Tíminn - 05.12.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.12.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. desember 1974. TÍMINN 3 Alberto Veutura hljdmsveitarstjdri, Gunnar Guðmundsson tram- kvæmdastjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar og Sigrfður E. Magnúsdóttir einsöngvari. Tímamynd: Gunnar. Myndskreytt útgáfa íslendinga sögu ÚT er komin hjá Menningar sjóði myndskreytt útgáfa ts- lendinga sögu Sturlu Þórðar- sonar. tslendinga saga er sem menn vita hluti Stuiunga , en þetta er i fyrsta sinn, sem hún kemur út sérstök. Bókin er ÍSLENDINGA SAGA ÞORÐARSONAR prýdd um fimmtiu myndum eftir þau Þorbjörgu Höskulds- dóttur og Eirik Smith, en út- gáfu annaðist Finnbogi landsbókavörður Guðmunds- son. Sturla Þóröarson hefur haft mikiö myndskyn eins og ráöa má af frásögn hans, sagði Finnbogi, þegar hin nýja út- gáfa tslendinga sögu var kynnt fréttamönnum. Vart þarf aö kynna ís- lendingum Sturlu Þórðarson, bróðurson Snorra Sturlu- sonar, og sá er gekk honum næstur af sagnariturum mesta gullaldarskeiös i sögu ís- lenzkra bókmennta. Er liklegt talið að Sturla hafi samið Islendinga sögu á efstu árum sinum. Hún hefst um 1180 og nær til 1264, er Þórður Framhald á 14. siðu. Gagnmerkt rit um Skeiðarárhlaup og Grímsvatnagos — eftir Sigurð jarðfræðing Þórarinsson ÚT er komin hjá Menningar sjóði bók eftir Sigurð jarðfræðing Þórarinsson, sem nefnist Vötnin strið — saga Skeiðarárhlaupa og Grims- vatnagosa. I þessu verki dreg- ur Sigurður saman I einn stað geysimikinn fróðleik, sögu- legan sem jarðvisindalegan, um Grimsvötn, Grænalón og hlaup á Skeiðarársandi. Efni er niður skipað i rétta tima- röð, þannig að lesendur fá hið gleggsta yfirlit yfir gos og hlaup á þessum slóðum, allt frá þvi að sögur hefjast og fram til 1972. Að bókarlokum er að finna annál Grimsvatna- gosa og Skeiðarárhlaupa sem og ýmsar visindalegar ályktanir um viðfangsefnið. Mikill fjöldi ljósmynda, korta og annarra skýringamynda prýðir bókina og i henni eru átta litmyndasfður. Á þessu ári eru 40 ár liöin siöan ég fór að fást við rannsóknir á þessu sviði.sagði Sigurður, þegar bókin var kynnt fréttamönnum. Ég hygg að hér sé saman komið i einn stað allt, sem vitað er um Skeiðarárhlaup og Grims- vatnagos og þannig á að vera um hnútana búiö, aö þeir sem vildu kynna sér þessi mál þurfi ekki annað að leita. Fyrsta Grimsvatnahlaupiö, sem sögur fara af, kom 1332. Annars er oft á tíðum erfitt aö átta sig á þvi hvaðan þau hlaup hafa komið, sem minnzt er á i fornum heimildum, þvi að Framhald á 14. siöu. Söguritun Alþýðubandalagsins Sú ákvöröun hefur nú bersýnilega verið tekin hjá Alþýðubanda- laginu að kenna Framsóknarflokknum eingöngu um það, að ekki tókst að endurreisa vinstri stjórnina með þátttöku Alþýðuflokksins. 1 stjórnmálaályktun, sem samþykkt var á nýloknum landsfundi Alþýðubandalagsins, segir á þessa leiö: „Eftir kosningar s.s. suinar voru teknar upp viðræður fulltrúa fjögurra flokka um möguleikann á myndun nýrrar vinstri stjórnar. Alþýöubandalagið leit svo á, að mikilvægt væri, að af slikri stjórnarmyndun gæti orðið. Það sem úrslitum réði um þaö aö hætt var við þessa tilraun I miöjum kliðum, var afstaða forustumanna Frainsóknarflokksins. i viðræðum kom það glögglega i ljós, að I herbúðum Framsóknarmanna hafði kosningasigur Sjálfstæöis- flokksins haft ógæfusamleg áhrif. Hægri öflin virtust nú alls ráöandi innan flokksins, og af ráönum hug létu forustumenn Framsóknarflokksins viðræöurnar um vinstri stjórn stranda, jafn- skjótt og færi gafst. Eins og brátt kom i Ijós, voru þeir þá þegar