Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MÁNUDAGUR
SKÁLDASPÍRUKVÖLD Skáldaspíru-
kvöld verður haldið í kvöld klukkan 21 á
Kaffi Reykjavík. Þeir sem lesa núna upp eru
Sigfús Bjartmarsson, Þóra Ingimarsdóttir,
Úlfar Þormóðsson, Sindri Freysson og Jökull
Valsson, öll úr nýútkomnum bókum, en
einnig les Guðrún Heiður Ísaksdóttir úr
óbirtum verkum sínum.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
3. janúar 2005 – 1. tölublað – 5. árgangur
● slær í gegn í tékklandi
Sterkt
kaffi
Börkur Gunnarsson:
▲
SÍÐA 30
● nýkominn úr leyfi
Horfurnar
bjartar
Ólafur F. Magnússon:
▲
SÍÐA 14
FLEIRI FINNAST VARLA Rúmri viku
eftir að flóðbylgjan gekk á land við Ind-
landshaf eru 150 þúsund látnir og þúsunda
enn saknað. Ólíklegt er að fleiri muni finn-
ast á lífi og hjálparsveitir hætta senn að
leita. Neyðargögn eru farin að berast á
flesta staði. Sjá síðu 2
NÖFNIN BIRT Í FJÖLMIÐLUM Birt-
ing lista nafna fólks sem er saknað ber ár-
angur á Norðurlöndum. Þjóðarsorg hefur
verið um helgina í Danmörku, Svíþjóð, Nor-
egi og Finnlandi vegna hamfaranna í Asíu.
Sjá síðu 4
ALMENNINGUR MÓTI NÝJA
STJÓRNARSKRÁ Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi að
stjórnarskrárbreytingar væru „verkefni okkar
allra“. Forseti Íslands tilkynnti stofnun
menntaverðlauna í nýársávarpi sínu og
sagði kennaraverkfall ekki mega endurtaka
sig. Sjá síðu 6
Kvikmyndir 26
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 20
Sjónvarp 28
Guðrún Jóhannesdóttir:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Skipulagði gott
vinnueldhús
● fasteignir ● heimili
STÓRHRÍÐ NORÐVESTAN TIL Víða
snjókoma eða slydda. Skafrenningur nyrðra.
Hiti 1-5 stig sunnan til en við frostmark fyrir
norðan. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
VERÐSAMRÁÐ Stjórn Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna
hefur farið fram á viðræður við
olíufélögin um skaðabætur
vegna verðsamráðs þeirra. Þetta
var ákveðið á fundi stjórnarinnar
í nýliðnum mánuði þar sem álit
lögfræðings á möguleikum út-
gerðarmanna á skaðabótum var
lagt fram.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að sam-
kvæmt álitinu geti útgerðirnar
farið í skaðabótamál telji þær sig
geta sýnt fram á að hafa orðið
fyrir tjóni vegna samráðsins.
Einnig komi þar fram að for-
dæmi séu fyrir því að svipuð mál
hafi verið dæmd að álitum, það
er eftir mati á tjóninu.
Friðrik segist vona að viðræður
við olíufélögin hefjist á næstu vik-
um. Þá komi í ljós hvort þau séu til-
búin til að ljúka málinu með sam-
komulagi. Það sé ósk útvegsmanna.
Ef það gangi ekki verði þeir hins
vegar að skoða næsta skref.
Útgerðarfélög eru líklega
stærstu viðskiptavinir olíufélag-
anna og hefur LÍÚ um árabil gagn-
rýnt verðlagningu á skipaolíu og
talið verð á henni óeðlilega hátt í
samanburði við verð í nágranna-
löndunum. Félögin hafa því reynt
að knýja fram lækkun, meðal ann-
ars með því að versla við norska
olíufélagið Statoil. Fram kemur í
niðurstöðu samkeppnisráðs að ís-
lensku olíufélögin þrjú hafi þving-
að Statoil til að hækka olíuverð til
íslenskra skipa í Færeyjum svo
þau hættu að kaupa olíu þar.
Friðrik J. Arngrímsson hefur
sagt ljóst að útvegsmenn hafi tap-
að miklum fjármunum á samráði
olíufélaganna. Í samtali við Sjón-
varpið í haust sagði hann að verð-
samráð olíufélaganna eins og það
birtist í niðurstöðu samkeppnis-
ráðs virtist á köflum reyfarakennt
og sér fyndist málið sorglegt. Olíu-
félögin þyrftu því að reyna að
byggja upp traust viðskiptavina
sinna að nýju. - ghg
Matarskortur hjá
sjálfboðaliðum
Íslenskur fulltrúi Rauða krossins er á Súmötru. Eyðileggingin er gríðar-
leg og margir þeirra sem eru við hjálparstörf hafa sjálfir misst einhvern
í hamförunum. Vart hefur orðið við matarskort hjá sjálfboðaliðum.
