Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 14
14
UMHVERFISMÁL Starfsemin er fyrir
nokkru komin á fullt hjá endur-
vinnslufyrirtækinu Hringrás við
Sundahöfn í Reykjavík, en þar
varð stórbruni 22. nóvember síð-
astliðinn þannig að flytja varð um
sex hundruð íbúa í nágrenninu
neyðarflutningum út af hættu-
svæði brunans.
Einar Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Hringrásar, segir
gífurlegt verk hafa beðið við
hreinsun og uppbyggingu, en að
því starfi hafi komið bæði núver-
andi og fyrrverandi starfsmenn
fyrirtækisins. „Þó að illa hafi horft
um tíma er búið að lyfta hér
grettistaki. Þegar svona áfall dyn-
ur á kemur í ljós hve sterkt bak-
landið er,“ segir hann og kveðst
þakklátur fyrir góðan stuðning
sem fyrirtækinu hafi verið sýndur.
Ekki liggur fyrir hversu mikið
tjón varð í brunanum en Einar seg-
ir fyrirtækið vel tryggt. „Í svona
tjóni er maður aldrei altryggður.
Það verður óhapp og svo verður
bara að vinna sig út úr því.“ Einar
hefur unnið hörðum höndum að
fyrirbyggjandi aðgerðum til að
koma í veg fyrir að sagan endur-
taki sig. „Það verða settir hér upp
eldveggir og verið að reisa nýjar
skemmur. Svo verður bara farið
eftir ítrustu kröfum í forvörnum
sem og öðru,“ segir hann og bætir
við að vinnulagi hafi verið breytt í
þá veru að mun meiri áhersla sé
lögð á að vinnsla fari fram jafnóð-
um og birgðir losaðar út af
vinnsluvæðinu. Þá segir hann ekki
hafa verið þrýst á um að starfsemi
fyrirtækisins verði flutt. „Enda
erum við að taka mjög ábyrgt á
málum,“ segir Einar og bendir á að
fyrirtækið sinni endurvinnslu og
hafi í umræðum á Alþingi verið
nefnt þjóðþrifafyrirtæki. -óká
Áfallið leiðir í ljós hve sterkt baklandið er
EFTIRMÁL? BRUNINN Í HRINGRÁS VIÐ SUNDAHÖFN
3. janúar 2005 MÁNUDAGUR
Lítur björtum
augum fram á veginn
Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi er nýkominn úr nokkurra mánaða leyfi frá störfum. Hann hlakkar
til að hitta skjólstæðinga sína á ný, bæði í Ráðhúsinu og á læknisstofunni.
FÓLK Hljótt hefur verið að undan-
förnu um Ólaf F. Magnússon,
borgarfulltrúa Frjálslynda flokks-
ins, en fyrir nokkru tók hann sér
frí frá stjórnmálunum og læknis-
störfunum. Hann mætir hins veg-
ar tvíefldur til leiks á nýju ári
enda eru horfurnar bjartar. „Mjög
svo, vegna þess að nýjasta skoð-
anakönnun sem gerð var um fylgi
flokkanna í borginni sýnir að við
erum ekki lengur minnsta stjórn-
málaaflið heldur Framsóknar-
flokkurinn. Það eru mér mjög
kærkomin tíðindi,“ segir Ólafur
en neitar því þó hlæjandi að hjólin
hafi farið að snúast hjá flokknum
eftir að hann fór í leyfi. „Ég met
þetta nú svo að þetta sé vegna
góðra starfa F-listans á kjörtíma-
bilinu.“
Sú breyting hefur verið gerð á
stjórnkerfi borgarinnar að þeir
flokkar sem eru í borgarstjórn
geta nú skipað áheyrnarfulltrúa í
föstum nefndum borgarinnar og
telur Ólafur að það muni auka
vægi F-listans verulega, auk þess
sem nú verði hægt að virkja mun
fleiri til starfa. „Borgarstjórnar-
flokkur F-listans mun hefja störf
á þessu ári sem tíu manna hópur
og þegar við komum fram fyrir
næstu kosningar verðum við öfl-
ug liðsheild sem er vel inni í öllum
málum.“
Hálft annað ár er til kosninga
og býst Ólafur síður við að sam-
einaður Reykjavíkurlisti verði í
kjöri. „Ég stórefast um það og ég
tel það gott fyrir stöðu borgar-
mála að R-listinn hætti að ganga
út á það að halda framsóknar-
mönnum í lykilstöðu í borgarkerf-
inu. Ég hugsa að verði staðan önn-
ur en í síðustu kosningum séu
sóknarfæri fyrir okkur frjáls-
lynda þar sem búast má við að
margir sem hugsi hlýtt til okkar
treysti sér frekar til að greiða
okkur atkvæði því þeir óttast síð-
ur að atkvæðið falli dautt niður.
