Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 18
[ Raunsæ heilsuheit ]
Galdurinn við að halda áramótaheitin
Hver hefur ekki sagt við sjálfan sig að hann muni hætta að
reykja, drekka eða fara oftar í líkamsrækt þegar klukkan slær
tólf á miðnætti á gamlárskvöld og gefist svo upp á áramóta-
heitinu í lok janúar? Galdurinn við að halda heitin er að setja
sér raunsæ áramótaheit. Hér eru nokkur áramótaheit sem tal-
ist geta raunsæ.
- Ég ætla að setja mér raunsæ megrunarmarkmið.
Skyndimegrunarkúrar virka ekki. Stefndu að því að léttast hægt
og stöðugt yfir langan tíma. Þannig er líklegra að takmarkið
náist og að kílóin birtist ekki aftur á lærunum.
- Ég ætla að borða meira af
ferskum ávöxtum og grænmeti.
Fimm skammtar á dag hljómar frekar mikið
þannig að byrjaðu hægt. Fáðu þér nokkra litla
skammta á dag, nokkur vínber hér og ein
mandarína þar. Þig munar ekkert um það. Fáðu þér
salat með samlokunni í hádeginu og hafðu salat í
kvöldmatinn einu sinni í viku. Ávaxtasafi telst líka með þannig
að þú getur drukkið tvö til þrjú glös af honum á dag.
- Ég ætla að borða ávöxt áður en ég fæ mér kex.
Semdu við sjálfa(n) þig. Ekki hætta að borða sætindi heldur
borðaðu alltaf eitthvað hollt áður en þú færð þér óhollt. Ef þig
langar að fá þér sætindi, fáðu þér þá ávöxt og bíddu í tíu mín-
útur. Það eru miklar líkur á að þú verðir nokkuð södd/saddur
eftir ávöxtinn.
- Ég mun æfa meira
Ekki byrja strax á því að fara fjórum sinnum í
ræktina á viku, þá dettur þú bara niður af
þreytu. Farðu frekar tvisvar í
viku og gefðu þér stórt klapp á
bakið ef þú nærð að fara
þrisvar í viku.
- Ég mun eignast vini í stigahúsi
Gakktu upp stiga hvenær sem þú getur. Þú brennir vel á stiga-
klifri og það styrkir líka rass og læri. Þannig að í hvert skipti
sem þú sérð stiga þá geturðu hugsað með sjálfri/um þér
„Þrumulæri, hér kem ég!“
- Ég ætla að drekka meira vatn
Ekki stressa þig á því að þurfa að drekka tvo lítra á
dag. Byrjaðu smátt. Hafðu alltaf vatnsflösku hjá þér
í vinnunni eða skólanum. Hafðu líka eina flösku í
töskunni þinni ef það er pláss. Alltaf þegar þig langar
í te eða kaffi, fáðu þér þá vatn á undan. Komdu því
einnig upp í vana að drekka vatnsglas fyrir svefninn.
Ný sundlaug og stærri salir í Laugum
Björn við nýju innilaugina sem tekin hefur verið í notkun og gestir World Class hafa aðgang að.
Heilsuræktin á sér öflugt vígi
í Laugum í Laugardal. Enn er
það að stækka og ótal mögu-
leikar blasa við.
„Á annan í jólum fengum við 900
manns hingað og var þó bara opið
frá 10-18. Það segir mér að fólk
komi vegna þess að því þyki gam-
an en ekki bara til að púla,“ segir
Björn Leifsson, framkvæmda-
stjóri í World Class í Laugardal.
Stór innilaug, nýir leikfimisalir,
fundarsalur með fullkomnum bún-
aði og fleiri þrekþjálfunartæki
eru að bætast við þá heilsuræktar-
aðstöðu sem fyrir var í Laugum.
Sundlaugarnar eru í eigu Reykja-
víkurborgar og nýja innilaugin
verður að mestu notuð til æfinga
og kennslu en önnur mannvirki
eru á vegum World Class sem
Björn rekur af miklum myndar-
skap. „Hér eru níu þúsund manns
að æfa að staðaldri og ég stefni að
því að fjölga þeim í 11 þúsund þeg-
ar kemur fram í mars,“ segir hann
galvaskur. Björn hugsar reyndar
mun lengra en fram í mars því
hann er með stóra drauma og ósk-
ir um uppbyggingu í Laugardaln-
um til framtíðar. En áður en við
förum út í þá sálma göngum við
um sali og virðum fyrir okkur þær
framkvæmdir sem standa yfir á
vegum World Class og kosta rúm-
ar 60 milljónir, að sögn Björns.
Fyrst komum við að nýjum skrif-
stofum og tæknilega fullkomnu
herbergi fyrir smærri fundi er
bætist við þann ráðstefnusal sem
fyrir er og Björn segir hafa vakið
lukku. „Menn eru hrifnir af því að
geta endað fundi úti í laug eða í
baðstofu,“ segir hann.
Búið er að opna nýjan og hljóð-
látan jógasal og tvo 250 fermetra
leikfimisali með fjaðrandi gólfi
fyrir pallaleikfimi, dans og hvað
sem er. Auk þess er verið að
stækka tækjasalinn um 400 fer-
metra. „Hver hefði trúað því að
við mundum sprengja af okkur
húsnæðið á einu ári?“ segir Björn
brosandi og lýsir jafnframt fjölg-
un þrektækja, sem eftir breyting-
ar eru 310 talsins og í spinn-
ingsalnum hefur hjólum fjölgað úr
25 í 40. „Fólk er hrifið af aðstöð-
unni hér og aldurshópurinn hefur
breikkað hjá okkur. Við höldum
hávaða í lágmarki, spilum bara
þægilega tónlist og lögun og loft
salarins hindrar hljóðendurkast,“
segir Björn.
Við höldum áfram að ganga um
hin víðáttumiklu húsakynni
Lauga. Komum að veitingastöðum,
hárgreiðslustofu, nuddstofum,
snyrtistofum og gufuböðum með
ótal útfærslum. Óneitanlega er
gaman að virða fyrir sér þessa að-
stöðu sem ásamt sundlaugunum
skapar fjölbreytta möguleika til
heilsuræktar og dekurs.
gun@frettabladid.is
YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082
- þar sem þú getur treyst á gæðin -
Lífrænt ræktaðar vörur
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
Birkiaska
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunaræfingar
slökun og hugleiðsla
Sértímar fyrir barnshafandi
Allir yoga unnendur velkomnir
Sértímar í kraftyoga
www.yogaheilsa.is
Rétt líkamsstaða
Gamalt og gott ráð er að ganga um með bók á höfðinu til að laga líkamsstöðuna og rétta úr sér.
Einnig er gott ráð að rétta vel úr sér, setja brjóstkassann fram og axlirnar út til hliðanna. Gott er
að hugsa sem svo að þráður standi úr brjóstkassanum sem togað er í. Alltaf ætti að huga vel að
líkamsstöðunni því það getur komið í veg fyrir ýmsa kvilla.[ ]
Hugmyndir Björns um framtíðarskipulag Lauga. Ný sundlaug með fjórum 50 metra
brautum myndar ferhyrning þar sem útilaugin er nú. Fimm hæða hótel er hluti af
byggingunum umhverfis hana.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N