Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Jón Þórisson. 33. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, og Valgerður Sverrisdóttir ráðherra. 30 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR F yrsta kvikmynd leikstjór-ans Barkar Gunnarssonar,hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sætiyfir það mikilvægasta sem gerð-ist árið 2004 á kvikmyndasvið- inu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu. Aðeins ein tékknesk mynd sem var frumsýnd á árinu er fyrir ofan Sterkt kaffi á listan- um. Einnig kemur fram að mynd Barkar sé ein af þremur sem er talin líklegust til afreka á verð- launahátíðinni Tékkneska ljón- inu þar sem 60 til 70 myndir keppast um hin virtu kvik- myndaverðlaun. Zelary hlaut til að mynda tvenn slík verðlaun á þessu ári. Börkur segir þessa góðu dóma vera gleðileg tíðindi. Gerir hann sér þó engar sérstakar von- ir um tilnefningar til Tékkneska ljónsins og er fyrst og fremst ánægður með að vera nefndur í hópi annarra góðra mynda. „Þetta er mjög hvetjandi og það er alltaf jafn gaman að einhverj- ir höfðingjar hafi áhuga á mynd- inni,“ sagði Börkur. Myndinni hefur einnig verið dreift um Pól- land, Ungverjaland og Slóvakíu auk þess sem hún hefur verið sýnd á mörgum kvikmynda- hátíðum við góðar undirtektir. Sterkt kaffi er gamanmynd í fullri lengd um samskipti kynj- anna. Hún fjallar um tvö pör á þrítugsaldri sem fara í ferðalag til æskuslóða stúlknanna. Lýsir hún á kómískan hátt hvernig þessi pör takast á við það álag sem fylgir því að fara út á land, þar sem gemsar virka ekki og rafmagn, sjónvarp og gott kaffi er vandfundið. Börkur er þegar farinn að undirbúa sína næstu mynd, Karfinn, sem fjallar einnig um sambönd. „Hún sýnir kómíska hlið á fjölskyldusamböndum og hversu fólk á erfitt með að ná saman. Hún heitir Karfinn, sem er einmitt jólamaturinn í Tékk- landi. Allir eru hræddir um að vera einir um jólin og berjast því fyrir því að fjölskyldan nái saman,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Eftir að orðið „blingbling“ rataði í ensku Webster-orðabókina hafa umsjónarmenn netútgáfu ensku Oxford-orðabókarinnar ákveðið að bæta einnig nokkrum slangur- yrðum í sarpinn. Slanguryrðin „thugged out“, „crack hoe“ og „hoochie“ urðu fyrir valinu og því geta þeir sem eiga erfitt með að skilja nýjan orðaforða unglinga kíkt í orðabók til þess að fá útskýringu á herleg- heitunum. „Thugged out“ er þýtt í orðabókinni sem töffaralegur, „crackhoe“ er vændiskona sem reykir krakk og „hoochie“ er þýtt sem hrikalega flottur kvenmaður. Eflaust eru fáir málverndunar- sinnar í skýjunum yfir þessum nýjungum en yfirritstjóri orða- bókarinnar, Jesse Sheidlower, segir það hlutverk síns fólks að þýða þessi orð. „Ef unglingarnir nota orð sem ekki finnast í orða- bókinni er það okkar skylda að bæta þeim við,“ segir hann. ■ Ný slanguryrði í orðabók JA RULE Á það til að skarta smá „blingbling-i“ á tónleikum og í myndböndum. BÖRKUR GUNNARSSON Er að gera góða hluti með sína fyrstu kvikmynd, Sterkt kaffi. KVIKMYNDIN STERKT KAFFI VINSÆL Í TÉKKLANDI: NÁÐI 7. SÆTI Á ÁRSLISTA Börkur undirbýr Karfann 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ... fær