Þetta var notað gegn okkur síð-
ast.“
Ólafi líst ágætlega á nýja borg-
arstjórann, Steinunni Valdísi Ósk-
arsdóttur, enda hafa þau setið
lengi saman í borgarstjórn. Hins
vegar kveðst hann sakna Þórólfs
Árnasonar. „Hann var ekki at-
vinnustjórnmálamaður og því var
það áberandi hjá honum að hann
hlustaði meira á rödd andstæð-
inga sinna en atvinnustjórnmála-
mönnum er tamt.“
Þótt Ólafur hafi í nógu að snú-
ast í borgarmálunum má ekki
gleyma því að hann er læknir að
aðalstarfi og hann hlakkar til að
hitta skjólstæðinga sína á nýjan
leik. „Það er alltaf erfitt fyrir
heimilislækni að taka sér frí því
tengsl læknisins við skjólstæð-
inga sína eru mjög sterk. Það sýn-
ir sig að fólk hérlendis eins og
annars staðar vill hafa sinn heim-
ilislækni. Á sama hátt og ég met
það mikils finnst mér vont að vera
ekki í kallfæri við fólkið mitt eins
og hefur verið nú í vetur,“ segir
Ólafur og bætir því við að án
stuðnings skjólstæðinga sinna úr
heimilislæknastarfinu hefði hinn
óvænti árangur F-listans tæpast
orðið að veruleika.
sveinng@frettabladid.is
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis
penni
Verð 90 kr/stk
PILOT SUPER GRIP
Verð 75 kt/stk
Ljósritunarpappír 397 kr/pakkningin
Skilblöð númeruð, lituð,
stafróf eða eftir mánuðum.
Gatapokar
100 stk í pakka 486 kr/pk STABILO BOSS
Verð 78 kr/stk
Borð
leggja
ndi
borð
mott
ur
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2005
Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum
VANN
MILLJÓNIR Í PÓKER
Á INTERNETINU
RÚNAR
RÚNARSSON
FLUGSTJÓRI DATT
Í LUKKUPOTTINN
FYRIR JÓL:
– hefur þú séð DV í dag?
7
TILBRIGÐI VIÐ EINLIÐALEIK
Ástralski fjöllistamaðurinn Fróði kapteinn
sýnir listir sínar í Oz-sirkusnum. Liðamót
Fróða eru ekki eins og hjá flestu fólki og
því getur hann íklæðst spöðunum á
þennan hátt.
BRUNINN HJÁ HRINGRÁS
Framkvæmdastjóri Hringrásar við Sunda-
höfn í Reykjavík vildi koma á framfæri ára-
mótakveðjum til allra sem stutt hefðu fyrir-
tækið með ráðum og dáð í kjölfar brunans
í nóvember. „Ekki síst til þeirra fjölmörgu
sem sendu okkur heillaskeyti,“ sagði hann
og hvatti gamla viðskiptavini sem nýja til
að færa fyrirtækinu hráefni til endur-
vinnslu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
M
YN
D
/A
P
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
„Heiðarlegur og duglegur stjórnmálamaður,“ segir Ólafur um Steinunni Valdísi Óskars-
dóttur en kveðst samt sakna Þórólfs Árnasonar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
14-15 24 klst. 2.1.2005 20:27 Page 2