JARÐSKJÁLFTI Guðbjörg Sveinsdótt-
ir, sendifulltrúi frá íslenska Rauða
krossinum, fór til Indónesíu í
fyrradag. Hún segir að stærsta
vandamál hjálparstarfsins sé
hversu erfitt getur verið að kom-
ast til þeirra svæða sem verst
urðu úti. „Á ákveðnum svæðum,
sérstaklega á suðurströndinni, er
ekki hægt að komast að nema með
þyrlum. Þangað eru sjálfboðaliðar
nýkomnir og bara rétt farið að
meta eyðilegginguna.“ Þar koma
erfiðar aðstæður ekki eingöngu
niður á innfæddum. „Hjálpar-
starfsmenn á suðurströndinni eiga
mjög erfitt. Fólkið þarf að vera í
tjöldum og sjálfu sér nógt um mat
og vatn. Það tekur á, sérstaklega á
þeim svæðum þar sem vart hefur
orðið við matarskort á meðal sjálf-
boðaliðanna sjálfra.
Ég býst við að mitt aðalstarf
verði að hlúa að sjálfboðaliðum og
búa til skipulag til að meta ástand-
ið í heild,“ segir Guðbjörg, sem er
geðhjúkrunarfræðingur og sinnir
sálrænum og félagslegum stuðn-
ingi við þá sem hafa farið illa út úr
hamförunum. Hún er núna í
samhæfingarmiðstöð Rauða kross-
ins í Medan á Norður-Súmötru, en
kemur líklega til með að sinna
starfi sínu í borginni Banda Aceh á
nyrsta odda eyjarinnar.
„Helmingur borgarinnar Banda
Aceh er í rúst, ekkert rafmagn og
samgöngur erfiðar vegna þess að
vegir eyðilögðust.“ Í borginni er
mikið starf fyrir höndum við að-
hlynningu sjálfboðaliða. „Stór hluti
þeirra sem starfa í borginni hefur
verið við störf frá upphafi hjálpar-
starfsins og margir hafi misst ein-
hvern í hamförunum.“ - at
Skaðabótakrafa vegna verðsamráðs olíufélaganna:
Útgerðin krefst bóta
● hugurinn stefnir heim
Aðeins FH
kemur til greina
Auðun Helgason:
▲
SÍÐA 22
Eldur í Mosfellsbæ:
Tveir sluppu
ómeiddir
BRUNI Eldur kviknaði í íbúðarhús-
næði í Krókabyggð 14 í Mosfells-
bæ í gær. Þegar Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins var gert viðvart
sendu allar stöðvar lið á staðinn.
Mikill eldur var í herbergi á efri
hæðinni en húsið er tvílyft par-
hús. Tveir íbúar voru úti þegar
slökkvilið bar að en læknir
slökkviliðs sendi þá á slysadeild á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi
til athugunar. Hélt hann að íbú-
arnir, tveir ungir piltar, væru með
snert af reykeitrun en hún reynd-
ist ekki alvarleg.
Vel tókst að slökkva eldinn og
lauk slökkvistarfi um hálfsexleyt-
ið. Einn bíll var þó eftir á vett-
vangi og var húsið vaktað eitthvað
fram eftir kvöldi. Óvíst er um
eldsupptök og er málið í rannsókn
hjá slökkviliðinu. -lkg
BRENNUR HEIMSÓTTAR Á NÝJU ÁRI Fjöldi fólks kom saman við brennur á nýársdag, eins og þessir brennugestir í Gufunesi, eftir að
þeim var víða aflýst á gamlárskvöld vegna veðurs. Sumir kveiktu í stjörnuljósum til að heilsa nýja árinu. Kveikt var í síðustu brennunum í
gær, þar á meðal á Ísafirði. Haukar í Hafnarfirði ætla þó að geyma brennu sína alveg til þrettándans.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
Snjóflóðahætta á
Vestfjörðum:
Hús rýmd
ALMANNAVARNIR Vegna slæmrar
veðurspár ákvað Almannavarna-
nefnd Ísafjarðarbæjar í gærkvöld
að rýma nokkur hús á norðanverð-
um Vestfjörðum. Um er að ræða
10 til 15 hús í Skutulsfirði, Hnífs-
dal, Önundarfirði og Dýrafirði, en
einnig varar nefndin við veður-
ham og snjóflóðahættu á öðrum
stöðum, meðal annars á Ísafjarð-
arflugvelli. Ekki er vitað hversu
margir þurfa að yfirgefa heimili
sín þar sem eitthvað er um að fólk
sé að heiman. Einnig eru nokkur
þeirra húsa sem rýma þurfti
atvinnuhúsnæði eða hús sem ekki
er vitað til að búið sé í. Líklegt er
þó talið að um sé að ræða nokkra
tugi einstaklinga sem þurftu að
yfirgefa heimili sín í gærkvöld.
Almannavarnanefndin leggur
áherslu á að íbúar haldi sig innan-
dyra og fylgist með tilkynningum
hennar, en Veðurstofan spáir
vondu veðri auk þess sem aðstæð-
ur á svæðinu eru mjög slæmar.
Nefndin ætlaði næst að meta að-
stæður nú í morgun. -at
01 Forsíða 2.1.2005 21.52 Page 1