Trausti Jónsson veðurfræð- ingur fyrir að benda landsmönnum á þá staðreynd að á einu hlýjasta ári hérlendis síðan mælingar hófust var kuldamet jafnframt slegið í höfuðborginni þegar frost mældist 15,1 stig í nóvember. HRÓSIÐ Lárétt: 2 lappi, 6 són, 8 laug, 9 klæði, 11 öfugur tvíhljóði, 12 skálmar, 14 karl- menn, 16 tímabil, 17 flana, 18 horfir, 20 tvíhljóði, 21 makar. Lóðrétt: 1 ógna, 3 í röð, 4 skordýrin, 5 hreyfast, 7 konunafn, 10 bættu við, 13 gremju, 15 sleit, 16 konunafn, 19 sólguð. Lausn: Lárétt: 2sami, 6óm, 8bað, 9tau, 11 ua, 12arkar, 14gumar, 16ár, 17ana, 18sér, 20au, 21atar. Lóðrétt: 1hóta, 3ab, 4maurana, 5iða, 7margrét, 10uku, 13ama, 15rauf, 16 ása, 19ra. Margir strengja þess heit um áramót að koma sér í betra líkamlegt form á árinu, enda veitir sjálfsagt ekki af eftir allt átið og letilífið um jólin. Erfiðara getur reynst að standa við góðu áformin og hafa það úthald sem þarf til að falla ekki aftur í gryfju letilífsins. „Númer eitt, tvö og þrjú er að skilgreina markmiðin,“ segir Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari, sem rekur fyrirtækið Heilsuráðgjöf ehf. „Og það er mjög gott að gera það með því að skrifa niður það sem gera skal.“ Sölvi segir að meirihluti þeirra sem byrja í líkamsrækt stuttu eftir áramót hætti innan þriggja mánaða, og flestir á fyrstu vikunum. Þetta verður að teljast hátt brottfall, en þeir sem hætta eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki sett sér skýr markmið, hvað þá skrifað þau niður. Annað sem skiptir verulegu máli er að vera ekki einn á ferð heldur fá einhvern annan til að mæta með sér í líkamsrækt. „Strax og komnir eru fleiri en einn einstaklingur mynd- ast nefnilega hópefli, þótt það geti hljómað einkenni- lega að nota það orð um tvo einstaklinga. En bara að vita að þú ert að fara með einhverjum eykur verulega líkurnar á því að þú farir af stað.“ Þriðja ráðið sem Sölvi Fannar gefur þeim sem ætla að byrja í líkamsræktarátaki er að taka frá ákveðinn tíma í hverri viku, festa niður ákveðna dagskrá frekar en að mæta bara eftir hentugleikum. Losaraleg dagskrá eyk- ur verulega líkurnar á því að góðu áformin verða enda- slepp. „Mér finnst líka nauðsynlegt að fólk fari í mælingar þegar það byrjar og síðan verði fylgst reglulega með öllum breytingum. Oft veit fólk ekki við hverju á að búast og áttar jafnvel sig ekki á öllum því sem líkams- ræktin breytir í starfsemi líkamans hvað varðar atriði eins og styrkleika, liðleika, þrek, upp- byggingu á vöðvamassa og losun á fitumassa.“ Mestu skiptir þó að setja sér skýr markmið og missa ekki sjónar á þeim. „Markmið er í raun eins og skot- mark. Ef við sjáum ekki skotmarkið þá vitum við aldrei hvort við hittum í mark eða ekki.“ SÉRFRÆÐINGURINN Áramótaheitin: Lykilatriðið er að setja sér skrifleg markmið, segir Sölvi Fannar einkaþjálfari. Staðið við áramótaheitin SÖLVI FANNAR VIÐARSSON Kann bestu ráðin til að standa við áramótaheit um að komast í gott form. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI ENSKA ER OKKAR MÁL Ensku talnámskeið Innritun hafin 2005 54-55 (30-31) Fólk aftasta 2.1.2005 20:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.