Fréttablaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 2
2 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
TAÍLAND, AP Óttast er að 12 ára
sænskum dreng, Kristian Walker,
hafi verið rænt á sjúkrahúsi í
Taílandi. Sænskir lögreglumenn
eru nú á leið til Taílands til að
rannsaka málið. Þetta kom fram í
sænskum fjölmiðlum í gær.
Strákurinn lá á sjúkrahúsinu
Taimueang fyrir utan Khao Lak.
Óþekktur maður, evrópskur yfir-
litum með yfirvaraskegg, ku hafa
komið í tvígang með Kristian til
sjúkrahússins.
Eftir að gert hafði verið að sár-
um Kristians fór maðurinn með
hann af sjúkrahúsinu í síðustu
viku og hefur ekki spurst til hans
síðan.
Faðir og bróðir Kristians
höfðu leitað hans eftir að flóð-
bylgjan reið yfir og gengið á milli
sjúkrahúsa með mynd af honum.
Þeir segja að starfsfólkið á
sjúkrahúsinu sé visst í sinni sök,
Kristian hafi komið þangað og
farið aftur. Því miður eru þó eng-
in gögn til um hann.
Kristian Walker var með
systkinum sínum, móður og
kærasta hennar í Taílandi um jól-
in. Móður hans og kærasta
hennar er enn saknað en systkini
hans eru komin heim til Stokk-
hólms. Faðirinn leitar nú sonar
síns með aðstoð sænsku lögreglu-
mannanna. ■
HAMFARIR Svíarnir sem Íslending-
ar fljúga með heim frá Taílandi í
dag eru mikið slasaðir en þó eng-
inn í bráðri lífshættu. Gera má
ráð fyrir að andleg líðan farþeg-
anna sé slæm, en Friðrik Sigur-
bergsson, læknir og leiðangurs-
stjóri, segir að allir farþegarnir
hafi misst ættingja eða jafnvel
alla fjölskylduna auk þess sem
munaðarlaus börn séu um borð.
„Við höfum ekki hitt þetta fólk
en við höfum verið á fundi í
sænska sendiráðinu í Bangkok og
þar var farið í gegnum þetta
verkefni og ástandið á fólkinu út-
skýrt. Þetta ætti að vera einfald-
ur sjúkraflutningur miðað við
veikindi fólksins og áverka. Um
borð er þó fólk sem hefur gengið
í gegnum hörmungar sem orð fá
ekki lýst,“ segir hann.
Í gær var tíminn notaður til að
koma upp lyfjastöðvum í flugvél-
inni, ganga frá súrefniskútum,
festa sjúkrarúm og skipuleggja
verkefni dagsins. Sjúklingarnir
eru 18 rúmliggjandi og 40-50 sitj-
andi sjúklingar og aðstandendur.
Fyrstu sjúklingarnir áttu að
koma um borð klukkan níu í
morgun að staðartíma og vélin
átti að fara í loftið klukkan eitt.
Sjö tíma munur er milli Íslands
og Taílands. Vélin millilendir í
Dubai og lendir svo í kvöld í
Stokkhólmi. Flugið tekur 15-16
tíma.
Tíu manna áhöfn er um borð
auk 25 manna liðs lækna, hjúkrun-
arfólks, slökkviliðsmanna og
sjálfsbjargarmanna. Friðrik segir
að reynt verði að þjónusta og
koma eins vel fram við Svíana
eins og hægt er en þeir muni
burðast með þessa reynslu alla
ævi.
„Við komum þeim til síns
heima og önnumst þá með tilliti til
þess að þeim líði eins vel og
frekast er unnt. Maður getur ekki
gert neitt annað en haldið í hönd
þessa fólks, talað við það og sýnt
samkennd og það munum við
gera,“ sagði hann. Friðrik kveðst
ýmislegt hafa séð og reynt en
aldrei hafi hann séð fullorðið,
reynt og vant fagfólk jafn slegið
og nú.
Með íslensku vélinni er búið að
flytja alla þá Svía heim sem vildu
flutning. Eftir eru menn sem leita
ættingja sinna auk þess sem sjúk-
lingar á gjörgæsludeild eru ekki
flutningsfærir.
ghs@frettabladid.is
Erlent:
Líkin flutt
heim
827 SAKNAÐ Staðfest er að 827 Svía
er saknað eftir hamfarirnar í Suð-
austur-Asíu. Þetta þýðir að ættingj-
ar hafa í flestum tilfellum séð þá
deyja. Ekki er vitað hvað hent hefur
1.495 einstaklinga til viðbótar.
