Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 46
22 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
31 1 2 3 4 5 6
Mánudagur
JANÚAR
FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn
Auðun Helgason er líklega á heim-
leið eftir sjö ára dvöl sem atvinnu-
maður í Noregi, Belgíu og nú síð-
ast Svíþjóð. Samningur Auðuns
við sænska liðið Landskrona rann
út fyrir skömmu og sagði Auðun í
samtali við Fréttablaðið í gær að
eins og staðan væri í dag stefndi
hugurinn heim.
„Forráðamenn Landskrona
hafa boðið mér tveggja ára samn-
ing og ef ég skrifa undir hann
verð ég einnig fyrirliði liðsins. Ég
er mjög hrifinn af þjálfara liðsins
og þetta er auðvitað spennandi en
ég get heldur ekki neitað því að
það kitlar mikið að spila með FH á
nýjan leik.“
Auðun sagði að nokkur félög
hefðu sett sig í samband við hann
en hann hefði ekki viljað ræða við
þau. „Það kemur bara til greina að
spila með einu liði á Íslandi og það
er FH. Það eru spennandi tímar
fram undan hjá félaginu og miðað
við það sem ég hef heyrt frá for-
ráðamönnum liðsins er gífurlegur
kraftur og metnaður í félaginu,“
sagði Auðun.
Hann gerir ráð fyrir því að
ákveða hvar hann spilar á kom-
andi tímabili á næstu dögum en
sagði það ekkert launugarmál að
mjög líklegt væri að hann gengi í
raðir síns gamla félags, FH. „Ég
hef fengið tilboð frá norska liðinu
Fredrikstad, danska liðinu OB og
síðan Landskrona. Mér gekk vel
síðari hlutann á tímabilinu í Sví-
þjóð en það er sennilega kominn
tími til að koma heim. Konan
klárar námið sitt nú í janúar og
þetta er mjög fínn tímapunktur
fyrir alla fjölskylduna,“ sagði
Auðun.
oskar@frettabladid.is
AUÐUN HELGASON Sést hér í landsleik gegn Andorra en hann er sennilega á leiðinni
heim og mun þá ganga til liðs við Íslandsmeistara FH.
Hugurinn stefnir heim
Knattspyrnumaðurinn Auðun Helgason telur meiri líkur en minni á því að
hann spili með FH á komandi tímabili.
Fríir kynningartímar mán 03/01 og mið 05/01
kl 18:00, Faxafeni 8, Miklubrautarmegin
A I K I D O
Barna-, unglinga- og fullorðinshópar
Komið og takið þátt eða fylgist með
Nútíma sjálfsvarnarlist fyrir alla
Nánari upplýsingar í símum 822-1824 og 897-4675
http://www.aikido.is aikido@aikido.is
Ný námskeið að hefjast!
Æfingar á mán/mið 18:00, fim 20:30, fös 07:30 og lau 15:30
Sjálfsvörn Líkamsrækt
■ ■ SJÓNVARP
12.45 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá viðureign
Norwich og Liverpool í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
15.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá viðureign
Blackburn og Charlton í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
17.45 Íþróttaárið 2004 á Sýn.
Íþróttafréttamenn Sýnar rifja upp
helstu afrek síðasta árs.
18.30 Þrumuskot á Skjá einum.
Farið yfir leiki helgarinnar í enska
boltanum og öll mörkin sýnd.
19.30 Enski boltinn á Sýn.
Endursýnd viðureign Man.Utd. og
Arsenal frá árinu 1999.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.45 Enski boltinn á Skjá einum.
Útsending frá viðureign W.B.A. og
Newcastle í ensku úrvalsdeildinni
í fótbolta frá því fyrr um daginn.
23.15 History of football á Sýn.
01.30 Þrumuskot á Skjá einum.
Endursýndur þáttur þar sem farið
yfir leiki helgarinnar í enska bolt-
anum og öll mörkin sýnd.
Thomas Gravesen:
Orðaður við
Real Madrid
FÓTBOLTI Fregnir herma að spænska
stórliðið Real Madrid hyggist
gera tilboð í Danann öfluga
Thomas Gravesen hjá Everton nú
þegar leikmannamarkaðurinn
hefur verið opnaður á ný.
Umboðsmaður Danans vildi ekki
tjá sig um þennan orðróm frekar
en aðra varðandi Gravesen. ■
HANDBOLTI Logi Geirsson, landsliðs-
maður í handknattleik og atvinnu-
maður með Lemgo í Þýskalandi,
er um margt sérstakur einstak-
lingur. Fréttablaðið hefur áður
greint frá jákvæðum og upp-
byggilegum pistlum kappans á
heimasíðu sinni þar sem hann op-
inberar sýn sína á lífið og reynir
að smita fólk af jákvæðni sinni.
Logi er maður sem vill gefa af
sér og hann sýndi það í verki um
áramótin er hann ákvað að bjóða
langveiku barni og foreldrum til
Þýskalands. Þar munu þau verða
á hans uppihaldi, horfa á hann
spila með Lemgo og fara síðan í
útsýnisferð um borgina.
„ L i f u m
við ekki
einmitt í
þeim til-
gangi að
gera hvort
öðru lífið
bærilegra?
Að mínu
mati virðist
hamingjan
ætluð til að
deila henni
með öðrum,“ segir Logi á heima-
síðu sinni. Svo sannarlega frá-
bært framtak hjá Loga sem er
öðrum til eftirbreytni. - hbg
Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson gefur af sér:
Býður langveiku
barni til Þýskalands
LOGI GEIRSSON
46-47 (22-23) sport 2.1.2005 19:47 Page 2