Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 24

Fréttablaðið - 04.01.2005, Page 24
4. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR8 Í biðstöðu. SJÓNARHORNSVIPMYND NESKAUPSTAÐUR: BÆR VIÐ NORÐANVERÐAN NORÐFJÖRÐ SEM ER EINN AUSTFJARÐANNA ÍBÚAFJÖLDI: 1.400 um síðustu áramót. LANDNÁMSMAÐUR: Egill rauði nam Norðfjörð og bjó á Nesi. UPPHAF VERSLUNAR: Neskaupstaður varð löggiltur verslunarstaður árið 1895. FRÖMUÐUR: Konráð Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði rak verslun á staðnum á fyrstu áratugum 20. aldar og varð öflugur framkvæmdamaður. NÁTTÚRUHAMFARIR: Snjóflóð féllu í Neskaupstað 20. desember 1974 og týndu 12 manns lífi auk þess sem miklar skemmdir urðu á byggingum. Þessara at- burða var minnst nýlega þar sem þrjátíu ár voru liðin frá þeim. STÆRSTA FYRIRTÆKIÐ: Síldarvinnslan er með stærstu útgerðarfyrirtækjum lands- ins. LEIKVANGUR: Oddsskarð er ákjósanlegur staður til vetrarleika á skíðum og brett- um. ALLT Í ÖLLU: Smári Geirsson hefur verið áberandi maður í Neskaupstað um langt skeið í skólamálum, útgáfumálum, bæjarmálum og bítlamálum! LÍSA BJÖRK ÓSKARSDÓTTIR ER MARKAÐS- OG VEFSTJÓRI IKEA. Erfiðast að geta ekki lengt sólarhringinn Í hverju felst starfið þitt? Ég sé um markaðsmál og heimasíðu IKEA. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna yfirleitt um hálfátta og mæti í vinnuna upp úr klukkan átta. Hversu lengi vinnur þú? Það er mjög misjafnt hvað ég vinn lengi; allt frá um fimm fram á kvöld, svona eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Hvað er skemmtilegast við starfið? Starfið er mjög fjölbreytt og starfsandinn er góður. IKEA er líka svo lifandi fyrir- tæki, það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast hjá okkur. En erfiðast? Að geta ekki lengt sólar- hringinn þegar mikið er að gera. Hvað gerir þú eftir vinnu? Ég í fjarnámi á Bifröst þannig að frítíminn fer að mestu leyti í námið. Annars fer ég í laug- arnar og reyni að stunda útivist þegar tækifæri gefst. Gætir þú hugsað þér eitthvert annað starf? Ég er ánægð í starfinu mínu. HVUNNDAGURINN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Vissir þú ... ...að hinn bandaríski Mike West reif 301.052 blaðsíðna símaskrár endilangar á þremur mínútum 14. desember árið 2002? ...að mesta mannfall á Everest-fjalli átti sér stað 10. maí 1996 en þá dóu átta fjallgöngumenn í blind- byl? ...að flatasta stjarnan í okkar stjörnuþoku er suðurstjarnan Achenar? ...að hæsta fjall sólkerfisins er tind- ur Olympus Mons á Mars en hann gnæfir 25 kílómetra yfir fjallsrótun- um? ...að þykkasta snjólag sem mæst hefur á jörðu niðri er 1.146 metrar en það var í Kaliforníu í Bandaríkj- unum í mars árið 1911? ...að hæsta fjall í heimi er Everest- fjall en tindurinn er 8.848 metra hár? ...að hæsti foss heims er Englafoss í Venesúela en hann fellur alls 979 metra? ...að elsti köngulóarvefurinn er frá því snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 120 milljónum ára? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.