Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 15
dóm Hæstaréttar [í október
vegna jarðamála í Biskupstung-
um], en þetta er bara sama yfir-
gangsstefnan áfram í lögfræð-
ingum fjármálaráðherra.“
Gunnar sagðist ekkert skilja í
fjármálaráðherra að skipa ekki
mönnum sínum að ganga svolít-
ið hægar fram. „Bændur og
landeigendur verða að taka upp
þær varnir sem menn hafa verið
með og halda þeim áfram,“ seg-
ir hann.
Gunnar segir kosta landeig-
endur bæði mikinn tíma og pen-
inga að verjast kröfum ríkisins.
„Í lögum um þjóðlendur var á
sínum tíma gert ráð fyrir að
menn fengju greiddan kostnað
við málsvarnir, en það er alls
ekki að fullu,“ segir hann og
bætir við að í mönnum sé nokk-
ur reiði út af þessum málum.
„Reyndar finnst mér það vera
þannig að menn átti sig ekki al-
mennilega á þessu víða um land
fyrr en á þeim dynur sjálfum.
Sjálfur hef ég haft samband við
ýmsa bændur út af þessu og
fleiru og held að menn hafi búist
við að gengið yrði skemmra í
kröfum en gert er á Norðaustur-
landi nú, en það er bara ná-
kvæmlega gengið jafn hart
fram og gert var á Suðurlandi.“
olikr@frettabladid.is
15ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 2005
A
. J
ac
ob
se
ns
B
ok
tr
. A
S,
3
95
0
B
re
vi
k.
Útsala
30%-50%
TIMBERLAND SHOP
Kringlunni – Sı́mi: 53 32 290
TÍMATAL Við fögnum áramótunum
í samræmi við það tímatal sem
viðurkennt er í flestum löndum.
Við veltum því þó kannski ekki
fyrir okkur eftir hverju þetta
tímatal fer og hvers vegna ára-
mót sumra ber upp á öðrum degi,
eins og til dæmis Kínverja.
Samkvæmt Vísindavefnum
miðum við okkar tímatal við svo-
kallað hvarfár, eða þann tíma
sem tekur jörðina að ferðast einn
hring í kringum sólina. Þeir van-
kantar eru þó á þessari viðmiðun
að við getum ekki fellt beint inn í
árið eins og við þekkjum það.
Hvarfárið er 365,2422 sólar-
hringar og þess vegna þurfum
við að beita ýmiss konar
reiknikúnstum til að láta það
passa við hreyfingar jarðarinnar.
Árið 45 f.kr. lét Júlíus Sesar
gera nýtt tímatal sem nú þekkist
sem júlíanska tímatalið. Sam-
kvæmt því var árið 365 dagar, en
fjórða hvert ár einum degi
lengra og meðalárið 365,25 sólar-
hringar. Júlíanska tímatalið var
tekið upp á Íslandi á elleftu öld.
Þrátt fyrir að þetta tímatal
hafi verið nokkuð nákvæmt var
enn í því ákveðin skekkja. Á
sextándu öld var hafist handa við
að leiðrétta hana og var þá kom-
ið á svokölluðu gregoríönsku
tímatali sem nú er í gildi í flest-
um löndum. Hlaupárunum var
fækkað þannig að aldamótaár
eru ekki hlaupár nema talan
fjögur hundruð gangi upp í ár-
talið. Meðalárið er því núna
365.2425 sólarhringar og leiðir af
því að í tímatali okkar er því enn
örlítil skekkja, eða sem nemur
þremur dögum á hverjar fjórar
aldir.
Ekki miða þó öll tímatöl við
hvarfárið. Margir þekkja til
dæmis kínversku áramótin en
gamla tímatal Kínverja miðar
bæði við hreyfingu jarðar kring-
um sól og hreyfingu tunglsins í
kringum jörðina. Tunglmánuður-
inn, eða tíminn milli tveggja
fullra tungla, er um 29,53 og í
slíkum tímatölum eru því annað
hvort 29 eða 30 dagar í mánuði.
Til að jafna út við hvarfárið þarf
svo mánaðafjöldinn að vera
breytilegur milli tólf og þrettán,
allt eftir ákveðnum reglum. Þess
vegna ber áramót Kínverja ekki
upp á sama „tíma“ miðað við
okkar tímatal. ■
FRÁ MIÐBORG PEKING
Kínverjar taka hvort tveggja mið af hreyf-
ingum jarðarinnar og tunglsins við útreikn-
ing á lengd ársins.
Tímaskekkja í tímatalinu
Við fögnum áramótum ýmist á 365 eða 366 daga fresti. Beita þarf reiknikúnstum til að fá sem besta
nálgun við svokallað hvarfár en vandasamt er að komast hjá því að ruglast í ríminu.
RAGNHEIÐUR SNORRADÓTTIR LÖG-
FRÆÐINGUR
Ragnheiður segir að verið sé að ljúka sam-
bærilegu starfi í Noregi og farið hafi verið
af stað með hér í að skera úr um hvar
mörk þjóðlendna skuli liggja.
GUNNAR SÆMUNDSSON,
VARAFORMAÐUR BÍ
Gunnar telur að almennt átti landeigendur
sig ekki á því hve kröfugerð ríkisins vegna
þjóðlendna sé mikil fyrr en á þeim dynur
sjálfum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Á
SK
EL
L
ÞÓ
R
IS
SO
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N