FYRSTU LÍKIN FLUTT TIL SVÍÞJÓÐAR
Fyrstu líkin af Svíunum sem fórust
í flóðbylgjunni í Indlandshafi verða
flutt heim í dag. Minningarstund
verður á flugvellinum áður en flug-
vélin fer í loftið og einnig þegar vél-
arnar lenda. Tvær flutningavélar
sjá um flutningana.
MUNAÐARLAUS BÖRN SELD Börn
sem saknað er á hamfarasvæðunum
við Indlandshaf geta orðið fórnar-
lömb mansals. Nú þegar eru teikn á
lofti um að munaðarlaus börn á Sri
Lanka og í Indónesíu hafi orðið fyr-
ir því. Í sumum tilvikum verða
börnin fyrir ólöglegri ættleiðingu
og í öðrum tilfellum eru þau hrein-
lega seld.
Mörg norræn börn hafa orðið
munaðarlaus í hamförunum en þó
er ekki vitað hversu mörg. Ekki er
óttast að þau hafi lent í mansali.
Á LISTA YFIR ÞÁ SEM SAKNAÐ ER
Fréttir í norskum fjölmiðlum hafa
greint frá því að 99 Norðmenn hafi
verið á listanum yfir saknaða þó að
þeir væru sprelllifandi. Þannig voru
t.d. menn á listanum sem voru á
ferðalagi í Egyptalandi, aðrir voru á
ferðalagi í Víetnam og enn aðrir
annars staðar. Sumir voru jafnvel
heima í Osló og höfðu alls ekkert
verið í Taílandi.
Vefútgáfa Dagbladet segir frá
því að listi yfir þá sem er saknað sé
kolvitlaus. Ekki hafi verið hirt um
að uppfæra listann og því séu upp-
lýsingarnar rangar um tvo þriðju
hluta fólksins á listanum.
GAGNRÝNI Í NOREGI
Norska lögreglan hefur gagnrýnt
utanríkisráðuneytið vegna þess
hvernig staðið hafi verið að því að
safna nöfnum á lista yfir þá sem
saknað er. Utanríkisráðuneytið hef-
ur svarað á móti að lögreglan hafi
ekki mótmælt því hvernig staðið
skyldi að skráningu á listann.
183 ENN SAKNAÐ
183 Finna er ennþá saknað í
Taílandi. Finnska símafyrirtækið
Telia Sonera hefur komið upp sér-
stöku SMS-kerfi sem nær til allra
Finna á ákveðnu svæði. Þegar hafa
ein skilaboð verið send til þeirra
sem eru á hamfarasvæðinu við Ind-
landshaf og þeirra sem voru þar en
eru komnir heim. ■
Hamfarir í Asíu:
Forsetar
safna fé
BANDARÍKIN George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, kom fram á blaða-
mannafundi í gær með tvo fyrir-
rennara sína sér við hlið og hvatti
Bandaríkjamenn til að láta fé af
hendi rakna til fórnarlamba ham-
faranna við Indlandshaf annan jóla-
dag: „Ég hvet alla Bandaríkjamenn
til að leggja sitt af mörkum.“ Bill
Clinton, forveri Bush, og George
Bush eldri stóðu við hlið Banda-
ríkjaforsetans núverandi þegar
hann hvatti fjölskyldur og fyrirtæki
til að koma bágstöddum til hjálpar.
„Næstu daga munu forsetarnir
fyrrverandi Clinton og Bush fara
þess á leit við Bandaríkjamenn að
þeir leggi fé til áreiðanlegra hjálp-
arsamtaka,“ sagði George W. Bush.
Áhersla er lögð á fjárgjafir fremur
en varning sem erfitt kann að vera
að koma til skila. Stjórn Bush hefur
sætt ámæli fyrir að bregðast seint
og illa við hörmungunum. ■
Söfnunarsíminn er 907 2020
Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins
í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is,
eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
kostar birtingu auglýsingarinnar
„Jú, ég verð að svara því játandi.“
Jón Fanndal Þórðarson, formaður Félags eldri
borgara á Ísafirði, gagnrýndi harðlega fyrirhugaða
gjaldtöku fyrir þvott á fatnaði vistmanna öldrunar-
deildar Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðar. Stofnunin
hefur nú dregið gjaldtökuna til baka.
SPURNING DAGSINS
Jón, var þetta ekki skítamál?
KRISTIAN WALKER
Óttast er að Kristian Walker, 12 ára sænsk-
um dreng, hafi verið rænt af sjúkrahúsi í
Taílandi eftir að flóðbylgjan reið yfir. Ekkert
er vitað um afdrif móður hans og unnusta
hennar en systkini hans björguðust.
