Fréttablaðið - 04.01.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 04.01.2005, Síða 25
Framundan er sala Landssím- ans. Ákveðið var fyrir nokkrum árum að koma á samkeppni á fjarskiptamarkaði með þeim rökum að samkeppnin tryggði neytendum lægra verð og betri þjónustu. Eignarhald ríkisins gefur forskot á fyrirtæki sem eru í einkaeigu og því er talið nauðsynlegt að ríkið selji Lands- símann til þess að jafnræði geti verið milli fyrirtækjanna sem keppa. En fleira kemur til sem getur torveldað samkeppni. Landssíminn hefur yfirburða- stöðu á markaðnum með um 80% hlutdeild í almennri tal- símaþjónustu og um 67% hlut- deild í fjarskiptakerfinu. Þessir yfirburðir Landssímans byggj- ast einkum á því að fyrirtækið á megnið af dreifikerfinu. Það er í einokunaraðstöðu hvað varðar koparnetið og þar með aðgang að heimtaug til notandans. Svip- að er um ljósleiðaranetið, en þar er samkeppni aðeins á höfuð- borgarsvæðinu, norður til Akur- eyrar og til Vestmannaeyja. Annars staðar er Landssíminn einn um að veita þjónustu með ljósleiðara. Fyrirtæki sem vilja keppa við Landssímann verða að fá greiðan aðgang að dreifikerfi Símans á sanngjörnu verði. Þarna er fyrirsjáanlegt að verði árekstrar milli fyrirtækja í samkeppni, enda er það svo. Stærsta fyrirtækið sem er í samkeppni við Landssímann, Og Vodafone, kvartar undan þjón- ustunni og telur að auki erfitt að staðreyna hvort verðlagning á aðgangi að heimtaugum sé byggð á raunkostnaði. Bendir fyrirtækið á að jafn aðgangur að grunnnetinu og rétt verðlagning sé forsenda samkeppni á smá- sölumarkaði á landsvísu. Í er- indi til Alþingis, sem er umsögn um þingmannafrumvarp er varðar sölu Landssímans, geng- ur Og Vodafone svo langt að segja að það sé álit fyrirtækis- ins að verði eignarhaldi á grunn- netinu ekki komið fyrir í sér- stöku fyrirtæki, sem selji að- gang að netinu til allra aðila á markaði á sömu kjörum og á sömu forsendum muni aldrei verða raunveruleg samkeppni á fjarskiptamarkaði. Ástæðan er einföld: hér á landi háttar svo til að aðeins er til eitt heildstætt grunnnet og fyrirtæki sem vilja veita talsímaþjónustu eða DSL þjónustu eiga ekki annarra kosta völ en að semja við keppi- naut sinn, Landssíma Íslands hf., um aðgang að grunnnetinu. Og Vodafone telur að það geti verið þrjár leiðir í útfærslunni: grunnnetið verði áfram í eigu ríkisins, grunnnetið verði selt sama aðila og kaupir Landssím- ann en verði í sérfyrirtæki og með algerlega aðskilinn rekstur og í þriðja lagi að grunnnetið verði sérstakt félag, sem geti verið í eigu ríkisins og annarra sem kaupa þjónustu af grunn- netinu. Benda má á að þegar sett var löggjöf um samkeppni í raforku- kerfinu, var samkeppnin ein- skorðuð við sölu og framleiðslu á rafmagni, enda ekki talið hægt að koma við samkeppni í flutn- ingi og dreifingu rafmagns. Var stofnað sérstakt hlutafélag um flutninginn sem er í eigu helstu framleiðenda rafmagns. Það fyrirkomulag á að tryggja jafn- ræði í aðgengi að kaupendunum og er því að verulegu leyti for- senda þess að samkeppni verði í kerfinu. Hví skyldu gilda ein- hver önnur lögmál í fjarskipta- kerfinu? Og Vodafone telur að sérfyr- irtæki um grunnnetið myndi leiða af sér betri þjónustu um landið, þar sem fremur yrði lögð áhersla á að bæta fjarskiptin í hinum dreifðum byggðum landsins. Það væri hagur dreif- ingarfyrirtækisins að sjá til þess að netið næði til allra landsmanna, bæði