Fréttablaðið - 04.01.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 04.01.2005, Síða 8
8 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR ÁSTRÖLSK KRAFTAKERLING Kraftakerlingin Mellissa Fyfe í Circus Oz heldur hér á félögum sínum Antonella Casella, Michael Ling og Sosina Wogayehu á forsýningu í Sydney í Ástralíu vegna sirkussins sem er á ferðinni um þessar mundir. Sirkusinn, sem er frægur fyrir fá- ránleikaskop og lífshættuleg atriði, verður með sýningar fram í byrjun febrúar. VERSLUN Um áramótin féllu niður tollakvótar á vefnað sem fram- leiddur er í Kína og fluttur til Evr- ópusambandslandanna. Samtök verslunar og þjónustu telja þetta geta haft hvort tveggja góðar og slæmar afleiðingar í för með sér. Annars vegar leiða samtökin líkum að því að niðurfelling tolla- kvóta auki innflutning á fatnaði frá Kína til Evrópu og auki þannig erfiðleika fataiðnaðarins í Evr- ópu. Vegna þessa er hugsanlegt að Evrópusambandið setji nýja kvóta til að verja evrópska fata- framleiðslu. Það gæti hins vegar reynst erfitt vegna nýlegrar að- ildar Kína að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni. Eins og staðan er í dag eru um átján prósent af fatn- aði sem seldur er í Evrópusam- bandslöndunum framleidd í Kína Hins vegar telja Samtök versl- unar og þjónustu að niðurfellingin hafi góð áhrif á íslenska verslun. Aukinn innflutningur frá Kína þýði lægra verð. Þá geti íslenskir innflytjendur notið góðs af nýjum tækifærum í Kína eftir að landið gerðist aðili að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni. - th U M H V E R F I S M Á L Lofts lagsráð- stefnu Samein- uðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með mála- miðlunum um hvernig bregð- ast eigi við hlýn- un á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræð- um Evrópusam- bandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fall- ist var á nokk- urra daga mál- þing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og ESB snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto- samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróð- urhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. ESB hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Ind- land til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópumanna. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á bar- áttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann seg- ir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræð- um á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush forseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða lofts- lagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslags- breytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjár- hagslegt bolmagn til að taka á af- leiðingunum. Hann segir Hollend- inga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátæk- ari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. „Úrræðaleysi einkenndi mál- flutning fulltrúa margra þjóða,“ segir Árni. „Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða.“ Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins. ghg@frettabladid.is Börn samkynhneigðra: Vísað úr kirkjuskóla KALIFORNÍA, AP Foreldrar og sókn- arbörn í kaþólska söfnuðinum í Orange-sýslu í Kaliforníu hafa sakað kirkjuyfirvöld um að brjóta gegn kenningum trúarinn- ar með því að leyfa samkyn- hneigðu pari að skrá börn sín í kirkjuskóla. Hópurinn hefur krafist þess að skólinn taki framvegis ein- ungis við börnum fjölskyldna sem „kaþólskar kenningar viður- kenni“. Forsvarsmenn skólans hafa hafnað kröfunni og segja bakgrunn barna ekki geta komið í veg fyrir að þau séu tekin inn í skólann. ■ Tekjustofnanefnd: Halldór slær á væntingar SVEITARSTJÓRNARMÁL Mikið má breytast ætli tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga að ná niður- stöðu um tekjustofna fyrir lok þessa mánaðar eins og stefnt er að, að sögn Halldórs Halldórsson- ar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, á vefnum Haddi.is. Meðal annars hefur verið rætt að undanþágum ríkisins til greiðslu fasteignagjalda af