vonbrigði, sem hún myndi
aldrei fá neitt að vita um.
Dag nokkurn kom Eiríkur heim sigurreifur og til-
kynnti, að hann hefði fengið skiprúm.
„Þú, gríslingurinn þinn! Hver vill ráða þig á skip?"
sagði Einar háðslega.
Hinn reiddist. „Þegiðu barasta! Ég fæ kannski hærra
kaup en þú fékkst fyrsta sumarið".
„Ha-ha-ha!" Það var Jóhann, sem hló, og nú blandaði
Katrín sér líka í málið. „Þú ert þó ekki búinn að ráða
þig?" spurði hún.
„Jú, það gerði ég. Það á að skrá mig á skipið í næstu
viku... og ef þið látið mig ekki fá neinn heimanbúnað, þá
fer ég allslaus".
„Hvaða skipstjóri var það, sem þú talaðir við?"
„Eriksson kapteinn frá Stórbæ".
„Hann — versti tuddinn, sem stýrir skipi héðan frá
eyjunum!" hrópaði Jóhann.
„Hann drepur þig, sem aldrei vaknar á morgnana",
hrópaði Einar.
„Mér er alveq sama", saqði Eiríkur þrjózkulega.
„Það er sama hvort þú hefur ráðið þig eða ei — þú
ferð ekki á sjó fyrr en ég leyf i það", sagði Katrín og batt
á sig höf uðskýlu.,, Eriksson er auðvitað niðri í búð?"
„ Já, hann er það, og við erum búnir að fastráða þetta
allt".
,, Ég fer og tala við hann sjálf", sagði Katrín og skund-
aði út. Drengurinn hljóp á eftir henni.
„Þú gerir það ekki, mamma. Ég skal lemja þig svo, að
það brotni í þér hvert bein, ef þú talar við skipstjórann,
og ég skal ryðja húsinu um koll og mölbrjóta allt, sem
inni er", grenjaði drengurinn með grátstaf inn í kverkun-
um. En í sömu andrá sá hann, að ein dóttir Betu kom upp
stíginn, og þá skammaðist hann sín og sneri heim aftur.
Katrín hélt áfram niður í þorpið og leit ekki einu sinni
við, þrátt fyrir hótanir drengsins.
Hún fór beina leið inn í búðina. Nokkrir skipstjórar og
ungir hásetar voru þar inni, og innan við búðarborðið
stóð Norðkvist og talaði svo hátt, að til hans eins heyrð-
ist, þótt aðrir væru að reyna að segja eitthvað. Eriksson
skipstjóri, miðaldra maður með hvítt yf irskegg og stóra
ístru, rauður og þrútinn í andliti, lá þar endilangur á
gömlum, breiðum bekk. Hinir sjómennirnir sátu á köss-
um og pokum og höf ðu annan olnbogann og annan fótinn
uppi á búðarborðinu, en teygðu hinn fótinn f ram á gólf ið.
þar sem segldúkastrangar og kaðalkippur lágu á víð og
dreif. En Janni í búðinni var kófsveittur við að láta
skipsvistir í kassa og tunnur. Katrín fór öll hjá sér, er
hún var allt í einu komin í hóp svo margra karlmanna,
sem virtust reiðubúnir til þess að gera gabb að öllu og
öllum. En hún herti upp hugann, og þegar hún minntist
þess, að þetta voru mennirnir, sem ginnt höfðu fávíst
barnið hennar, svall henni móður.
„Góðan dag", sagði hún.
„Góðan dag" tautuðu sumir manna, en Norðkvist
hrópaði hátt: „Góðan dag, góðan dag, Katrfn".
Svo vék talinu að þvi, sem Katrín hafði einmitt ætlað
að ræða um.
„Þú lætur synina fara unga á sjóinn. Strákurinn var að
ráða sig hérna rétt áðan, heyrði ég var".
Katrín staðnæmdist á miðju gólfinu. Hún krosslagði
hendurnar innan undir svuntunni og lítill, rauður díll
myndaðist á annarri kinninni. Hún talaði hátt og lagði
mikla áherzlu á hvert orð.
,, Já, hann réð sig. Ég er komin til þess að tala um það.
Ég ætlaði að segja Eriksson kapteini það, að þetta var
gert að foreldrunum forspurðum, og við leyfum honum
alls ekki að láta skrá sig á skipið. Og hann getur ekki gert
það án okkar samþykkis, því að hann er ómynduqur".
Eriksson skipstjóri velti sér á aðra hliðina með mestu
erfiðismunum og leit á Katrínu undan hvítum, loðnum
augnabrúnunum.
„Hvern djöfulinn meinið þér?" sagði hann.