staðráðnir i að leita á önnur mið, enda ekki liöinn iangur timi er þeir gerðu samninga um aðild að ihaldsstjórn, undir forustu formanns Sjáifstæðisflokksins. Leiðtogum Framsóknarflokksins var það slikt kcppikefli að þeir féllust umsvifalaust á algea stefnubreytingu i ýmsum meginmálum, enda taka þeir nú fullan þátt I að gera að engu fjölmargt sem vinstri stjórnin hafði iagt grundvöll að”. Þannig mun Alþýðubandalagið ætla sér að segja þessa sögu á komandi misserum og árum. Þessa sögu á vafalaust eftir að margsegja af Þjóðviljanum og áróðursmönnum bandalagsins. Frósögn Ragnars Arnalds Svo vel vill til, að til er önnur frásögn, sem tvimælalaust er miklu öruggari heimild en iandlsfundur Alþýðubandalagsins. Sú frásögn er skráð af manni, sem tók þátt i sjálfum samningaviðræðunum. Iiann skrásetti hana strax að viðræðunum ioknum, meðan þær voru honum I fersku minni, og áöur en nokkur flokksleg ályktun hafði verið tekin um, hvernig ætti að túlka þær. Þessi maður var Ragnar Arnalds, nýlega endurkjörinn formaður Alþýöubandalagsins. Þjóð- viljinn birti viö hann langt viðtal strax aö viöræöunum loknum, eöa 14. ágúst siðast liðinn. Fyrirsögn viðtalsins náði yfir alla forsiðu Þjóðviljans og hljóðaði á þessa leið: „Ragnar Arnalds I viðtali við Þjóðviljann Alþýðufiokkinn skorti viljann til samstarfs” Lokaniðurstaða Ragnars i viðtalinu er svo þessi: „Hitt stendur upp úr og er aöalatriöið, að forustumenn Alþýöu- flokksins skorti bersýnilega vilja til samstarfs”. Hér er þvi hiklaust haldiö fram af formanni Alþýðubandalagsins, að viðræðurnar hafi strandað á viljaskorti Alþýðuflokksins til sam- starfs. í umræddri stjórnmálaályktun Alþýöubandalagsins er hins vegar hvergi minnzt á Alþýöuflokkinn I þessu sambandi, eða afstöðu hans. Sá kafli viðræðnanna er alveg þurrkaður út. Nú er einhliða reynt að halda þvi fram, að Framsóknarflokkurinn sé sökudóigurinn. Þaðer ekki óeðlilegt, þótt piltarnir úr Alþýðubanda- laginu, sem stóðu að stúdentafundinuin 1. desember, vilji umskrifa þjóðarsöguna. Þeir vilja bersýnilega ekki veröa ósnjallari sögu- ritarar en lærimeistararnir, sem sömdu umrædda stjórnmála- ályktun Alþýðubandalagsins. Þ.Þ. Norskir sjómenn krefjast aukins eftirlits með erlendum togurum Sigríður E. Magnús- dóttir með Sinfóníunni SINFÓNIUHLJÓMSVEIT ts- lands efnir til aukatónleika i Háskólabiói iaugardaginn 7. desember kl. 15. Askriftar- skirteini gilda ekki að þessum tónleikum. Stjórnandi veröur italski hljómsveitarstjórinn Alberto Ventura frá óperunni I Róm og einsöngvari Sigriður E. Magnúsdóttir. A þessum tón- leikum verða fluttir forleikir og atriði úr óperum eftir Rossini, Gluck, Mozart, Verdi, Gounod, Bizet og Saint-Saéns. Sigriður E. Magnúsdóttir og Alberto Ventura munu einnig koma fram á tónleikum á Akur- eyri á sunnudaginn kl. 17:15. Þar mun Sigrlður syngja einsöng og Ventura annast undirleik. Sigriður E. Magnúsdóttir er fædd i Reykjavik og hlaut þar sina fyrstu tónlistarmenntun. Framhaldsnám stundaöi hún siðan við Tónlistarháskólann i Vin, meðal annars hjá Erik Werba, og lauk kennaraprófi þaðan 1968. Siðan hefur hún lagt stund á nám i ljóða — og óperu- söng við sama skóla og á Italiu. Hún er nú heima i jólaleyfi. Sigriður hefur tekið þátt i söng- keppnum i Evrópu (Belgiu, Finn- landi, Austurriki), og hlaut hún 1. verðlaun fyrir ljóðasögn i Belgiu og viðurkenningu á alþjóðlegri söngkeppni i Vinarborg. Hún hefur komið fram á tónleikum I Evrópu, sem einsöngvari meö kór og hljómsveit og einnig á sjálf- stæöum tónleikum. Alberto Ventura er fæddur á ítaliu 1930. Hann nam lögfræöi við Háskólann