Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 28
Kauphöll Íslands teiknuð af Hauki Harðarsyni arkitekt. 12 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR Ljósmynd sem gæti næstum verið tekin á Manhattan. Nordica Hótel var áður Hótel Esja, en hlaut mikla andlitslyftingu og er í raun eins og annað hús. Útlitsbreytingin var í höndum Ásgeir Ásgeirssonar arkitekts. Skrifstofuhúsnæði Ístaks teiknað af Agli Má Guðmundssyni. Skakkir gluggarnir skutu skökku við þegar þeir sáust fyrst, en falla nú eðlilega inn í umhverfið. Húsið er teiknað af Guðna Pálssyni og Dagný Helgadóttur. Heimsborgarleg gatnamót Reykjavík hefur fengið á sig svip stórborgar við gatnamót Suðurlandsbrautar og Laugavegs. Gatnamótin þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur mætast hafa fengið á sig stórborgarbrag þar sem nokk- ur mikilfengleg og nútímaleg glerhýsi hafa risið. Fyrst ber að nefna Kauphöll Íslands, sem trónir yfir gatna- mótum sem bogadregið glerhýsi og gefur tóninn að því sem koma skal í henni Reykjavík. Hlý birtan innan úr húsinu á veturna er skemmtilegt mótvægi við kalt efnis- val á byggingunni, en á sumrin speglast sólin í gluggun- um og gefur húsinu gylltan og glóandi svip sem er ótrú- lega viðeigandi fyrir kauphöll. Inni af boganum aftan við húsið er viður notaður sem brýtur upp formið og forðar Kauphöllinni frá því að vera klakahöll. Gegnt Kauphöllinni er Úrval-Útsýn, sem reyndar var fyrsta nútímalega byggingin til að spretta upp við gatnamótin með sínum skökku gluggum en þar fyrir aftan sést í Nordica Hótel, sem áður var Hótel Esja. Hót- elið var klætt í nútímalegan búning þar sem glerið ræð- ur ríkjum en eins og við Kauphöllina er það brotið upp með öðru efni. Ryðgaðar stálplötur umvefja hluta af hótelinu og þó að það hafi ef til vill ekki þótt fínt á árum áður að notast við ryðgað efni kemur það einstaklega fallega út og er óvenju hlýlegt. Síðasta viðbótin á þess- um slóðum er skrifstofuhúsnæði Ístaks við Engjateig- inn en það er húsnæði sem samanstendur af skiptu ferköntuðu rými úr steypu og gleri. Þar eru aðeins bein- ar línur og hvergi bogadregið form að sjá og dimmar rúðurnar hleypa út dempaðri og nánast dularfullri birtu, en glerhlið hússins vísar út að Suðurlandsbraut. Allar hafa þessar byggingar gerbreytt útliti gatnamótanna og fært borgina nær því að teljast stórborg. kristineva@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 12-13 fast stir it up mon 2.1.2005 16.14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.