Fréttablaðið - 04.01.2005, Síða 6
6 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Taíland:
Eins er enn saknað
FLÓÐBYLGJAN Eins Íslendings er
ennþá saknað í Taílandi og verður
haldið áfram að reyna að ná sam-
bandi við hann. Pétur Ásgeirsson,
skrifstofustjóri á almennings-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins,
segir sterkar vísbendingu um að
Íslendingurinn sé á Pattaya- eða
Bangkok-svæðinu.
Fjölskyldurnar tvær sem sakn-
að var höfðu samband við ætt-
ingja sína með tölvupósti í nótt og
amaði ekkert að þeim. Báðar
höfðu þær verið utan alfaraleiðar,
fimm manna fjölskyldan á Balí og
þriggja manna fjölskyldan í heim-
sókn hjá ættingjum í afskekktu
þorpi í Taílandi. Utanríkisráðu-
neytinu bárust síðan upplýsingar
um það seinni partinn í gær að
einstaklingur sem ekki hafði frést
af væri heill á húfi. Hann hringdi
heim til sín.
Margir Íslendinganna, sem
hafa verið á hamfarasvæðunum,
eru þegar komnir heim en átta
manna hópurinn sem er á ferða-
lagi í Taílandi heldur uppruna-
legri áætlun og kemur heim um
miðjan janúar. - ghs
Lifandi eftir vikutíma
á pálmatré úti á sjó
Fregnir berast enn af björgun eftirlifenda sem ganga krafaverki næst. Colin
Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir aðstoð ganga vel. Bandaríkin
veita minna fé en Japan til aðstoðar á hamfarasvæðinu.
HAMFARIR Enn finnst fólk á lífi
eftir hamfarirnar á annan dag jóla
við Indlandshaf. Engu að síður
hækkar tala látinna sífellt og
benda líkur til að allt að hundrað
og fimmtíu þúsund manns verði
talin af.
Fregnir bárust þó af björgun
eftirlifenda sem ganga krafta-
verki næst. Fjórir Indónesar
fundust á lífi eftir að hafa verið á
reki á opnum bát í meira en viku
nærri hinum afskekktu eyjum
Andaman og Nicobar á Indlands-
hafi. Þá bjargaði túnfiskveiðiskip
frá Malasíu konu úti á rúmsjó.
Hún hafði náð að halda sér á floti
á pálmatré sem rak undan veðri
og vindum. Þá komu bandarískir
hermenn sextíu manns til bjargar
sem lifað höfðu af hamfarirnar á
afskekktum hluta Súmötru. Fólkið
var matarlaust í algjörri einangr-
un og mjög af því dregið þegar
bandarískar þyrlur björguðu því.
Flytja þurfti marga á brott á bör-
um enda margir beinbrotnir eða
með lungnabólgu. „Við reynum að
halda fólkinu á lífi,“ sagði William
Griggs úr ástralska flughernum á
færanlegu sjúkrahúsi þar sem
hlúð er að fólkinu.
Indónesíustjórn telur nú að
hundrað þúsund manns hafi farist
í landinu í hamförunum og nálgast
heildartala látinna á svæðinu
hundrað og fimmtíu þúsund.
Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og Jeb
Bush, ríkisstjóri Flórída og bróðir
Bandaríkjaforseta, eru komnir á
hamfarasvæðið en þeir munu
sitja ráðstefnu í Jakarta, höfuð-
borg Indónesíu, sem hefst á morg-
un. Fyrir ráðstefnunni liggur til-
laga Indónesíuforseta um viðvör-
unarkerfi til að hægt verði að
verjast áföllum af völdum jarð-
skjálfta og flóðbylgja.
