Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 42
Níunda Heklugosið hófst þennan dag 1597. Það stóð í að minnsta kosti hálft ár. Margar samtíma- heimildir eru til um þetta gos en ítarlegasta lýsingin er í bréfi Odds Einarssonar Skálholtsbisk- ups til séra Böðvars Jónssonar. „Þessi ógnarlega eldsuppkoma í Heklu og önnur þau býsn, sem þar með fylgja, sem eru brestir og dynkir, álíka sem heyra má þá reiðarþrumur berjast mest í lopti. Bar þetta fyrst til á mánudags- kvöldið eptir áttadag um kvöldrökkurstíma, kom fyrst jarð- skjálfti, svo menn urðu varir við nokkra kippi bæði hér og annars staðar, og þar fylgdi með ógurlegt myrkur, að sögnum þeirra, er úti voru, því þeir þóttust ei sjá niður fyrir fætur sér, en þó var áður klár heiðríkja og stjörnuljós. Í sama vetfangi gaus upp úr Heklu suðaustanverðri eldur og eisa með sandi og ösku og tilsýndar héðan sem hún væri öll í einum loga, allt eins og heitasti tígulofn.“ Tjón varð lítið í þessu gosi enda hófst það á heppilegasta tíma, um hávetur. Öskufall var fremur lítið og barst til ýmissa átta, mest til suðausturs, yfir Mýrdal. Ekkert er vitað um hraunrennsli enda hraunin úr þessu gosi trúlega horfin undir yngri hraun. (heimildir sóttar á vef Orkustofnunar, os.is. Textinn úr bréfi Odds Einarssonar er úr bók dr. Sigurðar Þórarinssonar, Heklueldar.) ■ ELDGOS Í HEKLU Níunda Heklugosið Akureyringurinn Svavar Frið- rik Hjaltalín settist í helgan stein á nýliðinni Þorláksmessu. Þá hafði hann starfað á sama vinnustaðnum í 56 ár en vinnu- veitandinn var Útgerðarfélag Akureyringa, sem nú er í eigu Brims. Svavar, sem varð sjötugur í vetur, byrjaði að vinna hjá ÚA 14 ára gamall og þegar hann hætti þar á Þorláksmessu gaf Brim honum listaverkið „Traustir hlekkir“ eftir Hall- grím Ingólfsson á Akureyri. Verkið samanstendur af þremur hlekkjum úr fótreipiskeðju af Kaldbaki EA og fjörugrjóti af lóð Brims á Akureyri en á gull- plötu á listaverkinu er letrað: Svavar Hjaltalín - Með þökk fyrir 56 ára gæfuríkt samstarf. Með fylgdi karfa hlaðin góð- gæti. Svavar vann undir stjórn allra þeirra sem stýrt hafa ÚA og síðar Brimi: Guðmundi Guð- mundssyni, Andrési Péturssyni, Gísla Konráðssyni, Vilhelm Þor- steinssyni, Gunnari Ragnars, Guðbrandi Sigurðssyni, Gunn- ari Larsen og Guðmundi Krist- jánssyni. Ber hann mikið lof á stjórnendur félagsins í gegnum tíðina og telur að velgengni þess megi þakka dug þeirra og fram- sýni sem og þeirri gæfu að félagið hafi alltaf haft yfir að ráða góðu starfsfólki. - kk 18 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR J.R.R. TOLKIEN fæddist þennan dag 1892. Á sama vinnustað í 56 ár SVAVAR FRIÐRIK HJALTALÍN: HÆTTI STÖRFUM Á ÞORLÁKSMESSU “Ekki leita ráða hjá álfum. Þeir segja bæði já og nei.