Sjúkrahús í Taílandi:
12 ára Svía rænt
SNJÓFLÓÐ Nokkrir íbúa þriggja
húsa við Dísarland í Bolungarvík
neituðu að yfirgefa heimili vegna
snjóflóðahættu þegar lögreglu
bar að garði síðasta sunnudags-
kvöld. Alls voru það sex sem ekki
yfirgáfu heimili sín, þar á meðal
eitt barn, þrettán ára gömul
stúlka.
Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri
hjá lögreglunni í Bolungarvík,
segir að í kjölfarið verði heimilis-
feðurnir á hverjum stað boðaðir
til skýrslutöku um málið, en gerði
ekki ráð fyrir frekari eftirmálum.
„Það eru engin viðurlög við
þessu,“ segir hann og bætir við að
ákveðið hafi verið að grípa ekki til
handtaka á sunnudagskvöldið, en
lögregla hefur til þess heimild
fari fólk ekki að boðum hennar.
„En það er háð mati hverju sinni.“
Ásgeir Sólbergsson sparisjóðs-
stjóri var einn þeirra sem ekki
fóru að heiman, en hann segir
ekki hafa verið hættu á ferðum í
norðaustanáttinni sem var ríkj-
andi þá um kvöldið. „Það var
okkar mat, sem höfum búið þarna
í 25 ár,“ sagði hann og taldi að ekki
væri hætta á ferðum nema að
fennti í norðanátt.
„Það var hins vegar hætta á
gamlárskvöld og menn hræddir
fram undir kvöldmatarleyti, en þá
var ekkert rætt um rýmingu
húsa,“ sagði Ásgeir.
- óká
LEIDD BURT AF FLUGVELLINUM
Prestur leiðir sænska stúlku burt af flugvellinum Landvetter í Gautaborg í Svíþjóð. Stúlkan
var á hamfarasvæðunum við Indlandshaf.
Fólkið hefur þolað
hörmungar
Allir farþegarnir sem Íslendingar flytja frá Taílandi til Svíþjóðar hafa gengið í
gegnum hörmungar. Sálrænt ástand farþeganna er slæmt. „Maður getur ekki
gert neitt annað en haldið í hönd þessa fólks,“ segir leiðangursstjóri LSH.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Snjóflóðahætta í Bolungarvík:
Neituðu að fara
að heiman
Breytingar hjá DV:
Illugi fer í
útvarpið
FJÖLMIÐLAR Illugi Jökulsson hefur
látið af störfum sem ritstjóri DV og
tekur við útvarpsstjórastöðu á nýrri
talútvarpsstöð í eigu Íslenska út-
varpsfélagsins.
Mikael Torfason situr áfram sem
ritstjóri DV, en þar til í gær rit-
stýrðu þeir blaðinu báðir. „Við mun-
um bara halda áfram því góða starfi
sem hafið var fyrir rúmu ári síðan,“
sagði Mikael og átti ekki von á frek-
ari breytingum.
Illugi vonast til að útsendingar
geti hafist á næstu vikum, en enn á
eftir að finna stöðinni nafn og tíðni.
Meðal starfsfólks verða Hallgrímur
Thorsteinsson, Sigurður G. Tómas-
son og Ingvi Hrafn Jónsson, þrír af
fjórum stofnendum Útvarps Sögu.
- óká – Sjá síðu 30
Ísafjörður:
Terta í jarð-
göngum
LÖGREGLA Um hálf ellefu að kvöldi
nýársdags kom lögreglumaður frá
Ísafirði að þar sem einhverjum
hafði dottið það í hug að kveikja í
flugeldatertu í jarðgöngunum,
Breiðadalslegg. Þykkur reykjar-
mökkur var í göngunum, svo þykkur
að hann hindraði útsýni. Voru blás-
arar ræstir til að hreinsa göngin.
Lögreglan á Ísafirði hafði í fleiru
að snúast um og upp úr áramótun-
um. Í fyrrinótt kom dyravörður úr
Krúsinni og kærði árás. Þar hafði
einn dansgestur skallað hann í and-
litið. Fór dyravörðurinn á sjúkra-
húsið á Ísafirði til skoðunar og að-
hlynningar. -jss
ENGINN HÆTTI VIÐ Enginn út-
skriftarnemanna í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja sem ætluðu til
Taílands fyrir áramótin hætti við
för sína, að sögn Tómasar Þórs
Tómassonar, framkvæmdastjóra
Langferða og Kuoni á Íslandi.
Hann segir áhrifa hamfaranna á
annan í jólum ekki gæta þar sem
nemarnir eru um 100 kílómetra
frá Bangkok.
■ ÚTSKRIFTARNEMAR