Fréttablaðið - 04.01.2005, Síða 28

Fréttablaðið - 04.01.2005, Síða 28
ANDLÁT Inga Rósa Hallgrímsdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi, lést miðvikudaginn 29. des- ember. Drífa Gunnarsdóttir, Þingvallastræti 37, Akureyri, lést fimmtudaginn 30. desem- ber. Páll Lúðvíksson verkfræðingur lést föstudaginn 31. desember Lilja Magnúsdóttir lést föstudaginn 31. desember. Margrét Hjálmarsdóttir lést laugardag- inn 1. janúar. JARÐARFARIR 11.00 Kristinn Björnsson sálfræðingur verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni. 13.00 Erla Finnsdóttir frá Siglufirði verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju. 13.00 Guðríður Þorbjörg Markúsdóttir frá Súðavík, Hverfisgötu 119, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Anna María Friðbergsson, Más- hólum 10, áður Laugarnesvegi 104, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni. 13.30 Ottó Gottfreðsson, áður til heim- ilis á Ægisgötu 18, Akureyri, verð- ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Erla Katrín Kjartansdóttir, frá Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Sigurvin Sveinsson rafvirkja- meistari, Vesturbraut 11, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju. 14.00 Jón Kristinn Pálsson skipstjóri, Botnahlíð 21, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðar- kirkju. 15.00 Hjalti Þór Ísleifsson, Gnoðarvogi 56, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju. Þennan dag fyrir réttum fimmt- án árum varð einn mesti bruni í sögu Reykjavíkur. Þá kviknaði í húsnæði Gúmmívinnustofunnar að Réttarhálsi 2. Bruninn, sem í fyrstu lét ekki mikið yfir sér, gjöreyðilagði húsið og með því húsnæði og vörulager margra fyrirtækja. Eldurinn kom upp þegar starfsmaður ætlaði að styrkja beisli hestaflutninga- kerru og notaði argonsuðu til þess. Eldur komst í bensíntunnu, sem sprakk. Í húsinu fór meðal annars fram sólun hjólbarða og við þá vinnu voru notuð leysiefni sem mögnuðu eldinn. Nýbúið var að mála og málning og leysiefni voru á staðnum. Þá er talið að eldur hafi fljótlega borist niður í kjallara en þar var geymt gríðar- legt magn hjólbarða. Margir urðu til þess að gagnrýna slökkviliðið og framgöngu þess. Í DV dagana á eftir er fjallað um brunann. Þar segir Hrólfur Jóns- son, þáverandi varaslökkviliðs- stjóri, að margt hafi lagst á eitt til þess að eldsvoðinn varð jafn gríðalegur og raun bar vitni. Í fyrsta lagi eldurinn í kjallaran- um, en þar var gríðarlegur elds- matur og nær ómögulegt að komast að til þess að slökkva. Þá hafi eldvörnum verið stórlega ábótavant í öllu húsinu. Bruna- varnaveggir hafi algjörlega brugðist og úðunarkerfi hefði þurft að vera í húsinu en var ekki. Hitinn var svo mikill frá eldinum í kjallaranum að stálbit- ar í þaki hússins láku niður og brutu eldvarnarveggina. Hrólfur sagði að slökkvistarf hefði í sjálfu sér gengið eðlilega. „Það var ekkert fát á mönnum. Það voru lagðar út allar slöngur sem við höfðum tiltækar og barist all- an tímann. Því miður tapaðist sú orusta.“ Í DV er talið að tjónið í brun- anum hafi numið nálægt millj- arði króna. Fyrirtækin sem urðu fyrir skaða voru Gúmmívinnu- stofan, Rekstrarvörur, J. Þor- láksson og Norðmann, Hús og lagnir, Kæling, Blómamiðstöðin, Globus og Bessi. Húsið sem brann var 2.300 fermetrar. Í kjöl- far þessa mesta bruna í sögu Húsatrygginga Reykjavíkur var reynt að efla eldvarnaeftirlit í borginni. Jafnframt var bruna- málareglugerð sem gilti fyrir landið allt tekin til endurskoðun- ar. Það er óneitanlega kaldhæðn- islegt, en í DV nokkrum dögum eftir brunann kom fram í samtali við starfsmann Gúmmívinnu- stofunnar að viðurkenning frá Eldvarnaeftirliti Reykjavíkur hefði hangið á vegg í afgreiðsl- unni. ■ 20 4. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR ÞENNAN DAG TÓK ELVIS PRESLEY UPP ÞRJÚ LÖG TIL PRUFU. Það voru fyrstu upptökur hans. REYKJAVÍK: EINN MESTI BRUNINN Í SÖGU BORGARINNAR „Ég veit ekkert um tónlist. Það er óþarfi í mínu fagi.“ Það skipti víst engu máli hvað hann sagði. Hann söng og það var nóg. timamot@frettabladid.is SLÖKKVILIÐ NÝKOMIÐ Á VETTVANG AÐ RÉTTARHÁLSI 2 Fáa grunaði að þetta yrði einn mesti eldsvoði sem sögur fara af hérlendis. 