Bandaríski utanríkisráðherr-
ann sagði fréttamönnum að vel
gengi að koma neyðaraðstoð til
skila: „Ég býst ekki við að Banda-
ríkjastjórn greiði hærri fjárhæðir
í neyðaraðstoð“. Bandaríkjamenn
hafa verið gagnrýndir fyrir að
bregðast seint og illa við. Alls hef-
ur verið lofað 120 milljarða að-
stoð. Þar af greiða Japanir fjórð-
ung, talsvert meira en Banda-
ríkjamenn, auðugasta þjóð heims.
a.snaevarr@frettabladid.is
Heilbrigðisstofnun:
Hætt við
gjaldtöku
ÍSAFJÖRÐUR Heilbrigðisstofnun Ísa-
fjarðar hefur fallið frá áformum
um innheimtu gjalds fyrir þvott á
einkafatnaði vistmanna öldrunar-
lækningardeilar, að því er segir á
heimasíðu stofnunarinnar.
Jón Fanndal Þórðarson, formað-
ur Félags eldri borgara á Ísafirði,
sem gagnrýndi gjaldtökuna harð-
lega, segist fagna ákvörðun stjórn-
enda stofnunarinnar. Til stóð að
taka 5.500 króna gjald af vist-
mönnum frá og með 1. janúar. Þótt
stofnunin telji sér ekki skylt að
kosta þvott á persónulegum flíkum
vistmanna ætlar hún ekki að inn-
heimta gjald sem sakir standa. - th
Sjómenn semja:
Skýrist á
morgun
KJARAMÁL Atkvæði sjómanna um
kjarasamning þeirra við útgerð-
armenn verða talin á miðviku-
dag. Forystumenn hópanna und-
irrituðu samninginn 30. október.
Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasam-
bands Íslands, segir atkvæðun-
um safnað í hús. Væntanlega
verði ekki talið fyrr en á mið-
vikudag. Hann vildi ekki tjá hug
sjómanna til samningsins: „Nú
bíðum við eftir niðurstöðunni og
ekki er hægt að segja meira um
það.“
Aðildafélög að Sjómannasam-
bandinu eru 26. Kosið var í
hverju þeirra. - gag
LEITAÐ AÐ LÍKUM
Phatong-ströndin í Taílandi leit illa út eftir
flóðbylgjuna sem reið þar yfir á annan dag
jóla. Tugþúsundir manna létust.
Íslendingarnir í Taílandi:
Höldum
áætlun
FLÓÐBYLGJAN Átta manna hópurinn
sem var á Phatong-ströndinni í
Taílandi þegar flóðbylgjan reið
yfir á annan dag jóla hefur hald-
ið ferðalagi sínu áfram. Hópur-
inn er nú kominn inn í landið og
ætlar að dveljast þar í nokkra
daga og eyða tímanum í skoðun-
arferðir.
„Okkur líður svo miklu betur
hér. Hér erum við ekki nálægt
neinni strönd og það er mikill
léttir. Við ætlum að halda áætlun
og koma heim 15. janúar,“ segir
Margrét Þorvaldsdóttir, sem er í
hópnum. - ghs
METÁR Í MORÐUM Yfirmaður
lögreglunnar í Kingston, höfuð-
borg Jamaíku, hefur sagt starfi
sínu lausu í ljósi þess að aldrei
hafa fleiri morð verið framin í
landinu en í fyrra. Íbúar
Jamaíku eru 2,6 milljónir tals-
ins en fyrra voru 1.145 manns
myrtir.
■ KARÍBAHAF
■ LEIÐRÉTTING
VEISTU SVARIÐ?
1Hvað slösuðust margir við flugeldafiktum áramótin?
2Hvað dvöldu margar konur í Konu-koti yfir jólahátíðina þegar mest var?
3Hvað kostar að hringja í 118?
Svörin eru á bls. 30
STOKROTKA
Pólsk matvöruverslun
Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði • sími 517 1585
Opið virka daga frá 12.00 til 19.00,
laugardaga frá 12.00 til 18.00
og sunnudaga frá 12.00 til 16.00.