i Flórens, en lagði jafnframt stund á tónlistarnám undir handleiðslu Eriberto Scar- lini og Vita Frazzi. Hann hefur verið undirleikari margra frægra listamanna, meðal annars Nathan Milstein, Gaspar Cassado og Franco Corelli. Leik- húsferil sinn hóf hann sem aðstoðarhljómsveitarstjóri hjá Maggio Musicale Florentino á árunum 1953-1959, en árið 1959 réðst hann að Scala-óperúnni i Milanó. Um árabil var hann aðal- hljómsveitarstjóri rikisleik- hússins i Basel i Sviss, og hann hefur stjórnað við leikhús i Berlin, Moskvu og I Chicago auk fjölmargra leikhúsa á ttaliu. Ljósin d Akureyjum: Gátan óleyst Gsal-Rvik. i fyrradag fóru nokkrir menn út i Akureyjar og athuguðu nákvæmlega, hvort þeir fyndu eitthvað, sem bent gæti tii að menn hefðu þar veriö nýlega ogkveikteld, en eins og frá var greint i Timanum i gær, sáu menn beggja vegna Gilsfjarðar ljós af eldi og reyk, sem virtist koma utan frá Akureyjum. Frekari leit er ekki áformuð að sinni, en mönnum er enn hulin ráðgáta hvað þarna hafi verið á ferðinni. Á iandsfundi norska Fiski- mannasambandsins var samþykkt ályktun þess efnis I gær, að beina þvi til stjórnvalda, að landhelgiseffirlit með strönd- um Noregs yrði styrkt til muna. Aður hafa fiskimcnn I Norður- Noregi krafizt hins sama, og var sú krafa árettuð af sambandinu að marggefnu tilefni. Fiski- mennirnir segja, að sifellt aukizt fjöldi erlendra togara, sem veiða á fiskveiðimörkunum og að gæzla með þessum skipum sé hvergi nærri nóg. Krefjast fiskimennirnir þess, aö flugvélar verði látnar fylgjast með veiðum erlendu togaranna, og fleiri varðskip verði tekin i notkun og þau fylgist stöðugt meö toguruuum, en ekki sé látið nægja að þau skjótist út á mjðin annað slagið eins og nú er. Þessar kröfur sjómannanna benda til þess, að erlendir togarar séu full djarftækir til aflans rétt við og jafnvel innan orsku fisk- veiðimarkanna. Forvitnileg bókmennta- kynning í Norræna húsinu Á SiÐARI bókmenntakynningu Norræna hússins laugardaginn 7. desember kl. 16:00 kynna sænski og finnski sendikennarinn nýjar athyglisverðar bækur á bóka- markaði sinna heimalanda. Rit- höfundurinn, prófessor Lars Huldén, formaður finnsk-sænska rithöfundasambandsins, verður gestur á þessari kynningu. Lars Huldén er prófessor við norrænudeild Helsingfors- háskóla. Hann hefur samið átta ljóöabækur, og sú nýjasta, Lásning för vandrarer, er einmitt að koma út þessa dagana, og enn- fremur hefur hann skrifað leikrit, nánast i kabarettstll. Auk þess hefur hann birt margt visindalegs eðlis, s.s. doktorsritgerð um sagnbeyginguna i österbotten- sænsku, greinar um örnefni og staðarnöfn, og hann er mikill Bellmans-fræðingur. Prófessor Huldén er staddur hér á vegum Norræna hússins og Háskóla Islands þar sem hann flytur einmitt fyrirlestur um Bellman, fimmtudaginn 5. desember kl. 17:00. A bókmenntakynningunni á laugardag mun Lars Huldén ræða þær finnsksænskar bókmenntir, sem eru efst á baugi nú, einkum kvæði, og ásamt finnska sendi- kennaranum mun hann einnig ræöa nokkuð um þær tvær bækur, sem tilnefndar hafa verið til bók- menntaverðlauna Noröurlanda- ráös. Auk þess gefur finnski sendikennarinn nokkurt yfirlit yfir þann finnska bókakost, sem til er I Bókasafni Norr. hússins. Ingrid Westin, sænski sendi- kennarinn, kynnir ýmsar athyglisverðar, nýjar sænskar bækur, og fjallar ennfremur nokkuð um höfunda þeirra sænsku bóka, sem til greina koma við úthlutun bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, Sven Delblanc og Göran Palm. Þessi bókmenntakynning er öllum opin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.