Það krimti lágt í ungum stýrimanni, sem sat fyrir aft-
an Katrínu. Norðkvist glennti upp kringlótt augun innan
við búðarborðið og skorðaði sig vel, eins og hann byggist
við skemmtilegu einvígi. Þegar Katrín anzaði engu,
endurtók maðurinn spurningu sína: „Hvern djöfulinn
meinið þér?"
„Ég meina það sem ég sagði: drengurinn fer ekki til
sjós".
„Hver andskotinn er þetta! Ætla nú kerlingarnar að
fara að skipta sér af þess háttar? Hvern f jandann eiga
unglingarnir aðgera, ef þeir mega ekki fara á sjó? — Ég
hef ráðið drenginn, og þar með er það úttalað mál. Og
vertu fegin, að hann fékk þó skiprúm".
„Hann má nú læra að girða upp um sig, áður en hann
Hann sór viö höfuökUpu fööurí
síns, mikinn eiö. Þetta var'
fyrstiDreki,
' Ég mun helga
íif mitt réttlæti jn
'og koma I veg
fyrir hvers ,konar|.
dæöieftirkomencT
yur minir munu ',
halda starfi S
.minuáfram. ÍV
Fyrir 400 árum komst aöeins
einn af eftir sjóræningjaárás,
hann rak aö eyöilegri strönd.
20 ættliöir eru frá honumii
komnir, i frumskóginum
og hinum sjö höfum,hélc
aljir hann vera
ódauölegan,
VOfguSÆ
Fimmtudagur
5. desember
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunleikfimi kl. 7.35 og
9.05. Morgunstund barn-
anna kl. 9.15: Siguröur
Grétar Guðmundsson les
„Litla sögu um litla kisu”
eftir Loft Guömundsson (2).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög milli
liöa. Viö sjóinn kl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson ræöir
viö Hjálmar Baröarson sigl-
ingamálastjóra um mat á
björgunartækjum skipa.
Sjómannalögkl. 10.40. Popp
kl. 11.00: Gisli Loftsson
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frlvaktinni Margrét
Guömundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Vettvangur, — 7 þáttur.
Sigmar B. Hauksson leitar
svara viö spurningunni:
Hvernig bregöast börn við
fráfalli ættingja og vina?
15.00 Miödegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Barnatimi: Kristin Unn-
steinsdóttir og Ragnhildur
Helgadóttir stjórna Fjallaö
veröur um Guömund Thor-
steinsson, sem þekktastur
er undir nafninu Muggur.
M.a. verður lesiö úr
„Dimmalimm”, flutt tónlist
eftir Atla Heimi Sveinsson,
og Jóhannes úr Kötlum flyt-
ur kvæöi sitt „Guösbarna-
ljóö”, (upplestur af plötu).
17.30 Framburöarkennsla I
ensku.
17.45 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.40 Mælt málBjarni Einars-
son flytur þáttinn.
19.45 Gestur i útvarpssal:
Hanno Blaschke syngur
fjögur lög úr lagaflokknum
„Des Knaben Wunderhorn”
eftir Gustav Mahler. Guö-
rún Kristinsdóttir leikur á
planó.
20.05 Flokkur islenskra leik-
rita: XI: „Fingraför á
hálsi”, nýtt leikrit eftir
Agnar Þóröarson. Erlendur
Jónsson flytur inngangsorö.
Leikstjóri: Gisli Alfreðsson.
Helstu persónur og leikend-
ur: Olga ... Anna Kristin
Arngrimsdóttir, Nanna
North... Þóra Friöriksdótt-
ir, Nói... Þorsteinn O.
Stephensen, Villi.... Erling-
ur Glslason, Ragnar. Pétur
Einarsson, Forstjóri...
Gunnar Eyjólfsson, Deild-
arstjóri... Ævar R. Kvaran,
Læknir... Klemens Jónsson.
Aörir leikendur: Einar
Sveinn Þóröarson, Þóröur
Jón Þórðarson Hákon
Waage, Ingunn Jensdóttir,
Þorgrimur Einarsson, Guö-
jón Ingi Sigurðsson og Birna
Sigurbjörnsdóttir.
21.20 Strengjakvartett I f-moll
op. 95 eftir Beethoven.
Amadeus kvartettinn leik-
ur. — Frá Beethoven-hátiö-
inni i Bonn i september s.l.
21.40 „Fiskur I sjó, fugl úr
beini” Thor Vilhjálmsson
rithöfundur les úr nýrri bók
sinni.
22.00 Fréttir 22.15 Veður-
fregnir. Kvöldsagan: „1
verum”, sjálfsævisaga
Theódórs Friðrikssonar
Gils Guömundsson les (10).
22.35 Frá alþjóölegu kóra-
keppninni „Let the Peoples
Sing” — áttundi þáttur Guð-
mundur Gilsson kynnir.
23.15 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
HHtWMIWmtMMIimMIHI,
Tímínn er
peníngar
i AuglýsicT
i Tímanum