NIZSZA CENA WEDLIN !
40 % OBNIZKI
WSZYSTKICH WEDLIN.
LÆGRA VERÐ Á PYLSUM !
40 % AFSLÁTTUR
Á ÖLLUM PYLSUM.
GÍSLI VÍKINGSSON
Segir hrefnunum hafa verið fylgt að vetrar-
slóðunum í mislangan tíma. Einni í tvo
daga, annarri í viku, þriðju í þrjár vikur og
þeirri fjórðu í þrjá mánuði.
Vetrardvöl skíðishvala:
Ekki spurst
til hrefnanna
RANNSÓKNIR Ekki hefur spurst til
hrefnanna, sem Hafrannsókna-
stofnunin merkti, frá því í byrjun
desember. Merkjunum var skotið
í sjö hrefnur í lok ágúst til að
kanna hvar þær héldu sig yfir
vetrartímann. Merki frá fjórum
þeirra fundust í gegnum gervi-
hnött.
Gísli Víkingsson hvalasérfræð-
ingur segir ekki búist við frekari
merkjum frá hrefnunum. Tveim-
ur þeirra hafi verið fylgt úr land-
helginni. Önnur hafi mælst við
Flæmingjagrunn og hin við Græn-
höfðaeyjar. Frekari rannsókna
þurfi til að fá niðurstöðu. Stefnt sé
að því að merkja önnur dýr í
haust. - gag
Impregilo keypti auglýsingu um
lausar stöður hjá Impregilo í
Morgunblaðinu fyrir jól, ekki í
kjölfar neikvæðrar umsagnar frá
ASÍ um atvinnuleyfi til kín-
verskra starfsmanna Impregilo
eins og kom fram í Fréttablaðinu
fyrir áramót. Þetta leiðréttist hér
með. - ghs
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
. Ó
L.
Utanríkisráðuneytið:
Þrjár leiðir notaðar
TAÍLAND Starfsmenn utanríkis-
ráðuneytisins hafa einkum notað
þrjár leiðir til að finna og stað-
setja Íslendingana 130, sem sakn-
að hefur verið á hamfarasvæðun-
um í Taílandi.
Pétur Ásgeirsson, skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, seg-
ir að í nokkrum tilvikum hafi Ís-
lendingarnir farið inn á íslensku
vefmiðlana, séð að þeirra hafi
verið leitað og sent ráðuneytinu
tölvupóst. Í öðrum tilvikum hafi
ræðismenn Íslands í Taílandi ver-
ið í sambandi við menn sem
„þekkja marga“ í Taílandi og
þannig hafi tekist að finna Íslend-
inga. Í þriðja lagi hafi fólk á end-
anum verið í sambandi við fjöl-
skyldur sínar og látið vita af sér.
Spurður um það hvort aðrar
leiðir hafi verið notaðar, t.d.
kortanotkun, segir Pétur að ýms-
um ráðum hafi verið beitt en vill
ekki segja neitt meira um það.
Ráðuneytið hafi fylgt þeirri
stefnu að gefa allar upplýsingar
en tala varlega. Þegar 30 Íslend-
inga hafi verið saknað hafi um
tíma verið ástæða til að hafa
áhyggjur en það hafi reynst
ástæðulaust. - ghs
PÉTUR ÁSGEIRSSON
Tveggja Íslendinga er enn saknað í Taílandi
og verður haldið áfram að reyna að ná
sambandi við þá.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
HJÁLPARSTARF Í TAÍLANDI
Utanríkisráðuneytið hefur fylgt þeirri stefnu
að tala varlega þegar fjallað hefur verið
um þá Íslendinga sem hefur verið saknað
á hamfarasvæðum.
ÞÖGULL VITNISBURÐUR
Dúkka marar í hálfu kafi nærri Kalkudah á Sri Lanka og minnir á harmleikinn
á annan í jólum.
M
YN
D
/A
P