hvað varðar talsímaþjónustu og gagnaflutn- inga. Þetta eru frekari rök fyrir sérfyrirtæki um grunnnetið. Ljóst er að víða um land er veru- leg óánægja með frammistöðu Landssímans síðustu árin eftir að fyrirtækið hætti að líta á sig sem þjónustufyrirtæki og fór að einbeita sér að því að hámarka hagnaðinn til skamms tíma litið. GSM- símakerfið er orðið mikil- vægt öryggistæki en víða á veg- um landsins er símasamband ekki til staðar. Þá eru góð fjar- skipti oft forsenda þess að at- vinnulíf og afþreyingarmögu- leikar geti þróast með svipuðum hætti sem víðast á landinu. Öllu lengur má ekki dragast að sýni- legt verði að pólitískur vilji er til staðar að veita góða þjónustu um land allt. Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að hafa eigi grunnnetið í sérfyrirtæki og að það fyrirkomulag sé líklegt til þess að tryggja góða þjónustu og samkeppnina sem að er stefnt. Álit Og Vodafone styður þau sjónarmið og hefur mikið gildi vegna þess að fyrirtækið er starfandi á þessum markaði. Áður en Landssíminn verður seldur þarf að leiða þessa um- ræðu til lykta. ■ Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að hafa eigi grunn- netið í sérfyrirtæki og að það fyrirkomulag sé líklegt til þess að tryggja góða þjónustu og samkeppnina sem að er stefnt. Grunnnetið verði sérfyrirtæki ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 2005 KRISTINN H. GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN SALA LANDSSÍMANS ,, AF NETINU Landflutningar-Samskip eru nú flutt í nýjar höfuðstöðvar Samskipa, Kjalarvogi. Hagræðið er augljóst og ekki sakar að um er að ræða fullkomnustu flutningaþjónustumiðstöð hér á landi. Við þökkum viðskiptavinum okkar þolinmæði og skilning meðan á flutningum stóð og hlökkum til samstarfsins á nýju ári. 458 8000 Nýtt símanúmer Ný aðkoma að Landflutningum-Samskipum Kjalarvogi • 104 Reykjavík trukki í Kjalarvoginn meðViðfluttum ar g u s – 0 4- 07 87 Málgleði og atvinnuviðtöl Aldrei þessu vant gerðist eitthvað milli jóla og nýárs, Bjarni Ármannsson rak að- stoðarforstjóra sinn, Jón Þórisson. Ekkert þekki ég Jón, en allir virðast á einu máli um að hann sé ákaflega duglegur mað- ur. Honum varð á í messunni þegar hann fór að tala um það í fjölmiðlum að æskilegt væri að sameina Landsbanka og Íslandsbanka. Hvort sem það er æski- legt eða ekki þá er það bankastjórans eða bankaráðsformannsins að tilkynna um það, ekki dyravarða, gjaldkera eða aðstoðarforstjóra. Flestir hafa örugglega talið að þetta væru byrjandamistök. Það er hins vegar erfitt að skilja það öðruvísi en sem ögrun að ráða útibússtjóra í stærsta útibú bankans, án þess að segja bankastjóranum frá því. Málgleðin eftir uppsögnina er ekki til þess að styrkja Jón í komandi atvinnuviðtölum. Gott er að telja upp í milljón (eða telja milljónirnar sínar) áður en bankamenn tala þegar þeir eru reiðir. Það vekur einnig athygli hve yfirlýsingaglaður Helgi Magnússon er í málinu. Í reglum fyrir flestar stjórnir eru ákvæði um að ekki skuli aðrir stjórn- armenn tjá sig um málefni félagsins en formaður. Kannski er þetta ekki svo í Ís- landsbanka, en bankinn ætti þá að taka regluna sem snarast upp. Mér dettur ekki í hug að neitt dýpra sé á bakvið uppsögnina en að forstjórinn og aðstoðarforstjórinn gátu ekki unnið saman. Þá er augljóst hvor þarf að víkja. Benedikt Jóhannesson á heimur.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.