1847 komu mormónar til dalsins með stóra saltvatninu, á svæðinu sem nú er fylkið Utah. Tæpum aldarfjórðungi fyrr hafði engillinn Moroni vitjað Josephs Smith og vísað honum á gulltöflur með sögu Gyðingaþjóðanna sem lifað höfðu í Ameríku áður fyrr. Kenn- ing Smiths eignaðist marga fylgj- endur og söfnuðir urðu til í Ohio, Missouri og Illinois. En mormón- ar sættu líka vaxandi gagnrýni annarra trúarhópa og að lokum voru þeir beinlínis ofsóttir. Smith lifði ekki að komast til fyrirheitna landsins við saltvatnið. Þar var leiðtogi mormóna Brigham Young. Í upphafi nutu íbúar svæðisins mikils frelsis en 1857 setti forsetinn Young af sem landstjóra, vegna fjölkvænis. Brig- ham Young er sagður hafa átt 20 eiginkonur þegar það gerðist. Al- ríkisstjórnin átti í harðvítugum deilum við mormóna áratugum saman á seinni hluta 19. aldar en þeir voru tregir til þess að láta af fjölkvæninu og hafa reyndar ekki allir látið af því enn. Árið 1890 gaf leiðtogi mormónakirkj- unnar út tilskipun þar sem fjöl- kvæni var fordæmt og létt af ýmsum fyrri ákvörðunum um stjórn kirkjunnar á samfélaginu. Sex árum síðar var Sjálfstjórnar- svæðinu Utah veitt aðild að ríkja- sambandinu og varð 45. fylki Bandaríkjanna. 4. JANÚAR 1896 VARÐ MOR- MÓNAFYLKIÐ 45. FYLKI BANDARÍKJANNA. Brigham Young leiðtogi mormóna. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1847 Þennan dag seldi byssu- smiðurinn Colt bandarísku alríkisstjórninni fyrstu skammbyssurnar, sem við hann voru kenndar. 1964 Fjöldamorðinginn sem kall- aður var „kyrkjarinn frá Boston“ fremur síðasta ódæði sitt. 1974 Richard Nixon neitar að verða við kröfu rannsókn- arnefndar þingsins um að afhenda segulbönd með samtölum úr skrifstofu for- setans. 1994 Íslendingar semja við Bandaríkjamenn um fækk- un í herliðinu í Keflavík. Hermönnum fækkar um 380 manns og orrustuflug- vélum fækkar úr tólf í fjórar. 1994 Repúblikanar ná meirihluta í bandaríska þinginu, í fyrsta sinn síðan á dögum Eisenhowers. Mormónafylkið gengur í Bandaríkin Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning og til allra þeirra sem lögðu hönd á undirbúning minningarathafnar í Þorgeirskirkju og útför okkar ástkæra sonar, bróður, dóttursonar, unnusta og frænda, Egils Fannars Grétarssonar Fellsenda, Þingeyjarsveit. Sérstakar þakkir til nemenda, kennara og starfsfólks Stórutjarna- skóla. Einnig viljum við þakka fyrir söfnun sem staðið var að okkur til stuðnings. Kristín Harpa Þráinsdóttir, Sigurður Haraldsson, Guðrún Bryndís Jóns- dóttir, Guðjón Þór Grétarsson, Þráinn Traustason, Ása Ólafsdóttir, Sunna Ösp Bragadóttir og fjölskylda, Sigurður Helgi Þráinsson og fjöl- skylda, Fríða Birna Þráinsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Skúli Björgvin Sighvatsson Skólavegi 24, Keflavík, lést á heimili sínu 1. janúar. Anna Jónsdóttir, Svan Skúlason, Valorie Skúlason, Ása Skúladóttir, Karl Taylor, Guðfinna Sesselja Skúladóttir, Sigurður Garðarsson, Bryndís Skúladóttir, Magnús Björnsson, Svanhildur Skúladóttir, Hörður Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. janúar kl. 14.00. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Davíð Kr. Jensson byggingameistari, Langagerði 6, andaðist á heimili sínu að morgni nýársdags. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er vin- samlegast bent á Styrktarfélag vangefinna. Jenný Haraldsdóttir, Valborg Davíðsdóttir, Ragnar B. Ragnarsson, Ásgeir Eiríksson, Kristrún Davíðsdóttir, Inga Davíðsdóttir, Jóhann Bjarnason, Jenný Davíðsdóttir, Ólafur Einarsson, Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Elsa María Davíðsdóttir, Þórhallur Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Sverrir Baldvinsson frá Skógum í Hörgárbyggð, andaðist fimmtudaginn 23.desember á Dvalarheimilinu Hlíð. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 7. janúar kl.14. Álfheiður Ármannsdóttir, Anna Soffía Sverrisdóttir, Sverrir Brynjar Sverrisson, Elín Sigurðardóttir, Þóra Sverrisdóttir, Heiðrún Sverrisdóttir, Þorsteinn Berg, Sólrún Sverrisdóttir, Óskar Steingrímsson, börn og barnabörn. Gúmmívinnustofan brennur AFMÆLI Davíð Scheving Thorsteinsson iðnrekandi er 74 ára í dag. Gunnar Þórðarson tónlistarmaður er 59 ára. Kristján Guðlaugsson blaðamaður í Noregi er 55 ára. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur er 52 ára í dag. Eyjólfur Sveinsson er fertugur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.