“ Skyldu þeir vera álfar í Farmsóknarflokknum? timamot@frettabladid.is AFMÆLI Matthías Johannessen er 74 ára í dag. Kristín Á. Ólafsdóttir kennari er 55 ára. Guðmundur Ármann Sigurjónsson listmálari er sextugur. Sölvi H. Blöndal í Quarashi er 29 ára. JARÐARFARIR 13.30 Kristín Halldórsdóttir, frá Þrasastöðum í Stíflu, síðast til heimilis á Ásvegi 15, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 14.00 Ásdís Þórðardóttir, Brúarlandi, Fellabæ, verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju. Þennan dag 1959 var Alaska fullgilt sem 49. riki Bandaríkj- anna. Evrópumenn uppgötvuðu Alaska 1741. Það var rússneskur leiðangur undir stjórn Danans Vitusar Bering sem það gerði. Frumbyggjar landsins hrundu niður úr pestum eftir að rúss- neskir veiðimenn tóku að gera sér tíðförult til Alaska. 1784 var fyrsta rússneska landnámið stofnað á Kodiak-eyju. Snemma á 19. öld tóku Rússar að taka sér bólfestu á Kyrrahafsströnd Ameríku og komust syðst ná- lægt því sem nú er Bodega-flói í Kaliforníu. Eftir 1820 dró úr um- svifum Rússa í Nýja heiminum og að því kom að Rússar seldu Bandaríkjamönnum Alaska fyrir 7,2 milljónir dala árið 1867. Ut- anríkisráðherrann sem gerði kaupsamninginn varð fyrir að- kasti heima fyrir, bæði í þinginu og blöðunum, og kaupin voru kölluð axarskaft hans og forset- ans og landið kallað „Hvíta- bjarnagarður forsetans“. Engu að síður voru kaupin staðfest í þinginu og tæpri öld síðar gekk Alaska í ríkjabandalagið. Þegar fram liðu stundir varð öllum ljóst að Bandaríkjamenn höfðu gert kjarakaup, því fylkið er eitt náttúruauðugasta svæði álfunn- ar. 3. JANÚAR 1959 Hæsta fjall Alaska, McKinley-tindur. Alaska varð 49. ríki Bandaríkjanna þennan dag. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1431 Heilög Jóhanna af Örk látin í hendur biskupnum af Beauvais. 1521 Marteinn Lúter bannfærður af kaþólsku kirkjunni. 1833 Bretar ná yfirráðum á Falklandseyjum. 1887 Fimm skip frá Skagaströnd farast í ofsaveðri. 24 menn farast. 1888 Kona kýs í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum, Kristín Bjarnadóttir í Reykjavík. 1925 Mussolini leysir upp ítalska þingið og tekur sér alræð- isvald. 1962 Páfinn bannfærir Fidel Castro. 1990 Íslandsbanki stofnaður með samruna Alþýðubank- ans, Iðnaðarbankans, Út- vegsbankans og Verslunar- bankans. Alaska verður eitt Bandaríkjanna Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Einarsdóttir Máshólum 10, áður Laugarnesvegi 104, Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. janúar klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ólafur Pétursson, Þórfríður Guð- mundsdóttir, Gísli Kr. Jónsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Anna María Friðbergsson Máshólum 10, áður Laugarnesvegi 104, lést 19. desember. Jarðarförin fer fram í Dómkirkjunni þriðjudag- inn 4. janúar klukkan 13.00. Alice Gestsdóttir, Björn Jónsson, Agnes Gestsdóttir, Karen Gestsdóttir, Rafn Vigfússon, Vilborg Gestsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Kristrún Gestsdóttir, Ingi B. Jónasson, Ómar F. Dabney, Ingveldur Gísladóttir, María Vala Friðbergs, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir, amma og systir, Ragnhildur Guðjónsdóttir lést á heimili sínu Skipastíg 11 laugardaginn 1. janúar. Sævar Þórarinsson og fjölskylda. SÍÐASTI VINNUDAGURINN Svavar hóf störf hjá ÚA 1948, ári eftir að fyrsti togari félagsins, Kaldbakur EA, kom til Akureyrar. 42-43 (18-19) Tímamót 2.1.2005 19:46 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.