eign- um verði aflétt. Einnig að sveitar- félögin fái hlutdeild í veltuskött- um svo sem tryggingargjaldi, bensíngjaldi og hugsanlega virð- isaukaskatti, sem þau hafa hingað til ekki haft tekjur af. - gag – hefur þú séð DV í dag? FÆR EKKI AÐ TAKA EIGINKONUNA MEÐ AF HAMFARASVÆÐINU Það flæddi alla leið að útidyrunum HALLDÓR HALLDÓRSSON Sagði við Fréttablaðið fyrir skömmu að helsta markmið sveitarstjórnamanna í tekjustofnanefnd væri að sveitarfélögin yrðu ekki rekin með þriggja og hálfs millj- arðs tapi eins og var árið 2003. SOS-BARNAÞORPIN SLUPPU Styrktarfor- eldrar SOS- barnaþorpanna við Indlands- haf hafa verið órólegir vegna hamfaranna. Samkvæmt upplýsingum varð ekkert þorpanna fyrir skaða af völd- um flóðbylgj- unnar. SOS- barnaþorpin á Íslandi hafa veitt eina milljón króna úr neyðarsjóði sínum. Þau óska fjár- hagsaðstoðar til að efla hjálpar- starfið. HRINGT FRÍTT Í ÁSTVINI Gjald- frjálst er að hringja úr heima- síma til Indlands, Taílands, Indónesíu og Srí Lanka til 2. jan- úar fyrir viðskiptavini Símans. Viðskiptavinir á hamfarasvæðun- um greiða ekkert fyrir að mót- taka símtöl. Starfsmenn Símans safna fé og ætlar fyrirtækið að tvöfalda söfnunarupphæðina. Auk þess greiðir fyrirtækið fimmtán prósent af upphæðinni sem safnast í símasöfnun Rauða krossins til samtakanna. TRYGGT ÞRÁTT FYRIR SKILMÁLA VÍS hefur ákveðið að ferðatrygg- ingar félagsins bæti sjúkra- og lækniskostnað viðskiptavina sem hljótist af flóðbylgjunni í Asíu. Það er gert þrátt fyrir að í skil- málum standi að þær taki ekki til tjóna af völdum náttúruhamfara. FLUGFÉLÖG Farþegum Iceland Ex- press fjölgaði um 88 prósent milli áranna 2003 og 2004. Meginskýring fjölgunarinnar er aukning sæta- framboðs um helming með tilkomu nýrrar þotu félagsins í byrjun apr- íl. Ferðum var síðan fækkað aftur til fyrra horfs þann 1. desember. Iceland Express mun þó í sumar bjóða upp á tvær ferðir á dag til London og Kaupmannahafnar og tekur breytingin gildi þann fyrsta maí að sögn Ólafs Haukssonar, tals- manns félagsins. Einnig er verið að kanna möguleika á að bjóða upp á að minnsta kosti einn áfangastað á meginlandi Evrópu en ákvörðunar þess efnis sé að vænta á næstu dög- um. Ólafur neitar því að félagið eigi við fjárhagslega erfiðleika að etja. „Nýir fjárfestar komu inn í félagið í október síðastliðn- um og það tryggði fjárhagslegan grunn okkar verulega,“ segir Ólafur. Fargjöld félagsins hafa hækk- að nokkuð á síðustu mánuðum sem má rekja til hækkandi olíu- verðs að sögn Ólafs. Hann neitar því að færri sæti verði framvegis boðin á lægsta verði. Hlutfall ódýrustu fargjalda sé mjög mis- munandi milli ferða en til viðmið- unar sé gert ráð fyrir að um þriðj- ungur sæta sé boðinn á lægstu fargjöldum. - ht ■ HAMFARIR Í ASÍU Lítil stúlka á öruggum stað í barnaþorpinu SOS í Piliyandala á Srí Lanka. M YN D AS AF N S O S ICELAND EXPRESS 88 prósent fleiri ferðust með Iceland Express á síðasta ári en árið 2003. Iceland Express: Farþegafjöldi nær tvöfaldast FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I AP M YN D /R IC K RY C RO FT VEFNAÐARVÖRUR Í KÍNA Um átján prósent af fatnaði sem seldur er í Evrópusambandslöndunum eru fram- leidd í Kína. Tollakvótar Evrópusambandsins á kínverskar vefnaðarvörur felldir niður: Gæti aukið erfiðleika evrópsks fataiðnaðar STORMASAMT Í REYKJAVÍK Hækkun yfirborðs sjávar vegna hlýrra lofts- lags veldur flóðum í eyríkjum í þróunar- heiminum. Iðnríki hafa hins vegar tök á því að styrkja varnargarða. ÁRNI FINNSSON Formaður Náttúru- verndarsamtaka Ís- lands segir að ör- væntingar hafi gætt hjá fulltrúum ey- ríkja og fátækra þróunarríkja á lofts- lagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Búenos Aíres. Þróunarríki örvænta vegna loftslagsbreytinga Evrópusambandið, fátæk þróunarríki og eyríki vilja að viðræður hefjist um frekari minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkjastjórn dregur hins vegar fæturna. Nokkur þúsund íbúum eyjunnar Túvalú hefur verið boðið landvistarleyfi á Nýja-Sjálandi vegna hækkunar sjávarborðs.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.