Fréttablaðið - 03.01.2005, Page 28

Fréttablaðið - 03.01.2005, Page 28
Kauphöll Íslands teiknuð af Hauki Harðarsyni arkitekt. 12 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR Ljósmynd sem gæti næstum verið tekin á Manhattan. Nordica Hótel var áður Hótel Esja, en hlaut mikla andlitslyftingu og er í raun eins og annað hús. Útlitsbreytingin var í höndum Ásgeir Ásgeirssonar arkitekts. Skrifstofuhúsnæði Ístaks teiknað af Agli Má Guðmundssyni. Skakkir gluggarnir skutu skökku við þegar þeir sáust fyrst, en falla nú eðlilega inn í umhverfið. Húsið er teiknað af Guðna Pálssyni og Dagný Helgadóttur. Heimsborgarleg gatnamót Reykjavík hefur fengið á sig svip stórborgar við gatnamót Suðurlandsbrautar og Laugavegs. Gatnamótin þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur mætast hafa fengið á sig stórborgarbrag þar sem nokk- ur mikilfengleg og nútímaleg glerhýsi hafa risið. Fyrst ber að nefna Kauphöll Íslands, sem trónir yfir gatna- mótum sem bogadregið glerhýsi og gefur tóninn að því sem koma skal í henni Reykjavík. Hlý birtan innan úr húsinu á veturna er skemmtilegt mótvægi við kalt efnis- val á byggingunni, en á sumrin speglast sólin í gluggun- um og gefur húsinu gylltan og glóandi svip sem er ótrú- lega viðeigandi fyrir kauphöll. Inni af boganum aftan við húsið er viður notaður sem brýtur upp formið og forðar Kauphöllinni frá því að vera klakahöll. Gegnt Kauphöllinni er Úrval-Útsýn, sem reyndar var fyrsta nútímalega byggingin til að spretta upp við gatnamótin með sínum skökku gluggum en þar fyrir aftan sést í Nordica Hótel, sem áður var Hótel Esja. Hót- elið var klætt í nútímalegan búning þar sem glerið ræð- ur ríkjum en eins og við Kauphöllina er það brotið upp með öðru efni. Ryðgaðar stálplötur umvefja hluta af hótelinu og þó að það hafi ef til vill ekki þótt fínt á árum áður að notast við ryðgað efni kemur það einstaklega fallega út og er óvenju hlýlegt. Síðasta viðbótin á þess- um slóðum er skrifstofuhúsnæði Ístaks við Engjateig- inn en það er húsnæði sem samanstendur af skiptu ferköntuðu rými úr steypu og gleri. Þar eru aðeins bein- ar línur og hvergi bogadregið form að sjá og dimmar rúðurnar hleypa út dempaðri og nánast dularfullri birtu, en glerhlið hússins vísar út að Suðurlandsbraut. Allar hafa þessar byggingar gerbreytt útliti gatnamótanna og fært borgina nær því að teljast stórborg. kristineva@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 12-13 fast stir it up mon 2.1.2005 16.14 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.